Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 12

Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Norrænt skart List og hönnun Bragi Ásgeirsson Norrænir listamenn hafa í fátt að sækja jafn ríka og trausta hefð og skart forfeðranna. Á söfnum getur víða að líta mikið úrval af skarti og þá einkum frá víkingatímabilinu en einnig miklu eldra enda er norræn menn- ing meira en 30.000 ára gömul og eftir því fjölskrúðug. Skart vfkingatímabilsins byggðist mikið á ákaflega þróaðri formtilfinningu svo sem allt sem þeir tóku sér fyrir hendur og að smíðum laut enda var það undir- staða landvinninga þeirra ekki síður en stríðsvélar Gengis Kahn. Norrænir listiðnaðarmenn hafa löngum gert sér þetta ljóst þótt sjálf sagan kæfði oft formræna tilburði og útkoman væri þannig ekki í samræmi við arfleifðina. En á síðustu tímum hafa menn í sívaxandi mæli leitað í smiðju upprunalegu formkenndarinnar og uppskorið ríkulega. Meðal þeirra sem það hafa gert eru dönsku gullsmiðimir Henrik Blöndal Bengtson og Ulrik Jun- gersen, sem sýna verk sín í anddyri Norræna hússins fram til 5. október. Báðir eru þeir af yngri kynslóð, fæddir 1960, og hafa verið mjög virkir í faginu síðan þeir luku verkstæðisnámi á fyrstu árum þessa áratugar. Henrik er útlærður gullsmiður hjá Ole Lynggaard 1981 og Ulrik lauk námi i gullsmíði hjá Helgu og Bengt Exner 1981 og vann á gullsmíðaverkstæðum í Þýska- landi, Danmörk og Svíþjóð þar til hann setti upp eigið verkstæði í Óðinsvéum árið 1985. Báðir hafa haldið nokkrar sýn- ingar m.a. í listasafninu í Hjörring nú á þessu ári — gott ef þessi sýning kemur ekki þaðan. Þess má geta að þau Helga og Bengt Exner sýndu í Norræna húsinu fyrir nokkmm árum og vöktu gripir þeirra mikla athygli og einnig voru þau með gripi á hinni eftirminnilegu sýningu Lunnings verðlaunaþega á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu, en þau hlutu heið- urinn 1969. Ole Lynggaard er einnig vel- þekktur í sínu fagi svo að undir- staðan er traust hjá hinum ungu framsæknu gullsmiðum. Það fer og eftir, að sjálft handverkið er í háum gæðaflokki og því er og fylgt fast eftir af ímyndunarafli, sem sækir fijómögn sín í fortíðina. Mig langar til þess að segja ævintýri Þannig segir Henrik: „ímynd- unarafl, leikur og mörg þúsund ára gamalt handverk, þetta eru þeir frumþættir sem ég notast við til að kalla fram hugmyndir um riddara og klerka miðalda, sam- úrí- kappa og stjömustríðsvélmenni. Orðið „skartgripur" hefur fyrir mér mjög bókstaflega merkingu. Mér fínnst að skartgripur eigi að vera skart á þeim sem ber hann, gera hann meira spennandi og vekja hjá honum tilfínninguna um að vera öðruvísi, betur klæddur en annars. Ég ber mikla virðingu fyrir marglitum steinum. Þeir eru gæddir eigin lífí sem mér fínnst hafa mikið aðdráttarafl. Það getur geflð skartgripum næstum því galdrablæ að setja saman steina af ýmsum lit, lögun og tegund. Sama má segja um tákn eins og stjömur, kross og hálfmána sem em alþekkt form og samt pers- ónulega áleitin." Og Ulrik tjáir sig þannig: „Með skartgripum mínum reyni ég að vekja sál frummenningar, ég leita ósvikinnar náttúmhvatar sem mótvægis við slétt yfírborð og komandi upplýsingaþjóðféiag. Ég er þama mjög tengdur norrænni fomöld. Fyrir mig sem norrænan sólamnnanda hefur 24 karata gull orðið ómetanlegt, bæði sem tákn og til þess að ná skerpu í þá grafísku tækni sem ég nota í skartgripum mínum. í innsta eðli táknar það spennuna milli lífs og dauða — eilíft gildi eðalmálmsins andstætt forgengileika holdsins." Skartgripir em bomir frá einu umhverfi til annars. Þeir geyma alltaf einhver skilaboð, meðvituð eða ómeðvituð." Á þennan hátt lýsa gerendumir vinnubrögðum sínum á skilmerki- legan hátt og mættu fleiri fara að dæmi þeirra því að það eykur skilning á hugsuninni á bak við gripina en sjálft fagurlega mótað formið þarfnast ekki skilgreining- ar — það talar beint og milliliða- laust til skoðandans. Þetta er sýning í háum gæða- flokki og ekki kæmi mér á óvart þótt við ættum eftir að heyra frek- ar frá hinum ungu listamönnum í framtíðinni. Veri þeir velkomnir aftur. ^74? LAUFÁS SÍÐUMÚLA 17^| Steintak hf. byggir enn eitt stórhýsið nú í - Skeifunni - LAUFÁS SÍDUMÚLA 17 fíS 6000 fm húsnæði á þremur hæðum, verslunar- gluggar á tveimur hæðum. Notaðu tækifærið og teiknaðu eigið skipulag fyrir þínar þarfir." Við mætum til þín ef þú óskar með teikningar og allar frekari upplýsingar þegar þér hentar. Fossvogur Vorum að fá í einkasölu mjög gott raðhús fyrir ofan götu, inn í enda. Hægt að keyra upp fyrir húsið. Vandað- ar innr., möguleiki á 6 svefnherb. Ákv. sala. Verð 8,3 millj. M Bergur Guönason hdl. FASTEIGNASALA Langhottsvegi 115 Þorlákur Einarsson (Bæjarleiðahúsinu) Stmi:681066 Ástún — Kópavogi Nýkomin í einkasölu nýleg og glæsil. 64ra fm 2ja herb. íb. á 2. hæð. 12 fm suðvestursv, óvenju mikil sameign. Laus í desember nk. Verð 3 millj. HRAUNHAMARhf Sími 54511 áá FASTEIGNA-OG SKIPASALA Reykjavikurvegi 72, Hafnarfirði. S-54511 Sölumaður: Magnús Emilsson, hs. S3274. Lögmenn: Guðmundur Kristjánsson, Hlöðver Kjartansson. NÝTT í VESTURBÆ 68-55-80 GÓÐ GREIÐSLUKJÖR DÆMI: 3JA HERB. Viðundirritunkaupsamn. kr. 400 þús. Með láni frá Húsnæðisstj. kr. 2.545 þús. Meðjöfnum afb. í 18 mán. kr. 600 þús. Kr. 33.333 pr. mán. Samtals kr. 3.545 þús. LÝSING: 2ja, 3ja og 4ra herb. glæsilegar íbúðir í lyftuhúsi. Bilskúr fyrir þá sem óska þess. Afh. íjúní 1988 tílb. undirtréverkog málninngu með milliveggjum. Öll sameign og lóð fullfrág. 2jaherfa. 64,4 fm V.2590 3jahert>. 106,8 fm V.3545 4raherfa. 115fm V.3795 Byggingaraðili BYGGIN6AFÉLAG EYLFA & GUNNARS Borgartúnl 31 S 20812 - 622991 6© FASTEICNASALAN FJÁRFESTINGHF. ArmúU 38- 108 Rvfc. - S: 0M6-8O LögfraBðlngar.Pótur Þór SlgurÖMon hdl., Jónína Bjartmarz hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.