Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
Teljast skemmtisög-
ur til bókmennta?
Bókmer>ntir
Jóhann Hjálmarsson
Ólafur Jónsson: LEIKDÓMAR OG
BÓKMENNTAGREINAR. SigTÚn
Steingrimsdóttir og Jón Viðar
Jónsson völdu. Hið íslenska bók-
menntafélag 1986.
Það hefur dregist að geta þessarar
bókar, en hún kom út í fyrra í því
skyni að minnast þess að þá voru
fímmtíu ár liðin frá fæðingu Ólafs
Jónssonar, en hann lést í byijun árs
1.984.
Áður hafa ritdómar eftir Ólaf kom-
ið út á bók: Líka líf (1979).
I Leikdómum og bókmenntagrein-
um er lögð áhersla á að kynna
gagnrýnandann Ólaf Jónsson á sem
fjölbreytilegastan hátt. Birtar eru
margar umsagnir hans um íslensk
leikrit og einnig erlend og yfirlits-
greinar um leiklist og leikhúslíf sem
hann skrifaði í blöð. Bókmenntagrein-
amar eru fæstar ritdómar í venjulegri
merkingu þess orðs heldur ítarlegar
umfjallanir um til dæmis Dante, Jó-
hann Sigurjónsson, Gunnar Gunnars-
son og Guðrúnu frá Lundi.
Lokahluti bókarinnar snýst um af-
þreyingar- eða skemmtisögur sem
Ólafur sinnti mjög síðustu árin sem
hann lifði og þótti sumum nóg um
þennan áhuga hans. Á óvart kom hve
Ólafur sýndi þessum bókmenntum
mikinn skilning og hvemig hann í
raun og vem hvatti til endurmats á
bókum Guðrúnar frá Lundi sem ekki
höfðu verið í miklum metum hjá bók-
menntafólki. Ólafúr taldi skemmti-
bókmenntimar gagnlegar, m.a. af því
að þær veittu hvfld og raunsæi Guð-
rúnar frá Lundi var að ýmsu leyti að
hans skapi. Dalalíf taldi hann
klassíska skemmtisögu vegna þess að
bókin einkenndist af sterkri verulei-
kalíkingu í efnisatriðum og höfundur-
inn tjáir eins og hann kemst að orði
meginhugmyndir sínar í samhengi
daglegrar annar. Sveitina forðum og
fram á þennan dag fann Ólafur Jóns-
son í bókum Guðrúnar frá Lundi.
Það er út af fyrir sig auðvelt að vera
ósammála Ólafi um þetta atriði, en
því er ekki að neita að hann rökstyð-
ur mál sitt ágætlega. Það að Ólafur
Ólafur Jónsson.
fómaði tíma sínum fyrir alþýðlegar
bókmenntir um leið og honum var
umhugað að gefa gaum ýmsum könn-
unum á bóklestri benti til þess að
hann vildi sjá bókmenntimar í félags-
legu ljósi, en kannski var hér aðeins
tímabundinn áhugi á ferð. En sem
bókmenntafræðingur fór Ólafur Jóns-
son með þessu inn á nýjar brautir.
Meðal læsilegra greina í bókinni
em Dante og Um Aðventu Gunnars
Gunnarssonar. En af mestri forvitni
munu menn lesa og endurlesa leik-
dómana. Ólafur var yfirleitt óvæginn
gagnrýnandi, rithöfundar kveinkuðu
sér undan honum og leikarar emjuðu.
Þess hefur aftur á móti verið gætt í
vali þeirra dóma sem birtast í Leik-
dómum og bókrnenntagreinum að
þeir sýni ekki Ólaf í versta ham. Þess
vegna em til að mynda leikdómamir
góð viðbót við leikdóma annarra
gagnrýnenda sem komið hafa í bók-
um, ég nefni í því sambandi Ásgeir
Hjartarson og Sigurð A. Magnússon.
Eflaust mun vera hægt að safna
efni eftir Ólaf Jónsson í margar bæk-
ur, enda var hann líklega afkasta-
mesti gagnrýnandi landsins í tuttugu
ár. Fengur væri að fleiri yfirlitsgrein-
um hans um bókmenntaleg efni. Stfll
Ólafs sem stundum gat orðið stirðleg-
ur í hita dagsins nýtur sín furðu vel
á bók. Leikdómar og bókmenntagrein-
ar em því markvert framlag til þeirrar
umræðu sem ekki má hætta eða
koðna niður meðan listræn sköpun er
í landinu.
MALVERKA-
sýning
á málverkum eftir SigurA Kristjánsson,
llstmálara, í Eden Hveragerði,
dagana 23. sept — 6. okt.
Samband
veitinga- og
gistihúsa
helduraðalfund á Hótel Örk, Hveragerði, fimmtu-
daginn 15. október nk. Rútuferð verður frá Hótel
Esju (bílastæði á bak við húsið) kl. 09.00.
Þátttaka óskast tilkynnt í síma 27410 eða
621410 í síðasta lagi 6. október.
MYNDRÆNA PUÐUR-
KVARNARINNAR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Myndverkasmiðurinn Sigurð-
ur Orlygsson hefur verið með
afbrigðum stórtækur á undanf-
ömum árum.
Auk þess að standa í hús-
byggingu, eða réttara sagt
endurbyggingu gamals húss, of-
arlega á Laugaveginum, sém
eykur til muna ris húsaþyrping-
arinnar í kring, þá hafa afköst
hans á myndlistarsviðinu verið
með ólíkindum.
Ekki er langt síðan hann hafði
sýningu á nokkrum risastórum
myndverkum í vestursal Kjarv-
alsstaða, sem mikla athygli
vakti, og nú er hann með svip-
mikla sýningu í Galleríi Svart á
hvítu við Óðinstorg.
Allt frá því Sigurður kom fyrst
fram opinberlega hefur hann af
miklum áhuga verið að vinna úr
og greina ameríska nútímamál-
verkið — lengi vel hreinflatar-
málverkið, en hin síðari ár hinar
malerískari hliðar, í anda Frank
Stella, og hér hefur hann tekið
form lágmyndarinnar í leikinn
ásamt collage- og assemblage-
tækninni, og í síðustu myndum
hans, sem hann gerist svo náðar-
samlegur að sýna Norðmönnum
á undan okkur, eru myndir hans
sambland málverks og skúlptúrs.
Sigurður hefur þann háttinn
á í myndsköpun sinni að grípa
traustataki hugmyndir, sem
verða á vegi hans, þrautvinna
þær og nota svo sem uppistöðu
á sýningum.
Þetta eru mjög traust og ör-
ugg vinnubrögð, a.m.k. verða
einstakar sýningar afar sam-
stæðar fyrir vikið, þótt ekki sé
alveg jafn víst, að yfirlitssýning-
ar framtíðarinnar verði jafn
samstæðar. En ekki ber að hafa
áhyggjur af framtíðinni, heldur
halda sig við nútíðina hveiju
sinni — jafnvel þótt það eina, sem
er alveg öruggt í heimi hér, sé,
að framtíðin kemur.
Víst er og, að það eru engin
stofuhitamörk í vinnubrögðum
Sigurðar Örlygssonar um þessar
mundir hvert sem litið er, og það
er sýningin við Óðinstorg til
merkis um.
Aflvakinn í þessari sýningu
er átjándu aldar púðurkvöm, en
mynd af henni sá listamaðurinn
í alfræðibók Dieter Rot og mun
umsvifalaust hafa fengið hug-
ljómun.
Púðurkvömin er meginásinn,
sem allt snýst um í öllum 14
myndverkunum á sýningunni
ásamt skálduðu landslagi í bak-
grunninum. Feiknarkrafti stafar
frá formi þessarar púðurkvamar
og landslagið er öðru fremur
notað til að hemja hann form-
rænt séð og skapa samstillta og
markvissa heild.
Litimir skipta hér miklu máli
og hér kemur að góðum notum
hin mikla reynsla Sigurðar af
glímu við hin ólíklegustu lita-
sambönd á fýrri skeiðum listar
hans. Litimir eru yfirleitt safa-
ríkir og vel stemmdir, — þjóna
hlutverki sínu vel.
í myndverkunum er nokkur
súrrealískur strengur, er leiðir
hugann að Max Emst og hinum
mörgu tilraunum hans í samsetn-
ingu myndheilda.
Það er öðru frekar, þegar Sig-
urði tekst best að samræma form
púðurkvamarinnar landslagi og
hinni safaríku litameðferð, að
hann nær svipmestum árangri
að mínu mati svo sem í myndun-
um „Svartur regnbogi" (2),
„Draumur fangans" (4), „Kemur
ljónabolinn" (6) og „Svikið undan
skatti" (9).
í stuttu máli, sterk og svip-
mikil sýning, sem kom mér
nokkuð á óvart, þótt ýmsu vanur
sé frá hendi þessa galvaska lista-
manns.
Landslag og svipir
í Hafnargalleríi sýna fram að
mánaðamótum þær Alda
Sveinsdóttir og Kristín
Amgrí-
msdóttir.
Ef mér skjátlast ekki þá luku
þær báðar teiknikennaraprófi frá
MHÍ nú í vor, og mun þetta vera
frumraun þeirra á myndlistar-
vettvangi, en sýningarsalurinn
hefiir það að markmiði að kynna
ungt og óþekkt listafólk.
Alda hefur í rauninni fengist
yið myndlist um alllangt skeið
og var m.a. ein af drif^öðrunum
í hinum mikla listaáhuga á Nes-
kaupstað í eina tíð, sem lands-
frægur varð og rataði jafnvel í
flárlög.
Hún sýnir 16 myndir, sem
flestar eru fijálsleg landslags-
stef, og á stundum er kveikjan
að þeim sótt í bókmenntimar að
hluta, sem þó er ekki merkjan-
legt í útfærslunni. T.d. lætur hún
þessar línur úr Kristnihaldi undir
jökli verða sér að leiðarljósi í
myndinni „Jökullinn" (9): „Þar
sem jökullinn ber við loftið hætt-
ir landið að verða jarðneskt, en
jörðin fær hlutdeild í himninum,
þar búa ekki framar neinar sorg-
ir og þess vegna er gleðin ekki
nauðsynleg, þar ríkir fegurðin
ein ofar hverri kröfu.“
Aðrar myndir, er vöktu at-
hygli mína, vom „Stapafell"
(11), sem er sennilega malerísk-
ust mynda á sýningunni, og
„Við Kleifarvatn" (12).
Knstín Amgrímsdóttir sýnir 8
myndir af andlitum, er hún nefii-
ir samheitinu „Svipur". Sam-
heitið er réttnefni, því að það er
ófreskur svipur yfir þessum and-
litum, og þær em í stíl, er minnir
stundum sterklega á Gunnar
Öm, en em öllu nostursamlegar
unnar.
Hér þóttu mér myndimar nr.
5 og 7 áberandi heillegastar og
áhrifaríkastar í lit og teikningu.
Af sýningu stallsystranna má
ráða, að þær hafa báðar sitthvað
til brunns að bera í myndlist-
inni, því að hér er meira en
snoturlega að verki staðið...