Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 43 þó misskilja þessi orð á þann veg að verið sé að leggja til að hætta alfarið víðavangshlaupi fyrir íslenska hesta. Hér er aðeins bent á að ekki eigi að neyða menn með góða sýningarhesta í þessa grein. Önnur höndin á tölthornið Hápunktur þessara móta er og hefur alltaf verið töltkeppnin. Það þykir eftirsótt að komast í úrslit töltkeppninnar og toppurinn er að vinna hana. En töltkeppnin er einn- ig spennandi fyrir þær sakir að hún er síðasta greinin sem kemur inn í stigakeppnina. Að lokinni tölt- keppni fara línur að skýrast nokkuð en eins og áður var getið á skeiðið eftir að koma meira við sögu. íslendingamir biðu spenntir eftir Sigurbimi því hann átti að sjá um að vinna tölthomið og nú var lag. Ekki brást hann vonum manna í forkeppninni því hann virtist nokk- uð ömggur með fyrsta sætið ef marka má stigin. Það sem kom kannski öllu meira á óvart var frammistaða Hafliða en hann náði fimmta sætinu og var hann þar með kominn í A-úrslitin. Sævar hafnaði í áttunda sæti með 80 stig, Sigurður Sæmundsson í sextánda sæti með 73,20 stig og margir fylgdust af athygli með Spóa og Reyni. Þótt ekki fari mikið frægðar- orð af Spóa þá skipti miklu máli að vel tækist til og Reynir fengi sem flest stig í safnið því hann stóð í ströngu í stigakeppninni. Reynir og Els van der Taas voru hnífjöfn í töltinu með 64,2 stig en aðalkeppi- nautur þeirra Jóhannes Hoyos hlaut 71,6 stig. Var hann þar með kom- inn með forystuna 237,54 stig en Reynir var með 231,19 stig og sú hollenska með 229,69. Nú var að duga eða drepast hjá Reyni í skeið- inu og ljóst að hann þurfti að ná fullu húsi út úr skeiðinu sem er 120 stig en til þess þurfti hann að ná 22,0 sek. eða innan við það. Má af því sjá að mikil pressa hefur verið á Reyni á þessum tíma því hann hafði lofað þremur titlum og það opinberlega. Þjóðverjar með tvöfalt í „kúrnum“ í forkeppni hlýðnikeppninnar var keppt í svokölluðuðum B-dressur en í úrslitum var keppt í Kiir. Þar þarf keppandinn að raða æfíngum sjálfur saman og ræður hann hversu þungar æfíngamar eru. Undir er leikin tónlist sem á að falla vel að útfærslu æfínganna. Eins og áður segir komst Hafliði í úrslitin en hann hafði ekki átt von á því og var þar af leiðandi ekki með tilbúið prógramm og því síður að hann hafí valið sér tónlist. Þurfti nú snör handtök bæði við röðun æfínga og eins með útvegun tónlistar. Fengnir voru nokkrir snjallir söngvarar úr hópi íslendinganna og sungu þeir „Ríðum, ríðum" sem nýtur feyki- legra vinsælda meðal útlendinga. Vakti þetta tiltæki mikla kátínu meðal áhorfenda og hefði Hafliði vafalaust sigrað ef dæmt hefði ver- ið eftir undirtektum. En ekki var það svo og lyktir mála urðu þær að Þjóðveijar voru í tveimur efstu sætunum. Helmut Lange sigraði, Karly Zingsheim varð annar og fyrrverandi Evrópumeistari, Lone Jensen frá Danmörku, varð þriðja. . . . og tvöfalt hjá íslendingum í gæðingaskeiði Síðast á dagskrá laugardagsins var gæðingaskeiðið og þar stóðu þeir sig með miklum ágætum Erling og Reynir sem varð í fyrsta sæti og Erling í öðru. Ekki breytti þessi árangur neinu fyrir Reyni í stiga- keppninni þar sem hann hafði hlotið fleiri stig úr 250 metrunum, en það er betri árangur úr skeiðgreinunum sem kemur til stigasöfnunarinnar. Það voru því ánægðir íslendingar sem gengu til náða á laugardags- kvöldið, því staðan var slík að ekki var annað hægt en að vera glaður. Þegar hér var komið áttu íslending- ar möguleika á að vinna sex HM-titla ef allt gengi upp á sunnu- deginum. Erling og Þrymur stóðu sig með mikilli prýði í gæðingaskeiðinu og voru þar öruggir í öðru sætinu. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson íslendingar sem sóttu mótið voru á ýmsum aldri. Einhverjir yfir sjötugt en yngst allra hefur án efa verið dóttir Sigurðar Sæmunds- sonar og Lisbetar konu hans, hún Elín Hrönn, aðeins fimm mánaða gömul. Hér situr hún hjá foreldrum sinum og stóru systur, henni Katrínu. Ekki er ráð nema i tima sé tekið. TVÍEFLD ÞJÓNUSTA SIDAL OG SINDRA STALS Á liönu ári geröist Sindra Stál hf. umboðsaöili Sidal A/S í Danmörku og Belgíu. Þetta samstarf eykur enn styrk okkar og fjölbreytni í álbirgöahaldi. Öflug og skjót afgreiösla á sérpöntunum vegna ýmissa verkefna. Ál er okkar mál. SINDRA^SIÁLHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.