Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Bensínlítil vél í vanda SVISSNESK PA-28-vél sendi um fimmleytíð i gær út neyðarkall þar sem vafasamt var hvort elds- - neytisbirgðir vélarinnar myndu endast til Reykjavíkurflugvallar. Vélin hafði misst niður hjólin og eldsneytisneysla þvi óeðlilega mikil vegna aukinnar loftmót- stöðu. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, flugvél Flugmálastjómar °g þyrla og Herkúles-vél frá varnar- liðinu voru sendar til móts við flugvélina. Betur fór þó en á horfð- ist. Vélin náði upp hjólunum og lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflug- velli um sexleytið. Mosfellsbær: Heimamenn Hlíðarendi íþróttasvæði VALS Ný umferðarmannvirki við Miklatorg og Skógarhlíð Morgunblaðið/ GOl ESKHUÐ Miklatorg SKÓGARHLIÐ ^ Shell PSIökkvi- I stöð stöðin Bústaðavegur ábrú yfirflutta Miklubraut Nýtt framhald Bústaðavegar Öskjuhlíð Aö Loftleiöum 200 m i Gatnadeild Reykjavíkurborgar: Tillaga um tengingu Bú- staðavegar við Miklatorg Áætlaður kostnaður 100 til 110 milljónir teknir fyrir hraðakstur LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðvaði á stuttum tima í gær- kvöldi þrjá ökumenn úr Mosfells- bæ fyrir of hraðan akstur. Þeir voru á 80 tíl 100 kflómetra hraða á þeim vegarkafla Vesturlands- vegar, sem liggur í gegn um bæinn, en þar er hámarkshraði 60 kílómetrar. Þá var leigubfl- stjóri í Reykjavík tekinn á yfir 100 kflómetra hraða. Þess má geta að mikill fjöldi fólks úr Mosfellsbæ gekk um helgina eftir umræddum vegarkafla til að vekja athygli á hraðakstri um hann og mikilli slysahættu af þeim sök- TILLAGA gatnamálastjóra um framhald Bústaðavegar í Öskju- hlið verður lögð fyrir borgarráð á næstunni vegna fjárlagagerðar fyrir árið 1988. Áætlaður kostn- aður við framkvæmdina er 100 til 110 milljónir króna og er stefnt að útboði á fyrsta áfanga verksins fyrir næstu áramót að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra. Verkinu á að vera lokið um áramótin 1988—89. „Við höfum 5 milljóna króna fjár- veitingu til byijunarframkvæmda á þessu ári og munum í næsta mán- uði hefjast handa við Bústaðaveg- inn efst í Öskjuhlíðinni þar sem frá var horfið," sagði Ingi. „Síðan er meiningin að leggja til við borgar- ráð að gert verði ráð fyrir 100 til 110 milljónum króna til fram- kvæmdanna í flárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1988.“ Aætlaður kostnaður vegna gatnagerðar frá Öslq'uhlíð að um- ferðarslaufum við Miklatorg er á bilinu 60 til 70 milljónir króna. Kostnaður við brú að Miklatorgi er áætlaður um 40 milljónir króna, en Bústaðavegur verður á brú jrfir Miklubraut og tengist Snorrabraut. Miklabraut verður færð í sveig í átt að flugvellinum suður fyrir hús Tannlæknadeildar Háskóla íslands og Umferðarmiðstöðina og tengist síðan Hringbraut á móts við Hljóm- skálagarðinn og seinna Sóleyjar- götu. Mannvirki og hús við Vatnsmýr- arveg 30, 31, 33, 35, 37 og 38, en þau eru á svæði sem nokkrar bif- reiðasölur hafa nú til umráða, munu væntanlega víkja vegna fram- kvæmdanna. Það verður einnig hlutskipti eldri umferðarmannvirkja á svæðinu. um. Japansmarkaður: Mikil aukning í sölu á frvstri sfld Flosi af Þjóðvilja MIKILVÆGI Japansmarkaðar fyrir (slenzkar sjávarafurðir eykst stöðugt og hlutdeild íslend- inga á þeim markaði hefur margafaldazt á síðustu árum þó hún sé enn smá, um 1%. Á síðustu árum hefur aukningin orðið mest í frystri sild, loðnu og loðnu- hrognum, karfa og rækju. Útlit er fyrir að enn getí orðið um verulega aukningu á sölu frystr- ar sfldar til Japans. í blaðinu Frost, sem gefið er út af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, er umfjöllun um hlutdeild SH á þessum markaði. Þar kemur fram að útflutningur fyrirtækisins á físki til Japans hefur Qórtánfaldazt síðan árið 1983. Þá var hann 1.102 lestir en á síðasta ári 11.528 og um mitt þetta ár 14.559 lestir. í blaðinu er hver fískitegund tek- in fyrir sig og þar segir meðal annars um frysta síld: „Allt útlit er fyrir, að salan aukist enn mikið í ár því markaðurinn í Japan hefur opnast vegna nýrra innflutnings- kvóta. Aukning innflutningskvóta þýðir náttúrulega, að framboðið mun stóraukast, sem hefur aftur áhrif á verðið. Það er þó ekki ástæða til að óttast að við fáum ekki viðunandi verð fyrir síldina. Þessir auknu möguleikar á sölu heilfrystrar sfldar er mjög jákvæð þróun- á sama tíma og óvissa ríkir um langtíma söluhorfur saltsfldar og frystrar sfldar á Evrópumarkað." Þá segir einnig að íslenzka haustsfldin þyki feit og bragðgóð og sé því sett I verðmestu verkun- ina. Einnig séu vonir bundnar við að hægt verði að nýta sumarsíldina fyrir Japansmarkað. Hún sé með hrognum og því hugsanlega verð- mætari fyrir vikið. Síðastliðin sumur hafí verið gerð tilraun til að veiða hrognasfld, en án árangurs. Samningar um sölu við tvö fyrir- tæki í Japan hafí verið tilbúnir, en því miður ekki orðið að neinu, þvl sfldin hafí ekki fundizt. Vitað hafí verið um mikið af henni í sjónum, en með aðeins tvo báta að leit, hafí dæmið ekki gengið upp. Baltic í vand- ræðum við Surtsey BALTIC, leiguskip Eimskipafé- lags íslands, varð fyrir vélarbilun skammt frá Surtsey f gær. Skipið náði ekki að festa akkeri og rak f átt að eyjunni. Varðskipið Týr var sent til aðstoð- ar þar sem búist var við vondu veðri og taíin hætta á að akkeri skipsins gæti slitnað. Skipinu tókst um síðir að festa akkeri og ætluðu skipveijar á Baitic að reyna að gera við aðalvél skipsins f gærkvöldi. yfir á Alþýðublað FLOSI Ólafsson, leikari og dálkahöfundur, hefur nú haft vistaskiptí fyrir greinaskrif sín. Síðasti Vikuskammtur birtist i síðasta sunnudagsblaði Þjóð- viljans, en næsta grein verður f helgarblaði Alþýðublaðsins. Flosi segir að greinarnar f Al- þýðublaðinu verði væntanlega með svipuðu sniði og í Þjóðvilj- anum og það helgist af meðfæddri fhalds- og aftur- haldssemi hans. Þjóðviljinn kveður Flosa á forsí- ðu laugardagsblaðsins undir yfirskriftinni „0, Flosi! og segir svo: „Mikill harmur er kveðinn að lesendum Þjóðviljans og starfs- mönnum: Flosi skrifar í dag síðasta Vikuskammt sinn í Sunnu- dagsblaðið." í niðurlagi síðasta Vikuskammtsins í Þjóðviljanum segir Flosi: „Stundum hefur það verið sagt um okkur, sem skrifað höfum í Þjóðviljann að við værum nytsamir sakleysingjar, en þá vaknar bara sú spuming: Nyt- samir hveijum?“ Morgunblaðið innti Flosa eftir ástæðu vistaskiptanna: „Það er sennilega grái fíðringurinn, sem veldur þessu. Það kemur viss óeirð í menn á ákveðnum aldri og það ættu allir að kannast við. Ég byij- aði að skrifa þessa pistla undir handaijaðri manna þama, sem annaðhvort eru dánir eða orðnir gamlir fauskar eins og ég. Ég fínn að það liggur f loftinu að ungt fólk vill taka við flokknum og blaðinu og þá er ógeðfellt að vera dragbítur á því, er það hyggst leggja á brattann. Ég vildi bara verða fyrri til og fara áður en mér yrði sparkað fyrir að vera búinn að vera, ekki bara þijú kjörtfmabil, heldur Qögur. Kosturinn við Alþýðublaðið er sá, að það sér ekki nokkur mað- ur. Þess vegna er þar hægt að láta allt vaða, án þess að valda með því umtalsverðu uppnámi. En þetta er auðvitað sagt í trún- aði og ég vona að það fari ekki lengra. Ætli þessar greinar í Alþýðu- blaðinu verði ekki með svipuðu sniði og áður. Það helgast af meðfæddri íhalds- og afturhalds- semi minni," sagði Flosi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.