Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 GENGISFELL- ING ER ÓÞÖRF — ábyrgð eða ábyrgðarleysi — eftírÁsmund Stefánsson Atvinnurekendur og stjómar- herrar hafa að undanfömu aðvarað launafólk við þeirri geigvænlegu ógn sem yfír þjóðina gengi ef kaup hækkar um 7% um næstu mánaða- mót. Þeir segja að óðverðbólga sé óhjákvæmileg ef laun hækka um meira en 1V2%. Þeir segja að kaup- hækkun muni augljóslega leiða til lækkandi kaupmáttar og allsheijar upplausnar í efnahagslífínu. Stjórnvöld og atvinnu- rekendur hafa brugðist Um langa hríð hefur verkalýðs- hreyfingin varað við þeirri upplausn sem sambland af aðgerðum og að- gerðaleysi stjómvalda hafa leitt yfir þjóðina. Með samningunum á síðasta ári var gerð tilraun til þess að snúa málum til betri áttar, auka kaup- mátt, einkum þeirra lægstlaunuðu, og ná niður verðbólgunni í landinu. Þeir samningar hafa skilað mark- tækum árangri, bæði hefur kaupmáttur vaxið og verðbólga minnkað. Árangurinn hefur þó frá upphafi verið ótryggur og það blas- að við að ef dæmið ætti að ganga upp yrðu allir, sem að samkomulag- inu stóðu, að standa við sitt. Ríkisstjómin hefur magnað upp mikla spennu í landinu með fjár- lagahalla og erlendum lántökum. Atvinnurekendur hafa velt út í verð- lagið meiri hækkunum en ráð var fyrir gert. Verðbólga hefur því orð- ið meiri en búist var við. Engum getur blandast hugur um hver ber sökina. Sökin er þeirra sem ekki hafa staðið við sitt. Orsök eða af leiðing Það er skrítið að sjá hvemig þeir sem bmgðust horfa nú á afleið- ingar eigin gerða og aðgerðaleysis með angist og segja: „Ef verðbólg- an sem við höfum valdið og látið fólk bera í sumar verður bætt í kaupi er óðaverðbólga óumflýjan- leg.“ Er þessum heirum fyrirmunað að skilja hvað er orsök og hvað afleiðing? Skilja þeir ekki það aug- ljósa, að launanefnd samningsaðila hlýtur að taka afleiðingunum af því sem þegar hefur gerst? Með úr- skurði um launahækkun 1. október er launanefnd ekki að búa til vanda- mál, aðeins að staðfesta orðinn hlut. Vaxandi góðæri Kauptryggingarákvæði gildandi samninga eru ekki sjálfvirk vísi- töluákvæði. Áður en nefndin tekur ákvörðun um að verðhækkanir skuli bættar í kaupi, skal hún auk þess líta til kaupmáttar, meta áhrif breytinga á efnahagslegum for- sendum eins og viðskiptakjömm og þjóðarframleiðslu. Á liðnum vetri spáði Þjóðhags- stofnun því að þjóðartekjur myndu aukast um rúmlega 5% á þessu ári. Nýjasta endurskoðun Þjóð- hagsstofnunar gefur hins vegar til kynna að þjóðartekjur muni vaxa um nálægt 9%, sem á rætur að rekja bæði til bættra viðskiptakjara og meiri framleiðslu en áður var reiknað með. Efnahagsforsendur hafa því gengið okkur meira í hag- inn en búist var við. Vaxandi góðæri getur ekki verið röksemd fyrir því að skerða skuli verðbætur vegna þeirrar verðbólgu sem nú liggur óbætt og hefur valdið því að kaup- máttur taxtakaups hefur í sumar verið lægri en að var stefnt. Að láta láglaunafólk borga launaskrið Atvinnurekendur og stjómvöld hafa haldið því fram að vemlegar launahækkanir hafi orðið umfram samninga og því eigi ekki að bæta verðbólguskrið sumarsins. Satt að segja er þessi röksemd furðuleg, því í desembersamningun- um sjálfum er skýrt kveðið á um það að launaskriðið sé alfarið á ábyrgð hvers atvinnurekanda og launanefnd samningsaðila eigi því ekki að taka tillit til þess. En jafn- vel þó þetta væri ekki formlega tekið fram, væri röksemdin lang- sótt. Það er einfaldlega útilokað að koma því í efnislegt samhengi að vegna þess að sumir hafí hækkað umfram samninga skuli þeir sem aðeins hafa notið samningsbund- innar hækkunar bera verðbólguna bótalaust. Það væri öldungis fráleitt að ætla þeim, sem einskis hafa notið Ásmundur Stefánsson „Er þessum herrum fyrirmunað að skilja hvað er orsök og hvað afleiðing? Skiljaþeir ekki það augljósa, að launanefnd samnings- aðila hiýtur að taka afleiðingunum af því sem þegar hefur gerst? Með úrskurði um launa- hækkun 1. október er launanefnd ekki að búa til vandamál, aðeins að staðfesta orðinn hlut.“ af því, að borga þannig launaskrið annarra af eigin kaupi. Atti að fresta úr- skurði launanefndar Á þriðjudagskvöld hittust þeir ráðherrar sem þá voru á landinu. Ekki veit ég hvað gerðist á þeim fundi, en mér sýnist að þar hafí einhveijum þeirra orðið litið á al- manak og hann sagt stundarhátt: „Það er 1. október í næstu viku. Eigum við ekki að athuga hvort hægt sé að komast hjá því að kaup hækki um mánaðamótin." Allavega var efnahagsnefnd ríkisstjórnarinn- ar falið að halda fund með fulltrúum ASÍ og atvinnurekenda á miðviku- dagsmorgni til að ræða málin. Á fundi ríkisstjómarinnar með ASÍ lagði ríkisstjórnin ekkert fram, en lýsti áhyggjum sínum og spurði af hógværð hvort okkur sýndist forsenda til að fresta úrskurði launanefndar í nokkrar vikur og semja í skyndi fyrir komandi ár. Það var erfítt að sjá rökin fyrir frestun. Atvinnurekendur hafa kynnt hug sinn til samninga með tilboði sem gerir hyort tveggja í senn að skerða verðbætur 1. októ- ber og binda samninga kauptrygg- Harðplast parket Þetta sterka ©HF.OFNASMIfiJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 ingarlaust í heilt ár. Ríkisstjómin er ber að því að hafa engan veginn staðið við sitt varðandi gildandi samninga og virðist vera í þann mund að leggja fram fjárlagafrum- varp þar sem húsnæðiskerfíð verður svikið enn frekar en á þessu ári um nauðsynlegt ríkisframlag og jafn- framt stefnt að stórfelldri nýrri skattheimtu á matvöru umfram það sem þegar er orðið. Ríkisstjórnin er sammála ASI í launanefndum opinberra starfs- manna vom sömu ákvarðanir teknar á föstudaginn, þ.e. ákveðið var að kaup skyldi hækka um 7,23%. Þar greiddi ríkisstjómin at- kvæði með hækkun og tók þannig sömu afstöðu og fulltrúar ASI. Ríkisstjómin gerir sér því fulla grein fyrir því að ákvörðunin var réttmæt og nauðsynleg. Allt úr böndunum? Þegar sú staðreynd blasir við að verðhækkanir hafa á fjórum mán- uðum farið 5,65% fram úr áætlun er óumdeilanlegt að verðlag hefur farið úr böndum. Launanefnd samningsaðila varð að beygja sig fyrir þeirri staðreynd. Áframhaldið nú ræðst af viðbrögðum stjómvalda og atvinnurekenda. Láta þeir allt vaða á súðum og magna upp nýja flóðöldu verðhækkana, eða verður reynt að spyrna við fótum? Gengisfelling er óþörf Það skiptir miklu máli að fólk geri sér ljóst að 7% kauphækkun 1. október ræður ekki úrslitum um áframhald fastgengisstefnunnar. Sjávarútvegurinn stendur eftir þá hækkun vel að mati Þjóðhagsstofn- unar. Raunar eru bæði frysting og söltun með betri afkomu að mati stofnunarinnar eftir 7% kauphækk- un 1. október en var að meðaltali í þessum greinum á árinu 1986. Það er því ekki forsenda til geng- isfellingar. Það er hins vegar brýn þörf á samræmdri efnahagsstjórn og aðhaldi í verðlagsmálum. Það er nú á ábyrgð stjómvalda að hemja verðbólguna og ég ætla að vona að ríkisstjóminni sé að skiljast til hvers er ætlast. Höfundur er forseti ASÍ. Varmahlíð: Útför Sveins Jóhannssonar frá Varmalæk Varmahlíð. ÚTFÖR Sveins Jóhannssonar bónda að Varmalæk fór fram frá Reykjakirkju í Lýtingsstaða- hreppi síðastliðinn laugardag. Sóknarpresturinn séra Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli jarð- söng að viðstöddu miklu fjöl- menni. Sveinn Jóhannsson var 58 ára að aldri er hann lést 17. þessa mánaðar eftir að hafa átt við sjúk- dóm að stríða nú í nokkur ár. Sveinn var mikill félagsmálamaður og starfaði dijúgan að framfara- málum sveitar sinnar og byggðar- lagsins alls, lagði öllum málum lið er tii framfara horfðu og um hans iiðveislu munaði. Hann var aðal- hvatamaður að stofnun Slátursam- lags Skagfírðinga og framkvæmda- stjóri þess frá stofnun og allt til hinstu stundar. Sveinn var lands- kunnur í hópi hestamanna og hestaunnenda og átti að baki ára- langan feril í forystusveit félags- skapar hestamanna. Hann var brautryðjandi í því að ferðast með erlenda ferðamenn á hestum um hálendi Íslands. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Herdís Bjömsdóttir frá Stóru Ökr- um og eru böm þeirra sex. - P.D. 0 HUSQVARNA HAUSTTILBOÐ! 10% stadgreiðsluafsláttur fram aö mánaöamótum SAUMIÐ FÖTIN SJÁLF. . . Það þarf ekki að sauma margar buxur og blússur til að borga upp Husqvarna saumavél - hægri hönd heimilisins. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 sími 91-691600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.