Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
Reykjavík:
Þrettán fíkniefna-
neytendur teknir
ÞRETTÁN manns voru hand-
teknir á mánudag vegna neyslu
fíkniefna. Fíkniefnadeild lög-
reglunnar leitaði þá í tveimur
húsum í Reykjavík og lagði
hald á nokkurt magn tœkja sem
notuð eru við ffkniefnaneyslu.
Ekki fannst mikið magn af efn-
um.
Skömmu eftir hádegi á mánu-
dag fór lögreglan í hús við
Keilugranda í Reykjavík. Þar voru
átta manns handteknir. Að sögn
Amars Jenssonar, lögreglufull-
trúa, hafði fólkið sest upp hjá
húsráðanda og óregla verið á því
um tíma. Lögreglan lagði hald á
dálítið af amfetamíni og tæki til
neyslu þess, þar á meðal spraut-
ur. Amar sagði að greinilega hefði
sumt af fólkinu sprautað amfet-
amíni í æð.
VEÐUR
Morgunblaðið/Jón Svavarsaon
Lögreglan handtók þrettán fíkniefnaneytendur á mánudag. Hér sjást
lögreglumenn leiða einn þeirra út úr húsi við Keilugranda.
Skömmu síðar fór lögreglan í
hús í Austurbænum, en það mál
er óskylt hinu fyrra. Þar vom 5
fíknieftianeytendur handteknir og
einnig fundust þar tæki, sem not-
uð em við neyslu fíkniefna.
Fólkið var allt flutt til yfír-
heyrslu, en hefur nú verið sleppt
þar sem málið er að fullu upplýst.
Þessir þrettán neytendur hafa
áður komið við sögu hjá fíkniefna-
lögreglunni og sumir oft.
ÍDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 30.9.87
YFIRUT á hádegl f gær: i dag verður suðvestan kaldi á landinu,
skúrir verða á Suður- og Vesturlandi og hiti 8—10. Á Norður- og
Austurlandi verður þurrt og víða léttskýjað og hiti 10—14 stig.
SPÁ: I dag er sunnan og suövestan gola eða kaldi, smáskúrir á
Suður- og Vesturlandi en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 7—10°.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FIMMTUDAGUR: Suðvestanátt og skúrir suðvestanlands og á
annesjum fyrir noröan, en þurrt á Austurlandi. Hiti 7—12°.
FÖSTUDAGUR: Lftur út fýrir vaxandi sunnan- og suðaustanátt um
vestanvert landið með rigningu undir kvöld, en norðaustantil á
landinu verður þurrt og bjart veður. Áfram hlýtt í veðri.
TAKN:
Qt
■Óá
*
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* # *
* » * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
», ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrútnuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl. tíma hitl v#Aur Akureyrl 10 altkýjað Raykjavlk 10 túld
Bergen 10 akýjaó
Helsinki 10 akýjaó
Jan Mayen 10 skýjað
Kaupmannah. 12 lóttskýjað
Naraaarssuaq 4 skýjað
Nuuk 1 rignlng
Óaló 11 Mttakýjað
Stokkhólmur 10 rlqnlno og súld
Þórshðfn 10 akýjað
Algarva 26 Mttakýjað
Amsterdam 14 akýjað
Aþena vantar
Barcelona 20 alakýjað
Barlfn 12 •kýlað
Chlcago 14 Þokumóða
Feneyjar 17 akýjað
Frankfurt 12 akýjað
Glaagow 14 Mttskýjað
Hamborg 12 skýjað
LaaPalmaa 26 hátfakýjað
London 14 ■kýjað
LoaAngelea 18 þokumóða
Lúxsmborg 12 akýjað
Madrid 24 Mttskýjað
Mlligi 27 halðakfrt
Mallorca 20 rignlng
Montreal 14 þokumóða
NewYork 18 þokumóða
Parfa 13 hálfakýjað
Róm 26 •kýjað
Vln 12 akýjað
UUaahlnMnn wfisnirtyion 18 þokumóða
tan i wmntpftg 8 Mttakýjað
Hjörleifur B. Kvaran
Ágúst Jónsson
Reykjavíkurborg:
Hjörleifur B. Kvaran
yfir lögfræöideild
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að ráða Hjörleif B.
Kvaran skrifstofustjóra borg-
arverkfræðings sem fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og
stjórnsýsludeildar til eins árs
í stað Björns Friðfinnssonar.
Þá hefur jafnframt Ágúst
Jónsson sakadómari sem áður
gegndi embætti Hjörleifs B
Kvaran, verið ráðinn í hans stað
til eins árs.
Ingólfur Skúlason
Ólafur Guðmundsson
Icelandic Freezing Plants í Grímsby:
Ingolfur Skúlason var
ráðinn framkvæmdastj óri
Ólafur Guðmundsson hættir eftír 40 ár hjá SH
ÓLAFUR Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Icelandic Freezing
Plants Ltd., dótturfyrirtækis SH í
Grimsby, hefur sagt starfi sínu
lausu frá og með næstu áramótum.
Við starfi hans tekur Ingólfur
Skúlason, núverandi aðstoðar-
framkvæmdastjóri.
Ólafur Guðmundsson hefur starfað
fyrir SH og dótturfyrirtæki þess í 40
ár. Þar af hefur hann verið fram-
kvæmdastjóri dótturfyrirtækis SH í
Bretlandi í 21 ár.
Á fundi stjómar Icelandic Freezing
Plants, sem haldinn var síðastliðinn
þriðjudag, var Ingólfur Skúlason,
rekstrarhagfræðingur, ráðinn fram-
kvæmdastjóri IFPL í Grimsby frá og
með fyrsta janúar næstkomandi.
Hann hefur gegnt starfi aðstoðar-
framkvæmdastjóra fyrirtækisins í
tæp þrjú ár.
Ingólfur er fæddur í Reykjavík árið
1957. Hann lauk prófí frá viðskipta-
deild Háskóla íslands 1982, starfaði
hjá Plastprent í Reykjavík sem skrif-
stofustjóri 1982 og 1983 oglauk sfðan
mastersgráðu frá London Business
School 1985.
Ingólfur er kvæntur Bimu Bjam-
þórsdóttur, löggiltum endurskoðanda.
Úr umferðiimi í Reykjavík 28. september 1987
Árekstrar bifreiða samtals 21.
Slys varð á Reykjavegi/Kirkjuteig er maður á reiðhjóli varð fyrir bif-
reið kl. 13.58.
Samtals voru 80 ökumenn kærðir í Reykjavík á mánudag m.a. fyrir
vanrækslu á skoðun bifreiða, of hraðan akstur, stöðvunarskyldubrot
og akstur á móti rauðu ljósi á götuvita.
Grunaðir um ölvun við akstur voru 4 og 11 bifreiðir fjarlægðar með
krana fyrir ólöglegar stöður víðsvegar í borginni.
Ökumaður var sviptur réttindum fyrir að aka með 103 km/klst. hraða
um Sætún.
Og ölvaður ökumaður ók með 82 km/klst. hraða austur Laugaveg
áður en hann var stöðvaður.
Kært var fyrir 82-92 km/klst. hraða um Kleppsveg. 91 og 92 km/
klst. hraða um Kringlumýrarbraut og 81 km/klst. hraða mest um
Sogaveg.
Frétt frá lögreghumi í Reykjavik