Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
Brlds
GuðmundurSv. Hermannsson
ÍSLENSKA bridslandsliðið í
Brighton vann góðan sigur á
Portúgölum i 21. umferð Evr-
ópumótsins í sumar og komust
við það í 2. sætið á eftir Svíum.
Svíar voru með 397 stig, íslend-
ingar 372, Norðmenn voru
komnir í 3. sætið með 368 stig
og Bretar dottnir í 4. sætið með
365 stig. í 22. umferð spiluðu
ísiendingar við Grikki sem hægt
og bítandi hafa verið að tryggja
sér sess i hópi betri bridsþjóða
Evrópu.
Þessi leikur var spilaður á sýning-
artöflunni, sá fyrsti sem íslenska liðið
spilaði þar. Sýningartaflan var mjðg
vel útfærð fyrir áhorfendun spila-
mennskan í opna salnum var sýnd á
tveimur stórum skermum og mynda-
tökumennimir voru mjög leiknir við
að skipta í nærmynd á réttum augna-
blikum og finna skemmtileg svipbrigði
spilaranna.
Spilaramir í sýningarherberginu
vom þó ekkert of ánægðir með lífið
því þar inni var gífurlegur hiti frá ljós-
kösturunum og engin loftræsting
önnur en borðviftur var þar inni og
því var þetta eins og hálfgert gufu-
bað. Þessar aðstæður voru augljós-
lega óhagstæðar íslendingunum. í
Grikklandi var hinsvegar að líða eitt
heitasta sumar í manna minnum svo
Grikkimir létu sér hitann í spilaher-
berginu vel líka.
Hjalti ákvað að senda Guðlaug R.
Jóhannsson og Öm Amþórsson fyrst
í heita pottinn þar sem þeir sátu AV
á móti Hyaris og Yannoutos. Sigurður
Sverrisson og Jón Baldursson sátu
NS í lokaða salnum gegn Zotos og
Lambrinos.
ísland fékk 2 impa í fyrsta spilinu
í bútaspili en Grikkimir fengu 7 impa
í 2. spili þegar Guðlaugur fór einn
niður í 4 spöðum við annað borðið en
Jón fór 2 niður í 5 laufum við hitt.
Þriðja spilið féll en síðan kom gott
spil hjá báðum pörum:
V/AIlir
Norður
♦ Á4
V G32
♦ Á952
♦ KG65
Vestur
♦ KG10862
VD65
♦ 10
♦ 1084 Suður
♦ 5
♦ K87
♦ KG764
♦ ÁD92
Austur
♦ D973
♦ Á1094
♦ D83
♦ 73
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
ÖA Hyaris GRJ Yann.
2 tfglar pass 2 hjörtu pass
2spaðar pass 3spaðar dobl
pass 4 hjörtu a.pass
Morgunblaðið/GSH
Grikkirnir Yannoutos og Hyaris spila við Bretana Flint og Sheehan á Evrópumótinu í Brighton.
> __________________
Island - Grikkland á Evrópumótinu í brids:
Grikkir unnu naum-
an sigur í gufubaðinu
2 tíglar var svokallaður multi, gat
þýtt ýmislegt og þar á meðal 6-10
punkta og 6-lit í hjarta eða spaða.
Austur sagði með 2 hjörtum að þar
vildi hann spila ef vestur ætti veik
spil með hjartalit en vestur sagðist
þá eiga spaðalit. Austur lyfti í 3 spaða
og nú voru NS komnir upp að vegg.
Þeim tókst ekki að sleppa þótt suður
doblaði því norður treysti spaðaásnum
sínum ekki einum í 3 gröndum. Sú
sögn sem hann valdi var þó ekki
gæfuleg enda fóru 4 hjörtu 2 niður,
200 til íslands.
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Lamb. SSv Zotos JB
pass 1 tfgull pass 2tíglar
pass 2 spaðar pass 3 lauf
pass 3 hjörtu pass 3 grönd
Vestri leist greinilega ekki á að
opna á hættunni og Jón og Sigurður
fengu því að segja í friði. 2 spaðar
sýndu grandfyrirstöðu í spaða en neit-
uðu grandfyrirstöðu í hjarta. Það lá
því beint við að lokasamningurinn
yrði 3 grönd. Sigurður fékk út spaða
sem hann drap strax með ás og tók
flórum sinnum lauf. Hann þefaði síðan
upp tíguldrottninguna og fékk 10
slagi, 630 til íslands og 13 impar.
Grikkimir löguðu stöðuna um 6
impa í næsta spili þegar þeir unnu
bút á báðum borðum og í næsta spili
fengu þeir 12 impa þegar Grikkimir
tóku gullfallega slemmu sem Öm og
Guðlaugur slepptu. Næsta spil féll en
síðan kom dýrt spil. Öm átti í vestur:
S. G3 H. D T. KD109653 L. 954.
Enginn var á hættu og Öm var í
fyrstu hendi. Þessi spil hittu fyrir
veikan blett í kerfi hans og Guðlaugs
því opnun á 3 tíglum var frátekin
undir annað. Öm varð því að passa
og eftir tvö pöss í viðbót opnaði suður
á 1 grandi. Eftir þetta hefðu NS ekki
átt í neinum erfiðleikum með að ná
3 gröndum sem stóðu, en Öm stakk
inn 3 tíglum sem verður að teljast
vafasöm ákvörðun. Norður doblaði 3
tígla og uppskar 800 fyrir 4 niður.
Við hitt borðið opnaði Lambrinos á
3 tíglum sem gerði Jóni og Sigurði
nær ókleift að ná 3 gröndum. Þeir
enduðu í 3 hjörtum á 4-3 samlegu
og fóm 1 niður þegar trompið lá 5-1
úti. 12 impar til Grikkja.
Grikkimir fengu 3 impa bæði í
spili 9 og 10, í því seinna þegar Zot-
os fékk þremur slögum meira en
Guðlaugur í 3 gröndum eftir sama
útspil. I 11. spili voru íslendingamir
síðan heppnir þegar Lambrinos tapaði
4 spöðum sem hann gat unnið meðan
Öm var að spila 1 tígul við hitt borð-
ið. 3 impar inn.
Einn impi bættist við í 12. spili en
í 13. spili tókst Jóni og Sigurði að
koma 4 spöðum í rétta hendi eftir
„flöldjöbblaopnun". Gríski vesturspil-
arinn, sem átti þrjá ása og kóng,
doblaði lokasamninginn en fékk að-
eins 3 slagi og ísland 790. Við hitt
borðið átti austur út gegn 4 spöðum
ódobluðum með DG742 í laufi m.a.
og spilaði út drottningunni. Suður
átti laufkónginn svo vömin gat tekið
2 slagi á lauf og spilið fór 1 niður,
13 impar til íslands. Grikkir fengu
einn impa í síðasta spilinu og lokatöl-
ur hálfleiksins vom 45-32 fyrir
Grikkland.
Jón og Sigurður færðu sig í opna
salinn í seinni hálfleik og öttu þar
kappi vjð Karlaftis og Cannavos. As-
geir Ásbjömsson og Aðalsteinn
Jörgensen fóru í lokaða salinn gegn
Zotos og Lambrinos. Ásgeir og Aðal-
steinn tóku strax inn 6 impa þegar
13-15 punkta grandopnun þaggaði
niður í Grikkjunum. 1 grand vannst
slétt en við hitt borðið var opnað á 1
tígli svo Jón og Sigurður gátu bland-
að sér í sagnir og þeir enduðu í 3
spöðum sem unnust líka.
Grikkimir fengu samtals 6 impa
fyrir yfirslagi og aukaslagi I vöm
áður en kom að Islendingum:
S/Allir.
Norður
♦ KG
♦ 1097653
♦ 92
♦ 1084
Austur
♦ 76 \
♦ ÁK4
♦ D1075
♦ D732
Suður
♦ 10982
♦ D
♦ G6
♦ ÁKG965
í opna salnum endaði Sigurður í
austur í 3 gröndum eftir að suður
hafði stungið inn 2 laufum. Suður
spilaði út spaðatíunni og spilið leit
ekki vel út. Sigurður stakk upp ás
og tók þrisvar sinnum tígul áður en
hann fór heim á hjartaás. Þegar
hjartadrottningin datt I suður var
spilið unnið en ella er ekki gott að
meta hvert besta framhaldið er. Á
Vestur
♦ ÁD543
VG82
♦ ÁK843
♦ -
að taka hjartakóng einnig, ef drottn-
ingin skyldi vera önnur, áður en spaða
er spilað á drottninguna í þeirri von
að suður eigi kónginn? Þá er norður
hugsanlega kominn með innkomu á
hjartadrottningu til að spila laufi í
gegn.
Við hitt borðið komust Zotos og
Lambrinos í 6 tígla sem er hin þokka-
legasta slemma og á að vinnast eins
og spilið liggur.
Ásgeir í norður spilaði út laufí sem
Zotos trompaði heima. Hann spilaði
síðan hjarta á ás og þegar drottning-
in féll lagðist hann undir feld. Eftir
talsverða umhugsun tók Zotos tígul-
drottningu og spilaði spaða á drottn-
inguna. Ásgeir tók með kóngnum og
gaf Aðalsteini hjartastungu svo spilið
var einn niður, 12 impar til íslands.
Sagnir Aðalsteins gerðu Zotos erf-
itt fyrir en besta spilamennskan er
að taka tvisvar tromp áður en spaðan-
um er svínað. Þá tapast spilið aðeins
ef tígullinn liggur 3-1 og norður á
spaðakóng.
íslendingar fengu 4 impa í búta-
spili en svo misstu þeir tækifæri á
að græða vel.
N/AV.
Norður
♦ Á865
¥D
♦ ÁG76
♦ G973
Vestur
♦ KG98653fl||||
♦ 106
Suður
♦ D72
♦ Á104
♦ 94
♦ KD542
Austur
♦ KG94
V7
♦ D108532
♦ Á8
* Venjulegir ofnar
* Handklæðaslár
©HF.OFNASMIÐJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI 7 S: 21220
Örn KE kom til Raufarhafnar með fyrsta farm vertíðarinnar, 760
tonn.
Trillukarlarnir Agnar og Baldur gripu tækifærið og náðu í loðnu
til að nota sem beitu.
Fyrsta loðnan til Raufarhafnar
Raufarhöfn.
FYRSTA loðnan barst til Rauf-
arhafnar sunnudaginn 27.
september sl. Það var Öm KE
sem kom með þennan fyrsta
farm vertíðarinnar 760 tonn.
Að sögn skipstjórans á Erni KE
er mikið af loðnu en hún er mjög
blönduð hvað varðar stærð. Orn
KE var 18 klukkustundir af mið-
unum til Raufarhafnar. Með
þessum loðnufarmi voru ný soð-
kjamatæki prufukeýrð í véríc-
smiðjunni á Raufarhöfn en það
hefur verið unnið að uppsetningu
þeirra í sumar ásamt fleiri endur-
bótum á verksmiðjunni.
Skarðsvík SH fór til Þórshafnar
á sunnudag mv vegna bilunar í
löndunarbúnaði sigldi Skarðsvíkin
til Raufarhafnar og landaði fyrsta
loðnufarmi sínum þar á mánudeg-
inum.
■HðH 'í- Helgi j