Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987
Á GAGNVEGUM:
Vandi á höndum
Arangur síðustu ríkisstjómar
í efnahagsmálum var með
ólíkindum. Engin ber brigður á,
að aðkoma hennar að málum í
maí 1983 var hrikalegasta dæmið
um ástand í verðþenslumálum,
sem um getur á íslandi, og er þá
langt til jafnað. Ríkisstjómin beitti
harkalegum aðgerðum þegar í
upphafí og hélt fast við þær til
loka. Almenningur skildi alvöru
málsins og brást af fullum skiln-
ingi við vinnubrögðum ríkisstjóm-
arinnar, sem vissulega bitnuðu á
honum af miklum'þunga fyrst í
stað. Þegar fram í sótti fékk fólk-
ið endurgreitt í batnandi hag
landsins, út á við og inn á við,
og stórbættum kjörum og ört
hækkandi kaupmætti.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
voru þeir furðulega margir í röð-
um kjósenda sem töldu í alþingis-
kosningunum sl. vor að þeim væri
óhætt að kasta atkvæði sínu á
flokka og flokksbrot, sem aldrei
verða fær um að leggja neitt af
mörkum til alvörustjómar á ís-
landi. Sem og kom á daginn svo
ekki varð um villzt í stjómarmynd-
unarviðræðunum. Ekki tjóar um
að fást. Kjósandinn er hæstirétt-
ur. Hans ákvörðun verður ekki
breytt fyrr en í nýjum kosningum.
En kæmleysið er með öllu óskilj-
anlegt.
Þrátt fyrir frábæran árangur
ríkisstjómarinnar á árunum
1983—87 hefur öllum verið ljóst
að engin vandamál vora á enda
kljáð. Það verða þau að vísu aldr-
ei. Að efla velferðarríkið og bæta
stöðugt afkomu og hag þegnanna,
án þess að fjármál fari úr skorð-
um, en ekki verkefni, sem leyst
verður í eitt skipti fyrir öll. Sigling
þjóðarskútunnar er og verður
ávallt vandasöm og lítið þarf út
af að bregða svo ekki slái í bak-
segl.
Á úthallanda vetri blasti við
hveijum heilskyggnum manni, að
áframhaldandi aðgerða í efna-
hagsmálum er brýn þörf á þeirri
braut, sem fyrri ríkisstjóm varð-
aði. Þensla er vaxandi og verð-
bólgan fer skyndilega vaxandi.
Það era váboðar, sem bregða
verður við þegar í stað og af fullri
djörfung og hörku. Því miður er
útlitið að ýmsu leyti ekki nógu
glæsilegt. Þann, sem hér heldur
á penna, býður í gran, að viðhorf
vinnustéttanna í kjara- og kaup-
„Núverandi ríkisstjórn
er því greinilega mikill
vandi á höndum. Hún
hefur reynzt svifasein
og látið mál, næsta
óþörf, glepja fyrir sér
og tefja. En nú er mál
að linni. 1. október
nálgast óðfluga berandi
í skauti sér nýja bylgju
kauphækkana. Eins og
nú stendur í bæli verka-
lýðsforystunnar er
hættast við að þá hækk-
un vilji hún hirða á
þurru, án þess að hún
haf i hin minnstu áhrif
á kröfugerð í nýjum
samningum. Slíkt má
ekki henda, ella er
hrein hrollvekja fram-
undan. Þá er fastgeng-
isstefnan fokin veg
allrar veraldar og ný
flóðbylgja skollin yfir.“
kröfumálum séu nú um stundir
afar óbilgjöm. í verkalýðsforyst-
unni era nú engir, sem hafa vald
til að semja á þjóðarsáttamótum,
eins og undanfarin ár. Né vilja
hafa slíkt vald. Fyrir því er mikil
hætta á ferðum. Verkalýðssam-
tökin mega ekki gleyma þeirri
staðreynd að engan leikur verð-
bólgan verr en félaga þeirra, og
einkum hinna verst settu.
Núverandi ríkisstjóm er því
greinilega mikill vandi á höndum.
Hún hefur reynzt svifasein og lát-
ið mál, næsta óþörf, glepja fyrir
sér og tefja. En nú er mál að
linni. 1. október nálgast óðfluga
berandi í skauti sér nýja bylgju
kauphækkana. Eins og nú stendur
í bæli verkalýðsforystunnar er
hættast við að þá hækkun vilji
hún hirða á þurra, án þess að hún
hafí hin minnstu áhrif á kröfugerð
í nýjum samningum. Slíkt má
ekki henda, ella er hrein hroll-
vekja framundan. Þá er fastgeng-
isstefnan fokin veg allrar veraldar
og ný flóðbylgja skollin yfír.
Ríkisstjómin á ekki margra
kosta völ og allra sízt þess að
aðhafast ekkert. Ef hún ætlar að
lifa af næstu mánuði verður hún
þegar í stað að grípa til vopna.
Sverrir Hermannsson
Sem betur fer þarf ríkisstjómin
ekki að te§a tímann við að leita
þeirra. Þau era fægð og fullbúin
frá tímum síðustu ríkisstjómar.
Ríkisstjóminni er mikill vandi
á höndum og þeim mun margfald-
ari sem fleiri flokkar þurfa um
að véla. Það var meginógæfa
síðustu kosninga að ekki var leng-
ur kostur á tveggja flokka stjóm.
Sverrir
Hermannsson
Noregur:
f slenskir málarar
sýna í Galleri F15
Ósló. Frá Jan Erík Laure, fréttarítara Morgunblaðsins.
ÞRÍR íslenskir málarar sýna
þessa dagana verk eftir sig í hinu
þekkta Galleri F15 á Jelay fyrir
utan Moss við Óslóarfjörð. Eru
það þeir Einar Hákonarson, Daði
Guðbjörasson og Sigurður Ör-
lygsson.
Þetta er önnur sýning íslendinga
í galleríinu á um það bil ári. Tore
Flesjo, forstöðumaður Galleri F15,
segir í viðtali við Aftenposten, að
fyrirtækið sækist sérstaklega eftir
listsýningum frá jaðarlöndunum á
norðurslóðum. -Með þessari sýn-
ingu viljum við gefa hugmjmd um
allt það áhugaverða, sem er að
gerast í myndlistinni á íslandi, seg-
ir hann.
0J Electrolux
Ryksugu-
-Það var mjög stuttur aðdrag-
andi að þessari sýningu, segir Einar
Hákonarson í viðtali við blaðið. -í
ágústbyijun vorum við beðnir um
að sýna, og nú erum við hér. Þetta
er gott tækifæri fyrir okkur til að
sýna íslenska myndlist i Noregi, en
það er nokkuð, sem ekki hefur gerst
í 15 ár, að því er okkur varðar.
Noregur:
Fengu ekki að
kaupa loðnu af
Færeyingnm
Ósló. Fró Jan Erík Laure, fréttarít-
ara MorgunblaÓBÍns.
NORSKA sjávarútvegs-
ráðuneytið hefur hafnað
beiðni Landsambands síidar-
verksmiðja og Sfldarsö-
iusamlagsins um leyfi til að
kaupa loðnu af færeyskum
bátum við Grænland og flytja
til Noregs.
Ástæðan fyrir frávísun ráðu-
neytisins er bágara ástand
loðnustofnsins á svæðinu milli
Jan Mayen, íslands og Græn-
lands en verið hefur. Norðmenn
hafa haft samstarf við íslend-
inga og snúið sér til Grænlend-
inga með ósk um, að þeir
(Grænlendingar) taki tillit til
samdráttarins í loðnustofnin-
um.
D-720
1100 WÖTT.
D-740
ELECTRONIK
Z-165
750 WÖTT.
Aðeins
1 .500 kr. út
og eftirstöðvar til allt
að 6 mánaða.
Vörumarkaðurinnhf.
KRINGLUNNI, SÍMI 685440.
KERTAÞRÆÐIR
Leiðari úr stólblöndu. Sterkur og þolir
að leggjast ( kröppum beygjum. Við-
nim aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða.
Margfökl neistagæði.
Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur.
í passandj settum.
Varahlutir i
kveikjukerfið
SOMU
HAGSTÆÐU
VERÐIN
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
Frank Shipway hljómsveitar-
stjóri.
Elisabet Söderström einsöngv-
ari.
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Elisabet Söderström á
fyrstu áskriftartónleikum
FYRSTU reglulegu áskriftartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar
íslands verða fimmtudaginn 1.
október í Háskólabíói. Vetrar-
starf hljómsveitarinnar er þó
fyrir nokkra hafið, þar sem hún
hefur farið í hljómleikaför til
Grænlands, tekið þátt i Ung Nor-
disk Musik og efnt til kynningar-
tónleika, sem var sjónvarpað sl.
sunnudag.
Efnisskrá þessara fyrstu tónleika
er þríþætt: Fyrst verður leikið
Trönuatriðið eftir J. Sibelius, sem
er hljómsveitarverk fyrir strengja-
hljóðfæri, tvö klarínett og pákur.
Þetta verk var samið við leikritið
Dauðann, eftir Jamefelt. Því næst
syngur Elisabet Söderström fjögur
lög; Vorið, eftir Grieg, Haustkvöld
eftir Sibelius, Hendes Ord eftir
Rangström og Bréfasenuna úr
óperanni „Eugen Onégin" eftir
Tschaikovsky. Alls samdi Tscha-
ikovsky tíu óperar. Euge Onégin
og Spaðadrottningin era þekktast-
ar. Engin þeirra hefur verið flutt
hérlendis.
Eftir hlé verður að lokum flutt
7. sinfónía Bruckners. Áður hafa
verið fluttar 1., 3., 4. og 9. sinfóní-
ur Brackners, en sú 7. verður
frumflutt hérlendis nú. Til þess að
hægt yrði að flytja sinfóníuna,
þurfti að fá til landsins fjóra hom-
leikara, sem leika á svokallaðar
Wagner-túbur, sem eru einskonar
millistig milli homs og túbu. Hom-
leikaramir eru breskir, leika m.a. í
BBC-hljómsveitinni. Þeir eru kost-
aðir hingað af einkaaðilum.
Stjómandi þessara fyrstu tón-
leika er Bretinn Frank Shipway, en
hann kemur í stað Finnans Jukka-
Pekka Saraste, sem forfallaðist á
síðustu stundu. Shipway stjómaði
hér í fyrra á einum tónleikum og
mun í vetur stjóma þrennum tón-
leikum auk tónleikanna á fímmtu-
daginn. Hann hefur stjómað
hljómsveitum um áratuga skeið í
Evrópu og frá því hann þreytti
framraun sína sem stjómandi, í
Bandáríkjunum 1980, hefur frægð-
arferill hans verið óslitinn.
Sópransöngkonan Elisabet Söd-
erström hefur áður komið hingað
til tónleikahalds, auk þess sem hún
Iagði sitt af mörkum á tónleikum í
Royal Festival Hall í Lundúnum til
styrktar byggingu tónleikahúss.
Hún hefur unnið með Vladimir
Ashkenazy og hafa verið gefnar
út hljómplötur þar sem hún syngur
m.a. alla söngva Rachmaninoffs og
Tschaikovskys, við undirleik hans.
Þess má að lokum geta, að Elisabet
Söderström verður í Norræna hús-
inu í kvöld, miðvikudagskvöld,
klukkan 20.30, þar sem hún mun
spjalla við gesti um líf sitt og starf
sem söngkona.