Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 © 1985 Universal Press Syndlcale 4-I5 tf Ég er buin ab bibja pjbnustuatúikurux pr\SVo-r a& {-aera. j?ér gcL-fPa-L * Ast er... ... koss á hálsinn. TM R®o U.S. Pat Off —all nghts rasarvad ° 1987 Los Angeios Times Syndicate Leggur þú af stað í dag, í Brazilíuferðina, gjald- keri góður? Með morgunkaffrnu Taskan rúmar ekki fleiri seðla. Sendu restina á þetta heimilisfang ... HÖGNIHREKKVÍSI Þessir hringdu . . . Haldið áfram með Oskalög sjúklinga S.Þ. hringdi: „Maður þarf að heyra mikið til að eyrun detti af manni, eins og Danir segja. Það gekk alveg fram- af mér þegar ég heyrði að Ríkisút- varpið ætlaði að hætta með Óskalög sjúklinga sem verið hafa á dagskrá útvarpsins áratugum saman. Þeir menn sem þessu stjóma ætla víst aldrei að verða gamlir og sjúkir. Er kannski í ráði að hætta með óskalög sjó- manna Á frívaktinni líka. Ríkisút- varpið hefur síst batnað við að flytjast í nýtt húsnæði. Útvarps- húsið mætti vera minna og dagskráin betri. Ég skora á stjóm- endur ríkisútvarpsins að halda áfram með Óskalög sjúklinga." S.Þ. Lyklakippa Lyklakippa tapaðist í nágrenni við Fjölbrautarskólann í Breiðholti fyrir nokkm. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 75821. BMX reiðhjól Grátt og blátt BMX reiðþjól var tekið að Granaskjóli 19 fyrir skömmu. Þeir sem hafa orðið var- ir við hjólið eru beðnir að hringja í síma 28835. Bíllykill Subaru bfllykill fannst í Mos- fellssveit fyrir skömmu. Síminn er 20484. Hamstrar Nokkrir sjö vikna hamstar fást gefíns. Upplýsingar í símum 15479 og 21774. Bíllyklar Bíllyklar voru teknir í misgrip- um í snyrtivöruverslun í Suðurveri fyrir skömmu. Síminn hjá eigand- anum er 672949. Gleraugu Gleraugu í bjáu hulstri töpuð- ust í nágrenni Ölduselsskóla fyrir skömmu. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 76055. Víkverji skrifar Fregnir af ráðstefnu sam- takanna Líf og land á sunnudaginn benda til mikils áhuga á nýju átaki til að sporna við gróðureyðingu og vinna að landgræðslu. Þegar minnst var 11 alda afmælis íslandsbyggðar á árinu 1974 var samþykkt að veita miklum Ú'árhæðum til landgræðslu og sóknar gegn gróðureyðingu. Reynslan sýnir, að betur má ef duga skal. Það er ekki að- eins fé sem vantar heldur einnig samræmd stefna í bú- skap og beitingu. Er til að mynda furðulegt, að ekki skuli nást samstaða um að friða landnám Ingólfs fyrir ágangi sauðfjár. Með því yrði stigið afdrifaríkt skref til náttúru- vemdar. Víkverji skrapp í göngu í fjöllunum í nágrenni Reykjavíkur fyrir skömmu. Það var nokkuð hvasst og stóð vindur af norðri. Þegar litið var austur yfír Suðurlandsund- irlendið blasti við dökkur rykmökkur og var gróður- moldin þar að fjúka á haf út. Var þetta óhugnanleg sjón en jafnframt einhver harðasta áminning, sem unnt er að fá um nauðsyn skjótra aðgerða í því skyni að binda jarðveginn og útiloka uppblástur. Við vit- um af hveiju gróðureyðingin stafar og við höfum starfandi dugandi menn til að sinna landgræðslu. Það sem vantar er að málin séu tekin þeim tökum sem duga. Verði fundur samtakanna Líf og land á sunnudaginn til þess að ýta við þeim, er þurfa að rumska, var hann meira en tímabær. xxx ú líður að því, að borgar- yfírvöld taki ákvörðun um að ráðast í smíði ráðhúss við norðvestur hom Tjamar- innar. I sumar hefur verið unnið að því að gera við bakka Tjamarinnar meðal annars fýrir framan Iðnó og virðist sú framkvæmd hafa tekist vel. Þá er frágangur á bakkan- um við Fríkirkjuveg að komast á lokastig. Um leið og gengið verður til þess verks að reisa ráðhúsið ætti að huga að vest- urbakka Tjamarinnar við Tjamargötu. Gróðurinn þar er fremur kyrkingslegur og safn- ar í sig drasli. Hugmyndimar um skipu- lagsmál í miðbænum em raunar jafn margar og menn- imir, sem láta sig málið varða. í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins reifaði Gunnar Bjamason þá hugmynd sína, að alþingi og stjómarráð flyttu starfsemi sína upp á Vatn- sendahæð og Alþingishúsið yrði að ráðhúsi. Finnst Gunn- ari það ekki við hæfí, að æðstu stjómendur landsins starfí í húsum, sem reist vom á þeim tíma, þegar þjóðin laut stjóm Dana. Víkveijá fínnsf þessi rök gegn því að nota Alþingishúsið og Stjómarráðshúsið heldur langsótt. Fyrir nokkmm vikum birtist grein í Morgunblaðinu eftir Omar Ragnarsson, frétta- mann, þar sem hann lagði til að Miðbæjarskólinn verði flutt- ur vestur á Bráðræðisholt en ráðhús reist, þar sem skólinn stendur nú. Hvort hugmyndir þeirra Gunnars Bjamasona og Omars Ragnarssonar verði til þess að tefja fyrir ákvörðunum borgar- yfírvalda um að ráðast í að reisa ráðhús á þeim stað, sem þegar hefur verið valinn, á eftir að koma í ljós. Víkveija finnst það heldur ólíklegt. Málið er þegar komið á það stig, að byltingakenndar hug- myndir af þessu tagi em líklega of seint á ferðinni. XXX ð sjálfsögðu kemur að því að ráðhús verði reist í Reykjavík, ef sú kynsióð, sem nú ræður úrslitum um stjóm borgarinnar ræðst ekki í fram- kvæmdimar, gerir einhver önnur það. Miklu skiptir að þannig verði staðið að verkinu, eftir að ákvörðun um það hef- ur verið tekin, að það verði unnið hratt og markvisst. Ef marka má ummæli Davíðs Oddssonar borgarstjóra um þá hlið málsins, er ætlunin að ljúka við að gerú húsið fokhelt átlliiöiíiiégá skohimuiiiltínuL ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.