Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
27
Reuter
Þingmaðurinn Patricia Schroeder lýsti yfir því í Denver í Colorado-fylki í gær að hún hygðist ekki
sækjast eftir útnefngu til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. Er hún hafði flutt hjartnæmt
ávarp til stuðningsmanna sinna varpaði hún sér buguð í faðm eiginmanns sins, James.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum:
Pat Schroeder sækíst
ekki eftir útnefningu
Denver, Reuter. 1
PATRICIA Shroeder. hefur
ákveðið að sækjast ekki eftir
útnefningu demókrataflokksins
til forsetaframboðs í Banda-
ríkjunum á næsta ári. Hefði hún
orðið fyrsta konan til að hefja
allsheijar baráttu fyrir útnefngu
á vegum stóru flokkanna tveggja
í Bandaríkjunum. Bar hún því
við að hún hefði ýmugust á þeim
höftum og kvöðum, sem kosn-
ingabaráttunni fylgdu.
„Nú er of seint að fást við út-
nefningu fulltrúa og öll þau atriði,
sem nauðsynlegt er að sinna ef
stefna skal að sigri í útnefningar-
baráttu," sagði Schroeder á fundi
í Denver í Colorado-fylki á mánu-
dag. Nokkur hundruð stuðnings-
menn Schroeder voru viðstaddir og
reyndu að telja henni hughvarf með
hrópum og köllum.
Ákvörðun þingmannsins frá Col-
orado er áfall fyrir konur í stjóm-
málum, sem vonuðust til þess að
Schroeder yrði fyrst kvenna til að
sækjast eftir útnefningu. Schroeder
hefur í fjóra mánuði ferðast um til
að athuga hvem hljómgmnn mál-
staður hennar hefði meðal kjósenda.
Hefur hún ítrekað lýst yfir því að
hún byði sig þá og því aðeins fram
að hún ætti þess kost að verða út-
nefnd. Schroeder þurrkaði tár af
kinnum sér þegar hún sagði að for-
setakosningaslagur kæmi í veg fyrir
að hún næði sambandi við kjósend-
ur. „Mér tókst ekki að finna leið
til þess að bjóða mig fram án þess
að skilja við þá, _sem ég þjóna,“
sagði Schroeder. „Éggatekki hugs-
að mér að mannleg samskipti yrðu
fyrst og fremst tilefni til að taka
ljósmyndir."
Hún sagði að það væri gerlegt
fyrir konu að verða forseti árið
1988, en viðurkenndi að lqósendur
hefðu fordóma gagnvart kvenkyns
frambjóðendum.
Finnland:
Fjórum stefnt
fyrir saurkast
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins.
RÉTTARHÖLD eru haf in yf ir
leikhópi, sem nefnist Leikhús
Guðs (Jumalan teatteri), í
borginni Oulu í norðurhluta
Finnlands. Leikhópurinn kom
fram á vegum leiklistarhá-
skólans á leikþingi í Oulu
síðasta vetur og vakti mikla
hneykslun. Leikararnir flettu
sig hverri spjör og köstuðu
saur fram í sal og púðurkerl-
ingum. Hröktu þeir þvi næst
áhorfendur úr salnum með
barsmíðum og látum.
Leikaramir fjórir játuðu í upp-
hafi réttarhaldanna öllum sakar-
giftum og sögðu að gjömingurinn
í Oulu hefði verið gerður í „nafni
listarinnar". Lögfræðingar þeirra
vildu aftur á móti gera sem minnst
úr afleiðingum sýningarinnar.
Borgaryfirvöld í Oulu era meðal
þeirra sem höfða málið. Krefjast
þau hárra ^skaðabóta fyrir ræst-
ingakostnað. Einnig stefndu
margir áhorfenda leikhópnum og
segjast þeir hafa verið í lífshættu
meðan á hinni umdeildu sýningu
stóð.
Formælandi leikhópsins sagði
þegar hann hafði heyrt sakargiftir
að nokkurra ára fangelsisvist væri
viðeigandi lokaþáttur þessa leikrits,
sem að hans sögn var samið til
þess að sýna niðurlægingu menn-
ingarlífs og leiklistar í Finnlandi.
Nokkur hundrað leikhúsmenn vora
viðstaddir sýninguna síðasta vetur,
en aðeins einn maður hefur lýst
yfir því að hann væri ánægður með
sýningu Leikhúss Guðs.
Starfsemi leikhússins hefur verið
vinsælt umræðuefni í Finnlandi.
Upp á síðkastið hafa umræðumar
ekki aðeins snúist um leiklist, held-
ur guðlast. Áður en réttarhöldin
hófust ljóstraðu nokkur dagblöð
upp um það að borgarsaksóknari í
Oulu ætlaði einnig að kæra leikar-
ana fyrir guðlast. Ástæðan var
nafngift leikhópsins. Oulu er höf-
uðvígi harðtrúaðra Laestadiana,
vakningahóps, sem á rætur að
rekja til síðustu aldar. Laestadianar
era að vísu í lútersku þjóðkirkj-
unni, en hugmyndir þeirra um
siðferði og trúarleg efni eru tölu-
vert strangari en gengur og gerist
í Finnlandi. Ekki varð úr að hópur-
inn yrði ákærður um guðlast vegna
þess að bæði ríkissaksóknari og
John Vikström erkibiskup lýstu
yfír því að löggjöfin um guðlast
væri úrelt og einskis virði áður en
réttarhöldin hófust.
Uppákoman í Oulu hafði þær
afleiðingar í för með sér að rektor
leiklistarháskólans sagði af sér og
hefur skipulagi skólans verið
breytt. Þegar fyrir þingkosningam-
ar í vor var mikið rætt um skipulag
og starfhætti leiklistarháskólans.
Komust menn að þeirr niðurstöðu
að „hryðjuverk" leiklistamemanna
mætti rekja til fáránlegra vinnu-
bragða háskólans.
ssgglaSss®
fvp\pBQ
Með U-BIX FT 5000 telefax getur þú sent bréf, teikningar, uppdrætti, línurit,
samninga ofl. heimshorna í milli á einfaldan og öruggan hátt.
U-BIX FT 5000
• Er aðeins 20 sekúndur að senda
síðu af stærðinni A4.
• Getur haft samskipti við allar
tegundir fax tækja, hvar sem er í
heiminum.
• T ekur sjálfkrafa á móti sendingum,
jafnt á nóttu sem degi.
• Skráirtímaásendingum og
móttökum.
• Sýnir frá hverjum sendingin er og
hvenær hún var send.
• Getur tekið allt að 30 blöð til
sendingar í einu, sjálfvirkt.
• Sker pappírinn í réttar stærðir,
sjálfvirkt.
• Hefur sjálfvirkatruflanagreiningu.
• Er ótrúlega einfalt í notkun.
• Er ekki stærra en venjuleg
rafmagnsritvél.
Lækkað verð kr. 179.000,-
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 - S ími 623737