Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 41 Mjög oft rennur skolpið til sjávar að nóttu, en getur svo borizt til baka með morgunflóðinu ef álands- vindur er.“ Dr. Denness bætir við: „Um allan sjó eru ákveðnir straumar og sjáv- arföll. Brezkt, mengað skolp berst því um Norðursjó yfir að ströndum Þýzkalands, Danmerkur og Nor- egs.“ Það virðist því sem Bretar séu ekki aðeins að spilla þýzkum og norrænum skógum með súru regni, heldur hafi þeir einnig hafið neðan- sjávarsókn með sjúkdómavaldandi gerlum. Það verður að taka tillit til þess- ara hafstrauma, og þessvegna er hreinsunarstarfið sem er unnið á Italíu og öðrum iöndum við Miðjarð- arhafið svo mikilvægt. Dr. Denness telur ekki síður mik- ilvægt fýrir þau lönd víða um heim, þar sem skolpinu er veitt beint út í ámar, að vita um lífslíkur gerl- anna. Það gleymist gjaman, þótt lengi hafi verið vitað, að það getur verið hættulegt að sprauta meng- uðu vatni fljótanna yfir uppskeruna. * Ar hættulegar „Það versta sem menn geta gert er að synda í ám eða vatna- svæði ánna,“ segir hann. „Rann- sókn á froskköfurum, sem tóku þátt í sundkeppni, er haldin var í góðgerðarskyni í Bristol-höfn, leiddi í ljós að 27% þeirra sýktust í maga innan tveggja sólarhringa frá keppninni." Vitað er að salmonella getur lifað í kálmeti sem sprautað hefur verið með óhreinsuðum, lífrænum áburði. Dr. Denness segir að í skýrslunni sé sýnt fram á að í mörgum löndum hafi menn ekki gert sér grein fyrir hættunni sem stafar af því að hleypa óhreinsuðu skolpi til sjávar. Þar skiptir lengd leiðslanna engu máli. „Bretar hafa að engu þær örygg- isráðstafanir, sem viðhafðar eru annars staðar í Evrópu og í Norð- ur- Ameríku. Bandaríkjaþingi barst á síðastliðnu vori skýrsla frá tækni- matsnefnd landsins, sem staðfestir rannsóknir okkar," segir dr. Denn- ess. Rannsóknir dr. Denness vom gerðar á vegum Sons of Neptune Ltd., en það eru brezk samtök um vemd sjávar. Tilefnið var fyrirætlun yfirvalda í Yorkshire um að lengja skolplagnir í sjó við Scarborough. Talsmenn Sons of Neptune segja að lagfæra þurfi viðmiðunarreglur Evrópubandalagsins varðandi vemdun strandanna til hagsbóta fyrir almenning, og að vatnsveitu- stjómir í Bretlandi þurfi að taka upp sótthreinsun á skolpi. Forsvars- maður samtakanna, lögfræðingur- inn Freddie Drabble, segir að stjóm Evrópubandalagsins ætli nú að skoða betur fyrirætlanir brezkra yfírvalda, vegna þess að Sons of Neptune-samtökin hafi bent á að fjárhagsstuðningur Evrópubanda- lagsins fari í súginn ef framkvæmd- imar bera ekki tilætlaðan árangur. Dr. Denness segir að kostnaður verði sá sami við að koma upp sótt- hreinsunarstöðvum og við að lengja skolplagnimar. Munurinn sé sá að aðeins önnur leiðin beri árangur. Meðan brezk yfirvöld segjast ætla að veija 250 milljónum punda á næstu fimm ámm til að færa lagn- imar lengra út í sjó, og Greenpe- ace-samtökin segja nauðsynlegt að verja 250 milljónum punda til þess árlega, ef ljúka á lengingunni í tæka tíð, sést báðum yfír kjama málsins — það verður að hreinsa skolpið á réttan hátt, ella verða sjó- baðendur í meiri hættu en nokkum hefur órað fyrir. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fastagestir heilsuræktarinnar fyrir framan nýja gufubaðið. Hveragerði: Nýja gufubaðið nýt- ur mikilla vinsælda Heilsuræktin í Hveragerði 10 ára Selfossi. HEILSURÆKTIN í Hveragerði varð nýlega 10 ára. A þessum tíu árum hefur öll aðstaða í Laugar- skarði, þar sem starfsemin hefur aðstöðu, batnað til muna. Nýjasta viðbótin er náttúrulegt gufubað sem nýtur mikilla vinsælda. Að- sókn að sundlauginni í Laugar- skarði hefur veið góð og opnunartíminn hefur verið lengdur. Heilsuræktin í Hveragerði tók til starfa sumarið 1977 og í þessi tíu ár hafa það að stómm hluta verið sömu mennimir sem sótt hafa starf- semina. I tilefni af afmælinu skelltu þeir sér í nýja gufubaðið og létu líða úr ser. „Héma tekur maður það sko rólega og lætur stressið lönd og leið,“ sagði einn þeirra. Eftir gufubaðið fengu menn sér hress- ingu og hörðustu heilsuræktar- mönnunum afhentur blómvöndur. Þeir félagar heiðmðu Margréti Þor- steinsdóttur starfsmann sundlaug- arinnar með blómum fyrir góðan stuðning. Nýr forstöðumaður sundlaugar- innar hefur veið ráðinn og er það Sigurður Þorsteinsson. Þorsteinn Hjartarson, sem var forstöðumaður, tekur við skólastjóm á Brautarholti á Skeiðum. Aðsókn að sundlauginni er alltaf að aukast. Á síðasta ári sóttu laugina 35 þúsund gestir og í sumar hefur áhugi verið mikill fyrir nýja gufubaðinu. Fólk kemur jafnvel úr Reykjavík til þess að fara í gufu og láta sér líða vel í Laugar- skarði. Þar em auk gufunnar nýir ljósalampar, heitir pottar með vatnsnuddi og hægt að fá nuddtíma. Sundlaugin er opin um helgar kl. 10-17.30 og virka daga kl. 7.00-9.00 og 16.00-20.30. Á næsta ári, 6. júní verður sundlaugin i Laugarskarði 50 ára. Sig. Jóns. Amnesty International: Fangar mánaðarins — september 1987 Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational vilja velqa athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í septem- ber. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðn- ings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrif stofu samtakanna. Líbýa: Farid Hasan Ashraf, Mu- hammad Hilal, Dr. ’Adb al-Hamid al-Babur og Mahmud ’Umar Abu ’Ubayd eru allir meðlimir í stjóm- málasamtökunum Ba’th, sem eru fylgjandi stjóm íraks. Þeir voru meðal 25 einstaklinga sem voru handteknir í febrúar og mars 1980 í kjölfar dauða leiðtoga og stofnanda Ba’th-samtakanna en talið er að hann hafi dáið af pyntingum. Hand- tökumar áttu að koma í veg fyrir að Ba’th-meðlimir gætu mótmælt dauða leiðtogans. Snemma árið 1982 vom Ba’th-meðlimimir dæmdir en dómurinn dreginn til baka þegar í Ijós kom að játningar vom fengnar með pyntingum. Þeir vom samt ekki látnir lausir. Árið 1983 vom þeir enn leiddir fyrir dómstóla og þá var 20 þeirra sleppt. Þrír hlutu dauðarefs- ingu og hefur einn þeirra verið líflátinn en hinir tveir, Ashraf og Hilal, em enn á lífí. Tveir meðlimir, al-Babur og ’Ubayd, hlutu 8 ára fangelsisdóm hvor. Búrúndí: Jean-Baptiste Ndikuriyo er rómversk-kaþólskur prestur starf- andi við háskóla í Gitega-héraði. Hann var handtekinn 24. desember 1986 eftir að hafa lesið fyrir nemend- ur sína bréf frá páfa þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir þeim tak- mörkunum sem stjóm Búrúndí hefur sett á kaþólsku kirkjuna. Honum var haldið til marsloka 1987 án ákæm eða dóms. Hann var svo handtekinn aftur í apríl sl. eftir að hafa þakkað safnaðarmeðlimum fyrir að hafa beð- ið fyrir því að hann yrði látinn laus. Honum hefur verið haldið án ákæm eða dóms síðan. Thailand: Sanan Wongsuthii er 44 ára verkalýðsfélagi. Hann var hand- tekinn 15. október 1982, sakaður um að hafa talað niðrandi um ríkiserf- ingja Thailands þegar hann hélt ræðu á þingi verkalýðsfélaga í maí 1982. Hann neitaði þessum ákæmm, sagð- ist einungis hafa látið í ljósi áhyggjur yfír að konungsdæmið stæði and- spænis vandamálum um sundmngu líkt og hjá verkalýðsfélögum, hemum og kirkjunni. Hann var látinn_ laus gegn tryggingu eftir 5 daga. í maí 1983 var hann ákærður fyrir „drott- insvik" og hlaut 5 ára fangelsisdóm sem hófst 7. nóvember 1986. Skrifstofa íslandsdeildar Am- nesty, Hafnarstræti 15 í Reykjavík, er opin frá kl. 16—18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisfong þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. STJORNUN AUGLYSINGAMALA 12.10. INNRITUN TIL 9.0KT. RÉTTAR ÁKVARÐANIR í AUGLÝSINGA- MÁLUM GETA SKIPT SKÖPUM FYRIR VELGENGNI FYRIRTÆKISINS. Hvert er samspil markaðs- og auglýsingastarfs? Hverjir eru vaikostirnir á auglýsingamarkaðnum? Hvernig nýtist auglýsingaféð best? Svörin við þessum spurningum og ótal öðrum færðu á þessu nýja námskeiði. Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Námskeiðið fer fram á ensku. flmr LEIÐBEINANDI: Martyn Davis, forstöðumaður markaðsdeildar College for Distribution Service I London. 621066 TÍMI OG STAÐUR: 12.-15. okt. kl. 9:00-17:00 að Holiday-lnn hótelinu. MARKAÐSSTÖRF í FERÐAÞJÓNUSTUI 12.10. INNRITUN TIL 9.0KT. SIMI: 621066 FERÐAÞJÓNUSTA ER VAXANDI ATVINNUGREIN Á fSLANDI. ÞEKKING Á MARKAÐSFRÆÐUM ER NAUÐSYNLEG HVERJUM ÞEIM SEM STARFAR AÐ HENNI. EFNI: • Verðlagning 0 samkeppni. söluleiðir 0 kynningar • vöruþróun LEIÐBEINANDI: Arnþór Blöndal, ferðamálastjóri í Skien í Noregi. TÍMI OG STAÐUR: Fyrra námskeið: 12.-13. okt. kl. 9:00-17:00 og 14. okt. kl. 9:00-12:00 að Ánanaustum 15. Seinna námskeið: 14. okt. kl. 13:00-17:00 og 15.-16. okt. kl. 9:00-17:00 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: TOLLUR 5.-7. okt. Stjórnunarfélag Islands lÁnanaustum 15 • Sími: 621066 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.