Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 45 Viðræðunefndin og dýralæknarnir að loknu samkomulagi um skilyrði fyrir sláturleyfi. Hótel Stykkishólmur: Tíu ára afmælis minnst með sérstöku helgartilboði Stykkishólmi. HÓTEL Stykkishólmur hefur nú starfað í 10 ár. í tilefni af tímamótum þessum heimsótti fréttaritari hótelstjórann, Sig- urð Skúla Bárðarson, til að athuga hvernig þessa áfanga yrði minnst. Sigurður Skúli sagði að fyrst og fremst yrði afmælisins minnst með því að bjóða upp á áhugavert helgartilboð sem verður í gildi til nóvemberloka. „Tilboðið er fólgið í gistingu í tvær nætur með morg- unverði fyrir 1900 krónur á mann. Vandað verður til matargerðar og bryddað upp á ýmsum nýjungum svo sem sjávarréttarkvöldi, villi- bráðakvöldi og svo framvegis. Einnig verður leikin lifandi tónlist á laugardögum. Þessir helgar- pakkar eru kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja njóta hvíldar og afs- löppunar í góðu umhverfi hér við Breiðafjörðinn," sagði Sigurður Skúli. Ennfremur sagði Sigurður Skúli: „Ég vil taka það fram að þó þessi laugardagskvöld séu að ýmsu sniðin fýrir ferðamenn þá eru bæjarbúar og aðrir velkomnir á hótelið. Þetta er ekki síður tæki- færi fyrir íbúa nágrannabyggð- anna að eyða hér helginni, sérstaklega með tilliti til bættra samgangna." Hótelstjórinn sagði að lokum að helgarpakkamir væru til sölu á öllum ferðaskrifstofum í Reykjavík, auk þess sem hægt væri að panta á Hótel Stykkis- hólmi. — Arni. Sigurður Sigurðarson sagði í upphafi fundarins að hann væri kominn til að heyra rök fyrir því að sláturhúsið starfaði áfram. Hann kvaðst einnig vilja hitta forsvars- menn hússins og ræða við þá um það sem þyrfti að gera til að undan- þága kæmi til greina. Hann fór nokkrum orðum um aðstæður í slát- urhúsinu og þær kröfur sem gerðar eru til sláturhúsa. Hörður Þorsteinsson í Nykhól benti á að verið væri að nýta göm- ul hús og gerði samanburð á gjöldum sem húsið greiddi við þau og þeim sem Sláturfélag Suður- lands greiddi. Um þetta mál sagði Hörður að mætti hafa hendinguna:,, Eins og graðpening hendir vom/ að reka sig hvers á annars hom.“ Hann skoraði á Sigurð að leysa málið og sagði„Við erum skilamenn hér og þú ert drengur góður." Einar Kjartansson frá Þórisholti sagði sláturhúsið hafa veitt þá sam- keppni sem dugði til þess að enn væri slátrað í Vík og þá samkeppni þyrfti enn. Fyrirtækið skapaði tals- verða vinnu umfram sláturtíð sem munaði um í fábreyttu atvinnulífi. Hann benti á að góður frystir væri í húsinu og íjárrétt. Tímasetning lokunarinnar væri óheppileg, rekstraraðilum hefði ekki verið gert viðvart fyrr en sláturtíð nálgaðist. Fyrirtækið hefði því verið búið að búa sig undir slátrun. Það væri þess vegna erfitt fyrir það að standa við skuldbindingar sínar. Hann skoraði á Sigurð að veita húsinu þá umsögn sem dygði til að það fengi að starfa áfram. Undir þessi rök Einars Kjartans- sonar tóku fundarmenn og Guð- bjartur Pálsson framkvæmdastjóri sláturhússins sagði að húsið væri búið að vera ef leyfí fengist ekki. Menn bentu á að Vík þyrfti á öllu öðru að halda en gjaldþroti fyrir- tækja. Ami Johnsen benti á að fordæmi væri fyrir starfsemi húsinu í því ástandi sem það væri. Eðlilegan aðlögunartíma þyrfti að veita til að gera nauðsynlegar breytingar til framtíðar, atvinnusköpun væri í húsinu sem ekki væri að finna ann- ars staðar og að við lokun töpuðu bændur umtalsverðu fé auk þess sem hún þrengdi kost byggðarinn- ar. Sigurður Sigurðarson fór nokkr- um orðum um aðstæðurí slátur- húsinu og sagði aðaleiganda þess, Matkaup, ekki hafa lagfært nóg á undanfömum árum til þess að það réttlætti leyfi til slátrunar. Frystir og ijárrétt væri gott en allt þar á milli ófært til slátrunar. Þessum fullvrðingum setts yfír- dýralæknis mótmæltu fundarmenn og bentu á að frá sláturhúsinu þætti koma góð vara og að meðferð kjötsins byggðist meira á starfs- fólkinu en ytri umgjörðinni einni saman. Undir lok fundarins til- kynnti Sigurður að hann vildi fá menn tilnefnda í viðræðunefnd við sig^og Aðalstein héraðsdýralækni. Áður en nefndin og dýralæknam- ir ræddust við áttu þeir tal saman einslega, kölluðu síðan nefndina fyrir sig og kynntu þar skilyrði fyr- ir því að slátrun gæti farið fram í Sláturhúsinu í Vík hf. Að því búnu hurfu þeir á braut en nefndin íhug- aði tillögurnar og lagði síðan jáyrði sín fyrir dýralæknana og skriflega útfærslu á þeim skilyrðum sem sett voru. Á þetta féllust dýralæknamir og var þeim afhent undirskrifað plagg þar sem fallist var á skilyrðin. Þar með var löngum fundi um sláturhússmálið lokið. Margir fund- armanna biðu eftir niðurstöðum af viðræðum við dýralæknana og var öllum léttara í huga þegar þeir hurfu á braut Forsvarsmenn sláturhússins sögðust hefjast strax handa við að gera þær úrbætur sem beðið var um auk þess sem þeir undirbyggju sláturtíðina. Það er eigenda slátur- hússins að kveða upp úr með langtímalausn, hvort farið verður út í það að gera átak varðandi húsa- kost sláturhússins, þannig að það þurfi ekki að starfa á undanþágu í framtíðinni. í tengslum við slíka ákvörðun er það mat manna í Vík að fyrirtækið þurfi að taka ákvörð- un um það hvort frekari úrvinnsla afurða fari fram í húsinu en nú er, verði á annað borð farið út í end- umýjun húsakosts, en slíkt yrði lyftistöng fyrir atvinnulífið í Vík. Sig. Jóns. Aðalsteinn Sveinsson héraðsdýralæknir, Sigurður Sigurðarson settur yfirdýralæknir og Tómas Páísson fundarstjóri. Kaupfélag Suðumesja í Gríndavík: Sláturleyf- isveiting gagnrýnd Selfossi. ÞAÐ væri engin slátrun þjá Kaup- félagi Suðurnesja í Grindavík ef settur yfirdýralæknir Sigurður Sigurðarson hefði ráðið. Þetta kom fram á fundi i Vík í Mýrdal sem Sigurður hélt með bændum og starfsfólki Sláturhússins í Vík hf. hvar hann ræddi möguleika á sláturleyfi fyrir húsið. Á fundinum í Vík voru forsendur í sláturhúsum bomar saman og veit- ing á sláturleyfi til Kaupfélags Suðumesja gagnrýnd. „Við þurfum að fækka kofunum og bæta húsin," sagði Sigurður í umræðum um kröf- ur til sláturhúsa. Hann kvaðst vilja að sláturhúsi Kaupfélags Suðumesja í Grindavík yrði lokað og sagði að þar væri engin slátrun ef hann hefði ráðið og sagðist ætla að gera sér ferð til að kanna aðstæður til slátrun- ar í Grindavík. Sig. Jóns. Bifreiða- stillingar Minni eyðsla, meiri ending vélarinnar. Sérhæfðir menn og fullkomintæki. BOSCH mÓomröa-OQ warahtuta þjónvata B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF LAGMÚLA 9. SlMl 38820 Hamborg er heimsborg - Hug og gisting - Hmmtudaga og sunnudaga 1- 1,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.