Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 19 Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Steinþór Hafsteinsson, Sveinbjörn Steinþórsson og Stefán Ólafsson úr stjórn skiðadeildar Sindra á Höfn við efnið sem fara á í lyftuna. Austur-Skaftaf ellssýsla: Skíðalyfta smíðuð í Bergárdal Höfn, Homafirði. FRAM til þessa hefur heldur lítið farið fyrir skíðaiðkun meðal íbúa A-Skaftafelissýslu, enda sýslan eitt snjóléttasta hérað landsins. En sl. vetur tóku nokkrir áhuga- samir skiðamenn sig til og smíðuðu skiðalyftu. Efnið i hana kom úr ýmsum áttum, hásing af jeppa, vél úr lyftara og koppur af línu- og netaspili, o.s.frv. í mars sl. var farið með lyftuna upp á Bergárdal i Nesjum sem er skammt frá Höfn og hún sett niður í um 400 m hæð. Þá var enginn vegur upp í fjallið svo lyftan var „spiluð" upp, þ.e. dregin fyrir eigin vélarafli á blökkum. Ljóst var að til þess að fólk kæmi upp á dal þyrfti veg. Síðla vetrar var því haft samband við landeiganda, Þorleif Hjaltason í Hólum, og tók hann strax vel í það að leggja veg á Bergárdal. Að fengnu leyfi frá Náttúruvemdarráði var svo hafist handa við vegagerðina, og nú hillir undir jeppafæran veg í uppundir 400 m hæð á dainum. Framundan er svo að gera veginn færan öllum almenn- um farartækjum. Að sögn skíðaáhugamanna finnst mörgum þetta uppátæki hin mesta vitleysa og telja að hér verði aldrei iðkuð skíðaíþrótt að ráði. Á dalnum er nægur snjór á vetuma og auðvelt að komast í 800 m hæð og er það framtíðardraumurinn að lyftur teygi sig þangað upp. Skíðaíþróttin er flöl- skylduíþrótt hin besta og við reynum að hlúa að henni segja þeir félagar í skíðadeild Ungmennafélagsins Sindra á Höfn. Þetta er þó_ ekki fyrsta tilraun til slíkrar starfsemi á svæðinu, því frá 1975 hafa menn verið að prófa sig áfram. Háð hefur starfínu að snjóa- lög í neðstu hlíðum eru mjög óstöðug og standa stutt við. Aðalmálið hefur því verið að komast hærra. Nú er það að takast, því þótt rigni á lág- lendinu þá festir snjó í 300—400 m hæð. Sú lyfta sem nú er á dalnum er 300 m löng toglyfta. Þess má svo geta í lokin að útsýni af Bergárdal er einstætt, jafnvel mun betra en hið rómaða útsýni af Almannaskarði. JGG MATAR- OG KAFFISTELL 12 mismunandi gerðir KostaII BODA KRINGLUNNI, SÍMI 689122 BANKASTRÆTI 10, SIMI 13122 < Vcirardckk sem shmnhst snúnmg Áhugamenn um bíla og akstur kannast við Pirelli. Einn helsta framleiðanda hjólbarða fyrir kappakstursbifreiðar í heiminum í dag. Við framléiðslu fólks- og vörubílahjólbarða slær Pirelli hvergi af kröfunum. Þess vegna velja menn Pirelli. EIGUM FYRIRLIGGJANDI VETRARDEKK FRÁ PIRELLI í EFTIRTÖLDUM STÆRÐUM: FYRIR FÓLKSBÍLA: 175x70x13 185x70x14 FYRIR VÖRUBÍLA: 12 R 22,5 13 R 22,5 SÉRPÖNTUM EF ÓSKAÐ ER Suóurlantlsbraut 16 Simi 91-691600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.