Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐg), MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 25 Morgunblaðið/Kornelíu8 Sigmundsson Vigdís forseti heilsaði upp á leikarana eftir kapuki-leiksýningnna. Allir leikararnir eru karlmenn. Þriðjungí minni laxveiði en í fyrra f> þess að kynnast menningu og lífi þjóðar er að lesa skáldsögu eftir góðan höfund frá viðkomandi landi. Aður en ég fór til Japan las ég skáld- sögu eftir rithöfundinn Mishima og aðra eftir frábæran rithöfund, konu að nafni Hisako Matsubara. Bók hennar heitir Samurai. Ég tel að maður kynnist þjóðarsálinni best með því að hlusta eftir hvemig rit- höfundar upplifa og túlka þjóð sína. Það er m.a. vegna þess sem svo brýnt er að íslenskar bókmenntir séu vel þýddar á erlend tungumál." í boði borgar- stjóra Bordeaux Frá Japan hélt forsetinn til Frakk- lands. Fyrir nokkru var ákveðið að halda almenna kynningu á íslandi og íslenskum vörum í Bordeaux í Frakklandi. Borgarstjórinn, J. Chab- an Delmas, sem einnig er forseti sameinaðs þings, bauð Vigdísi í heimsókn til Bordeaux af því tilefni. f framhaldi af þessu var ákveðið að kynna íslenska list og menningu. „Ég tel gott að flétta þetta tvennt saman vegna þess að framleiðsla vöru er auðvitað hluti af menningu þjóðar. Þannig getum við kynnt bæði andlega og veraldlega fram- leiðslu," sagði forsetinn. í Bordeaux voru kynntar ýmsar listgreinar og flallað um bókmenntir og sögu þjóðarinnar. Þá var sýning á verkum íslenskra myndlistar- manna í listasafni Bordeaux og íslenskir tónlistarmenn héldu tón- leika í Le Grande Theatre, sem er óperuhús frá 18. öld. Vörukynningin fór fram í stórri verslunarmiðstöð. Auk þess voru götumar skrýddar íslenskum fánum og myndir af forsetanum í verslunar- giuggum. „Þetta minnti mig helst á 17. júní i Reykjavík. Mér finnst að þessi heimsókn hafi mælst mjög vel fyrir," sagði Vigdís. í ferðinni var forsetanum veitt heiðursdoktorsnafnbót við háskól- ann í Bordeaux. „Þessi athöfn var mjög ánægjuleg og falleg. Háskóla- rektorinn talaði fallega til mín og til íslands. Hann fór með kafla úr íslandsklukkunni og var greinilega mjög vel lesinn um ísland. Maður verður svo hreykinn þegar menn hafa fyrir því að kynna sér ísland og menningu okkar umfram hvers- dagsþekkingu. í ræðu minni fjallaði ég um það sem Frakkar og lslend- ingar eiga sameiginlegt og það er meðal annars vemdun tungumáls- ins. Við Frakkar og íslendingar erum iðnust allra þjóða í Evrópu við að snúa alþjóðlegum nýyrðum á okkar eigin tungur og smíða orð úr gömlum rótum málsins. Ég talaði einnig um sagnahefðina og hvemig málið sameinaði okkur íslendinga." Það var gott að koma heim „Heimsóknin var ánægjuleg þrátt fyrir að þetta er alltaf mikil vinna frá morgni til kvölds. Þegar vel gengur lítur maður með gleði til baka. Ég verð þó að viðurkenna að það var afskaplega gott að koma heim. En næsta mánudag hefst annað ferðalag og nú er ferðinni heitið til Ítalíu. Mér líst mjög vel á dagskrá heimsóknarinnar sem endar á heim- sókn til Sikileyjar. Forseta ítaliu, sem sjálfur er fæddur og uppalinn á eynni Sardiníu, þótti ekki annað við hæfi en að bjóða forseta íslands til eyjar og kynnast lífsháttum eyjar- skeggja." I desember fer Vigdís til Genfar og verður heiðursformaður nefndar sem velur bestu sjónvarpsleikritin fyrir Evrópustöðvamar. Hún var spurð hvort oft væri tekið tillit til áhugamála hennar þegar henni væri boðið til útlanda? „Já, það er alltaf gert,“ sagði hún. „Fyrsta kvöldið mitt í Japan óskaði ég eftir að sjá kabuki-leiksýn- ingu, en kabuki er aldagömul leik- listarhefði í Japan ásamt No-leiklist- inni, sem ég reyndar fékk líka að sjá. Þegar ég var yngri hét ég því . r.efnilega að ef ég kæmist ein- hvemtíma til Japan yrði fyrsta verk mitt að fara að sjá kabuki og No á heimavelli. Mér varð þvi að ósk minni." ALLS veiddust um 60.000 laxar hér á landi í sumar. Er þetta um þriðjungi minni laxveiði en & siðasta ári, sem var metár. Fjöldi veiddra laxa i sumar er svipaður og meðaltal siðustu 20 ára. Á stöng og í net veiddust 45.000 laxar, en 15.000 laxar komu í hafbeit. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun gekk laxinn snemma í sumar og var hann yfir- leitt vænn. Veiði kom til dæmis vel út í ám þar sem venjulega veiðist vænn fiskur, sérstaklega I nokkrum ám á Norður- og Norðausturlandi. Ársfiskur var hins vegar smærri en búist hafði verið við, sérstaklega á Vesturlandi. Lág vatnsstaða í ám vegna þurrka mun hafa átt sinn þátt í lakari veiði, en veiði jókst sums staðar þegar fór að rigna á seinni hluta veiðitímans. Netaveiði var þokkaleg í Borgar- firði, en var lakari en um langt árabil á Ölfursaár- og Hvítársvæð- inu. Veiði í 10 efstu stangveiðián- um: 19871986Meðaltal 1976-1986 Endurheimtur hafbeitar- stöðva hafa verið bærilegar í ár og sums staðar mjög góðar að sögn Friðriks Sigurðssonar, formanns Landssambands lax- eldis- og hafbeitarstöðva. Bestar voru endurheimtur hjá Vogalaxi hf. á Vatnsleysuströnd, milli 14 og 15%. Hjá Pólarlaxi í Straumsvík voru endurheimtur um 8% og hjá Lárósi voru þær 7 til 8%. Friðrik Sigurðs- son sagði þetta vera viðunandi árangur. Óslax á Ólafsfirði fékk 4 til 5% af fyrsta árs laxi og um 3% af tveggja ára fiski. Hjá ísnó í Kelduhverfí voru heimtur um 5% en það var mest tveggja ára fiskur. í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði var engu sleppt í fyrra en þar kom eitthvað af 2ja ára fiski. 1. Laxá í Aðaldal2.4002.7302.000 2. Þverá i Borgarfirðil.7052. 1272.077 3. Hofsá i Vopnafirðil.7001. 681787 4. Vatnasvæði Blöndul.6872. 2061.872 5. Víðidalsá og Fitjaál.6001. 5411.340 6. Selá í Vopnafirðil.5841. 258700 7. Vatnsdalsál.4831.5821.037 8. Laxá i Döluml.3801.907825 9. Elliðaárl.1751.0831.277 10. Laxá á Ásuml.1681.8571.326 Næstar í röðinni voru Laxá i Kjós og Bugða með 1.163 laxa, Miðfjarðará með 1.070 laxa, Norðurá i Borgarfirði með 1.040 laxa, Langá á Mýrum með 1.020 laxa, Laxá i Leirársveit með rúm- lega 900 laxa og Grimsá og Tunguá með 850 laxa. Af þeim 15.000 löxum sem komu í hafbeitarstövamar komu flestir hjá Vogalaxi eða 5.240, 3.700 þjá Pólarlaxi, 3.000 þjá Lárósi og 1.200 tveggja ára fisk- ar hjá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. „Það hefur mikið að segja að þeir sem fá bestu endurheimtumar hafa verið að prófa sig áfram í nokkur ár og hafa náð ákveðinni sleppi- og móttökutækni. Ég tel mikilvægt að þeir sem ætla áð fara út í hafbeit fari hægt í sakimar og reikni með að það taki þá 4 til 5 ár að ná góðum árangri," sagði Friðrik. „Þetta kemur mjög vel út þegar svona mikið kemur af tveggja ára fiski. Eins árs fiskur er 2,5 til 3 kíló en tveggja ára fiskur er 6 til 7 kíló. Þótt endurheimtur séu helm- ingi minni fyrir Norðurlandi en allt tveggja ára fiskur þá fá þeir jafn- mörg kíló upp úr sjó. Auk þess fæst hærra verð fyrir stærri físk- inn.“ Hafbeitarstöðvarnar: Mjög góðar heimt- ur sums staðar Nú skín sólín skært á Kanaríeyjum 1 Kanaríeyjaferðirnar eru ávallt jafn vinsælar Margar ferðir að fyllast - Bókið þvf sem fyrst Brottfarir: 1. nóvember 27. nóvember 18. desember 8. janúar 29. janúar 19. febrúar 11. mars 25. mars 8. apríl - 4 vikur - laus sæti - eldri borgara afsláttur - 3 vikur - laus sæti - eldri borgara afsláttur - 3 vikur - uppselt - jólaferð - 3 vikur - laus sæti - 3 vikur - nokkur sæti laus - 3 vikur - nokkur sæti laus - 2 vikur - laus sæti - 2 vikur - laus sæti - páskaferð - 2 og 3 vikur - heim gegnum London - laus sæti Verð frá: Kr. 32.977.- 3 í íbúð, Corona Blanca, í 2 vikur 25. mars. Kr. 35.701.- 3 í íbúð, Corona Blanca, í 3 vikur 27. nóv. AÐEINS GÓÐIR GISTISTAÐIR í BOÐI. HOLICAN - RAÐHÚS - PLAYA DEL INGLES CORONA BLANCA - ÍBÚÐIR - PLAYA DEL INGLES SAN VALENTIN PARK - RAÐHÚS - PLAYA DEL INGLES PRINCESS - ÍBÚÐIR - LAS PALOMAS FERÐASKRIFSTOFAN Allra val — fff-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.