Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Helga Gísladóttir afgreiðir Rósu og Laufeyju Jósefsdætur. „Sláturgerðin gömul hefð í fjölskyldunni“ „ÞETTA SPARAR mér kaup á tilbúnu slátri næsta árið“ sagði Rósa Jakobsdóttir, sem Morg- unblaðið hitti að máli í slátur- sölu SS í Skútuvogi 4. Hjá SS hófst slátursalan síðastliðinn fimmtudag og stendur yfir næstu fjórar til fimm vikur. Helga Gisladóttir starfsstúlka hjá SS, sagði að salan hefði verið ágæt fram að helgi og bjóst hún við að salan yrði álíka og í fyrra. Sagði Helga að flest- ir tækju fimm eða tíu slátur og nokkrir fimmtán slátur. Anna Pétursdóttir tekur fimm slátur. Hún sagði að sláturgerð væri gömul hefð í sinni fjölskyldu. Sér þætti gaman að taka slátur, því fylgdi viss stemning. Stefanía Knútsdóttir var ásamt syni sínum að kaupa slátur. Hún sagðist kaupa tíu slátur en gera fímm, afganginn geymdi hún. Hún hefði tekið slátur einum fjór- um sinnum áður, það væri alltaf jafn gaman. Þær systur Rósa og Laufey Jósefsdætur taka saman fímm slátur. Þær tóku undir með Stef- aníu, sögðu að það væri alltaf sama stemningin sem fylgdi slát- urtíðinni. Þær sögðust spara töluvert á því að taka slátur, hve mikið vissu þær ekki í krónum. Rósa sagðist ekki kaupa tilbúið slátur, hún léti þetta alveg duga. Anna Pétursdóttir:„VÍ8S stemning yfir slátur- gerðinni“ Morgunblaðið/Þorkell Stefanía Knútsdóttir ásamt syninum, Brynjari Ólafssyni. Tillögur um sambýli fatlaðra til athugunar í ráðuneytum í nýlegri ályktun frá fulltrúa- ráðsfundi Bandalags kvenna í Reykjavík er hvatt til þess að bæta aðstöðu þeirra einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum heilaskaða af völdum slysa eða veikinda. Að ósk heilbrigðisráð- Leiðréttíng MEINLEG villa varð í grein Jóns Sigurðssonar í blaðinuí gær, þar sem orðið ekki féll niður úr setn- ingu. — í greininni átti að standa: „Mengun f fréttaflutningi erþeim um skæðari en önnur mengun, að hún verður ekki þvegin af eða þrif- in upp. Hún sest að í hugskoti fólks sem ranghugmyndir og býr til óánægju þar sem hún ekki var fyr- ir.“ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. herra, Guðmundar Bjarnasonar, og félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur Stjórnar- nefnd um málefni fatlaðra samið tillögur um úrbætur sem eru nú til umfjöllunar í viðkomandi ráðuneytum. í tillögunum er lagt til að byggð verði sambýli fyrir þá einstaklinga sem eru svo fjölfatlaðir að þeir þurfa sérhæfða og stöðuga hjúkr- un. Sambýli þessi verði byggð í grennd við þær sjúkrastofnanir sem sjá um hjúkrun og endurhæfíngu fatlaðra, s.s. Hjúkrunar- og endur- hæfíngardeildina við Grensás eða Reykjalund, og rekiri í tengslum við þær. Til að byija með er gert ráð fyrir að tvö sambýli verði reist, fyrir fímm einstaklinga hvort. I til- lögum þessum er einnig lagt til sambýli verði byggð fyrir þá ein- staklinga ekki eru jafn illa á vegi staddir eftir því sem þörf krefur. Þeim sambýlum verði komið á fót á vegum svæðisstjórna um málefni fatlaðra. Athugasemd Vegna greinar í Morgunblaðinu 22. þ.m. um ökuskírteini erlendra ferðmanna vill dómsmálaráðuneytið taka fram að ferðamaður sem hing- að kemur og hefur ekki íslenskt ökuskírteini má stjóma ökutæki hér eins og í heimalandi sínu enda hafí hann erlent ökuskírteini eða al- þjóðlegt ökuskírteini gefíð út í samræmi við alþjóðasamning um umferð. Erlent ökuskírteini gildir þannig að öllum jafnaði. Þetta gild- ir þó ekki um akstur bifreiðar eða bifhjóls nema skírteinishafí hafí náð 17 ára aldri og ekki til aksturs bif- reiðar sem skráð er hér á landi og notuð til farþegaflutninga í atvinnu- skyni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bátarnir að koma að landi, en alls voru 10 bátar að þessu sinni. Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja Fiskað á stöng í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. Sjóstangaveiðifélag Vest- mannaeyja hélt sitt árlega innanfélagsmót um helgina. Mótið hófst á laugardags- morgni í einhveiju besta veðrí sem elstu stangveiðimenn muna en þegar á daginn Ieið brældi og fóru menn þá að kannast við sig. Þátttakendúr hafa aldrei verið fleiri á innanfélagsmóti hjá SJOVE eða 45. SJOVE hefur fyrir nokkru, í samræmi við jafnréttishugsjón- ina, lagt niður karla- og kvenna- flokka og keppa nú allir á jafnréttisgrundvelli. Aflahæsti einstaklingurinn varð Brynjar Birgisson með 189,35 kg. Númer tvö varð Elínborg Bemód- usdóttir með 160,01 kg. Aflahæsta sveitin varð sveit Gísla Erlingsson- ar með 381,75 kg. Stærsta fískinn veiddi Einar B. Einarsson, 1,45 kg þorsk. Flesta físka veiddi Jón Geir Geirsson alls 140 stk. Mótinu lauk um kvöldið með Sveinn Jónsson með lúðu og þorsk. Lúðan var um 11 pund. verðlaunaafhendingu í hófí sem fiskiklæmar héldu. — bs. Aflanum landað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.