Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Útgefandi Árvakur, Reykjavik Framkvæmdastjórl Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Bush í Póllandi George Bush, varaforseti Bandaríkjanna og af mörg- um talinn líklegasti eftirmaður Ronalds Reagan í Hvíta húsinu, hefur lokið fjögurra daga ferða- lagi til Póllands. Er hann hæstsetti Bandaríkjamaður, sem sótt hefur Pólveija heim í tíu ár, og Póllandsför hans er til marks um breytta afstöðu Bandaríkjastjómar til Pólverja. Frá því að herlög voru sett í Póllandi 1981 hefur andað köldu í samskiptum Pólverja og Bandaríkjamanna. Hefur stjóm Reagans raunar beitt sér fyrir efnahagsþvingunum í því skyni að oki einræðis kommúnisma og hervalds verði létt af hinni fomu og merku menningarþjóð. Herlögin eru enn í gildi í Póllandi, á hinn bóginn er fram- kvæmd þeirra ekki eins hörku- leg og áður. Þau tækifæri sem George Bush fékk til að láta beint og óbeint í ljós stuðning við þá, sem berjast gegn einræð- inu í Póllandi er til marks um að ófrelsið er ekki algjört. Hann hitti Lech Walesa, forystumann Samstöðu, og lagði blómsveig að gröf föður Jerzy Popieluszko, sem útsendarar öryggislögregl- unnar rændu og myrtu, og síðast en ekki síst talaði vara- forseti Bandaríkjanna til pólsku þjóðarinnar í sjónvarpi. f sjónvarpinu sagði George Bush meðal annars: „Ég get sagt ykkur hvað hefur gefíst vel í okkar landi og mörgum öðmm löndum. Það er virðing fyrir mannréttindum. Það er rétturinn til að stofna sjálfstæð félög, sem ráða sér sjálf, og vinna að margvíslegum málum, þar á meðal að því að gæta réttinda verkafólks. Það er efnahagskerfí sem hvetur fólk til að skila sem mestum afköst- um.“ Varaforsetinn sagði, að samskipti stjómvalda í Wash- ington og Varsjá hefðu nýlega batnað, og nefndi því til sönnun- ar að ákveðið hefði verið að skiptast aftur á sendiherrum eftir flögurra ára hlé og sjálfur hefði hann ritað undir samning um vísinda- og tæknisamvinnu. För George Bush til Póllands núna er sérkennileg. Hvað hefur breyst í Póllandi síðan 1981, sem veldur því að Bandaríkja- stjóm hverfur frá refsiaðgerð- um og tekur upp pólitískar viðræður með þessum hætti? Herstjómin er enn hin sama í Póllandi, Samstaða er enn bönn- uð, gagnrýnendur stjómarinnar mega enn sæta kúgun og efna- hagskerfíð er enn í rúst. Bush hefur greinilega sett þau skil- yrði fyrir för sinni til Póllands, að hann fengi tækifæri til að votta bæði Samstöðu og ka- tóisku kirkjunni virðingu sína og jafnframt að koma skoðun- um sínum á framfæri við almenning. Á þessi skilyrði var fallist og þess vegna er för hans merkileg, hún gefur til kynna, að enn sé von til þess að mann- réttindi verði virt í landinu, samtök einstaklinga fái að starfa og efnahagsstarfsemin að þróast í þá átt, að frum- kvæði einstaklinga verði helsta lyftistöng hennar. Pólsk stjómvöld vilja á hinn bóginn fá eitthvað fyrir sinn snúð. Einræðisherrum er það aldrei ljúft að hlusta á gagnrýni á sig hvað þá heldur að á henni sé alið meðal þegnanna. Hvorki Lech Walesa né Jerzy Popiel- uszko eru í þess konar uppá- haldi hjá pólsku herstjórunum, að þeir vilji að útlendir ráða- menn hæli þeim og sýni virð- ingu. Það sem fyrir pólskum ráðamönnum vakir er að fá efnahagsaðstoð í einni eða ann- arri mynd frá Bandaríkjunum. Pólska ríkið getur ekki staðið í skilum gagnvart erlendum skuldunautum sínum. Um langt skeið hafa pólsk stjómvöld hamrað á því, að refsiaðgerðir Bandaríkjanna hafí aukið á efnahagsvanda þjóðarinnar og það sé ekki þeim að kenna, þótt sambandið við ráðamenn í Bandaríkjunum hafí verið slæmt. A sinn hátt hafa ráða- menn í Varsjá viljað skella hluta eigin skuldar og kommúnism- ans á Bandaríkjamenn — jafnvel vegna innri mála í kommúnist- aríkjunum er stjóm Ronalds Reagan blóraböggull. George Bush fór til Póllands í eigingjömum tilgangi. Honum er kappsmál vegna komandi forsetakosninga að sýna fram á, að hann sé hæfur til að tak- ast á við stjómvöld í landi, þar sem ástandið er mjög við- kvæmt. Að þessu leyti hefur hann komist vel frá heimsókn- inni til Póllands. Hitt höfum við ekki enn séð, hvort hann beitir sér fyrir nýrri bandarískri stefnumörkun gagnvart Pól- landi er hjálpar þjóðinni þar úr þeim vandræðum, sem marx- ismi og einræði hefur yfír hana leitt. Erlend lán eða skuldbreyt- ingar koma hvorki í stað mannréttinda né félagafrelsis. Tvær góðar grt eftir Önnu S. Snorradóttur Stundum koma blöðin á morgn- ana og hafa fátt að segja. Maður leggur þau frá sér og spyr sjálfan sig: Hvers vegna er ég að kaupa þessi blöð? Hvers vegna eyða tíma í að fletta og leita að lesefni? Ætli það sé ekki forvitni að hluta til? Við viljum vita, hvað er að gerast, en nú er svo komið, að framboð á því sem nefnt er fréttir er svo mikið, að helmingurinn eða minna myndi nægja. Sumt á raun- ar ekkert skylt við fréttir, miklu fremur einhvers konar skýrslugerð eða yfírlit, jafn vel um löngu liðna atburði. En stundum birtast áhugaverðar greinar, sem maður staldrar við. Þetta gerðist m.a. í Morgunblaðinu föstudaginn 11. sept. si. Málfarið í fjölmiðlunum Eiður Guðnason skrifaði ágæta ádrepu um meðferð tungunnar í fjölmiðlum. Þetta var eins og út úr mínu hjarta talað og ég verð að segja það, að ég dáist að Eiði að nenna að skrifa upp allar þær ambögur, sem þar birtust. Stund- um hefí ég ætlað mér að gera þetta, en alltaf gefist upp. Þetta er mikið starf. Þetta var klókt hjá Eiði og fagmannlegt að hafa þenn- an hátt á, merkja bæði stund og stað er málblómið heyrðist og leggja svo til orrustu. En er eitt- hvert gagn í slíkum aðfínnslum og ábendingum? Það skyldi maður ætla, þó efínn læðist að. Fólkið í fíölmiðlunum talar svo mikið, er með þennan símalanda í viðtölum sem svo eru nefnd en eru raunar ekki annað en rabb, stundum um ekki neitt. Rabb er útaf fyrir sig ágætt og einu sinni langaði undir- ritaða að gera þáttaröð, sem átti að heita RABB, það sem á sumum erlendum málum er nefnt KAUS- ERI og á rétt á sér sem slíkt. En þegar mestur partur talaðs orðs er orðið eitt allsherjar rabb, unga fólkið hefír lært í útlöndum fram- sögn og annað sem til þarf, er ekki nema von að ýmislegt mis- gott fljóti með í síbyljunni. Islenska - íslenska - Islenska Gamall skólamaður og góður vinur minn sagði eitt sinn, að í barnaskólunum ætti að kenna þrjú megin-fög og það væru: Móður- mál, móðurmál og móðurmál. Einhver sagði, að þetta væri nú dálítið einstrengislegt. „Það mætti bæta skrift og einföldum reikningi við,“ sagði vinur minn og kímdi. Eitthvað er til í þessu viðhorfí og þótt skóli fyrir fjölmiðlafólk, sem Eiður stingur upp á, sé ágæt hug- mynd, þá held ég að það þurfí að taka á þessum málum miklu fyrr. Ansi er ég hrædd um að íslensku- kennarinn minn í MA, hinn gáfaði skólameistari, Sigurður Guð- mundsson, hefði ekki gefíð háar einkunnir sumu fjölmiðlafólkinu okkar og líklega ekki brautskráð alla. Hann brýndi fyrir nemendum að lesa góðar bækur og ljóð og kom stundum með fangið fullt af ljóðabókum og las upp hveija perl- una af annarri en skeytti ekkert um námsefni dagsins. Því miður eru slíkir kennarar fátíðir, en ég held endilega; að bæta mætti málfar, ef haldið væri að ungu fólki kvæðum, þulum og gömlum fróðleik og málshættir og gamlir talshættir kenndir í skólunum, þjóðsögur lesnar upphátt o.fl. af þessu tagi. Lestrarlag og hiynj- andi er kafli út af fyrir sig en þar er verst að sumir sem eru mjög áberandi fara þar fyrir með mikl- um og ankannalegum áherslum og hinir éta allt eftir svo að sama sönglið er að verða alls ráðandi. Ríkisútvarpið gæti haft námskeið fyrir fólkið sitt þar sem ekkert annað væri gert en að láta það lesa texta í hljóðstofu og hlusta á sjálft sig með ráðunaut sér við hlið, sem spyrði: Finnst þér þetta góður flutningur á mæltu máli? Eg hefí þá trú að margt af þessu fólki sé það vel gefíð, að það myndi samstundis heyra, hvað er vel flutt og hvar áherslur eru rangar og hrynjandi. Ef þetta er rangt hjá mér, þá er illa komið fyrir tung- unni, en mér hefír fundist hinn almenni hlustandi gera mikinn mun á vel og illa fluttum texta og eiga sér sína eftirlætis flytjend- ur. En eftir að stöðvunum fíölgaði er magnið svo ótrúlega mikið og kannski við því að búast, að gæði myndu verða undir í þeim slag, þegar „bullvaktimar" sem Eiður nefnir næturútvarpið, fara að ráða ferðinni. Ég hefí aldrei hlustað á nóttunni, hefí ekki útvarp í bílnum mínum, má ekki til þess hugsa a bæta við það sem fyrir er. Eftir að útvarpsstöðvunum fíölgaði hefí ég veitt því athygli, að ég hlusta miklu minna á útvarp og skrúfa oftar fyrir en áður. Anna S. Snorradóttir „ Ansi er ég hrædd um að íslenskukennarinn minn í MA, hinn gáfaði skólameistari, Sigurður Guðmundsson, hefði ekki gefið háar ein- kunnir sumu fjölmiðla- fólkinu okkar og líklega ekki brautskráð alla.“ Annars má ekki gleyma að þakka fyrir það góða, þegar að er fundið. Sem betur fer höfum við verið svo lánssöm að eiga úr- vals þuli frá upphafí Ríkisútvarps- ins, fólk með vandað málfar og tungutak og ég er áreiðanlega ekki ein um það að sakna þulanna þriggja, sem nýlega hafa látið af störfum fyrir aldurs sakir eftir 30—40 ára starf. Enn á útvarpið okkar afbragðs þuli og flytjendur og rás eitt ber þar langt af öðrum með fáeinum undantekningum. En það er þetta með blessað móð- urmálið, sem gamli skólamaðurinn vildi kenna svo til einvörðungu í bamaskólunum, að það mun alltaf verða sá þáttur sem mestu máli skiptir fyrir ijölmiðlafólk og er næstum alveg sama hve mikið það lærir í erlendum skólum ef það hefír ekki kunnáttu og tök á móð- urmálinu. Þessar sömu vangavelt- ur fara fram víðar en hér. Ég las nýlega í breska blaðinu Radio Tim- Bæjarfell Breiðhol eftirÓttar Kjartansson í Morgunblaðinu sunnudaginn 27. september sl. er birt hressilegt viðtal eða frásögn af viðtali við Gunnar Bjamason ráðunaut, myndskreytt. Gunnar lýsir því í viðtalinu hvemig hann vill standa að byggingu húss yfír Alþingi, á nýjum stað, þar sem landrými er nóg og vítt til allra átta. Þessi staður er, segir í greininni, „Vatn- sendahæð". Þama hefur (ef til vill blaðamanni fremur en Gunn- ari) orðið fótaskortur á tungunni. Staðurinn heitir nefnilega ekki Vatnsendahæð heldur Vatns- endahvarf. Þessa misritun bið ég Morgunblaðið í guðanna bænum að leiðrétta. Nægar heimildir eru fyrir nafn- inu Vatnsendahvarf. Til dæmis er nafninu rétt til skila haldið á öllum kortum Landmælinga íslands sem ég hefí skoðað og til að vitna í eina prentaða heimild sem verður að telja örugga má nefna Árbók Ferðafélags Islands 1936. Þar rit- ar Ólafur Lárusson prófessor fróðlega grein sem nefnist: Inn- nesin. Þar segir hann m.a.: „Af Vatnsendahvarfí er víðsýni mikið til allra hliða og mun ekki neinn staður annar í nánasta umhverfí Retykjavíkur jafnast á við það að því leyti. Þeir, sem vilja láta að- komumenn fá góða útsýn yfír umhverfi bæjarins geta hægast gert það með því að fara með þá upp á V atnsendahvarf. “ Raunar er það ekki nýtilkomið að nafn Vatnsendahvarfs sjáist misritað á síðum Morgunblaðsins og víðar á prenti. Ekki er ýkja langt síðan mikið var fjallað um svonefndan Ofanbyggðaveg, sem ætlað er að liggja norðan í Vatns- endahvarfí. í þeim skrifum öllum virðist mér staðurinn ætíð vera nefndur „Vatnsendahæð". Það er „Ég leyfi mér aö skora á allt gott fólk, Breið- holtsbúa og aðra, að standa vörð um nafn þessa glæsilega útsýnis- staðar og líða engum að uppnefna hann.“ því ekki að undra þótt almenning- ur, sem ekki hefur við annað að styðjast, hafí vitleysuna eftir. í viðtalinu við Gunnar er önnur „hæð“ í nágrenni Vatnsenda- hvarfs nefnd „Rjúpnahæð". Því miður er þama einnig farið rangt með. Þessi staður heitir nefnilega Rjúpnahlíð, stundum nefnd Rjúpnadalshlíð, og er þar fjar- skiptastöð Pósts- og símamála- stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.