Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Hraðamœlingar við Breiðagerðisskóla. Morgunblaðið/ Bjami „Það stoppar alltaf einhver“ LÖGREGLAN í Reykjavík stend- ur fyrir átaki til að fækka slysum í umferðinni, eins og fram hefur komið. Hraðamælingar eru einn veigamesti þáttur átaksins og eru lögreglumenn nú að störfum með ratsjár sínar viðs vegar um borgina, meðal annars í nágrenni grunnskólanna. Lögreglumennimir ólafur Egils- son og Ölafur Logi Ámason voru við hraðamælingar í Breiðagerði þegar Morgunblaðsmenn áttu þar leið hjá í gær. Þeir kváðust leggja sérstaka áherslu á mælingar við skóla um þessar mundir enda væri skólaárið nýhafið og nauðsynlegt að vekja athygli ökumanna á því að böm væru meira á ferð í um- ferðinni en undanfama mánuði. Þeir töldu að áróðurinn síðustu vik- ur hefði haft áhrif á ökumenn en þó væm enn alltof margir sem ekki Iétu segjast og ækju langtum hrað- ar en aðstæður leyfðu. Við Reykjaveginn stóð Stefanía Ragnarsdóttir 8 ára og beið færis að komast yfir á gangbraut. Hún sagðist vera i Laugamesskóla en sjaldan þurfa að fara yfir Reykja- veginn, bara þegar hún færi í heimsókn til afa síns eins og núna. Hún sagðist alltaf líta til beggja Morgunblaöið/Bjami Stefanía Ragnarsdóttir á leið til afa síns. hliða og bíða eftir að bílamir stopp- uðu áður en hún færi út á götuna, þá gengi ferðalagið vel. Baldvin Páll Rúnarsson, Hreinn Gylfason og Gunnar Þorvaldsson, 8 ára nemendur í Laugamesskóla, voru á heimleið úr skólasundi þegar við ræddum við þá. Þeir eiga heima í Teigahverfí og voru ekkert á því að viðurkenna að erfítt væri að bjarga sér í umferðinni. „Það stopp- ar alltaf einhver," sagði Gunnar, og í þeim orðum töluðum stöðvuðu bflar við gangbrautina á Reykja- vegi, strákamir litu til hægri og vinstri og flýttu sér heim í skjól fyrir slagviðrinu. Það var afskaplega gott að koma heim Rætt við Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur gert víðreist að undanförnu. Hún var fyrst erlendra þjóðhöfðingja til þess að fara í opinbera heimsókn til Færeyja í byijun september. Næst var ferðinni heitið til Japan þar sem hún var talsmaður Norðurlandanna við opnun menningarkynningarinnar Scandinavia Today þar í landi. Þaðan hélt hún til Bordeaux í boði J. Chaban Delmas borgarstjóra og þingmanns til að vera við kynningu á Isiandi, íslenskum vörum og menningu. Fieiri ferðalög eru á döfinni hjá forsetanum þvi á mánudaginn heldur hún í opinbera heimsókn til Ítalíu í boði Cossigi forseta. Þessi ferðalög hófust með opin- berri heimsókn til Færeyja í byijun mánaðarins, sagði forsetinn í samtali við Morgunblaðið. „Ferðin var mjög eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. Gestrisni Færeyinga er einstök og þeir tóku vel á móti fyrsta erlenda þjóðhöfðingjanum sem heimsótti þá. Þeir eru líka snjallir Færeyingamir og buðu okkur að heimsækja fólk, sem býr á afskekkt- ustu stöðunum á eyjunum. Með þesssu móti tryggðu þeir að öll þjóð- in yrði þátttakandi í þessari heim- sókn. Skemmtilegt að búa á japanska visu Um miðjan mánuðinn hélt forset- inn til Japan, en Norðurlöndin fimm höfðu óskað eftir því að Vigdís Finn- bogadóttir yrði talsmaður þeirra við opnun menningarkjmningarinnar Scandinavia Today í Japan. „Heimsóknin vakti mikla athygli ef dæma má af frásögnum og mynd- um í blöðum," sagði Vigdís. „Á blaðamannafundunum sem haldnir voru tók ég eftir því að Japanir eru ekkert frábrugðnir öðrum þjóðum að því leyti að þeir vilja gjaman heyra minnst á þá sjálfa þegar verið er að kynna önnur lönd. Það féll líka í góðan jarðveg að við sögðumst vera komin til þeirra vegna þess að við vildum að menningar þjóðanna mættust á miðri leið. Ég held að Japönum hafi þótt vænt um að heyra þetta. Þrátt fyrir að borgir þeirra séu byggðar á vestræna vísu halda þeir fast í sérkenni menningar sinnar. Ferðin var óglejrmanleg á margan hátt. Eitt af þvi skemmtilegasta sem ég gerði var að búa á japanska vísu á hóteli í Kyoto. Þegar við komum þangað var ég orðin svolítið lúin og var hrædd um að það jrrði erfitt að hvflast við þessar aðstæður. En það var öðru nær. Það fór mjög vel um mig og ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkum mun. Maður getur ímyndað sér að Japanir kunni að meta að maður sýni þeim þá til- litssemi og virðingu að búa eins og þeir vilja búa.“ — Hvaða augum heldur þú að Japanir hafi litið á heimsókn konu f embætti þjóðhöfðingja, sem að auki var talsmaður flögurra annarra landa? „Þeim hefur eflaust þótt það svo- lítið einkennilegt þvf í Japan er ekki til siðs að konur láti að sér kveða á opinberum vettvangi. Þær era hvorki boðnar með til málsverða né til við- ræðufunda. 1 þessu sambandi er gaman að geta þess að þegar ég var í Tókýó óskuðu flórar konur eftir að hitta mig. Þær vom talsmenn víðtækra kvennasamtaka sem em nýstofnuð og þær nefna „Silkileiðina" eins og sú langa leið var nefnd sem silki- kaupmenn fóm á öldum áður frá Austurlöndum til Vesturlanda. Þessi samtök em að velta fyrir sér hvem- ig konur í Japan eigi að taka sín skref í átt til jafnréttis. Þetta vom skemmtilegar konur." Japanskeisari geðþekkur maður — HvemigkomJapanskeisariþér fyrir sjónir? „Það var mikil lífsrejmsla að hitta Japanskeisara. Hann er 84 ára gam- all maður sem hefur orðið fyrir svo. feykilega mikilii rejmslu í lífinu. Maður getur ekki ímjmdað sér hvemig það er að lifa með það alla ævi að hafa verið gert að taka sið- ferðislega ábyrgð á þáttöku Japana í heimsstyijöldinni. En hann er ákaflega geðþekkur maður og ku aldrei hafa talað við nokkum erlendan mann án þess að minnast á friðinn. Það er hans hjart- ans mál. Samtal okkar var ákaflega hlýtt og faliegt. Það snerist um mik- ilvægi þess að halda vörð um þjóðararfinn og jafnframt að halda vöku sinni fyrir öllu sem getur kom- ið mannkjminu til góða og orðið þvi til hamingjuauka. Við töluðum einn- ig um tækninýjungar, um að sofna aldrei á verðinum og að nota frelsið með aga. Hann er hámenntaður maður og var vel upplýstur um ísland. Hann gerði sér líka grein fyrir hve margt er líkt með eldQallaejjunum Japan og íslandi. Þetta var indæl stund sem við áttum saman.“ — Þarf þjóðhöfðingi að vita margt um landið sem hann heim- sækir? „Já, það er nauðsyniegt að lesa heima. Ég er þeirrar skoðunar að það besta sem maður getur gert til Tæplega 15 þúsund sóttu Kvikmyndahátíð Morgunblaðið/Bjarni Baldvin Páll Rúnarsson, Gunnar Þorvaldsson og Hreinn Gylfason á leið yfir Reykjaveg. TÆPLEGA 15.000 manns sóttu Kvikmyndahátíð, að sögn tals- manna hennar, en hátíðinni lauk í gær. Aðstandendur búast við að endar nái saman. Eigandi kvikmyndahússins hefur falast eftir fjórum myndanna til sýn- ingar áfram en ekki er ljóst hvort samningar náist. Á Kvikmyndahátíð fyrir tveimur árum urðu sýningargestir 17.000. Sigurður Sverrir Pálsson í stjóm hátíðarinnar sagði í samtali við^ blaðið að gert hefði verið ráð fyrir minni aðsókn nú vegna aukins framboðs sjónvarpsefnis. „Talið er að aðsókn kvikmyndahúsa hafi minnkað um 35% við tilkomu Stöðvar tvö. Við getum því vel við unað.“ Sigurður Sverrir sagði að vegna samninga við rétthafa hefði orðið að hætta sýningum á mörgum myndanna þrátt fyrir mikla að- sókn. Fjórar myndir á hátíðinni vom sóttar af rúmiega þúsund manns. Það voru myndimar Komi ogsjáið, Nautabaninn, Hún verður að fá það og Down by law. Sækja ársfund Alþjóða- bankans og gjaldeyrissjóðsins FÍB og Samviiuiuferðir Landsýn: Samvinna um rekstur ferðaskrifstofu FELAG islenskra bifreiðaeig- enda og Samvinnuferðir-Land- sýn hafa gert samkomulag um rekstur ferðaskrifstofu FÍB. Sam vinnuferðir-Landsýn hefur gerst hluthafi f FFÍB og mun framvegis annast rekstur skrif- stofunnar i nánnm tengslum við FÍB t fréttatilkynningu frá aðilunum segir m.a: „Síðustu ár hefur rekstur ferða- skrifstofu FÍB staðið í járaum og skipaði aðalstjóm félagsins nefnd til að styrkja rekstrargmndvöll skrifstofunnar svo að unnt væri að veita félagsmönnum flölbreyttari þjónustu og fyrirgreiðslu en áður. Hefur nú náðst samkomulag við Samvinnuferðir-Land8ýn og var það samþykkt einróma á landsþingi FÍB, sem haldið var 12. september síðastliðinn. Veitir samkomulagið félagsmönnum FÍB sama rétt og öðrum aðildarfélögum Samvinnu- ferða-Landsýnar. Hefur verið ákveðið að FFIB geri átak f þjón- ustu við Qölmennan hóp svokaliaðra „„Flug og bíll ferðalanga" og verð- ur haft náið samband við systurfé- lög FÍB í Evrópu. Einnig mun FFÍB áfram veita félagsmönnum allá al- menna ferðaþjónustu."------------- í ÞESSARI viku er haldinn árs- fundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington og sækja hann full- trúar 150 aðildarríkja þessara stofnana. Af íslands hálfu eru aðalfulltrúar Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Jóliannes Nordal seðlabankastjórí. Norðurlöndin fímm hafa náið samstarf sfn á milli f þessum stofri- unum og er á þeirra vegum flutt ein sameiginleg ræða við umræður um starfsemi hvorrar stofnunar um sig. Um málefni bankans fljrt- ur Palle Simonsen, Qármálaráð- herra Dana, ræðu Norðurianda, en um málefni sjóðsins Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra. Vopnafjörður: Skip steytti áskeri FÆREYSKT saltflutningaskip steytti á skeri i höfninni í Vopna- firði á mánudagsmorgun og sat þar fast fram yfir hádegi. Ekki er talið að skipið hafí skemmst mikið við óhappið. Það losnaði þegar aftur flæddi, lagðist að bryggju og losaði saltfarminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.