Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 33L Morgunblaðið/KGA Þátttakendurnir í pallborðsumræðunum um stöðu skáldsögunnar á Bókmenntahátíðinni í gær: Guð- bergur Bergsson, íslandi; Alain Robbe-Grillet, Frakklandi, með túlki sinum; Isabel Allende, Chile; Thor Vilhjálmsson, umræðustjóri; P.C.Jersild frá Svíþjóð; Gerhardt Kopf frá Þýskalandi, og Kurt Vonnegut frá Bandaríkjunum. Nokkrir vel metnir höfundar eru til- tölulega nýlátnir, menn eins og James Jones, Nelson Ahlgren, Irwin Shaw — og nú er eins og þeir hafi aldrei verið til. Flest bókaforlögin eru nú undir stjórn manna sem hafa hlotið sína menntun í viðskiptaskól- um. Ein afleiðingin er sú að forlögin eiga ekki lengur neinn lager. Áður fyrr þótti ekki nema sjálfsagt að geyma þann hluta upplagsins, sem ekki seldist strax, í vöruhúsum í New Jersey eða á Long Island og svo gat fólk bara skrifað til Scribners for- lagsins og beðið um The Sun Also Rises eftir Hemingway, ef það fann hana ekki í búðum. En svo komu ungu viðskiptafræðingamir og spurðu: „Vitiði hvað það kostar að geyma allar þessar bækur á lager?“ Enginn hafði einu sinni leitt hugann að því fyrr, en nú eru bækur mis- kunnarlaust eyðilagðar ef þær seljast ekki eins og heitar lummur strax í upphafi. Bandaríkin varðveita ekki lengur menningu sína. Fyrir mér eru Bandaríkin stjómlaust sam- félag; þau eru sjálfum sér fáránlega ósamkvæm og alls konar öfl á kreiki. Þjóðin, ef þjóð skyldi kalla, samein- ast aðeins um eitt: Það er gott að græða peninga en slæmt að tapa þeim. Það segir sig sjálft að það lesa ekki margir skáldsögur í slíku andrúmslofti." Vonnegut sagði síðan að hann teldi að rithöfundar nú á dögum hlytu að taka tillit til þeirrar miklu tæknibyltingar sem nú væri að eiga sér stað. „Ef þeir gera það ekki gera þeir sömu mistök og höfundar á Viktoríu-tímanum sem slepptu öllu sem snerti kynlíf úr verkum sínum,“ sagði hann. „Heima get ég horft á 30 sjónvarpsrásir og horfi iðulega á þær allir í einu, sem er afar lær- dómsríkt. Við rithöfundar verðum að horfast í augu við það hvað þessi tækni gerir okkur og ég held að í þeirri rannsókn hljóti skáldsagan að hafa á sér yfirbragð íhaldsseminnar; við getum aðeins verið róttækir í efnisvali." Þá talaði Alain Robbe-Grillet, og sagði að ólíkt Guðbergi Bergssyni þætti sér ákaflega gaman á þingum sem þessum og sérstaklega ef þau færu fram á ensku, enda skildi hann ekki eitt einasta orð í því tungu- máli! Robbe-Grillet talaði frönsku með aðstoð túlks og sagði að hug- leiðingar af þessu tagi væru mikil- vægar því þær vörðuðu hlutverk rithöfundarins í samfélaginu. „Það er ætíð ríkjandi mikill misskilningur milli höfundar og lesenda," sagði hann, „og þessi misskilningur hefur verið orðaður þannig að bókmenntir séu í sjálfu sér framandi tungumál. Það er hægt að læra að meta bók- menntir alveg eins og það er hægt að læra að tala íslensku en þessi miskilningur er að mínum dómi grundvallaratriði bókmennta." Hann tók síðan dæmi af bók sinni Af- prýði. „Hún var skrifuð á mjög einföldu máli og setningarnar voru stuttar en engu að síður kom til mín fjöldi fólks og sagðist ekki skilja hana. Hún var, þrátt fyrir einfaldlei- kann, á framandi tungumáli. En málið er enn alvarlegra fyrir þá sök að maður skyldi ætla að rithöfundur skildi að minnsta kosti sjálfur hvað hann er að fara en sú er aldeilis ekki raunin. Fólk heldur að rithöf- undar skrifi af því að þeir eigi auðvelt með það en það er nú eitt- hvað annað; rithöfundurinn er sífellt að leita orða en hann finnur þau ekki. Erfiðleikar rithöfundar and- spænis lesendum sínum felast í þessu en miklu síður sambandsleysi milli alþýðu og borgarastéttar eða íslendinga og Ameríkana. Þetta er alþjóðlegt vandamál. Bókmenntir eru eins og tjáskipti en sambandið hlýtur alltaf að vera slæmt. Þess vegna eru þing af þessu tagi ágætar samkomur; rithöfundurinn hefur vissulega sagt allt það sem hann hefur að segja og getur sagt í bókum sínum en á svona þingum getur hann eigi að síður reynt að svara spumingum almennra lesenda með einföldum hætti. Á svona þingum er rithöfundurinn nefnilega ekki al- veg sá rithöfundur sem skrifaði viðkomandi bækur; hann er að hluta til einhvers konar opinber fígúra." „Svíar eru verstir!“ Isabel Allende byijaði á því að biðjast afsökunar á því að tala ensku, hún væri enn ekki orðin al- veg nógu góð í íslensku, en síðan lýsti hún sig ósammála flestu því sem Robbe-Grillet hafði sagt. „Það kann að eiga við um skáld- söguna í Evrópu sem á sér langa sögu og getur leyft sér að snúast um sjálfa sig og smásmugulega sundurgreiningu alls konar fyrir- brigða en heima hjá mér, í róm- önsku Ameríku, er skáldsagan ennþá frumstæð; höfundamir vilja vekja viðbrögð lesenda sinna og því sterkari sem viðbrögðin em, því betra. í rómönsku Ameríku er rit- höfundurinn að velja heiminum nöfn, þess vegna er f bókum hans að fínna ástríður, hjátrú, ótta og ofsa. Vð erum að rekja minningar fólks vegna þess að mannkynssag- an hefur gleymt þeim. Skáldsagan er hættuleg og á sínum tíma bönn- uðu Spánveijar Suður-Ameríkubú- um bæði að lesa og skrifa slíkar bókmenntir. Eftir að Suður-Am- eríkulöndin fengu sjálfstæði þróuð- ust bókmenntir þeirra hægt en örugglega og í þessum löndum fékk skáldsagan það hlutverk að orða nýja hugsun og auðga andann. Hún var ekki spennt fyrir einhvern sið- ferðilegan eða félagslegan vagn; hún hafði ekkert hlutverk annað en að reyna að túlka þann litríka og mótsagnakennda heim sem við Suður-Ameríkubúar lifum í. Um 1960 varð bylting; þá höfðu áhrif frá Norður-Ameríku, Þýskalandi og innfæddum Indíánum blandast hinni spænsku menningarhefð og allt í einu ruddu höfundar okkar öllum hindrunum úr vegi. Þeir fundu að þeim var allt fijálst; þeir gátu logið, ýkt og brotið náttúrulög- málin á bak aftur, því tilveran lýtur þrátt fyrir allt ekki mjög rökréttum lögmálum. Eftir að einangrun suð- ur-amerískra höfunda rofnaði loksins — ekki síst fyrir tilverknað Carlos Fuentes sem kom þeim í samband við spænsk forlög — gerð- ist kraftaverk; Evrópa tók þessa suður-amerísku höfunda upp á sína arma enda fann hún hjá þeim kraft og frumleika sem hafði verið að þoma upp í evrópskum bókmennt- um. Það er mikið hól fyrir bók- menntir rómönsku Ameríku að nú eru evrópskir höfundar margir hveijir að bisa við að apa eftir þeim og halda að með því einu að blanda saman nógu miklu af furðufyrir- brigðum, kynlífi, göldrum og þess háttar takist þeim að verða jafnok- ar höfunda eins og Carlos Fuentes, Jorge Luis Borges, Gabriel García Marquez, Marío Vargas Llosa, Alejo Carpentier, Julio Cortazar eða Juan Rulfo. En þessir höfundar hafa ein- faldlega verið að lýsa raunveruleik- anum eins og hann kemur þeim fyrir sjónir í rómönsku Ameríku. Sumir virðast halda að suður- ameríska bókmenntabylgjan eigi fljótlega eftir að brotna og skilja ekkert eftir sig nema tómt löður en ég hef engar áhyggjur af því. Mér sýnist að hinir yngri höfundar okkar séu ekkert síðri en þeir eldri þó auðvitað breytist bókmenntir okkar smátt og smátt í tímans rás; mestu skiptir að enn eru þeir að bera vitni um lífið sjálft og lýsa því og leita ótrauðir að hulinni merk- ingu bak við atburði. . .“ Aftur kom nú til orðaskipta um tungumálanotkun. Guðbergur Bergsson ítrekaði þá skoðun sína að notkun erlendra tungumála á bókmenntaþingi á íslandi bæri vott um nýlendustefnu. Robbe-Grillet bar það af sér; hann sagðist einfald- lega ekki hafa nokkra hæfileika til að læra erlend tungumál og hann talaði ekki frönsku af því að hann væri Frakki heldur vegna þess að hann væri þessi tiltekni Frakki. Gerhardt Kopf spurði Isabel Allende hvort hún teldi höfunda á borð við Julio Cortazar eða Alejo Carpentier virkilega „frumstæða" og hún svar- aði því til að vissulega væru þeir margbrotnir höfundar en þeir hefðu þó umfram allt viljað ná sambandi við fólk, við lesendur sína. Guð- bergur lýsti því þá yfir að hann hefði þýtt bók Álejo Carpentier, Ríki af þessum heimi, auk margra annarra rómansk-amerískra verka, og hefði ekki orðið var við að hún hefði þótt erfið. Isabel Allende benti á að í rómönsku Ameríku væri ólæsi hartnær 50% sums staðar og fáir læsu skáldsögur; því væri mæli- kvarðinn á hvað væri „erfitt“ allur annar en á íslandi þar sem bók- menntahefð væri löng og glæsileg. Síðan spunnust nokkrar umræð- ur um ástand mála í Bandaríkjunum í framhaldi af ummælum Kurt Vonneguts um að bækur hyrfu mjög snögglega úr bókabúðum ef þær seldust ekki eins og skot og lagerinn væri síðan eyðilagður til að taka ekki pláss í vöruhúsum. Thor Vilhjálmsson hafði það eftir Alain Robbe-Grillet að ekki hefðu selst nema 300 eintök af frægustu bók hans, fyrmefndri Afprýði, fyrsta árið eftir að hún kom út. Robbe-Grillet kvað það rétt vera; hún hefði fráleitt verið metsölubók en hins vegar selst vel á löngum tíma. Það væri mjög mikið áhyggju- efni hversu fljótt bækur hyrfu úr umferð um þessar mundir; bækur þyrftu tíma til að finna sér lesendur en nú ættu þær á hættu að hverfa að eilífu nema sala væri mikil strax í upphafí. „Frakkar eru samt ekki verstir," sagði hann. „Verstir held ég að Svíar séu. Aðeins sex mánuð- um eftir að Samuel Beckett fékk Nóbelsverðlaunin hjá sænsku aka- demíunni var allt upplag bóka hans í Svíþjóð eyðilagt af því forlaginu fannst þær ekki seljast nógu hratt. Hér áður fyrr héldu bóksalar að það kostaði ekki neitt að hafa bækur uppi í hillu árum saman en nú hafa viðskiptafræðingamir með tölvum- ar sínar reiknað það út að með því sé stórfé kastað á glæ!“ Isabel Allende boðið í heimsókn Sara Lidman reis þá upp í Maó- jakkanum sínum og sagðist nú aldeilis hafa fengið vopn gegn út- gefendum sínum úr því að sjálfur Alain Robbe-Grillet héldi því fram að Svíar væm verstir í þessum efn- um. Robbe-Grillet brosti dapurlega og sagðist óttast að útgefendur fæm vart að skjálfa þó hann væri nefndur til sögunnar; bækur sínar kæmu að vísu út í Svíþjóð en upp- lagið væri allt brennt eftir hálft ár af því bækumar seldust ekki nógu hratt. F'yrirspumir vom nú farnar að berast utan úr sal; Flosi Ólafsson spurði hvort ekki færi alltof mikill tími rithöfunda í alls konar ráð- stefnur, þing, sjonvarpsviðtöl og þess háttar. Hann beindi máli sínu til Kurt Vonneguts sem sór af sér allt slíkt. „Ég kem sárasjaldan fram í sjónvarpi. Hingað kom ég aðeins af því að mig langaði til Islands." Isabel Allende tók í sama streng og las upp skeyti sem henni hafði borist eftir að hún lét svo um mælt við komuna til íslands að hingað kæmi hún til að heyra sögur. í skeytinu var henni boðið að koma í heimsókn og leggja við eymn! Þá spurði Elísabet Jökulsdóttir Guð- berg Bergsson hvort módemíska skáldsagan, sem hann og Robbe- Grillet væra meðal annarra fulltrú- ar fyrir, hefði ekki haft áhrif á suður-amerísku sagnameistarana; hvort hin nýja sagnahefð ætti mód- emismanum sem sé ekki skuld að gjalda. Guðbergur tók því fjarri og sagði að suður-amerískar bók- menntir hefðu verið komnar til sögunnar löngu áður en skáldsagan tók stakkaskiptum með módemism- anum. Robbe-Grillet var ekki all- sendis sammála þessu; hann sagðist telja að hann sjálfur og aðrir forkól- far „nýju skáldsögunnar" frönsku hefðu tekið við kjmdli James Joyce á sínum tíma og síðan afhent hann höfundum á borð við Julio Cortazar. Þegar hér var komið sögu tók Guðbergur Bergsson pjönkur sínar og hvarf á brott án þess að kveðja kóng eða prest. Eftir það tók sam- koman að leysast upp þó enn sé margt ósagt. Texti: ILLUGI JÖKULSSON Bókasamband Islands: Bækur verði án söluskatts FULLTRÚAR Bókasambands ís- lands hafa afhent Jóni Baldvini Hannibalssyni fjármálaráðherra áskorun um að 25% söluskattur af bókum á íslensku verði fellur \ niður. í áskomninni er lögð megin- áhersla á að í haust verði látnar gilda sömu reglur um bækur og gilt hafa um dagblöð, iistsýningar, tónleika, íslenskar kvikmyndir og margs konar aðra menningarmiðlun sem seld er án söluskatts. Bent er á það fráleita ósamræmi sem leitt hefur af því fyrirkomulagi sem nú gildir að greiða verður 25% sölu- skatt af hugverkum og upplýsinga- efni sem miðlað er í bókarformi en sama efni er án söluskatts ef það er birt í öðmm prentmiðlum. Sambandið bendir á að hvergi í heiminum er söluskattur á bækur hærri en hér á landi og þykir stjóm Bókasambandsins það skjóta skökku við hjá þjóð sem vill kalla sig bókaþjóð og hefur iengi talið bókina homstein menningar sinnar. Bókasamband íslands vekur máls á þessu misrétti sem ríkt hefur gagn- vart bókum og bókmenntum í tilefni þess að skattheimta ríkisins er til endurskoðunar um þessar mundir og söluskattur breytilegri eftir vömtegundum en áður var. Vonast forráðamenn sambandsins til að ríkisstjómin átti sig á hve mjög er hallað á bókina og létti af henni söluskattsbyrðinni fyrir næstu bókavertíð sem brátt fer í hönd. Forseti fs- lands opnar norræna nytjalista- sýninguí Japan FORSETI fslands frú Vigdís Finnbogadóttir hélt blaðamanrta'- fund í Tokyo í gær þar sem tilkynnt var formlega um opnun Scandinavia Today. Stóðu sendi- herrar Norðurlandanna fimm fyrir fjölmennri móttöku í tilefni opnunarinnar. í dag heldur for- setinn til borgarinnar Toymana á vesturströnd Japan og opnar þar fyrstu og stærstu sýningu í tengslum við Scandinavia Today, sem er nytjalistasýning, Scand- inavian Design. Forsetinn kom til Tokyo á mánu- dag í tilefni opnunar norrænu menningarkynningarinnar og er í boði ríkisstjómar Japans á meðan á dvölinni stendur. I frétt frá ut- anríkisráðuneytinu kemur fram að stjóm Seibu-fyrirtækisins, sem er einn af samstarfsaðilum kynningar- innar, hafi haldið móttöku síðastlið- inn þriðjudag. Þar flutti meðal annarra, Tadashi Kuranari utanrík- isráðherra Japan, ræðu til heiðurs forseta. Á föstudag ræðir forseti við Hiro- hito Japanskeisara og Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra. Forseti dvelur í Kyoto fram á sunnudag en heldur þá til Frakklands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.