Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Austur- Þýskaland: Hermaður flýrtil Vestur- Þýskalands Hamborg, Reuter. TVl'I'UGUR austur-þýskur hermaður flýði yfir til Vest- ur-Þýskalands á þriðjudag, að sögn vestur-þýsku lög- reglunnar. Hermaðurinn klifraði yfír landamæragirðingar í Neðra- Saxlandi. Hann var einkennis- klæddur, en óvopnaður er hann flýði. Það sem af er þessu ári hafa 24 Austur-Þjóðverjar flúið yfír landamærin á þess- um slóðum, sem eru fleiri en allt árið 1986. Koivisto í Aust- ur-Berlín Austur-Berlín, Reuter. MAUNO Koivisto forseti Finnlands kom til Austur- Berlinar í gær. Koivisto er ásamt Kalevi Sorsa utanrík- isráðherra Finnlands í þriggja daga opinberri heimsókn í Austur-Þýska- landi. Koivisto mun eiga viðræður við Erich Honecker leiðtoga Austur-Þýskalands og munu þeir undirrita samkomulag þess efnis að Finnar og Aust- ur-Þjóðveijar þurfí ekki lengur vegabréfsáritun ætli þeir að heimsækja hveijir aðra. Indland: Heilögu kýrn- ar eru „afl- stöðvar“ Nýju-Delhí, Reuter. RANNSÓKN á framleiðslu kúabúa í Ameríku og Ind- landi leiddi í ljós að kýr á Indlandi gefa af sér fjórum sinnum meiri orku en kýr í Ameríku. Niðurstöður rannsóknarinn- ar sýna að amerísku kýmar nota eingöngu 4% af fæðunni til að framleiða mjólk og auka kjötmagn sitt. 17% af því sem þær eta er endumýtt, til matar eða sem áburður. Indversku kýmar sjá þjóð sinni fyrir 66% allrar orku sem þar er notuð. Rannsóknin áætlar að orka, sem Indveijar fá úr kúaskít samsvari 35 milljón tonnum af kolum. Ítalía: Heilaskurð- læknir án læknaréttinda AJessandrfu, Reuter. ÍTALI nokkur hefur undan- farin tíu ár starfað sem heilaskurðlæknir á ríkis- sjúkrahúsi án þess að hafa lokið prófi frá læknaskóla, að sögn heilbrigðisyfirvalda á ítaliu. Luigi Negro, sem var virtur af samstarfsfólki sínu og sjúkl- ingum, á nú yfír höfði sér þungan dóm eftir að upp komst að prófskírteini hans voru fölsuð og hann hafði aldr- ei lokið prófí í læknisfræði frá háskólanum í Tórínó á Italíu þar sem hann hóf nám í lækn- isfræði. Aldrei hafði annað en gott hiotist af starfí hans við sjúkrahúsið og hafði hann ný- verið verið settur yfírmaður á skurðdeild sjúkrahússins þar sem hann starfaði. Bretland: Metupphæð fyr- ir ævisögu Shaw St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttantara Morgunblaðsins. Reuter Tveir lögregluþjónar fórust í Durban í Suður-Afríku í gær er gífur- legur vatnselgur skolaði burt undirstöðum brúar yfir ána Umdioti. Suður-Afríka: Tæplega 60 manns týna lífi 1 flóðnm Durban, Reuter. TÆPLEGA 60 manns hafa farist í flóðum í Natal-héraði i Suður- Afríku undanfama daga. Að sögn yfirvalda eru þetta mestu flóð sem dunið hafa yfir á þessum slóðum á þessari öld. Vegir og stíflur hafa skolast burt og aurskriður fallið yfír íbúahverfi blökkumanna og Indveija í borginni Durban. Borgin er nánast einangruð þar sem flóðin hefta allar samgöng- ur. Spáð er áframhaldandi rigning- um og hefur P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, fyrirskipað að neyð- aráætlunum skuli hrint í fram- kvæmd. í gær hreif vatnselgurinn með sér brú yfír ána Umgeni og féllu fímm bifreiðir fram af henni. Að sögn yfír- valda hafa 50 til 60 manns farist í flóðunum og af völdum aurskriða sem riðið hafa yfír híbýli manna. Lýst hefur verið yfír neyðarástandi í Richards Bay skammt norður af Durban og hafa íbúamir verið flutt- ir á brott. í Durban vofír vatnsskortur yfír íbúunum þar sem vatnselgurinn hreif með sér §ögur stöðvarhús sem notuð voru til að hreinsa neysluvatn. Vatnsskömmtun hefur verið komið á og lokað hefur verið aðveituæðar til iðnfyrirtækja. HANDRITIÐ að fyrsta bindi ævi- sögu leikritahöfundarins Bernard Shaw og útgáfurétturinn að fjór- um bindum til viðbótar seldust á 625.000 pund eða tæplega 40 milljónir isl. króna í síðastliðinni viku. Michael Holroyd, höfundur ævisögunnar, segir, að hann sé mjög heppinn maður, seljist bókin í samræmi við fyrirframgreiðsl- una. Miðað við aðrar bækur er þetta þó ekki stór upphæð, þótt aldrei hafí verið greidd hærri upphæð fyrir ævisögu rithöfundar hér í Bretlandi. Úgáfufyrirtækið Chatto & Windus greiddi þetta verð, en var þó ekki hæsti bjóðandi. Frederick Forsyth fékk 800.000 pund í fyrirfram- greiðslu fyrir síðustu skáldsögu sína. Forráðamenn bókaútgáfufyrir- tækisins segjast ekki búast við að ná þessum peningum inn aftur nema á löngum tíma. En þeir töldu hins vegar gott fyrir orðstír fyrirtækisins að fá þessa bók. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þennan samning og telja, að von- laust sé fyrir fyrirtækið að ná fénu aftur. En það ber að hafa í huga, að rithöfundasamfélagið í London er þekkt fyrir nánasarskap og öf- und, þegar einhveijir geta selt verk sín fyrir mikið fé. Það ber einnig að hafa í huga, að rithöfundar hafa verið mjög andsnúnir þeim viðhorf- um og breytingum, sem hafa orðið í Bretlandi á valdatíma Thatcher og tala af fyrirlitningu um auðsöfnun og eigingirni. Michael Holroyd hefur unnið að undirbúningi þessa verks í 15 ár og telur, að þessi upphæð muni tryggja sér tekjur næsta áratuginn og ríflega það. Holroyd hélt frá London fyrir helgina til að losna við atganginn vegna þessa samnings. Hann hefur til að mynda aldrei á löngum ferli fengið þá gagnrýni, að honum væri greitt pund fyrir orðið, eins og menn hafa reiknað út, að hann fengi nú. Interpolis skákmótið: Timman efstur JAN Tinunan er nú efstur á 11. Interpolis skákmótinu í Holl- andi að loknum 9 umferðum með 6.5 vinninga. í öðru sæti er Robert HÚbner með 5.5 vinninga. Nikolic er í þriðja sæti með 5 vinninga og biðskák. Jusupov er með 5 vinn- inga og Andersson og Kortsnoj eru jafnir í 5.-6. sæti með 3.5 vinninga og biðskák. Sokolov er með 2.5 vinninga og biðskák og lestina rekur Ljubojevic með 2.5 vinninga. Úrslit í níundu umferð urðu þau að Timman vann Ljubojevic, Kortsnoj vann Andersson, Nikolic vann Jusupov og HÚbner og So- kolov gerðu jafntefli. Langdræg sprengjuflugvél ferst í Banadaríkjunum: Flaug í gegnum fugla- ger og hrapaði alelda Pueblo, Colorado, Reuter. LANGDRÆG bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-IB hrapaði logandi til jarðar i Colorado-fylki í Bandaríkjunum á mánudag. Að sögn talsmanna bandariska varnarmálaráðuneytisins soguðust fuglar inn i tvo af fjórum þotuhreyflum vélarinnar. Sex manna áhöfn var um borð i vélinni og tókst þremur mönnum að varpa sér út í f allhlíf. Slysið varð skammt frá borginn með skrámur en þriggja manna er LaJuntaísuðausturhlutaColorado. enn saknað þeirra á meðal flug- Mennimir sem björguðust sluppu mannsins. Að sögn talsmanna Iran: UPPLJOSTRARIVOPNA- SÖLUMÁLSINS HÖGGVINN Nikósiu & Kýpur, Reuter. MAÐUR nokkur, sem sagður er hafa lekið f réttum um fundi íran- skra og bandariskra embættis- manna fyrstur manna, var í gær tekinn af lífi samkvæmt ákvörð- un þarlends byltingardómstóls. Maðurinn, Medhi Hashemi, var ákærður fyrir morð, mannrán og undirróðusstarfsemi. Talið er að hann hafí staðið að baki þeim fréttaleka, sem barst beirúska blað- inu ash-Shiraa um samningavið- ræður Bandaríkjamanna og írana um vopnasölu til írans gegn því að bandariskum gíslum í Beirút yrði sleppt. í kjölfar uppljóstrana þess- ara varð mikið fjaðrafok sem nefnt hefur verið Vopnasölumálið og kom m.a. í ljós að ágóðinn af sölunni átti að renna til Kontraskæruliða í Nicaragua, sem beijast gegn ein- ræði sandínista. Þrátt fyrir að kærleikar hafí ver- ið litlir með íransstjóm og hinni bandarísku vonuðust íranir til þess að sambúð ríkjanna yrði vinsam- legri í ljósi þessara leyniviðræðna, en eftir að málið varð opinbert fuku þær vonir út í veður og vind. Auk þess var íransstjóm málið allt hið vandræðalegasta og segja vestræn- ir stjómarerindrekar í Teheran að einhver hafí augljóslega þurft að gjalda þess. í því viðfangi hafí Hashemi verið hið augljósa fómar- lamb. flughersins og flugmálastjómar Bandaríkjanna mátti ráða af síðustu orðum flugmannsins að vél- in hefði flogið inn í fuglager. Fuglamir hefðu sogast inn í tvo hreyfla á hægri væng flugvélarinn- ar og við það hefði kviknað í hreyflunum. Sjónarvottar sögðu flugvélina hafa verið alelda skömmu áður en hún skall til jarðar. Flugvélin hóf hinstu ferðina í flugstöð hersins í Abilene í Texas. „Áhöfnin var að æfa sprengjuárásir í lágflugi og tilkynnti að eidur hefði kviknað í tveimur hreyflum í 15.500 feta hæð,“ sagði talsmaður banda- rísku flugmálastjómarinnar. Kjam- orkuvopn voru ekki um borð, aðsögn talsmanna flughersins. Smíði einnar flugvélar af gerð- inni B-IB kostar um 280 milljónir Banadaríkjadala (11,2 milljarðar ísl. kr.). Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél þessarar gerðar ferst frá því þær voru teknar í notkun á sfðasta ári en í ágústmánuði árið 1984 hrapaði tilraunavél þessarar gerðar til jarðar og fórst flugmaður- inn. Deilt var um smíði flugvélanna á Banadaríkjaþingi og töldu þeir sem mótfallnir vom smíðinni að rafkerfí vélanna væri meingallað en það er notað til að tmfla ratqjár óvinarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.