Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Teljast skemmtisög- ur til bókmennta? Bókmer>ntir Jóhann Hjálmarsson Ólafur Jónsson: LEIKDÓMAR OG BÓKMENNTAGREINAR. SigTÚn Steingrimsdóttir og Jón Viðar Jónsson völdu. Hið íslenska bók- menntafélag 1986. Það hefur dregist að geta þessarar bókar, en hún kom út í fyrra í því skyni að minnast þess að þá voru fímmtíu ár liðin frá fæðingu Ólafs Jónssonar, en hann lést í byijun árs 1.984. Áður hafa ritdómar eftir Ólaf kom- ið út á bók: Líka líf (1979). I Leikdómum og bókmenntagrein- um er lögð áhersla á að kynna gagnrýnandann Ólaf Jónsson á sem fjölbreytilegastan hátt. Birtar eru margar umsagnir hans um íslensk leikrit og einnig erlend og yfirlits- greinar um leiklist og leikhúslíf sem hann skrifaði í blöð. Bókmenntagrein- amar eru fæstar ritdómar í venjulegri merkingu þess orðs heldur ítarlegar umfjallanir um til dæmis Dante, Jó- hann Sigurjónsson, Gunnar Gunnars- son og Guðrúnu frá Lundi. Lokahluti bókarinnar snýst um af- þreyingar- eða skemmtisögur sem Ólafur sinnti mjög síðustu árin sem hann lifði og þótti sumum nóg um þennan áhuga hans. Á óvart kom hve Ólafur sýndi þessum bókmenntum mikinn skilning og hvemig hann í raun og vem hvatti til endurmats á bókum Guðrúnar frá Lundi sem ekki höfðu verið í miklum metum hjá bók- menntafólki. Ólafúr taldi skemmti- bókmenntimar gagnlegar, m.a. af því að þær veittu hvfld og raunsæi Guð- rúnar frá Lundi var að ýmsu leyti að hans skapi. Dalalíf taldi hann klassíska skemmtisögu vegna þess að bókin einkenndist af sterkri verulei- kalíkingu í efnisatriðum og höfundur- inn tjáir eins og hann kemst að orði meginhugmyndir sínar í samhengi daglegrar annar. Sveitina forðum og fram á þennan dag fann Ólafur Jóns- son í bókum Guðrúnar frá Lundi. Það er út af fyrir sig auðvelt að vera ósammála Ólafi um þetta atriði, en því er ekki að neita að hann rökstyð- ur mál sitt ágætlega. Það að Ólafur Ólafur Jónsson. fómaði tíma sínum fyrir alþýðlegar bókmenntir um leið og honum var umhugað að gefa gaum ýmsum könn- unum á bóklestri benti til þess að hann vildi sjá bókmenntimar í félags- legu ljósi, en kannski var hér aðeins tímabundinn áhugi á ferð. En sem bókmenntafræðingur fór Ólafur Jóns- son með þessu inn á nýjar brautir. Meðal læsilegra greina í bókinni em Dante og Um Aðventu Gunnars Gunnarssonar. En af mestri forvitni munu menn lesa og endurlesa leik- dómana. Ólafur var yfirleitt óvæginn gagnrýnandi, rithöfundar kveinkuðu sér undan honum og leikarar emjuðu. Þess hefur aftur á móti verið gætt í vali þeirra dóma sem birtast í Leik- dómum og bókrnenntagreinum að þeir sýni ekki Ólaf í versta ham. Þess vegna em til að mynda leikdómamir góð viðbót við leikdóma annarra gagnrýnenda sem komið hafa í bók- um, ég nefni í því sambandi Ásgeir Hjartarson og Sigurð A. Magnússon. Eflaust mun vera hægt að safna efni eftir Ólaf Jónsson í margar bæk- ur, enda var hann líklega afkasta- mesti gagnrýnandi landsins í tuttugu ár. Fengur væri að fleiri yfirlitsgrein- um hans um bókmenntaleg efni. Stfll Ólafs sem stundum gat orðið stirðleg- ur í hita dagsins nýtur sín furðu vel á bók. Leikdómar og bókmenntagrein- ar em því markvert framlag til þeirrar umræðu sem ekki má hætta eða koðna niður meðan listræn sköpun er í landinu. MALVERKA- sýning á málverkum eftir SigurA Kristjánsson, llstmálara, í Eden Hveragerði, dagana 23. sept — 6. okt. Samband veitinga- og gistihúsa helduraðalfund á Hótel Örk, Hveragerði, fimmtu- daginn 15. október nk. Rútuferð verður frá Hótel Esju (bílastæði á bak við húsið) kl. 09.00. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 27410 eða 621410 í síðasta lagi 6. október. MYNDRÆNA PUÐUR- KVARNARINNAR Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndverkasmiðurinn Sigurð- ur Orlygsson hefur verið með afbrigðum stórtækur á undanf- ömum árum. Auk þess að standa í hús- byggingu, eða réttara sagt endurbyggingu gamals húss, of- arlega á Laugaveginum, sém eykur til muna ris húsaþyrping- arinnar í kring, þá hafa afköst hans á myndlistarsviðinu verið með ólíkindum. Ekki er langt síðan hann hafði sýningu á nokkrum risastórum myndverkum í vestursal Kjarv- alsstaða, sem mikla athygli vakti, og nú er hann með svip- mikla sýningu í Galleríi Svart á hvítu við Óðinstorg. Allt frá því Sigurður kom fyrst fram opinberlega hefur hann af miklum áhuga verið að vinna úr og greina ameríska nútímamál- verkið — lengi vel hreinflatar- málverkið, en hin síðari ár hinar malerískari hliðar, í anda Frank Stella, og hér hefur hann tekið form lágmyndarinnar í leikinn ásamt collage- og assemblage- tækninni, og í síðustu myndum hans, sem hann gerist svo náðar- samlegur að sýna Norðmönnum á undan okkur, eru myndir hans sambland málverks og skúlptúrs. Sigurður hefur þann háttinn á í myndsköpun sinni að grípa traustataki hugmyndir, sem verða á vegi hans, þrautvinna þær og nota svo sem uppistöðu á sýningum. Þetta eru mjög traust og ör- ugg vinnubrögð, a.m.k. verða einstakar sýningar afar sam- stæðar fyrir vikið, þótt ekki sé alveg jafn víst, að yfirlitssýning- ar framtíðarinnar verði jafn samstæðar. En ekki ber að hafa áhyggjur af framtíðinni, heldur halda sig við nútíðina hveiju sinni — jafnvel þótt það eina, sem er alveg öruggt í heimi hér, sé, að framtíðin kemur. Víst er og, að það eru engin stofuhitamörk í vinnubrögðum Sigurðar Örlygssonar um þessar mundir hvert sem litið er, og það er sýningin við Óðinstorg til merkis um. Aflvakinn í þessari sýningu er átjándu aldar púðurkvöm, en mynd af henni sá listamaðurinn í alfræðibók Dieter Rot og mun umsvifalaust hafa fengið hug- ljómun. Púðurkvömin er meginásinn, sem allt snýst um í öllum 14 myndverkunum á sýningunni ásamt skálduðu landslagi í bak- grunninum. Feiknarkrafti stafar frá formi þessarar púðurkvamar og landslagið er öðru fremur notað til að hemja hann form- rænt séð og skapa samstillta og markvissa heild. Litimir skipta hér miklu máli og hér kemur að góðum notum hin mikla reynsla Sigurðar af glímu við hin ólíklegustu lita- sambönd á fýrri skeiðum listar hans. Litimir eru yfirleitt safa- ríkir og vel stemmdir, — þjóna hlutverki sínu vel. í myndverkunum er nokkur súrrealískur strengur, er leiðir hugann að Max Emst og hinum mörgu tilraunum hans í samsetn- ingu myndheilda. Það er öðru frekar, þegar Sig- urði tekst best að samræma form púðurkvamarinnar landslagi og hinni safaríku litameðferð, að hann nær svipmestum árangri að mínu mati svo sem í myndun- um „Svartur regnbogi" (2), „Draumur fangans" (4), „Kemur ljónabolinn" (6) og „Svikið undan skatti" (9). í stuttu máli, sterk og svip- mikil sýning, sem kom mér nokkuð á óvart, þótt ýmsu vanur sé frá hendi þessa galvaska lista- manns. Landslag og svipir í Hafnargalleríi sýna fram að mánaðamótum þær Alda Sveinsdóttir og Kristín Amgrí- msdóttir. Ef mér skjátlast ekki þá luku þær báðar teiknikennaraprófi frá MHÍ nú í vor, og mun þetta vera frumraun þeirra á myndlistar- vettvangi, en sýningarsalurinn hefiir það að markmiði að kynna ungt og óþekkt listafólk. Alda hefur í rauninni fengist yið myndlist um alllangt skeið og var m.a. ein af drif^öðrunum í hinum mikla listaáhuga á Nes- kaupstað í eina tíð, sem lands- frægur varð og rataði jafnvel í flárlög. Hún sýnir 16 myndir, sem flestar eru fijálsleg landslags- stef, og á stundum er kveikjan að þeim sótt í bókmenntimar að hluta, sem þó er ekki merkjan- legt í útfærslunni. T.d. lætur hún þessar línur úr Kristnihaldi undir jökli verða sér að leiðarljósi í myndinni „Jökullinn" (9): „Þar sem jökullinn ber við loftið hætt- ir landið að verða jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorg- ir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu.“ Aðrar myndir, er vöktu at- hygli mína, vom „Stapafell" (11), sem er sennilega malerísk- ust mynda á sýningunni, og „Við Kleifarvatn" (12). Knstín Amgrímsdóttir sýnir 8 myndir af andlitum, er hún nefii- ir samheitinu „Svipur". Sam- heitið er réttnefni, því að það er ófreskur svipur yfir þessum and- litum, og þær em í stíl, er minnir stundum sterklega á Gunnar Öm, en em öllu nostursamlegar unnar. Hér þóttu mér myndimar nr. 5 og 7 áberandi heillegastar og áhrifaríkastar í lit og teikningu. Af sýningu stallsystranna má ráða, að þær hafa báðar sitthvað til brunns að bera í myndlist- inni, því að hér er meira en snoturlega að verki staðið...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.