Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 61

Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 61*L GET-RAUNIR ÍSÍ og UMFÍ eiga að sýna að hugur til getrauna fylgi máli með því að færa talnadrátt lottós yfir á sunnudaga Samstarf um lottókassa nauðsynlegt fyrir landsbyggðina Hagnaður vegna sölu get- raunaseðla hefur verið ein helsta tekjulind margra íþrótta- félaga um allt land ( áraraðir. Um leið hefur sjálfboðaliðsstarf- ið vegna þeirra sameinað félags- menn enn betur — þeir hafa komið saman í félagsheim- ilunum á laugardög- um, slappað af frá daglegu amstri, drukkið kaffi og rætt um sameigin- legt áhugamál; knattspymuna. Get- raunimar hafa stuðlað að auknu félagsstarfi og eflt íþróttahreyfinguna í landinu auk þess sem eignaraðilar hafa hagnast vel á fyrirtækinu. Hlutur íþróttasambands ís- lands undanfarin fjögur ár er um 20 milljónir, á sama tíma hefur Ungmennafélag íslands fengið tæplega sex milljónir og íþrótta- nefnd ríkisins um þijár milljónir. ÍSÍ og UMFÍ eiga 60% í ís- lenskri Getspá, sem rekur lottóið vinsæla. Þegar talnaleikurinn fór af stað óttuðust margir að fótunum yrði þar með kippt undan getraununum og félögin yrðu fyrst og fremst fyrir barð- inu. Talsmenn ÍSÍ og UMFÍ töldu að lottóið yrði viðbót, íþróttahreyfíngin nyti góðs af og myndi eflast fiárhagslega frekar en hitt. íbróttahreyfingin hefur sannar- lega hagnast á lottóinu, en samdráttur í getraunasölu er umtalsverður og staðreyndin er að samanlagðar tekjur deild- anna úr lottói og getraunum eru lægri en þær voru úr getraunum einum saman áður en lottóið kom til. ÍSÍ og UMFÍ í formi talnadrátt lottós yfir á sunnu- daga. Þá er lífsvon hjá getraun- um, annars ekki. •ÍSÍ og UMFÍ í lottóinu eiga að fara í samstarf með ÍSÍ og UMFÍ í getraununum með því að koma getraununum inn í töivukassana. Þá getur lands- byggðin fyrst almennilega verið með í getraunum. Getraunir óskuðu eftir þessu samstarfi, en íslensk Getspá (ÍSÍ og UMFÍ) hefur farið undan í flæmingi allt þetta ár. •ÍSl, UMFÍ og íþróttanefiid ríkisins eiga ekki að hagnast á getraunum heldur söluaðilar. Lagabreytingu þarf til og hana eiga eignaraðilar að fá í gegn. Félögin þurfa einnig að taka sér tak, því getraunir eru fyrir þau og þeir fiska sem róa. •Deildimar verða að hafa trú á getraununum og kynna félags- mönnum sínum rækilega mikil- vægi þeirra. •Félögin verða að gera sameig- inlegt átak til að glæða áhuga almennings á ný. Allir tala um gildi íþróttafélaga, en viðamikill rekstur kostar peninga, sem 1X2 ÍSLENSKAR GETRAUNIR lottós hafa því grafíð undan ÍSÍ og UMFÍ í formi getrauna — félögin, sem byggja upp sam- böndin, bera skaðann. Við þessu var varað, en ekki er öll nótt úti enn. ÍSÍ og UMFÍ era f aðstöðu til að bæta hag félaganna á ný. Þau geta komið getraununum á þann stall, sem þeim ber. Lottóið er komið til að vera og það vissu stjómar- menn ÍSI og UMFÍ, þegar íslensk Getspá fór af stað. Þeir gerðu þau miklu mistök að hafa talnadráttinn á laugardögum — getraunadögum. Því geta þeir breytt með góðri samvisku, ef þeir vilja getraunum vel sem og félagsstarfi íþróttadeilda. •ÍSÍ og UMFÍ eiga að færa geta komið úr getraunasölu, sé vel á málum haldið. •Getraunaseðlar þurfa að vera sem víðast til sölu og áberandi skilti og auglýsingar minna á tiivist þeirra. Það er auðveidara að segja en gera, en orð verða til alls fyrst. Getraunir lognuðust útaf vegna áhugaleysis fyrir þrjátíu áram, en endurvakning þeirra 1968 til 1969 var fyrst og fremst félög- unum að þakka. Þá tókst þeim að byggja upp mikilvæga fiár- öflunarleið, sem um leið stuðlaði að auknu félagsstarfi. Hún má ekki detta upp fyrir. Steinþór Guðbjartsson KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN '4/ '%« V .5» Símamynd/Reuter Rangers tapaði aðeins 1:0 gegn Kiev á útivelli og á mikla möguleika á að komast áfram í Evrópukeppni meistaraliða. Myndin er frá leik liðanna í gærkvöldi. Loks tapaði Gautaborg - hafði leikið 25 leiki í röð í Evrópukeppni án taps ALLS voru 53 leikir í fyrstu umferð Evrópumótanna þriggja í knattspyrnu í gœr- kvöldi. Evrópumeistarar Porto og Evrópubikarmeistarar Ajax héldu áfram á sigurbraut, en Gautaborg, sem sigraði Dundee United í úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða í vor, tapaði óvænt fyrir Bröndby. Real Madrid vann Maradona og félaga í Napóli 2:0 fyrir lokuð- um dyram. Gonzalez skoraði úr vítaspymu á 18. mínútu og Tendi- llo tryggði sigurinn fimmtán mínútum fyrir leikslok. Boltinn var á leiðinni framhjá, en fór í vamar- mann, breytti um stefnu og inn. Napolí, sem lék án Careca, spilaði öraggan vamarleik og skapaði sér fá færi. Þetta var fyrsti Evrópuleik- ur Maradona. Dynamo Kiev lék skemmtilegan sóknarbolta gegn Rangers, en vörn Skotanna var þétt fyrir. Graham Roberts var of harður á 72. mínútu, braut á Mikhalichenko, vítaspyma dæmd og Sovétmaðurinn skoraði öragglega eina mark leiksins. Skömmu áður fóra Ally McCoist og Ian Durrant illa með góð mark- tækifæri. Hans Dorfner var besti maður Bay- em í 4:0 sigri gegn Sredetz frá Búlgaríu. Hann hreinlega átti miðj- una, opnaði vöm heimamanna hvað eftir annað og skoraði gott mark. Brehme skoraði einnig eitt mark, en Wegmann tvö. Bikarmeistarakeppnin Merthyr Tydfil, áhugamannaliðið frá Wales, gerði sér lítið fyrir og vann Atalanta 2:1. Atalanta náði að jafna skömmu fyrir hlé, en Will- iams, sem lagði upp fyrra mark Tydfil, skoraði sigurmark áhuga- mannanna átta mínútum fyrir leikslok. Dundalk frá írlandi hélt hreinu í 65 mínútur gegn Evrópubikar- meisturam Ajax, en þá skoraði Frank Rijkaard. Síðan komu mörk frá Danny Blind og Aron Winter, en Frank Stapleton, írinn hjá Ajax, átti síðasta orðið. Fólagslióakeppnin Gautaborg, sem leikið hafði 25 leiki í röð í Evrópukeppni án taps, brá út af vananum og tapaði 2:1 fyrir Brendby. Juventus átti ekki í erfiðleikum með Valetta frá Möltu og vann 4:0. Michael Laudrap skoraði fyrstu tvö mörkin, en hin gerði Angelo Alessio. Ian Rush lék ekki með Juventus. HANDBOLTI Reykjavíkurmótið Mfl. karla: KR-ÍR.....................28:22 Ármann - Valur............24:27 Vtkingur - ÍR.............34:26 Fram - Fylkir.............34:11 KR-Fylkir.................30:11 Ármann - ÍR...............15:25 KR-Ármann.................34:18 Itylkir-Valur.............14:40 Fram-KR...................18:21 Ármann - Vfkingur.........19:26 ÍR-Fylkir.................28:26 Fram - Valur..............25:23 KR-Víkingur...............25:24 Fylkir - Ármann...........26:23 Valur-ÍR..................19:13 f kvöld leika Fram og ÍR klukkan 20.30 og klukkan 21.45 leika KR og Valur. A laugardaginn leika Víkingur og Valur og síðan Fram og Ármann, fyrri leikurinn hefst klukkan 14. Valur og ÍR leika sfðan á sunnudaginn kl. 20 og Vfkingur og Fylkir strax á eftir. Mótinu lýkur á miðvikudaginn með leik Fram og Vfkings klukkan 20.30. Allir leikimir fara fram f Seljaskóla. Mfl. kvennæ Vfkingur - KR.............23:15 Valur - Víkingur..........16:12 KR-Fram...................20:19 Valur-KR..................19:13 f kvöld leika Vfkingur og Fram klukkan 19.15 og sfðasti leikurinn verð- ur á miðvikudaginn en þá leika Valur og Fram kl. 19.16. sima tjóNusm GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Leikir 19. september 1987 rnir! K 1 X 2 1 Arsenal - Wimbledon 2 Charlton - Luton 3 Chelsea - Norwich 4 Coventry - Nott'm Forest 5 Derby- Sheffield Wed. 6 Everton - Man. United 7 Oxford - Q.P.R. 8 Watford - Portsmouth 9 West Ham -Tottenham 10 Huddersfield - Aston Villa 11 Leicester - Plymouth 12 Manchester City - Stoke L © The Football League Hringdu strax! 688-322 föstgc|aga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.