Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI KRISTJÁNSSON,
Minni Grund,
áður til heimilis á Nýbýlavegi 42,
Kópavogl,
lést í Landspítalanum mánudaginn 28. september.
Sigrún Guðmundsdóttir, Ingimar Jónasson,
Kristján Árnason,
Eysteinn Árnason, Friðbjörg Ingibergsdóttir,
Dagbjört Árnadóttir, Ragnar V. Ingibergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hj'artkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
BORGHILDUR VILMUNDARDÓTTIR,
Grýtubakka 26,
lést þann 29. september.
Ingi S. Bjarnason, börn, tengda-
börn og barnabörn.
t
ÁGÚSTB. JÓNSSON,
Hofi, Vatnsdal,
sem lóst í Héraðshælinu Blöndósi 28. september verður jarðsung-
inn frá Undirfellskirkju laugardaginn 3. október kl. 15.00.
Jarðsett verður í heimagrafreit.
Valgerður Ragna Vigdfs.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR KOLBEINN EIRÍKSSON
prentari,
Bergstaðastræti 50a,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. okt. kl.
15.00.
Þórný Magnúsdóttir,
Þórdís Guðmundsdóttir, Helgi Hákon Jónsson,
Runólfur Þ. E. Guðmundsson, Camilla Richardsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLEY SIGURÐARDÓTTIR NJARÐVÍK,
Dísardal við Suðurlandsveg,
verður jarðsungin miðvikudaginn 30. september kl. 13.30 frá
Árbæjarkirkju.
Kristín S. Njarðvfk,
Ingólfur Njarðvík Ingólfsson,
Eirfkur Jón Ingólfsson,
Hrafnhildur Þ. Ingólfsdóttir,
Sóely Njarðvfk Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Bergþórsson,
Sigrfður Kristjánsdóttir,
Rannveig Árnadóttir,
Ásbjörn Sveinbjarnarson,
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug
og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóöur og ömmu,
KATRlNAR sigurðardóttur,
Höfðagötu 2,
Hólmavfk.
Magnús Þ. Jóhannsson,
Svandfs G. Magnúsdóttir,
Jóhann S. Magnússon,
Þorbjörg Magnúsdóttir,
Kristbjörg R. Magnúsdóttir,
Sigfrfður Magnúsdóttir,
Jón M. Magnússon,
Dagrún Magnúsdóttir,
Lárus K. Lárusson,
Bára Benediktsdóttir,
Magnús H. Magnússon,
Ásmundur H. Vermundsson,
Eirfkur Snæbjörnsson,
Anna Jóna Snorradóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
SVEINS JÓHANNSSONAR,
Varmalæk, Skagafirði.
Herdfs Björsdóttir,
Lovfsa Sveinsdóttir,
Björn Sveinsson, Sólveig Sigrfður Einarsdóttir,
Jóhann Pétur Sveinsson,
Gfsli Sveinsson, Ásta Begga Ólafsdóttir,
Sigrfður Sveinsdóttir, Sigþór Smári Borgarsson,
Ólafur Stefán Sveinsson
og barnabörn.
t>^(áI>Aia “fcQIiVa .•jUilOlin bfti
lilói
ísh»Gr '>'i>íiVj(J
•úvönrvvvyovfivroC
fo
Minning:
Sóley Sigurðar-
dóttir, Njarðvík
Fædd 2. október 1902
Dáin 17. september 1987
í dag er til moldar borin Sóley
Sigurðardóttir Njarðvík, í röska
íjóra áratugi húsfreyja í Dísardal
við Suðurlandsveg. Með henni er
horfín af vettvangi þessa lífs sér-
stæður persónuleiki, og eftirminni-
legur öllum þeim, sem höfðu af
henni einhver kynni.
Sóley var gift Ingólfí Jónssyni
hæstaréttarmálaflutningsmanni, en
hann lést í hárri elli fyrir nokkrum
árum. Eignuðust þau saman fjögur
böm, en eina dóttur átti Sóley áður
en hún giftist. Er ekki ofsagt, að
hún átti barnaláni að fagna og gat
með gleði og stolti fylgst með stór-
um og mannvænlegum niðjahópi til
þroska og manndóms.
Fyrir rúmum fjörtíu árum lágu
leiðir okkar hjóna að garði þeirra
Sóleyjar og Ingólfs, og upp af þeim
fundum spratt vinátta, sem hefur
staðið af sér tímans tönn þessa liðnu
áratugi. Á heimili þeirra hjóna vor-
um við aldrei gestir heldur hluti af
fjölskyldunni, þótt um ættartengsl
væri ekki að ræða.
Margar góðar og glaðar stundir
áttum við að Dísardal, og þegar
horft er til baka renna þær saman
í minningunni í eina óslitna hátíð.
Aldrei var Sóley meira í essinu sínu
en í góðra vina hópi og í hlutverki
veitandans, sem aldrei skar neit við
nögl hvorki vistir né atlæti.
Sóley var glæsileg kona að vall-
arsýn. Skaprík og hispurslaus,
hreinskiptin og brigðalaus vinur
vina sinna. Langt fram eftir aldri
stafaði frá henni lífsorku, sem lét
sér ekki ailt fyrir bijósti brenna.
En fyrir tæpum átta árum urðu
snögg og óvægin þáttaskil í lífí
hennar, en þá var hún slegin því
meini, sem batt hana við hjólastól
það sem eftir var ævi. Það erfiða
hlutskipti varð henni að sjálfsögðu
þung raun, en Sóley var ekki mann-
eskja þeirrar gerðar að leggja árar
í bát og gefast upp þótt gæfí á
farkostinn. í vöggugjöf hafði hún
hlotið sterka skapgerð, sem nú
reyndist henni betri en ekkert. Þrátt
fyrir líkamlega fötlun trúði hún því
af heitri vissu, að hún ætti það eft-
ir að komast til heilsu á nýjan leik,
og lét einskis ófreistað er í hennar
valdi stóð, að svo mætti verða. í
mörg og löng ár háði hún linnu-
Minning:
Anna María L.
Þorgeirsdóttir
Fædd 30. september 1907
Dáin 17. júní 1987
Hún fæddist í Reykjavík 30. sept-
ember 1907 og hefði því orðið
áttræð í dag hefði henni enst aldur
til.
Anna Polla, eins og hún var
gjaman kölluð af vinum sínum, hét
fullu nafni Anna María Leópoldína
Þorgeirsdóttir. Hún var dóttir hjón-
anna Lúvísu Símonardóttur og
Þorgeirs Jörgenssonar, stýrimanns,
en þau hjón bjuggu öll sín hjúskap-
arár í Reykjavík og lengst af þeim
tíma á Njálsgötu 47. Þeim hjónum
varð 10 bama auðið en misstu tvö
í bemsku. En átta böm komust til
fullorðinsára, 5 stúlkur og 3 dreng-
ir. Auk þessa létu hjónin sig ekki
muna um að taka í fóstur einn
dreng auk dótturdóttur, sem ólst
upp á heimilinu þar til hún giftist
og stofnaði eigið heimili.
Lúvísa, móðir Önnu, var af þeim
sem til þekktu talin óvenju rismikil
og úrræðagóð kona, sem hvers
manns vandræði vildi leysa. Þor-
geir, faðir Önnu, var að mörgu leyti
ólíkur konu sinni, hann var hæglát-
ari og hafði sig ekki í frammi en
naut vináttu og virðingar jafnt sam-
starfsmanna sinna sem yfírmanna.
Ýmsa af nefndum kostum hafði
Anna tekið í arf frá foreldrum
sínum, en hún naut sín ekki sem
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BRYNHILDAR ÓLAFSDÓTTUR,
Nýlendugötu 22.
Þorsteinn Magnússon,
Friðbjörg Þorsteinsdóttir,
Jenný S. Þorsteinsdóttir,
Ólafur Þorsteinsson,
Magnús Þorsteinsson,
Sigmundur Þorsteinsson,
barnabörn og
Ragnar Axelsson,
Marinó Sigurbjörnsson,
Bjarni G. Gunnarsson,
Guðrún Jóhannsdóttir,
Þuríður Ottósdóttir,
Fióra Þorsteinsson,
barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
SVEINS V. ÓLAFSSONAR
hljóðfæraleikara,
Sigtúni 29.
Sérstakar þakkir til starfsliðs deildar 3B á Landakotsspítala, til
Félags ísl. hljómlistarmanna og til félaganna í Sinfóníuhljómsveit
fslands.
Hanna Sigurbjörnsdóttir,
Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers,
Sigurbjörn Sveinsson, Elfn Ásta Hallgrfmsson
og barnabörn.
____ __ __ ________ __
■
lausa hólmgöngu við óbilgimi lífsins
þar sem skapstyrkur hennar var
hvorttveggja í senn vopn hennar
og veija. Eins og að líkum lætur
var þar um ójafnan leik að ræða
og þótt hún um síðir fengi ekki
rönd við reist, fínnst okkur, sem
vorum vitni að þeirri viðureign, að
þrátt fyrir allt hafí hún gengið
ósigruð af þeim hólmi.
Það veldur vissulega tómleikatil-
finningu, að vita ekki Sóleyju lengur
á meðal okkar, en þar verður ekki
deilt við dómarann. Ætla má líka
að hvíldin hafí orðið henni kær,
þegar hún loksins kom.
Og svo er bara að þakka fyrir
langa samfylgd og enda þessi
kveðjuorð með hugheilum samúðar-
kveðjum til allra eftirlifandi vina
hennar og vandafólks.
María Indriðadóttir,
Sigurður Róbertsson.
skyldi vegna veikinda, sem hún
varð að þola meira og minna frá
æskuárum.
Anna Polla giftist ekki en eignað-
ist eina dóttur bama, Hjördísi
Kröyer, sem átti eftir að verða henni
bæði til gæfu og gleði. Hjördís,
dóttir hennar, og Benedikt Guð-
mundsson, tengdasonur hennar,
buðu henni að búa hjá sér strax
og hún gat yfírgefíð aldraða móður
sína, sem þá var orðin vistmaður á
öldrunarheimili. Hjá þeim hjónum
bjó Anna síðan í góðu yfírlæti um
margra ára skeið. Lengst af vann
hún þá úti, fyrst í Baðhúsi
Reykjavíkur en síðar í íþróttahöll-
inni í Laugardal, þar sem hún vann
þar til hún varð að hætta sökum
heilsubrests. Nú tóku við erfíð veik-
indaár, en þá kom sér vel að eiga
traust athvarf og skilningsríka
umönnun. Þessarar umönnunar
naut Anna lengst af heima, en hún
lést í sjúkrahúsi eftir alllanga legu
17. júní síðastliðinn.
Margir sem kynntust heimilis-
haldinu á Njálsgötu 47 höfðu við
orð að gaman hefði verið að mega
alast upp á þessu glaðværa og
mannmarga heimili, þar sem alltaf
var eitthvað að gerast.
Undirritaður getur tekið undir
þau orð og staðfest að svo hafí
verið, þar sem hann var svo gæfu-
samur að komast á heimilið 8
mánaða, árið 1925, og alast þar
upp til fullorðinsára í besta yfír-
læti. Allir heimilismenn lögðust
þama á eitt um að gera þau ár sem
ánægjulegust og ekki síst Anna
Polla, sem alltaf var söm og jöfn
og brást aldrei.
Megi minning hennar lengi lifa.
liiuimu Kormákur Sigurðsson j