Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 35 MA settur í 108. sinn: Onógar heimavistir leggja átthagafjötra á þá sem til Akureyrar vilja leita — sagði Jóhann Sigurjónsson skólameistari í ræðu sinni MENNTASKÓLINN á Akureyri var settur í gær, síðastur allra menntaskóla á landinu að vanda, og hófst þar með 108. starfsár skólans. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám í fyrramálið. Ekki reyndist unnt að anna aðsókn og þurfti að vísa 40 nemum frá þrátt fyrir að 25 nemendum hafi verið bætt við fyrsta ár umfram það sem áætlað var. Umsóknir um heimavist voru um 70 fleiri en heimavist- in rúmar. í vetur verða nemendur í dagskóla nokkuð fleiri en í fyrravetur, eða sem nemur einni beklgardeild. Nemendafjöldinn er því 555 samtals, 315 stúlkur og 240 piltar. Morgunblaðið/GSV Nýbyggingin við Hofsbót 4. Fatahreinsun Vigfúsar og Arna á fyrstu hæðina og hálfa þriðju. Fatahreinsun Vigfús- ar og Arna byggir Húsnæðisskortur Jóhann Siguijónsson skólameist- ari sagði meðal annars við þetta tækifæri að framhaldsskólamir á Akureyri gætu nú boðið væntanleg- um nemendum sínum flest það er hugur þeirra stæði til í námi og því stæði Akureyri vel undir nafninu skólabær. Húsnæðisskortur kæmi hinsvegar í veg fyrir að skólamir gætu veitt þá þjónustu sem forráða- menn þeirra óskuðu. MA hefði aðeins rúmlega helming þess kennsluflatarmáls sem staðlar gerðu ráð fyrir, Verkmenntaskólinn væri dreifður um alla Suður-Brekk- una og Tónlistarskólinn og Mynd- listarskólinn byggju allt of þröngt. 600 aðkomunemar í framhaldsskólunum á Akureyri em nú yfir 600 aðkomunemendur en heimavistarrými er aðeins fyrir rúmlega 150 þeirra. Vegna mikillar eftirspumar hefur húsaleiga hækk- að mikið á hinum annars þrönga húsaleigumarkaði og hafa af þeim sökum margir hætt við nám hér, að sögn Jóhanns. Því væri brýnt að byggja nýjar heimavistir fyrir framhaldsskólana og stúdenta- garða fyrir hinn nýja háskóla, samhliða uppbyggingu kennsluhús- næðis. „En það er ekki nóg að byggja ný og fín hús ef starfíð sem fram fer í j)eim ber ekki tilætlaðan árangur. I þeim löndum sem við höfum helst tekið okkur til fyrir- myndar í menntamálum, Banda- ríkjunum og Svíþjóð, hafa menn vaknað upp við vondan draum og í dagblöðunum má lesa fyrirsagnir eins og „Menntakerfi Banda- ríkjanna á villigötum" og „Aðsókn að einkaskólum í Svíþjóð eykst vegna óánægju með ríkisskólana". Sjálf fengum við nokkra gusu í andlitið sl. vetur með OECD-skýrsl- unni um menntakerfi okkar íslend- inga.“ Verkfallsvofan „Mikil þensla hefur átt sér stað í íslensku atvinnulífí. Laun á hinum fijálsa vinnumarkaði hafa hækkað mun meira en samningar gerðu ráð fyrir, eftir sitja opinberir starfs- menn, þar á meðal kennarar. Á þessu ári fengu kennarar fram- haldsskólanna nokkra kjarabót eftir hálfs mánaðar verkfall en mikið vantar á að laun þeirra séu sam- bærileg við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu. Eftir tvo verk- fallsvetur, 1985 og í ár, hlýtur ráðamönnum í menntakerfinu og þjóðfélaginu að vera það ljóst að skólamir verða ekki reknir, svo við megi una, með verkfallsvofuna hangandi yfír sér, svo ekki sé minnst á þann atgervisflótta úr kennarastéttinni sem fyrr en síðar mun lama skólakerfíð. En þenslan og yfírborganimar í atvinnulífinu draga einnig úr áhuga á námi eftir gmnnskólapróf. Hvers vegna að leggja út í dýrt og erfitt langskóla- nám, þegar hægt er að hafa jafngóðar eða betri tekjur án þess." Heim frá Ibiza í gærkvöldi lögðu af stað heim frá London um 100 nemar og tveir kennarar sem verið hafa á ferð um Ibiza og London, en tíðkast hefur í yfír 20 ár að nemendur sem eru að hefja nám á síðasta ári fari í ferðalag til útlanda. Fjórðubekking- ar mæta í skóla á mánudag. Jóhann sagði að betur hefði gengið að fá kennara til starfa en endranær. Gísli Jónsson hefur látið ÞÓRSARAR hafa nú hafið fram- kvæmdir við byggingu félags- heimilis, sem rísa á við fþrótta- svæði þeirra við Glerárskóla. það var Haraldur Helgason fyrrver- andi formaður Þórs sem tók fyrstu skóflustunguna sl. laugar- dag við hátíðlega athöfn. Á sama tima hófst vinna við sundlaug, sem byggð verður við Glerárskóla. Myndlistarsýning Iðunnar Ágústsdóttur og Helgu Sigurðard- óttur í Garðyrkjustöðinni Vín stendur enn og lýkur sunnudaginn 4. október. Að sögn Iðunnar Ágústsdóttur hefur aðsókn að sýningunni verið afar góð, alls munu nokkuð á sjötta hundrað manna hafa séð hana og rúmlega helmingur verkanna hefur af störfum vegna aldurs og þakkaði skólameistari honum heilladijúg störf í þágu skólans í 36 ár. Fullkomið eldvarnarkerfi Nokkrar endurbætur hafa átt sér stað á heimavistum skólans og er þessa dagana verið að ljúka frum- teikningum af nýjum heimavistum, sem að öllum líkindum munu rísa vestan við núverandi heimavistar- hús. i öðrum húsum skólans er unnið samkvæmt átta ára áætlun sem tók gildi í fyrra. Hafín er end- umýjun á kennslustofum í Gamla skóla og var lokið við eina stofu í sumar. Reynt er að færa stofumar í upprunalegan búning, en þó svo, að nútímalýsing og -kennslutækni nýtist til fulls, þó ekki sé hægt að auka flatarmál hverrar stofu, sagði Jóhann. Hann bætti því við að upp- setning eldvamarkerfis væri nú lokið í Gamla skóla sem stæðist allar kröfur eldvamareftirlitsins. Áætlaður byggingatími er 16 mánuðir og ætla Þórsarar að reisa bygginguna í sjálfboðavinnu. Ætla má að nýja félagsheimilið gjörbreyti félagsaðstöðu Þórs frá því sem nú er, en Þór hefur nú til afnota eitt herbergi í íþróttahúsi Glerárskóla. Húsið verður kjallari, hæð og ris, alls 480 fermetrar að grunnflatar- máli, eða rúmir 1.100 fermetrar. selst. Þama eru sýndar 20 pastel- myndir og 15 tússteikningar, en þær síðamefndu eru fjölfaldaðar í nokkr- um eintökum. Iðunn kvað mjög algengt að fólk kæmi í Vín, fengi sér hressingu og nyti sýningarinnar um leið. Þama er opið frá klukkan 9 á morgnana til 11 að kvöldi alla daga og sýning- unni lýkur, sem fyrr segir, næstkom- andi sunnudagskvöld. FATAHREINSUN Vigfúsar og Árna, sem verið hefur til húsa á Hólabraut 11 á Akureyri, er nú að byggja nýtt húsnæði í Hofsbót 4. Þar verða einnig til húsa Verk- fræðistofa Norðurlands auk þriggja tannlækna. Vigfús Ólafsson, einn af eigend- „Mér sýnist vera mikill áhugi fyrir kaupum á fiski, en eitthvað virðist hann fara dvínandi þegar fisksölu ber á góma,“ sagði Knút- ur Karlsson framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík og einn af stjórnarmönnum nýstofnaðs fiskmarkaðs á Akureyri. Menn væru sem sé ekki eins áfjáðir í að selja fisk og að kaupa fisk. Knútur sagði að mikil fólksekla ríkti nú hjá fískvinnslustöðvum og með hækkandi fískverði yrðu fyrir- tækin í vaxandi mæli að fara að vinna í sem hagstæðastar pakkn- ingar. Það þýddi að ekki færi eins mikið magn í gegnum vinnslustöðv- amar og áður. „Eg held að reynslan verði sú að í stað þess að vinna óhagstæðar pakkningar í nætur- vinnu, munu menn fara að setja umframafla á markaðinn. Auk þess má ætla að þeir sjómenn, sem ekki um fyrirtækisins, sagði að þeir ráðgerðu að flytja með vorinu næsta og væri með þessu verið að stækka um helming, úr 160 fermetrum í 330. Fatahreinsunin hóf starfsemi sína fyrst á Siglufirði fyrir tæpum 40 árum og fluttu eftir nokkur ár til Akureyrar. verka sjálfír afla sinn, nýti sér markaðinn. Eftir því sem ég kynn- ist hugmyndinni um fiskmarkaðinn betur, finnst mér að þetta eigi að geta tekist. í Reykjavíic er framboð-"' ið hinsvegar svo lítið af heildarfísk- magni að verðið er orðið óraunhæft. Til að raunhæft verð fáist þarf stærri hluti af heildarfískafla að koma inn á markaðinn. Við vonum svo sannarlega að það takist hér fyrir norðan. Ef mikið magn fer í gegnum slíkan fjarskiptamarkað, mun kostnaður lækka verulega á meðan stór hluti kostnaðarins við gólfmarkað er bundinn í vinnulaun- um starfsmanna og miðast við það magn sem fer í gegn hveiju sinni. Það aftur á móti breytir engu hversu mikið magn fer í gegnum slíkan íjarskiptamarkað, kostnað- urinn er hinn sami hvort sem seld. eru tíu tonn eða hundrað tonn,“ sagði Knútur að lokum. Akureyri óskar eftirfólki á öllum aldri til að bera út Morgunblaðið strax og það kemur íbæinn. „Hressandi morgunganga44 Hafið samband! Hafnarstræti 85, Akureyri, sími 23905. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvaredóttir Haraldur Helgason Þórsari tekur fyrstu skóflustunguna að félags- helmíli Þórsara. Gísli Kr. Lórenzson formaður bygginganefndar stendur hjá. íþróttafélagið Þór: Byggir nýtt félagsheimili Iðunn og Helga sýna í Vín Ekki j afnmikill áhugi á fisksölu og á f iskkaupum - segir Knútur Karlsson stjórnar- maður í Fiskmarkaði Norðurlands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.