Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR íí.' SEPTEIÍÍBfeR 1987' §* Verð kr.13.380,-meu Skál’ Þeytara, hnoðara > og hrærara. Viðgerda- og varahlutaþjónusta Fáanlegir fylgihlutir: Raftækja- og heimilisdeild HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695550 hefur lýst því yfir á fjórðungsþing- um hve gagnkvæmt samstarf þingmanna beggja kjördæma Norð- urlands er þegar í hlut eiga mál er Fjórðungsþing Norðlendinga, og þar með norðlenskir sveitarstjóm- armenn, eru almennt samtaka um. Hér kom meira til liðsinnis. Þing- menn annarra landsbyggðarkjör- dæma fóru að óskum forráðamanna sinna landshlutasamtaka. Þetta var gert að undirlagi Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Á háskólaráðstefnunni kom í ljós að það var að myndast jákvæður pólitískur grundvöllur í öllum þing- flokkum til málsins. Hér naut að sjálfsögðu sterkra tengsla margra ráðamanna á Alþingi frá námsárum þeirra á Akureyri. Erfið sigling var framundan og eitt var víst að for- ráðamenn Háskóla íslands fögnuðu ekki þessu nýja fleyi, með því að auðvelda landtökuna og ekki var að vænta kraftaverka úr mennta- málaráðuneytinu á þessum tíma. Fljótt skipast veður í lofti. Iðnað- arráðherrann, sem fylltist hugljóm- un sama dag og háskólavakningin var á sal Menntaskólans á Akur- eyri, tók nú upp, sem nýbakaður menntamálaráðherra, einkunnarorð ráðstefnunnar og gerði að sínum. Þetta var hugdetta í réttu tómi, sem verður stærsta fjöður í hatti Sverr- is Hermannssonar sem mennta- málaráðherra, og heldur orðstír réttu tómi stæða iðnþróunarstofnun á Akur- eyri, benti Sverrir á að útibú væri versta tegund valdatilfærslu. Það var illa farið, að skammsýnir menn sáu ekki ljósið í því máli. Lands- byggðarmenn verða að skilja það að ekkert fæst af máð og að sjálfs- höndin ein dugar. Er ekki tímabært að dusta rykið af þessari hugmynd og þróa Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- ar í nýjan búning á breiðum grundvelli, sem iðnþróunarstofnun fyrir Akureyringa og Norðlendinga alla. Á kirkjubekkjum Akureyrar- kirkju hef ég sannfærst um að án þeirrar hugmyndafræði, sem varð kveikjan að Fjórðungssambandi Norðlendinga og lagður var grunn- ur að í því vígða húsi, væri Norðurland sundrað og ekkert sam- einandi afl væri til staðar, sem væri nægilega öflugt til að veita fulltingi, þegar forystuafli Norð- lendinga er beitt upp í vindinn til stærstu átaka fyrir norðlenskar byggðir og landsbyggðina í heild. Þannig tengjast Akureyrarkaup- staður og samtök norðlenskra byggða órofa böndum. I þetta sama sinni var mér nokk- ur ógn af þeirri tilhugsun, að nú væru Norðlendingar að tapa taflinu um staðsetningu stóriðju á íslandi. Þessu máli hélt Fjórðungssamband Norðlendinga vakandi, þegar fáar hendur réttu því lið í bæjarstjóm Akureyrar. Slík öfl eflast enn í dag um gagnsemi af Fjórðungssam- bandi Norðlendinga. Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri. hans á lofti löngu eftir að annað fymist, sem honum vom mislagðar hendur um. Eftir á að hyggja var það rétt stefna hjá Sverri Hermannssyni að stofna til sjálfstæðrar háskólastarf- semi á Akureyri í stað þess að stofna annexíu frá Háskóla íslands, öðrum þræði til ama, eins og ótæpi- lega hefur komið fram í máli margra háskólamanna á Melunum í Reykjavfk. í umræðum þetta ár, um sjálf- Höfundur er franikvæmdastjóri FJórðungssambands Norðlend- inga. ==ICENWOOD== ÞAÐ VERDUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN KENWOOD CHEF hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega. Hugdetta í eftir Askel Einarsson Ég er ekki vanur að sækja kirkj- ur nema eiga alveg sérstakt erindi. Tvo sfðustu laugardaga var ég gest- komandi í Akureyrarkirkju. I fyrra sinn í tilefni af 125 afmæli Akur- eyrarbæjar og í síðara sinnið við fýrstu setningu Háskólans á Akur- eyri. Þessar báðar stundir eru mér hugstæðar. Á hátíðarstundu á tímamótum í sögu Akureyrar lýsti leiðtogi bæjar- stjómar Akureyrar Gunnar Ragn- ars hug bæjaryfirvalda á Akureyri til hlutverks Fjórðungssambands Norðlendinga og gat þess að full- trúi þess væri meðal gesta. í hið síðara sinn mættu þrír, núverandi og fyrrverandi, menntamálaráð- herrar við setningu Háskólans á Akureyri. Þeir settu með hugnæm- um hætti svip á upphaf vegferðar, sem nú er að bijóta sitt fyrsta blað í menningarsögu Norðurlands, þar sem Akureyri fer fyrir eins og vera ber um höfuðstað Norðurlands. Nokkur ánægja var að heyra Sverri Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, lýsa hug sínum til háskólamálsins og gera grein fyrir þeim rökum, sem stóðu að baki þeirri ákvörðun hans um að ná landi með nýjan háskóla hér á Akureyri. Á hnyttinn hátt gat hann þess, að hann hefði sem iðnað- arráðherra staðið að orkuspamað- arráðstefnu sama dag og Fjórðungssamband Norðlendinga boðaði til ráðstefnu um háskóla- kennslu á Akureyri, en þar lýsti hann yfir í krafti þess ráðherraemb- ættis, að hann styddi hugmyndir um háskóla á Akureyri. Síðar, sem menntamálaráðherra, fylgdi Sverrir málinu eftir í höfn undir kjörorðinu „Staðurinn er hér og stundin er nú“, sem Gísli Jónsson mennta- skólakennari varpaði fram í ræðu sinni á umræddri háskólaráðstefnu og urðu einkunnarorð ráðstefnunn- ar. Sessunautur minn við háskóla- setninguna í Akureyrarkirkju skýrði fyrir mér, að verið sé að byggja mikinn sal undir Akureyrar- kirkju. Þetta leiddi hugann að því, að í samkomusal undir kór Akur- eyrarkirkju var Fjórðungssamband Norðlendinga stofnað 14. júlí 1945. Má vera að þama skapist skilyrði til að halda síðar tímamóta fjórð- ungsþing. I upphafi stóðu kirkjunnar menn og kennarar að undirbúningi stofn- unar Fjórðungssambands Norð- lendinga. f ræðu sr. Páls Þorleifs- sonar, prófasts á Skinnastað, á stofnþingi sambandsins var í mörg- um efnum mörkuð sú hugsjóna- stefna, sem Fjórðungssamband Norðlendinga byggir á enn í dag. Meðal málefna í ræðu hans var háskólanám á Akureyri, biskups- stóll á Hólum og norðlenskt útvarp frá Skjaldarvík. Á fyrstu fjórðungs- þingum náðist samstaða um þessi mál og gerðar um þau ályktanir, einnig nú á síðari fjórðungsþingum. Dropinn holar steininn. Samstaða í þesskonar málum er fmmskilyrði að það þýði að sækja þau gegn tregðu og tómlæti. Þetta verkefni hefur fallið í hlut Fjórðungssam- bands Norðlendinga. í menntamálaráðherratíð Ing- vars Gíslasonar starfaði háskóla- nefnd til undirbúnings háskóla- kennslu á Akureyri. Sú nefnd vann athyglisvert undirbúningsstarf. En síðan kom tómarúm í málið og ljóst er að ekki mátti treysta á forgöngu nýs menntamálaráðherra og fálætis var farið að gæta hjá frammámönn- um í Háskóla íslands. Margir hugsuðu eins og Bjami frá Vogi þegar hann lagðist gegn frumvarpi til laga á Alþingi um menntaskóla á Akureyri, þegar það var lagt fram á þingi í fyrsta sinn, fyrir rúmum 60 árum. Þið megið vera vissir um að Norðlendingar heimta bráðum háskóla. Þessi um- mæli voru rifjuð upp í hnyttinni ræðu Steindórs Steindórssonar, fyrrverandi skólameistara, á um- ræddri háskólaráðstefnu. Gömlu draugamir frá fyrstu árum Mennta- skólans á Akureyri mögnuðust upp í nýjum gerfum, en andinn sá sami, að ekki séu tök á því að láta í té samkeppnisfært nám á Akureyri. Málið var að komast í blindgötu. Unnið var að því með ýmsum ráðum að gera háskólamálið að sérmáli Akureyrar. Mörgum kappsfullum Akureyringum sást ekki fyrir í þess- um efnum, en andstæðingum málsins þótti ekki ónýtt að einangra Akureyringa í málinu. Á fyrsta fjórðungsþingi, sem ég sat sennilega 1958, á Akureyri, þá sem bæjarstjóri á Húsavík, var mér minnisstæð ræða Þórarins Bjöms- sonar, skólameistara, um háskóla- menntun á Akureyri. í þeirri ræðu ræddi hann um háskólanám í íslenskum fræðum og nám á svo- nefndu BA-stigi. Fyrst í tengslum við Menntaskólann á Akureyri, en síðan sem fullburða starfsemi. Hann taldi að Menntaskólinn á Akureyri ætti að gegna hér hlut- verki frumheijans, með sama hætti og Gagnfræðaskólinn á Akureyri, arftaki hins eldra Hólaskóla, skóp menntaskóla á Akureyri. Þetta merki tók Tryggvi Gíslason, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri, upp í hinni fyrri háskólanefnd. Nú var málið komið á ný á dag- skrá Fjórðungssambands Norðlend- inga og rækilega kynnt á þingum þess t.d. á Laugum 1985. Ljóst var að nauðsynlegt var að móta breiða samstöðu, fyrst og fremst meðal Norðlendinga og landsbyggðarmanna, en ekki síður meðal stjómmálaaflanna í landinu, ella var málið tapað að sinni. Hér kom að hlutverki Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Ekki er vafamál að ráðstefna um háskóla- kennslu á Akureyri á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga skipti sköpum í þessum efnum. Eg man að ýmsum forystumönnum Akureyrarbæjar þótti lítt um þessa ráðstefnu og trúðu því ekki að tæk- ist að ná samstöðu Norðlendinga í málinu og fá jákvæðan stuðning forráðamanna annarra landshluta við málefnið. Halldór Blöndal, alþingismaður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.