Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Már SH fékk sprengihylki í vörpuna TOGARINN Már SH frá Ólafsvík fékk sprengihylki innan úr tundurdufli i vörp- una er hann vai á veiðum fyrir vestan land í síðustu viku. Már kom til Siglufjarðar fyrir helgi og voru menn frá Landhelgisgæslunni fengnir til að koma norður og gera sprengjuna óvirka. Þeir komu í gær og hafði togarinn þá verið með sprengihylkið um borð í tvo daga. Var farið með hylkið út á sorpeyðingar- stöð þar sem það var brennt. MJ. ssr Utboð á framkvæmdum við Egilsstaðaflugvöll: Tæki á markaði sem hægt er að nota til að hlera farsíma NOKKRAR radíóverslanir í Reykjavík hafa á boðstólum tæki sem unnt er að nota til að hlera þráðlaus fjarskipti, þar með talin símtöl í farsímum. Samgönguráðuneytið hefur nú til meðferðar erindi frá Pósti og síma um hvort viðskipti með þessi tæki samrýmist lögum. Haraldur Sigurðsson aðstoðar- framkvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma sagði í samtali við Morgunblaðið að mönnum hjá stofn- uninni hafi lengi verið ljóst að þessi tæki væru til sölu á almennum mark- aði og fyrir nokkrum mánuðum hefði verið óskað eftir úrlausn frá sam- gönguráðuneytinu um hvort sala þeirra bryti í bága við fjarskiptalög. Svar hefði enn ekki borist. Haraldur kvaðst vita til að nokkuð væri um að einstaklingar notuðu þessi tæki til að hlera fjarskipti lög- reglu, slökkviliðs og jafnvel leigubif- reiðastöðva en í eðli fjarskipta lægi að hjá slíku væri erfitt að komast. Hins vegar kvaðst hann telja að úti- lokað væri að hlera skipulega fjar- skipti um farsíma með þessum hætti. Farsímakerfið væri þannig úr garði gert að sífellt væri skipt milli rása og móðurstöðva meðan á samtali stæði í leit að sem bestum skilyrðum og hefði það í för með sér að hlerun með tækinu yrði tilviljun- arkennd og næði yfírleitt eingöngu til brota úr símtölum. Haraldur sagði þó, að Póstur og sími legði jafnan áherslu á það við notendur farsíma að slík fjarskipti væru ekki eins ör- ugg og venjuleg símtöl. Ragnhildur Hjaltadóttir deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu stað- festi í samtali við Morgunblaðið að ráðuneytinu hefði fyrir áramót borist fyrirspum frá Pósti og síma um hvemig viðskipti með tækin sam- rýmdust gildandi lögum. Athugun málsins stæði yfír og væri niðurstöðu að vænta fljótlega. Meðal annars væri til athugunar hvort sala á tækj- unum til almennings bryti í bága við leyndarvemd fjarskipta, hvort heimilt væri að tollafgreiða tækin við núgildandi aðstæður og hvort Pósti og síma bæri einkaréttur á viðskiptum með tækin, ef þau þættu á annað borð lögleg. Morgunblaðið hafði samband við Karl ísleifsson eiganda Radíóvirkj- ans en verslun hans hefur marg- nefnd tæki á boðstólum. Karl sagði að fremur lítil eftirspurn væri eftir þeim, um það bil 20 tæki seldust í verslun hans árlega, flest til fyrir- tækja og stofnana svo sem Flug- málastofnunar og olíufélaganna. Fremur lítil eftirspum væri frá ein- staklingum, mun minni en fyrir nokkmm ámm. Fullkomið tæki með 50 rásum kostar um það bil 48 þús- und krónur. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Breyttur uppboðstímí NÆSTA uppboð á Fiskmarkaðn- um í Hafnarfirði verður haldið kl. 7 á mánudagsmorgun og verða þá seld 150 tonn af þorski og karfa. Þessi afgreiðsla er ein- hliða og mjög óeðlileg - segir Kjartan Ingvarsson, einn forsvarsmanna Samstarfsfélags véla- og tækjaeigenda á Austurlandi „Þessi afgreiðsla er að öllu athuguðu mjög óeðlileg og ein- hliða. Fyrrverandi samgöngu- ráðherra var búin að heimila að gengið yrði til samninga við heimamenn um þetta verk og það var búið að ná endum saman um mjög eðlilegt verð, sem var í samræmi við kostnaðaráætlun hönnuða," sagði Kjartan Ing- varsson, einn forsvarsmanna Samstarfsfélags véla- og tækja- eigenda á Austurlandi, um þá ákvörðun Matthíasar Á. Mathie- sen samgönguráðherra að almennt útboð fari fram í fyrsta áfanga Egilsstaðaflugvallar. Að samstarfsfélaginu standa 35 véla- og tækjaeigendur á Egils- stöðum. „Síðan er þessi ákvörðun um al- mennt útboð tekin af núverandi samgönguráðherra án þess að það sé nokkuð meira við okkur rætt. Maður veit ekki hver er forsendan fyrir þessari ákvörðun. Það er að minnsta kosti ekki sú forsenda að tilboð okkar sé of hátt, það er eitt- hvað annað sem kemur til,“ sagði Kjartan. Hann sagði að heimamenn hefðu boðist til þess að ganga til samn- inga um þetta verkefni fyrir um 45 til 50 milljónir króna. Það væri nánast í samræmi við markaðsspá hönnuða og einnig í samræmi við að kostnaður við tæki og vélar væri reiknaður samkvæmt töxtum ríkisins. Flugmálastjóri hefði viður- kennt á fundi með heimamönnum að kostnaðurinn stæði ekki í vegin- um, en hann þyrfti heimild frá ráðherra til þess að ganga til endan- legra samninga. Svar ráðherra lægi nú fyrir og það væri rangt, sem sagt hefði verið í fréttum, að niður- staða hefði ekki fengist í viðræðum við heimamenn. Það hefði bara ver- ið eftir að ganga formlega frá samningum á þessu verði sem menn hefðu verið orðnir sáttir við og mætti jafnvel ekki vera lægra. „Þetta er gerræðisákvörðun eins manns þvert ofan í vilja annarra. Það er búið að vinna mikið í þessu. Þingmenn og aðrir hafa lagt þessu Iið, þar sem við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vinna þessa framkvæmd. Við búum hér og höf- um byggt um þennan stað og hér væri ekki verið að byggja neinn flugvöll nema af því að við erum hér. Við sjáum enga ástæðu til þess að tilboði okkar sé hafnað, þar sem verðið er sanngjamt. Það er eigin- Iega brotinn niður réttur okkar. Þetta er ólíðandi og einkennileg afstaða hjá Matthíasi Á. Mathiesen að brjóta það niður sem fyrirrenn- ari hans var var búin að heimila að yrði gert. Hann hefur kannski haft betri skilning á þessu máli af því hann var þingmaður Vestfírð- inga, en hinn er þingmaður Hafn- fírðinga," sagði Kjartan. Hann sagði það ekkert víst að útboð færi fram í verkið. „Það eru KAUPFÉLAGIÐ Fram á Nes- kaupstað hefur lokað matvöruúti- búi við Hafnarbraut og einnig hefur félagið selt gamalt frysti- hús sem notað hefur verið sem vöruafgreiðsla samhliða þvi að ný vöruskemma hefur verið tekin í notkun. Stjómarformaður Fram segir að þama sé um að ræða hagræðingu í rekstri sem lengi hafi staðið tíl en stefnt sé að því að opna útibúið aftur í samvinnu við Olíufélagið hf. og verði þar rekin verslun með olíuvörar og fryst matvæli. Ragnar Á. Sigurðsson stjómar- formaður Fram sagði við Morgun- blaðið að Fram sæi enn um bensínsölu fyrir Olíufélagið í útibú- inu sem lokað var og ætlunin sé að endurskipuleggja reksturinn og taka hugsanlega upp sameiginlega versl- un þessara félaga. Frystihúsið sem selt var, hefur undanfarið verið not- að sem vöruafgreiðsla fyrir Ríkisskip til fleiri öfl í landinu en einn ráð- herra. Hann er ekki einn á þingi. Það á ekki að bijóta svona á fólki með gerræðisvaldi. Siðferðilegur réttur okkar er miklu meira virði en nei frá einhveijum manni, sem er ráðherra". sem Fram hefur umboð fyrir en tals- vert er síðan Fram lagði af fískverk- un þar. Einnig var brauðgerð þar til húsa sem flutt verður í annað húsnæði. Ragnar sagði að hagræðing þessi hefði verið lengi í undirbúningi og ætlunin væri að reyna að draga sam- an verslunareiningar kaupfélagsins enn frekar og mynda eina stóra. í þvl fælist að þær eignir væru seldar sem félagið gæti losað sig við án þess að skaða starfsemina. Kaupfélagsstjóri Fram, Gísli Har- aldsson, hefur sagt upp störfum eftir 10 ára starf og heftir nýr kaupfé- lagsstjóri ekki verið ráðinn. Ragnar sagði að uppsögn Gísla tengdist á engan hátt þessum skipulagsbreyt- ingum. Kaupfélagið Fram rekur annað útibú á Neskaupstað í nýjasta hluta bæjarins og sagði Ragnar að það yrði rekið áfram. Kaupfélagið rekur einnig mjólkurstöð og sláturhús en þar verður slátrað í haust í síðasta Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri, sagði að ákveðið hefði verið á fímmtudag að færa uppboðstímann til vegna óska kaupenda. Þeir teldu að tíminn nýttist þeim betur ef þeir gætu sótt báða markaðina, í Hafnar- firði og Reykjavík, hvom á eftir öðrum. Þó færi ekki hjá því að þessi nýi uppboðstími skaraðist við upp- boðið á Faxamarkaði, en þar er boðið upp kl. 8 og verður næsta uppboð á þriðjudag. „Bæði er það, að upp- boðin í Hafnarfírði standa stundum lengur en í einn tíma og auk þess er ákaflega óæskilegt að kaupendur fari í loftköstum milli Reykjavíkur og Hafnaríjarðar. Við verðum því að leysa þessi mál í fullu samráði við forráðamenn Faxamarkaðar og munum tala við þá um þessi mál nú um helgina," sagði Einar Sveinsson. skipti vegna þess að ákveðinn hefur verið niðurskurður á öllu fé á svæð- inu vegna riðu en árlega hefur verið slátrað þar um 3-4000 fjár. Starfs- fólk kaupfélagsins er um 50 talsins. Ekki tollar á bókum í FRETT á baksfðu Morgunblaðs- ins f gær, laugardag, var haft eftir Lúðvík Friðrikssyni, talsmanni hugbúnaðarfyrirtækja, að ekki þyrfti að greiða toll eða söluskatt af bókum og umbúðum sem flutt- ar væm til landsins. Lúðvík hefur óskað eftir því að fram komi, að engir tollar séu á bókum, sem fluttar eru til landsins í heilu lagi. Hins vegar séu greiddir tollar af efni sem hugbúnaðarfyrir- tæki flytji inn til bókagerðar. Þá er ávallt greiddur söluskattur af bókun- um, hvort sem þær eru framleiddar hér á landi eða erlendis. Skipulagsbreytingar hjá kaupfélaginu Fram á Neskaupstað: Útibúi lokað og frystihús selt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.