Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 27 í Sjálfstæðishúsinu 1966: Hjalti Hjaltason, Erla Stefánsdóttir, Frið- rik Bjarnason, Finnur Eydal, Þorvaldur Halldórsson og Ingimar Eydal. > Bonny og Clyde og bófarnir i sjónvarpinu 1968: Ingimar Eydal, Helena Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Halld- órsson, Finnur Eydal, Friðrik Bjarnason og Hjalti Hjaltason. í Sjallanum 1984: Grímur Sigurðsson, Inga Eydal, Þorleifur Jóhanns- son, Brynleifur Hallsson og Ingimar Eydal. í skæruliðafötunum í Sjallanum 1971: Ingimar Eydal, Grímur Sigurðsson, Helena Eyjólfsdóttir, Finnur Eydal, Bjarki Tryggvason og Árni Ketill Friðriksson. þar til 1966 ásamt því að spila í hljómsveitinni í Sjálfstæðishúsinu. Þessu fylgdu ferðalög og þetta var á margan hátt óhentugt. A þessum árum vænkaðist hagur hljómsveit- arinnar og þetta var mikill upp- gangstími fyrir Sjálfstæðishúsið. Eg var svo lánsamur að hafa í hljómsveitinni tvo stórkostlega góða söngvara sem höfðu alla þá gáfu sem til þurfti. Þetta voru Vil- hjálmur heitinn Vilhjálmsson og Þorvaldur Halldórsson. Og við höfð- um mjög mikið að gera. Eg gat þrátt fyrir allt ekki hugsað mér að hætta að kenna og haustið 1966 komst ég að hjá Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum hér, í hálfa stöðu á hvorum stað. Síðar færðist ég yfir í Gagnfræðaskólann ein- göngu, en núna síðustu árin hef ég líka kennt við Oddeyrarskólann, sem fyrst freistaði hugans. Tónlistarkennslan er erfitt og tímafrekt starf. Það uppgötvaði ég fyrst þegar ég fór að kenna annað. En ég hef ævinlega átt fjarskalega vinsamlegt samstarf við nemendur. Það hefur alltaf verið mín regla að tala við unglinga eins og fullorðið fólk. Ef maður gerir það eignast maður í staðinn traust þeirra og vináttu og það er ómetanlegt. Éftir allan þennan tíma er ég ekki enn kominn yfir það að ég hlakka ævin- lega til að byija að kenna á haustin. Þetta er kannski öðrum þræði vegna þess að ég hef haft efni á því að vera kennari þar sem ég hef haft þokkalega launaða auka- vinnu.“ Bítlarnir breyttu öllu — Við skulum víkja aftur að Sjallanum og hljómsveit Ingi- mars Eydal þar. Á þessum aldarfjórðungi hefur hljómsveit- in þurft að fást við margbreyti- lega tónlist. „Já, biddu fyrir þér. Þetta er orðin heillöng tónlistarsaga. En skömmu eftir að Sjálfstæðishúsið var opnað kom holskefla sem skók allan heiminn og satt að segja er ennþá verið að moða úr nýjungum sem þá sáu dagsins ljós. Þetta var þegar Bítlarnir komu fram. Það var að vísu engin ný bóla að upp kæmu nýjungar í danstónlistinni, en þetta var öðruvísi en annað. Við stóðum frammi fyrir þvi að svara spurning- unni hvort Bítlatónlistin væri bara ein af þessum tískusveiflum sem færu jafnfljótt og þær komu. Og við höfðum ekki langan tíma til að svara. Það var eins og við manninn mælt að gömlu hljóðfærin tóku að hverfa og eftir stóðu gítar, bassi og trommur. Margir hljóðfæraleik- arar máttu gjöra svo vel að taka pokann sinn á þessum árum. Eg var hins vegar svo heppinn að eiga hljóðfæri sem kallað er clavinett og það hljómar ekki ósvipað gítar. Það má segja að þetta hljóðfæri hafi hjálpað mér að þreyja tímabil gítars, trommu og bassa, ég spilaði gítar- sóló á clavinettinn árum saman og þannig má segja að ég hafi haldið starfi, lifað af. Áhrifin af þesum fjórum strákum frá Liverpool urðu mikil og langvar- andi. Sætsúpumúsík og súkkulaði- drengir iiðu undir lok og upp rann nýtt skeið. Þessir strákar voru að vísu ekki bestir hver á sínu sviði, en saman náðu þeir að sigra. Það var mjög vandað til tónlistarlegrar yfirbyggingar eftir því sem tæknin leyfði þá, mikil rækt lögð við vand- aðan aðalsöng og röddunin hljómaði betur við umhverfið en nokkuð ann- að. Bítlarnir voru melódískir og þróuðu þennan vandaða samsöng á meðan Mick Jagger hrópaði einn með Rollingunum, og það held ég að hafi gert gæfumuninn. Það er trúlegt að Rollingarnir hafi verið jafngóðir eða betri hljóðfæraleikar- ar og þeir voru fleiri sem gátu spilað betur, til dæmis Eric Clap- ton, en Bítlarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Eg yrði ekki hissa þótt þeir yrðu sæmdir titlinum „áhrifamesta popphljómsveit tutt- ugustu aldar“ og að því leyti hefur enginn ennþá komist með tæmar þar sem þeir höfðu hælana. Þetta var ævintýri sem ekki er hægt að leika eftir eða líkja eftir. Tökum til dæmis MA-kvartettinn. Það er alveg sama hvað við fáum góða söngvara, við getum aldrei náð sama hljómi og hann hafði. Sama er með Bítlana. Það verður aldrei hægt að ná sama hljómi og þeir höfðu. Það hangir nefnilega leyniþráður milli tónlistar og. tíðar- anda og þann leyniþráð er ekki hægt að apa eftir án þess að um augljósa eftirlíkingu sé að ræða.“ Heima og heiman — og jafnvel með kóngum — Hvernig stendur á því að Hljómsveit Ingimars Eydal hefur orðið svona Iífseig og limd við Sjallann? „Það má trúlega finna svarið í því að hljómsveitin lifði í vernduðu umhverfí fyrstu árin. Við spiluðum einfaldlega ekki annars staðar. Á árunum 1966-1968 fórum við svo- lítið að róta okkur og það var alls ekkert auðvelt. Við vorum einfald- lega háð því að spila á okkar stað. En við náðum að venja okkur smám saman af þessari tilfinningu fyrir verndaða vinnustaðnum, enda varð eftirspurn eftir kröftum okkar tals- verð. Við fórum að láta sjá okkur víða um land, og það var ekki allt- af vinsælt hjá vinnuveitendunum að taka frí þegar ferðamanna- straumurinn var mestur á sumrin. En þetta tókst þó með góðu sam- komulagi. Á þessum árum tókum við upp nokkrar plötur með þeim Vilhjálmi og Þorvaldi. Á sjó var fyrsta lagið sem náði miklum vinsældum og svo komu lög eins og Raunasaga og Vor í Vaglaskógi. Plötuupptaka var mér ekki mjög framandi því ég hafði reynt hana áður. Það var fyrst 1958 þegar Atlantik spilaði lög eins og Einsi kaldi úr Eyjunum sem Óðinn Valdimarsson söng og Manstu ekki vinur með Helenu Eyjólfsdóttur. En það var hins veg- ar framandi veröld sem hljómsveit Ingimars Eydal kom í þegar við fórum að gera sjónvarpsþætti. Þetta var á fyrstu árum sjónvarps- ins og ég held að við höfum flotið meðal annars á vinsældum þessa nýja miðils. Þá stóð yfir tímabil skemmtiþátta. Hljómsveitir komu þar og fluttu dagskrá sína og það urðu að ég held tíu eða tólf þættir sem við bjuggum til. Þessu fylgdu skemmtanir víða um land. Auk þess að fara í ferðir og spila hringinn í kringum landið létum við sjá okkur á erlendri grund. Við fór- um til Lúxemborgar, Kaupmanna- hafnar og víðar um Norðurlönd og til Spánar. Við eignuðumst sam- bönd á Mallorka sem við ræktum enn og við höfum iðulega spilað þar. Það var svo að Los Valde- mosa-kvartettinn kom hingað til lands á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. Þessir strákar áttu skemmtistað á Mallorka og báðu okkur að koma og spila þar. Ég spurði hvað við ættum helst að spila fyrir fólk þama suðurfrá og þeir báðu okkur að spila nákvæmlega það sem við spiluðum í Sjallanum á venjulegum laugardegi. Þetta gerðum við í allmörg ár í nokkra daga hverju sinni. Þama suður á Mallorka lentum við meira að segja í því að spila fyrir kóngafólk, Juan Carlos og frú, og Konstantín Grikkjakóng og Önnu Maríu. Mér varð raunar ekki um sel þegar við mættum eitt kvöld- ið og gengum í flasið á vopnuðum hersveitum sem gættu þessa fólks. Ég ætlaði að snúa við og hætta við allt saman, en það var ekki við það komandi. Þeir vom búnir að kynna gestum að íslandshljómsveitin mundi spila þetta kvöld og svo hafði þeim einhvem veginn dottið í hug að fyrst við væmm frá íslandi þá hlyti ég að geta talað dönsku við hina dönsku Grikkjadrottningu! Þá sá ég eftir að hafa ekki lesið betur dönskuna mína í skólanum forðum. En frá þessu varð ekki komist og eftir að hafa riijað upp það sem ég kunni í málfræðinni dönsku tókst mér að stynja upp einhveijum ör- fáum orðum á skandinavísku. Svo spiluðum við eina danska lagið á prógramminu og þóttumst hafa sloppið vel frá þessu. En það lá við að illa færi því blaðamenn vom sólgnir í að fá fregnir af því hvem- ig kóngafólkið hefði farið að því að skemmta sér á dansstað á Mall- orka. Ég svaraði því með einföldu- móti að þetta hefði verið eins og á venjulegu sveitaballi, en komst að því síðar að ég hefði ekkert leyfi til að upplýsa neitt um þessi mál. Það væri starf siðameistara hirðar- innar. Mér tókst að koma því í kring að ekki yrði neinn skandall úr þessu og blöðin sögðu frá þessu á ósköp manneskjulegan hátt.“ Húsið er sjálft svo heillandi — Hefur þig aldrei langað að breyta til, hætta að spila í hljóm- sveit eða segja að minnsta kosti skilið við Sjallann? „Satt að segja hefur það hvarflað að mér. Fyrst gerði ég alvarlega Sjá einnig bls. 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.