Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 9 Lántakendur! Sérfræðingar Kaupþings í verðbréfaviðskiptum aðstoða þig við að finna hagkvæmustu leiðina við fjármögnun gegnum verðbréfamarkaðinn. Þannig færðu fjármagn á skjótan og öruggan hátt og þarft ekki að bíða eftir... SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 17. september 1987 Einingabréf verð á einingu Eininqabréf 1 Eininqabréf 2 Eininqabréf 3: Life/risbréf verð á einingu Lífevrisbréf mám.s mm ’PÞ/NG HF Húsi verslunarinnar • simi 68 69 88 Emingabréf Verðbréfasala •' F|flrvarsiá' Fastíupnasala Rekstrauáðgjof Visbe'oding; Hvalamálið íhöfn Klukkan níu á þriðjudagskvöldið boðaði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, blaðamenn til fundar við sig og tilkynnti þeim, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um lausn á hvalveiðideilunni. Síðan ríkisstjórn ís- lands sendi Bandaríkjastjórn orðsendingu 27. ágúst síðastliðinn hefur mörgum hlaupið kapp í kinn. Eru margir vígamóðir og fagna vafalaust hvíldinni. Er enn staldrað við málið í Staksteinum í dag. Fréttin berst Á forsíðu Morgun- blaðsins fimmtudaginn 10. september var sagt frá efnisatriðum þess samkomulags milli Is- lands og Bandarílganna, sem nú hefur verið stað- fest. Þegar sú frétt birtist kom hún ýmstun i opna skjöldu og var með- al annars tekið þannig til orða i fréttatimum hfjóð- varps ríkisins að morgni fimmtudagsins, að i Morgunblaðinu „kvseði við annan tón“ i hvala- málinu en annars staðar í fjölmiðlum, enda voru þeir þá almennt á þvi róli, að samstarf Banda- ríkjaima og íslands væri að bresta eða þvi sem næst. Þótti ýmsum tónn- inn hjá fréttastofu hljóð- varps ríkisins á þann veg, að varasamt væri að trúa því, sem i Morgunblaðinu stæði. í fyrmefndri forsiðu- frétt stóð þetta meðal annars: „í sáttatilboðinu [frá Bandaríkjastjóm] felst að Bandaríkjamenn geta fallist á að íslend- ingar veiði 20 sandreyð- ar auk fyrirheits um meira samstarf ríkjanna innan Alþjóðahvalveiði- ráðsins en verið hefur undanfarið. Þannig em bandarisk stjómvöld reiðubúin til að styðja visindaveiðar íslendinga en þó með þeim hætti að íslensk stjómvöld leggi visinda- áætlun sina fyrir visinda- nefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins til samþykktar. Bandarísk stjómvöld eru reiðubúin að styðja ís- lendinga á þeim vett- vangi en ganga ekki gegn þeirn eins og þau gerðu á síðasta þingi hvalveiðiráðsins." Ef menn bera þetta úr frétt Morgunblaðsins frá 10. september saman við það, sem segir i endan- lega samkomulaginu, sem birtist á baksiðu Morgunblaðsins i gær, sjá þeir fljótt, að efnisat- riðin em öll hin sömu i báðum fréttunum. Orða- lagið eitt er nákvæmara, stofnana- og lögfræði- legra í hinum opinbera lokatexta. Athyglisverð em þau ummæli Þorsteins Páls- sonar, forsætisráðherra, á baksíðu Morgunblaðs- ins i gær, að samkomu- lagið við Bandaríkja- menn væri viðunandi og í „meginatriðum i sam- ræmi við þær upplýsing- ar sem islenska ríkis- stjómin hefði fengið áður en hún gaf út yfir- lýsingu sina 27. ágúst.“ Þessi orð staðfesta það, sem áður hefur verið sagt hér í blaðinu, að á bak við tjöldin vom miklu nánari samskipti milli stjómvalda í Reykjavik og Washing- ton i þessu máli en lætin i kringum fundahöldin i Ottawa gefa til kynna. Áhyggjur í Washington Rozanne L. Ridgeway er sá embættismaður i bandariska utanríkis- ráðuneytínu, sem næst gengur George Shultz, utanríkisráðherra, og fer með málefni Evrópu. Minnast hennar liklega ýmsir frá leiðtogafundin- um hér síðastliðið haust, þegar hún var i fylgdar- Uði Bandaríkjaforseta og efndi meðal annars til blaðamannafundar i fréttamiðstöðinni við Hagaskóla. í Morgun- blaðinu i gær segir Ivar Guðmundsson i Was- hington frá blaðamanna- fundi með Ridgeway. Fundurinn var á föstu- daginn i siðustu viku, þegar lausn var í sjón- máU en fuUtrúar stjóm- valda landanna og ráðuneytanna i Washing- ton vom að bræða með sér lokaniðurstöðuna. Þá sagði bandariski aðstoð- amtanrikisráðherrann meðal annars: „Það er nauðsyn fyrir okkur að ræða þetta mál [hvalamáUð] við íslend- inga og við eigum i viðræðum við þá eins og er um hagsmuni íslands og um hagsmuni Banda- ríkjanna. Við verðum að hafa augastað á hags- munum beggja aðila. Við erum ákveðin að halda þeim umræðum áfram þar tíl yfir lýkur. Sambandið við ísland er okkur þýðingarmikið. íslendingar em banda- menn okkar og ég vona, að íslendingar séu sama sinnis gagnvart Banda- ríkjuniun. Við ætlum ekki að rasa um ráð fram i þessu máU. Það er önnur ástæða fyrir þvi, að ég vil ekki spá í endalokin. Þetta er alveg ótrúlega flókið mál og erfltt viður- eignar. Það hefur verið sem myUusteinn um háls okkar lengur en bara á þessu ári. Ég tel að við verðrnn að vinna sleitu- laust að viðunandi lausn málsins fyrir báða aðila og það er ætlun okkar að gera það.“ Þessi áhyggjuorð gefa tíl kynna, hvemig Utíð var á deiluna í banda- ríska utanríkisráðuneyt- inu. Fer þvi greinilega fjarri að þar hafl menn taUð hvaladeiluna tíl aukaatriða. SIEMENS Hinar fjölhæfu SIEMENS ELDAVÉLAR sameina tvær þekktar bökunaraöferöir: • meö yfir- og undirhita • meö blæstri auk orkusparandi glóöar- steikingar meö umloftun í lokuöum ofni. Vönduö og stílhrein v-þýsk gæöavara, sem tryggir áratuga endingu. Smith & Norland hf. Nóatúni 4, sími 28300. TSíáamaíkadutinn ■Kr^lattisgöiu 12-18 M. Benz 190 E 1983 Gullsans., sjálfsk., ekinn 77 þ.km. Sóllúga, ABS bremskukerfi o.fl. Fallegur bíll. Verð 780 þús. ’ajero langur 1986 (bensin) Hvftur, 5 gíra, ekinn 30 þ.km. 7 manna, afl- stýri, dráttarkrókur o.fl. aukahl. Verð 970 þús. Ford Escort XR3i 1984 Hvitur. 60 þ.km. 5 gfra, sóllúga o.fl. Verð 470 þús. Volvo 360 GL 1986 Grænsans., 4ra dyra, 5 gira, ekinn 31 þ.km. Útvarp + segulb., 2 dekkjagangar. Verð 490 þús. MMC Lancer GLX 1987 Hvítur, sjálfsk. m/aflstýri, ekinn 14 þ.km. Rafm. í rúðum o.fl. Verð 440 þús. Blazer Sport 1985 Svartur, V-6, 5 glra, ekinn 28 þ.km., rafm. i rúðum og læsingum, litað gler, álfelgur, driflæsingar o.fl. Áhugaverður jeppi. Verð 980 þús. Toyota Tercel 4x4 '87 17 þ.km. V. 580 þ. (skipti ód.) Volvo 245 GL station '87 8 þ.km. 5 gíra. V. 790 þ. MMC Lancer GLX '87 14 þ.km. Sjálfsk. V. 440 þ. Peugout 505 GL station '87 50 þ.km. 7 manna. V. 690 þ. Citroen BX TRS 16 '84 60 þ.km. Gott eintak. V. 430 þ. (skipti ód.) Cherokee 1985 65 þ.km. Beinsk. Gott útlit. V. 840 þ. Volvo 245 GL station '82 Úrvalsbill. V. 390 þ. (skipti ód.) Ford Sierra 1600 '84 Aðeins 34 þ.km. V. 390 þ. (skipti ód.) Suzuki Fox 4x4 ’84 57 þ.km. Svartur. V. 350 þ. M. Benz 280 E '78 Sjálfsk. m/sóllúgu. Gott eintak . V. 440 þ. Toyota Corolla 1.6 DX '85 20 þ.km. (Sedan typa) V. 390 þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.