Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C 224. tbl. 75. árg._________________________________SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Hárgreiðsla bætir heilsu kvenna ekki síður en út- lit þeirra London. Reuter. BRESKUR vísindamaður hefur sannað með læknisfræðilegum aðferðum það, sem konur hlið- hollar tísku hafa haldið fram um aldir — að þeim líði betur með nýja hárgreiðslu. Konur, sem eru að koma af hár- greiðslustofu, líta ekki einungis betur út en þegar þær komu þang- að, heldur er heilsa þeirra mælan- lega betri, segir sálfræðingurinn Tony Lysons. Þegar hár konunnar er þvegið, snyrt og þurrkað, vex þrek hennar að mun, hjartslátturinn hægist og blóðþrýstingurinn lækkar um 5%, að því er Lysons sagði, þegar hann greindi frá rannsókn, sem hann stóð fyrir í Háskólanum í Swansea í Wales. Hann komst að þessum niður- stöðum m.a. með því að tengja konurnar við rafskaut, meðan þær sátu á hárgreiðslustofunum. Lysons hefur einnig rannsakað, hvaða áhrif það hefur á fólk að strjúka gæludýrum, en það virðist hafa svipuð áhrif og að fara í hár- greiðslu, segir hann. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Haustskrúð í Lystigarðin um á Akureyri Tíbet: Þúsundir tóku þátt í óeirðunumpfc Lögðu lögreglustöðina í rúst Dalai Lama. Reuter Peking, Reuter. MÖRG ÞÚSUND Tíbetbúar réðust á lögreglustöðina í Lhasa, höfuð- borg Tíbet, kveiktu í henni og réðust á Kínverja hvar sem til þeirra náðist. Óeirðirnar brutust út á fimmtudag þegar lögregla handtók 20 búddamunka og hafa a.m.k. átta manns látist og tugir særst í óeirðunum, sem líkt hefur verið við verstu kynþáttaóeirðir. Samband umheimsins við Tíbet rofnaði á tímabili, en bandarískur ferðamaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, skýrði frá því í símtali frá Lhasa í gær að mörg þúsund manns hefðu ráðist á lögreglustöðina þar sem munkarnir voru hafðir í haldi og áður en yfir lauk var kveikt í henni. „Þeir lögðu bygginguna alger- lega í rúst og kveiktu í 11 farartækj- um lögreglu að auki.“ Meðal hinna látnu, sem féllu fýrir kúlum lögreglu eða kylfuhöggum, var sjö ára gamall drengur og að minnsta kosti tveir munkar og fimm borgarar. Kínversk stjórnvöld segja að klíka, sem Dalai Lama, trúarleiðtogi búdd- ista í Tíbet, standi að baki, beri ábyrgð á óeirðunum. Erlendir stjórn- arerindrekar drógu þá skýringu þó í efa og sögðu hans heilagleika engan akk í því að valda ókyrrð í Tíbet. Bandaríkin: Hagtölur benda til dafnandi efnahags Minnsta atvinnuleysi í áratug Washington, Reuter. FRÁ Bandaríkjunum berast nú góð hagtíðindi af þremur vígstöðvum, en þar er nú minnsta atvinnuleysi í áratug, gengi Bandaríkjadals fer hækk- andi og verðbréfamarkaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Fjár- málasérfræðingar sögðu á föstudag að hinar lágu atvinnu- leysistölur bentu til þess að efnahagur landsins væri vel á sig kominn og að það myndi vafalítið hjálpa repúblikönum í komandi forsetakosningum á Frakkland: Evrópuráðið fordæmir regl- ur um vegabréfsáritanir París. Reuter. STRANGAR reglur um vegabréfsáritanir, sem Frakkar innleiddu á síðasta ári, kunna að leiða til þess, að Evrópuráðið flytji aðalstöðvar sínar frá Strassborg, að því er embættismenn ráðsins sögðu á föstudag. Evrópuráðið, sem 21 þjóð á sæti í, fordæmdi þá stefnu Frakka að krefjast vegabréfsáritana af öllum útlendingum nema frá löndum Efnahagsbandalags- ins, svo og frá Lichtenstein og Sviss. Voru reglumar sagðar „mismuna þjóðum og skaprauna öðrum ráðs- aðilum". I ályktun, sem gerð var, sagði, að tekið yrði til athugunar, hvar halda ætti fundi ráðsins í framtíð- inni, ef reglum þessum yrði ekki aflétt gagnvart aðildarþjóðunum fyrir næsta fund, sem verður í janúar 1988. komandi ári. í Wall Street em menn bjartsýn- ir og er þetta sjötta árið í röð, sem verðbréfamarkaðurinn vex og dafnar. Sú uppsveifla er sú lengsta í sögu markaðarins. Þá hefur Bandaríkjadalur tekið að hækka í verði á ný og rekja menn það til mikillar grósku í sölu bandarískra ríkisskuldabréfa. Atvinnuleysistölur hafa stöðugt lækkað frá í fyrra og á föstudag tilkynnti atvinnumálaráðuneytið að nú væri hlutfall atvinnulausra aðeins 5,9%, en það hafði verið 6% frá í júlí. Nýjum störfum hefur enda fjölgað mjög, eða um 167.000 stöður frá í júní, og hefur þvílík aukning ekki orðið síðan í ágúst 1985. Hagfræðingur bandaríska verslunarráðsins, Richard Rahn, sagði 'að minnkandi atvinnuleysis- tölur væm ótvíræður vottur um stöðugt og dafnandi efnahagslíf. Sagðist hann búast við að hagtölur þriðja ársfjórðungs þessa árs, sem gefnar verða út síðar í mánuðinum, myndu sýna að hagvöxturinn væri um 3,4% en hann var um 2,5% á síðasta ársfjórðungi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.