Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 21 Hver vill vinna kvennastörfin? eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Morgunblaðinu sl. fimmtudag var í lítilli frétt sagt frá því að lausar stöður hjá Reykjavíkurborg væru nú um 6—7% af mannafla. Var í fréttinni vitnað til Davíðs Oddssonar borgarstjóra sem bar sig bara vel og taldi skortinn „vera minni hjá okkur en hjá öðrum fyrir- tækjum í heild miðað við vinnuaflið sem við erum með. Við getum því þokkalega við unað,“ sagði Borgar- stjóri. Sú mynd sem borgarstjóri reynir að bregða þama upp er auð- vitað mjög fegruð. Reykjavíkurborg er ekki eitt fyrirtæki heldur mörg og mismunandi sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að lúta sömu eignaraðild. Þessi fyrirtæki eru mjög misjafnlega sett hvað mannafla varðar. Sum vel en önnur mjög illa. Og það kemur væntan- lega ekki á óvart að þau fyrirtæki sem byggja á vinnuafli kvenna og sinna umönnun og hjúkrun eru verst sett. Á þessa staðreynd minnist borgarstjóri ekki einu orði. Þar sem frestur er ekki bestur í byijun september fór ég fram á upplýsingar um það í borgarráði, hversu margt fólk vantaði hjá stofn- unum borgarinnar og hvemig það skiptist niður á helstu starfsheiti. Þær upplýsingar komu þann 22. september sl. og hafa væntanlega verið tilefni þeirrar fréttar sem ég vék að hér í upphafi. Samkvæmt þessum upplýsingum vantar nú 135 hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og Sóknarkonur á Borgarspítalann. Miðað við stöðuheimildir þessara hópa á_ spítalanum er vöntunin 27,6%. Á dagvistarheimilum borg- arinnar vantar nú um 80 fóstmr og annað starfsfólk og skorturinn þar er um 15%. Ef heimilishjálp borgarinnar sinnti öllum þeim rök- studdu beiðnum um aðstoð sem fyrir liggja, þyrfti hún að ráða í 40 stöðugildi. Vöntunin þar er nú um 16%. Það segir þó ekki nema hálfa söguna því að flestar konur sem ráða sig til heimilishjálparinnar ráða sig aðeins í hlutastarf. Ef tek- ið er mið af reynslunni þarf um 105 konur til að manna 40 stöður! Á hinar ýmsu stofnanir aldraðra vant- ar svo fólk í 21 stöðu. Þó þær stofnanir borgarinnar sem sinna verklegum framkvæmd- um af ýmsu tagi færi ekki alveg varhluta af vinnuaflsskortinum, þá em þær þó mun betur settar en hinar sem ég gat um hér að ofan. Þannig vantar engan hjá Reykjavíkurhöfn og Vélamiðstöð, 15 hjá Rafmagnsveitunni og 4 hjá Hitaveitunni svo dæmi séu tekin. Garðyrkja og gatnadeild em heldur verr settar en þar vantar 35 og 26 manns í vinnu. Það kann vel að vera að þetta hái starfsemi þessara tveggja deilda eitthvað, en það ger- ist þá ekki annað og meira en það að framkvæmdum er frestað. Upp- eldi, umönnun og hjúkmn verður hins vegar aldrei frestað á sama máta — þar er öll frestun í raun- inni vanræksla. Sumir fá minni og verri þjónustu en þeir þurfa á að halda og aðrir fá hana alls ekki. Bamaheimilisdeildum er lokað og böm hrekjast úr einni pössun í aðra. Gamalt fólk fær ekki heimilishjálp og er sent heim af sjúkrastofnun- um, m.a. vegna manneklu, upp á von og óvon. Stöðugt gegnum- streymi Önnur hlið á þeim vanda sem við er að etja hjá Borgarspítalanum, dagvistarheimilunum og heimilis- hjálpinni er sú sem snýr að því að halda í fólk þegar það fæst. Á öllum þessum stöðum er stöðugt gegnum- streymi fólks og mikill hluti af tíma þeirra sem með stjómina fara fer í að ráða fólk. Á síðasta ári hættu um 40% af þeim sem sinna hjúkr- unarstörfum á Borgarspítalanum og það varð að ráða nýtt fólk í stað- inn. Á fyrstu 6 mánuðum þess árs hættu um 24% þeirra sem vinna á vegum Dagvistar bama og í sumar hættu um 150 manns hjá heimilis- hjálpinni eða um 25%. Slíkt gegnumstreymi hlýtur að gera allan rekstur mun erfiðari en ella og get- ur haft mjög slæm áhrif á starfsem- ina — ekki síst á dagvistarheimilun- um. Böm þurfa á festu og öryggi að halda og það verður ekki unnið neitt markvisst uppeldisstarf með einni konu í dag og annarri á morg- un. Fórnarlundin forsmáð í fyrmefndri Morgunblaðsfrétt Ingibjörg Sóirún Gísladóttir „Það gefur augaleið að fólk seiur vinnuafl sitt þeim sem best borgar — það er eðli allrar kaup- mennsku og ætti ekki að vera ofvaxið skiln- ingi borgarstjórans í Reykjavík.“ heldur borgarstjóri því fram að launin hjá borginni séu ekki völd að mannaflaskortinum. En þar skýst — honum líklega vísvitandi. Lág laun em auðvitað enginn or- sakavaldur þar sem ekkert fólk vantar til starfa, en skortur á fólki til að sinna hefðbundnum kvenna- störfum á vegum borgarinnar á beinlínis rót sína að rekja til lágra launa. Á undanfömum ámm hefur at- vinnuþátttaka kvenna aukist vem- lega og sem dæmi má nefna að á milli áranna 1982 og ’85 jókst hún um 5% sem samsvarar því að um 5.900 konur hafí bæst við í hóp kvenna á vinnumarkaðnum. Þessi aukning hefur á engan máta komið borginni til góða. Það gefur auga- leið að fólk selur vinnuafl sitt þeim sem best borgar — það er eðli allr- ar kaupmennsku og ætti ekki að vera ofiraxið skilningi borgarstjór- ans í Reylqavík. Borgin býður einfaldlega svo illa að hún er ekki samkeppnishæf. Það kann líka að vera tímanna tákn og vísbending um breytta vit- und meðal kvenna, að þær era hættar að sinna hefðbundnum kvennastörfum af einskærri fómar- lund. Það er ekki lengur hægt að gera út á skyldurækni þeirra, sekt- arkennd og samúð með öllu 'sem lífsandann dregur en forsmá um leið vinnuframlag þeirra með því að borga þeim aura þegar aðrir fá krónur. Nú leita þær einfaldlega í þau störf sem best em borguð og eftir stendur að enginn getur eða vill ganga í þeirra fyrri störf. Vinnu- aflsskortur í hefðbundnum kvenna- störfum er og verður því viðvarandi vandamál svo lengi sem skammsýn- ir menn sem em á skjön við tíma og tíðaranda ráða för. Á þessu máli er ekki til nein lausn til fram- búðar önnur en sú að taka hefð- bundin kvennastörf til gagngerðs endurmats og launa þau í samræmi við þá ábyrgð og þann vanda sem fylgir því að annast lifandi fólk. Höfundur er borgarfulltrúi Kvennalistans í Reykjavík. Seðlabankinn: Aðgerðir til að draga úr útlánum SEÐLABANKINN hefur tilkynnt um ráðstafanir til að draga úr vaxandi útlánum innlánsstofnana sem meðal annars hafa stuðlað að þeirri þenslu sem verið hefur í efnahagsmálum. Þessar að- gerðir gera ma. ráð fyrir auknum kaupum bankakerfisins á skuldabréfum rikisins og ríkisvíxlum. í frétt frá Seðlabanka íslands segir að ráðstafanir þessar séu aðal- lega fjórþættar. í fyrsta lagi hafi krafan um lágmark lausafjár inn- lánsstofnana verið hækkuð í tveimur áföngum í júlí og ágúst úr 7 í 8% og jafnframt verið gerðar breytingar á skilgreiningu lausafjár sem jafngiltu °/i% í lausafjárhlut- falli. í öðm lagi hafi verið endurskoð- aðir þeir samningar sem gerðir vom við innlánsstofnanir fyrir milli- göngu Seðlabankans fyir á árinu, um kaup innlánsstofnana á skulda- bréfum ríkissjóðs. Er stefnt að því að flýta þessum verðbréfakaupum vemlega á næstunni og breýta sam- setningu þeirra, þannig að kaup spariskírteina eða skuldabréfa ríkissjóðs, að fjárhæð 400 milljónir króna komi í stað þeirra ríkisvíxla- kaupa sem áður var gert ráð fyrir. í fréttinni segir að þessi breyting samningsins muni auka vemlega verðbréfakaup bankakerfisins á næstunni og hamla þannig gegn aukningu annara útlána. í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á það að undanfömu að greiða fyrir og efla ríkisvíxlamark- aðinn, og hefur Seðlabankinn í því skyni sett reglur um tímabundin kaup ríkisvíxla af innlánsstofn- unum sem eiga við skammtíma lausafjárvanda að ræða. í fjórða lagi segir að á fundum bankastjómar Seðlabankans með stjómendum innlánsstofnana hafi verið lögð áhersla á nauðsyn þess að innlánsstofnanir gæti fyllsta aðhalds í útlánastarfsemi sinni á næstunni og segist Seðlabankinn grípa til frekari aðhaldsaðgerða ef reynslan sýni að þess gerist þörf. Pað nálgast stórmál. . . þegar tvö ný SMÁMÁL koma upp samtímis. Súkkulaðifrauð og Dalafrauð. AUK hl. 3 214/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.