Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 49 Sagnir tóku fljótt af í opna salnum því Jón í vestur opnaði á 4 hjörtum sem voru pössuð út. Norður fann besta útspilið, laufþrist, sem Jón gaf. Suður tók með drottningu og spilaði laufflarka til baka á ásinn. Jón spil- aði núna litlum spaða úr borði, suður setti eðlilega lítið ogtían kostaði ás. Nú sá Jón fyrir sér smá vinnings- von, að vísu með hjálp vamarinnar, ef norður ætti hjartaásinn. Hún var sú að norður tæki núna hjartaás og reyndi síðan að taka laufaslag. Þá gæti Jón trompað, tekið hjartakóng og vonað að drottningin kæmi í, og rennt síðan niður öllum hjörtunum. í tveggja spila endastöðu ætti hann eftir einn spaða og tíguldrottningu, blindur KG í spaða og suður væri þvingaður með D7 í spaða og tígulás. Eins og sést á spilunum gekk ekkert af þessu eftir og Jón endaði 200 niður. Við hitt borðið endaði Aðalsteinn í 3 gröndum í suður eftir að vestur hafði stokkið í 3 hjörtu. Vestur spil- aði út spaðatíu sem hleypt var á drottningu Aðalsteins. Hann spilaði síðan laufadrottningu sem austur drap strax með ás og spilaði spaða- kóng. Eins og spilið liggur er best að drepa strax með ás, en Aðalsteinn gaf og þá spilaði austur áfram spaða- gosa. Nú má vinna spilið á ýmsan hátt með því að innspila vestur. Aðalsteinn fann þó ekki réttu spilaröðina og fór einn niður, 50 til Grikkja og 6 impar út. En Islendingar áttu síðasta orðið í leiknum. Ásgeir og Karlaftis áttu í norður þegar allir voru á hættu: S. D73 H. 76 T. 653 L. AKG85 Sagnir gengu eins við bæði borð: Vestur Norður Austur Suður — pass 1 tigull 1 hjarta I spaði 2 lauf 2 tiglar 4 lauf pass ? Karlaftis fannst spilin sín lítið hafa batnað og sagði því pass en Ásgeir lyfti í 5 lauf. I raun höfðu þeir báðir rétt fyrir sér því þetta var blindur: S. A62 H. Á10842 T. 2 L. D972 Það virðist vera alveg nóg lagt á spilið að spila 4 lauf. En laufíð lá 2-2, spaðakóngur kom blankur í ásinn og sagnhafí gerði 5. hjartað gott svo II slagir fengust við bæði borð og Ásgeir og Aðalsteinn græddu 10 impa fyrir sagnhörkuna. Fimm síðustu spil leiksins féllu utan eitt þar sem Grikk- ir fengu 1 impa. Hann dugði Grikkjum í minnsta sigur, 16-14; ísland vann hálfleikinn 33-24 en tapaði leiknum 65-69. Þegar einni umferð var ólokið var Island í 4. sæti með 386 stig, rétt á eftir Bretum sem höfðu 388. Norð- menn voru hinsvegar komnir í 2. sæti með 393 stig eftir að hafa feng- ið 50 stig úr tveimur síðustu leikjum sínum. Svíar voru efstir með 409,5 stig. Náttúruverndarráð: Skógafoss o g Dverghamrar á Síðu friðlýstir NATTÚRUVERNDARRÁÐ hef- ur ákveðið að friðlýsa sem náttúruvætti Skógafoss undir Eyjafjöllum ásamt nokkrum fleiri fossum í Skógaá og næsta nágrenni í Austur-Eyjafjalla- hreppi, Rangárvallasýslu. Einnig hefur ráðið friðlýst sem náttúru- vætti Dverghamra á Síðu, í Hörglandshreppi, Vestur- Skaftafellssýslu. Mörk svæðisins við Skógafoss eru eftirfarandi: Að sunnan ræður þjóðvegur. Að austan fylgja mörkin línu sem dreg- in er um 100 metra austan brúar yfir Skógaá og í suðvesturhorn lóð- ar umhverfis barnaskólann. Mörk fylgja síðan vesturhlið lóðarinnar og úr norðvesturhorni hennar er dregin bein lína upp í brún Foss- foss getrauna- VINNINGAR! 5. leikvika - 26. september 1987 Vinningsröð: 122-1 12-1 1 1-221 Þar sem enginn var með 12 rétta færist 1. vinning- ur kr. 347.279,52 yfir á 1. vinning 6. leikviku. 2. vinningur: 11 réttir, kr. 9.922,- 5217 46113+ 97886 41918+ 47691 98227 42831 96024 125887 184760 228402 226558+ T00007* 226990+ *=2/11 Kænifrestur er tll mónudagsins 19. október 1987 kl. 12.00 á hádegi. \ / V & ÍSLENSKAR GETRAUNIR íþróltamiðst&ðinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavik • ístand ■ Simi 84590 málefni, var meðal annars bent á að til að auka menningarstarfsemi í Evrópulöndum þurfi bæði að nýta sem best þær fjármögnunar- leiðir sem fyrir eru, svo og að leita nýrra. Jafnframt lögðu fundarmenn áherslu á það að á menningarstarf verði aldrei lagður fjárhagslegur mælikvarði eingöngu. Þeir hvöttu einnig til samstarfs opinberra og einkaaðila um fjárhagsaðstoð við menningarstarfsemi. Fundarmenn tóku þó fram að fjárframlög einka- aðila leystu opinbera aðila ekki frá ábyrgð þeirra á að búa menning- arlífinu sem hagstæðust skilyrði. Sömuleiðis samþykktu fundar- menn ályktun um varðveislu menningararfleifðar, með tilliti til þróunar í fjölmiðlatækni, svo og ályktun um evrópskt upplýsinga- samstarf um mótun og mat á menningarstefnu. Næsti reglulegi fundur menn- ingarmálaráðherranna verður haldinn á Ítalíu en ákveðið hefur verið að halda óformlegan fund í Belgíu á næsta ári um menningar- leg áhrif sjónvarpssendinga á milli landa. Á myndinni sést hvernig svæðið við Dverghamra á Siðu af markast. Menningarmálaráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins: Hvetja til samstarfs einkaaðila og opinberra FUNDUR ráðherra, sem fara með menningarmál í aðild- arríkjum Evrópuráðsins, var haldinn í Sintra í Portúgal dag- ana 15. til 17. september, að því er segir í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Fundir sem þessi hafa verið haldnir á þriggja ára fresti undan- farin ár og var þessi sá fimmti frá upphafi. Af hálfu íslendinga sóttu fundinn Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra og Árni Gunnarsson skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Aðalumræðuefni fundarins í Portúgal voru tengsl efnahags- og menningarmála og fjármögnun á menningarstarfsemi. í yfirlýsingu og ályktunum, sem samþykktar voru af fundarmönnum um þessi torfu, 100 metra austan gilbrúnar við Skógafoss. Úr brún Fosstorfu liggja mörkin 100 metra austan við farveg Skógaár, inn eftir Skóga- heiði, að vaði í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Að vestan liggja mörkin frá vað- inu, 100 metra vestan við farveg Skógaár, niður eftir Drangshlíðar- heiði, í heiðarbrúnina 100 metra vestan við Skógafoss. Síðan fylgja þau Brúnalækjum er falla í Skógaá, stuttu neðan við Skógafoss. Frá Brúnalækjum fylgja mörkin línu sem dregin er 10 metra vestan Skógaár niður að þjóðvegi. Vestan Skógaár er jaðarsvæði og liggja mörk þess frá þjóðvegi um lónið vestan við brúnina á Skógaá og um austanverðan Skóganúp, þar sem hann gengur lengst til austurs. Þaðan bein lína til norð-norðausturs, um tún í Drangshlíðardal að Brúnalækjum, 100 metra vestan við Skógaá. Austan Skógaár er einnig jaðar- svæði og mörk þess eru þjóðvegur að sunnan, vegur heim að Skóga- skóla að austan og vegur að barnaskóla að norðan. Um náttúruvættið við Skógafoss gilda eftirfarandi reglur: Mannvirkjagerð og jarðrask, svo og aðrar breytingar á svæðinu eru háðar leyfi Náttúruvemdarráðs. Skylt er að hlíta ábendingum ráðs- ins um staðarval, útlit og frágang mannvirkja. Gangandi fólki er heimil umferð um svæðið, enda sé góðrar um- gengni gætt. Aðeins er heimilt að tjalda á merktum tjaldsvæðum. Akstur utan vega og merktra ökuslóða er óheimill. Óheimilt er að skerða gróður, trufla dýralíf eða raska jarðmynd- unum. Á jaðarsvæðinu gilda ekki regl- urnar um náttúruvættið, en öll mannvirkjagerð þar er háð leyfi Náttúruverndarráðs. Mörk hins svæðisins sem friðlýst var fylgja núverandi girðingu um- hverfis Dverghamra. Eftirfarandi reglur gilda um svæðið: Tilgangur friðlýsingarinnar er að varðveita jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask, sem breytt getur eðli eða útliti svæðisins, er óheimilt, nema til komi sérstakt leyfi Náttúruvemdar- ráðs. Svæðið er einungis opið gang- andi fólki og er það vinsamlegast beðið að ganga vel um og fylgja merktri gönguleið. Hvers konar losun jarðefna, msls eða sorps er óheimil á svæðinu. Fyrirlestur í Háskóla íslands Peter Christoffersen, vélaverkfræðingur frá fyrirtækinu Bruel & Kjær íDanmörku, heldurfyrirlesturíboði rafmagnsverkfræðiskorar í Háskóla íslands. Fyrirlesturinn fjallar um mat á ástandi véla með titringsmælingum og notkun hraðvirkrar Fouriervörpunar við úr- vinnslu þeirra. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 30. september kl. 18.00 í stofu V-158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar (VR II) við Hjarð- arhaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.