Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 umframkjöti, geymslu og frystingu „gjafa- og haugakjöts", umboðs- laun, útskipunar- og flutnings- kostnað „gjafakjöts" og nýta til landgræðslu og nýbúgreina í sveit- um landsins. Sagði Sigurður koma til greina að þessu fjármagni yrði tvískipt. Þannig fengi skóg- og landgræðsla hlut sem yrði notaður til að greiða laun, reisa girðingar og rækta upp örfoka land. Hinn hlutann mætti t.d. nota þannig að hann yrði lán- aður til nýbúgreina, sem skiiað gætu arði, þó þannig að raunverð þessa fjármagns minnkaði um 10% ár hvert. Bjöm Bjömsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, flutti erindi fyrir hönd Jóns Baldvins Hannibalsson- ar sem ekki gat setið ráðstefnuna. í erindi fjármálaráðherra segir að af tölum um hversu mikil landeyð- ing væri mætti fyrst og fremst draga þá ályktun að okkur hafí ekki enn lærst, þrátt fyrir alda- langa búsetu, að ganga um landið eins og góðum búmönnum sæmir. Þrátt fyrir að náttúmöflin ættu mikinn þátt í eyðingunni þá ynnu vindar og vatn lítið á grónu landi ef sauðkindin veitti þeim ekki dygga aðstoð. „Gegndarlaus ofbeit búQár“ skildi við svörðinn veik- byggðan og rótarkerfí lélegt. Það væri fyrst þegar sauðfé hefði nag- að að rótum gróðurinn og rofíð gróðurhuluna að eftirleikurinn væri náttúmöflunum auðveldur. Segir í erindi fjármálaráðherra að herða þurfí vemlega reglur um nýtingu sameiginlegra afrétta þar sem gróðri væri nú helst ógnað með ofbeit. Friða þyrfti algjörlega þá afrétti þar sem gróðureyðing ætti sér stað og þörf væri fyrir- byggjandi aðgerða. Á aðra afrétti ætti að setja svonefnda ítölu, sem þýddi að ijöldi búfjár á beit yrði takmarkaður við landkosti og beit- arþol. Samhliða þessu yrði að herða reglur og eftirlit og banna lausagöngu búflár utan skýrt af- markaðra beitarlanda. Einnig þyrfti að koma á svæða- skipulagi í landbúnaði, þannig að framleiðslan væri skipulögð í sam- ræmi við landkosti og markaðsað- stæður. Samkvæmt þvi yrði sauðfjárbúskapur einungis stund- aður þar sem búskaparaðstæður og beitarþol leyfa, en mjólkurfram- leiðsla, svo dæmi væri tekið, færð nær stærstu mörkuðum. Innan þessa ramma yrði hveijum bónda í sjálfsvald sett hvemig hann ræki sitt bú. Segir Jón Baldvin að ekkert verði af viti gert í landgræðslumál- um nema um leið sé tekið föstum tökum á offramleiðslu í landbún- aði. Það væri skrök, sem haldið væri fram á tyllidögum, að þjóðin öll njóti ávaxtanna af þrotlausu landgræðslustarfí. Þeir sem fyrst og fremst nytu uppgræðslunnar væru þeir sem hefðu aðgang að gróðrinum með sauðfé sitt og hross. Þjóðin öll, skattgreiðendur, eyddu tugmilljónum árlega í land- græðslustarf sem litlum árangri skilaði nema í framleiðslu fóðurs handa of stórum bústofni. Tímabært væri að hugsa að nýjum leiðum til styrktar land- græðslustarfi. Taldi fjármálaráð- herra meðal annars koma til greina að stofna sérstakan landgræðslu- sjóð sem tæki við framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum gegn því að fé sem þannig væri varið yrði frádráttarbært til skatts. Nú væri svo að frádráttarliðir allir væru eitur í beinum íjármálaráð- herra sem sæti yfír tómum ríkis- kassa, en hættuástand í gróður- og jarðvegseyðingu kallaði á óvenjuleg viðbrögð og rétt væri að kanna allar leiðir í því sambandi. Einnig fluttu erindi á ráðstefn- unni þeir Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, Hákon Sigur- S-ímsson, framkvæmdastjóri, lafur Dýrmundsson, ráðunautur, Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, Steingrímur J. Sigfússon, jarð- fræðingur og alþingismaður, og Tryggvi Felixson, hagfræðingur. Líf og land: Fjölmennasta ráðstefnan um landeyðingn í áraraðir Regluleg vakning að eiga sér stað, seg- ir Herdís Þorvalds- dóttir formaður Lífs og lands ur á íslandi væri mjög viðkvæmur og hættara við eyðingu en þekktist í þeim löndum sem við bærum okkur helst saman við. Jarðvegur á þurrlendi væri jrfirleitt ösku- blandinn og skorti svo til alveg leir og aðrar fíngerðar agnir til þess að binda hann saman. Gróður- inn og rótarkerfí hans gegndi því mikilvægu hlutverki við að vemda LÍF OG LAND, landssamtök um umhverfismál, héldu síðastlið- inn sunnudag ráðstefnu um gróðureyðingu og landgræðslu er bar yfirskriftina „Sjá nú, hvað ég er beinaber“. Að sögn Herdísar Þorvaldsdóttur, form- anns samtakanna, tókst ráð- stefnan mjög vel en hana sóttu á annað hundrað manns. Þetta væri líklega fjölmennasta ráð- stefna er haldinn hefði verið um þetta málefni síðan 1969. Flutt voru tólf erindi og hófust að þeim loknum fjörugar umræð- ur. Sagði Herdís Þorvaldsdóttir í samtali við Morgunblaðið að sá mikli áhugi sem hefði komið fram á ráðstefnunni bæri þess merki að regluleg vakning væri að eiga sér stað í þessum málum. Það væri eins og fólk hefði ailt í einu vakn- að upp við vondan draum og áttað sig á því hversu slæmt ástandið raunverulega væri. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, sagði í erindi á ráðstefnunni að gróður og jarðveg- Frá ráðstefnu Lifs og lands um gróðureyðingu og landgræðslu er haldin var siðastliðinn sunnudag. Á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna. Ráðstefnugestir hlýða á umræður. Þessi ráðstefna Lifs og Iands er ein sú fjöimennasta sem haldin hefur verið um þetta efni i áraraðir. jarðveginn og vemda hann fyrir eyðingu, en vatn og vindar næðu auðveldlega yfírtökunum ef gróð- urhulan veiktist af einhveijum orsökum. Sagði Sveinn að talið væri að 3,5-4 milljónir hektara gróins lands hefðu orðið jarðvegseyðingunni að bráð frá því er land byggðist. Það gerði 3.000-3.500 ha landeyðingu á ári að meðaltali en til saman- burðar mætti nefna að þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu væri um 5.000 ha. Taldi hann búfjárbeitina, umferð ökutækja og mannvirkjagerð helstu þætti sem ákvörðuðu eðli og ástand gróðurs og jarðvegs. Verkefni Landgræðslu ríkisins væri í fyrsta lagi að stöðva hrað- fara jarðvegs- og gróðureyðingu. í öðru lagi uppgræðsla örfoka lands og í þriðja lagi gróðureftirlit sem stuðlaði að betri og skynsam- ari nýtingu gróðurs á Islandi. Sigurður Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í erindi að margar samræmdar aðgerðir þyrfti að gera ef takast ætti að græða upp landið. Taldi Sigurður stjómendur landbúnaðarstefnunn- ar eiga mikla sök á þvi hvemig málun væri komið. Það sem þyrfti að gera væri að búa til áætlun, til dæmis til tíu ára og taka allt það fjármagn sem væri greitt úr opin- berum sjóðum fyrir slátmn á Ályktun ráðstefnu Lífs og lands um gróðureyðingu: Lög um friðun landsins verði sett áður en í óefni er komið Á RÁÐSTEFNU Lífs og lands um gróðureyðingu sem haldin var síðastliðinn sunnudag var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Gróðri hrakar stöðugt á landinu okkar, þrátt fyrir átak í landgræðslu, vegna margþætts ágangs búfénaðar og manna. Um allt landið eru rofabörð og sár sem fykur úr. Megnið af þeirri mold fer á haf út og tapast að eilífu. Stór gróðursvæði eru í aft- urför vegna ofbeitar og/eða uppblásturs og eiga stutt eftir að verða örfoka land. Setja þarf virk lög um friðun landsins áður en í óefni er komið en skipuleggja og rækta afgirt svæði fyrir búpeninginn. Einnig lög um umferð og átroðning á viðkvæmum svæðum, án þess að meina fólki aðgang að þeim. Landið er eign okkar allra, þess vegna skulum við gera átak í land- græðslu, á friðuðum svæðum, annað væri sóun á fjármunum. Líf og land væntir þess að sú umræða sem hefur vaknað á ásig- komulagi landsins okkar, verði til þess að snúa vöm í sókn. Klæðum landið, sem er í tötrum, í fagran skrúða, blóma kjarrs og skjól- góðra skóga og skilum því betra til afkomenda okkar sem eiga að erfa landið. Framtíðin er óspillt land og ómengað loft og vatn. Við viljum og getum öll gert betur og „þá mun koma betri tíð með blóm í haga“.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.