Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 49 Skotlands og vöktu mikia athygli fyrir fimi sína. Ingvar var sæmdur gullmerki KR í viðurkenningarskyni fyrir íþrótt sína og verðlaunagripir hans eru ótalmargir, sem hann vann til um ævina. Skák var mikið áhugamál hjá honum og tefldi hann talsvert. Ingvar hóf nám í jámsmíði hjá Kristjáni Kristjánssyni, járnsmíða- meistara, sem hafði verkstæði sitt á Lindargötu nr. 28, nú nr. 50, en breytti síðan um og hóf nám í mál- araiðn hjá Jóni Hjaltalín Kristins- syni, málarameistara, þá á sextánda ári. Að loknu námi í 4 ár hjá honum vann hann hjá honum um skeið og sveinspróf fékk hann 23. apríl 1932. Síðan vann Ingvar með Hákoni syni Jóns í mörg ár og á þeim árum fékk hann meistara- réttindi í iðn sinni eða 29. nóvember 1946. Hafði hann þá menn í vinnu hjá sér og nema í námi. Seinna stofnaði hann ásamt Einari Gunn- arssyni, sem lært hafði hjá þeim Ingvari og Hákoni fyrirtækið Ingv- ar og Einar 1953 og ráku það saman í nokkur ár. Mörg seinustu starfsár sín var Ingvar einn við störf og það líkaði honum bezt, því þá nutu sín svo vel hæfileikar hans, er hann gat einbeitt sér af alhug að störfum sínum og unnið þau eins vel og nokkur kostur var, því vand- virkni og snyrtimennska hans var einstök. Ingvar var því mjög eftir- sóttur í vinnu og vildu viðskiptavinir hans bíða í marga mánuði, unz þeir gátu fengið hann til að mála fyrir sig. Slíkt orð fór af Ingvari sem snilldarmálara, sem alltaf mátti reiða sig á. Meðal annars vann hann alla málaravinnu fyrir Hamp- iðjuna, Lýsi og fleiri fyrirtæki og kom ekki til greina að kalla á ann- an málara til þeirra starfa en hann. Stundum gerði Ingvar sér til til- breytingar að mála í skipum og fór hann m.a. nokkrar ferðir með Gull- fossi til Kaupmannahafnar sem málari um borð í nokkur sumur, svo og með Tröllafossi, sem sigldi á margar hafnir. Gengið var í hjónaband 1. sept- ember 1934 austur í Hruna og flutt í leiguhúsnæði í Reykjavík og nokkru seinna í nýbyggt glæsilegt hús við Hávallagötu. Þtjú mann- vænleg böm fæddust með nokkurra ára millibili. Þau vom Gréta, sem var elst, María og Árni. Gréta lézt á sl. ári á bezta aldri af slysförum og var harmdauði öllum, sem hana þekktu. Hún átti fjögur börn með sambýlismanni sínum, Axel Claus- en, sem einnig er látinn. Dætur hennar em tvær og tveir synir. Sú eldri, Ása, vinnur hjá Reykjavíkur- borg og veitti ásamt sambýlismanni sínum, bræðmm sínum heimili, við lát móðurinnar. Annast þau þá af miklum myndarskap, en þeir bræð- ur em báðir undir tvítugu. Sú yngri er búsett á Ítalíu. Yngri dóttirin María er tvígift og er seinni maður hennar Þráinn Ingimarsson, pípu- lagningarmeistari, ættaður úr Reykjavík. Eiga þau 2 dætur en sonur Maríu af fyrra hjónabandi er búsettur í Svíþjóð við nám og starf. Ámi er prentari og kvæntur Þór- unni Lýðsdóttur, ættaðri frá Keldum á Rangárvöllum. Ejga þau 4 syni. Bæði María og Ámi og þeirra fjölskyldur em búsettar í Reykjavík. Fljótlega eftir að foreldrar mínir fluttu til höfuðborgarinnar um 1940, kynntist ég hinum glæsilega og traustvekjandi frænda mínum, sem alltaf var kallað á, ef þurfti að mála. Reyndar hafði ég þó kynnst honum fyrr á fínum mynd- um í kaffipökkum O.Johnson og Kaaber, en Ingvari þótti kaffi gott alla tíð og féllst þannig á að aug- lýsa fyrirtækið. Á myndinni var Ingvar í bol þakinn heiðursmerkjum fyrir íþróttaafrek. Þótti okkur systmnum ekki lítið varið í að eiga móðurbróður, sem var svona fal- legur og duglegur, enda þá litlar telpur austur í Hmna í Amessýslu. Er flutt var á Ægissíðuna og seinna á Hagamelinn, var fljótlega kallað í Ingvar til starfa og leysti hann öll slík verkefni á tiltölulega stuttum tíma, þótt verkefnið væri stórt, á sama ljúfa háttinn, sem einkenndi öll störf hans. Ef ég má — orða það svo, þá vom hraði og vand- virkni sérgreinar hans. í fjölskyldu- boðum var oft tekið lagið, en Bjarni bróðir hans lék þá undir á píanó, en Ingvar, pabbi og afí sungu ásamt þeim úr fjölskyldunni, sem söng- elskir vom. Er mér mjög minnis- stæður söngur þessara glaðvæm félaga, svo og sögur hlaðnar dulúð, þjóðsögur og munnmæli, sem oft bar á góma á þessum ámm. Þá var glatt á hjalla og menn ungir og hraustir. Ingvar var ávallt heilsu- hraustur, grannur og léttur á fæti, enda mjög matnettur. Dulur var hann en glaðvær, hár og samsvar- aði sér vel með reglulega andlits- drætti og falleg blá augu. Er ég eitt sinn hafði orð á því, hve lítið hann borðaði yfirleitt, svaraði hann glettnislega: „Hvernig ætti ég að komast feitur upp á húsþök, ég kæmist alls ekki í gegnum þak- gluggann." Við slíku svari vom engin orð. Ingvar vann að iðn sinni til sjöt- ugs, er hann fór að kenna lasleika og þá einkum höfuðverkjar. Hætti hann að mestu að vinna og hugðist njóta ellinnar við tafl, lestur góðrar bóka, en tungumálum hafði hann haldið við og aflaði sér lærdóms í nýjum, ásamt því að ferðast um landið, en af því hafði hann alltaf hina mestu ánægju og kunni vel að meta fegurð hinnar íslenzku náttúm. En þá kom að því, sem engan hafði órað fyrir. Hinn 8. nóvember 1985 hugðist hann setja vetrardekk undir bíl sinn heima við en hné þá niður og iamaðist öðru megin og var fluttur á spítala. í tæpt ár dvaldist hann á spítölum borgarinnar við misjafnan aðbúnað, þar til hann lézt á Grensásdeild Borgarspítalans. Vil ég sérstaklega þakka Jóhanni Gunnari Þorbergs- syni lækni fyrir það, sem hann gerði fyrir hann og starfsfólki, sem reyndi að veita góða þjónustu. Á þessum erfiða tíma, lézt Bjarni bróður hans, sem var rafvirki, eftir langvarandi veikindi, í byrjun árs 1986, um miðjan febrúar sama ár missir hann Grétu dóttir sína í bílslysi og seinna í febrúar deyr mágur hans, sr. Jón Thoraarensen, faðir minn, sem varð bráðkvaddur. Vom þessi dauðsföll enn til að auka á hinn þungbæra tíma, sem hann gekk í gegnum á sl. ári. Eg veit, að nú líður honum vel og gleðst yfir, að sjúkrahúsvistin varð ekki lengri. Ingvar var einn af þeim mönnum, sem mátti ekki vamm sitt vita. Hjartahreinni og flekklausari mann hef ég varla þekkt, né vom sorgir hans bomar á torg. Hlýju hans, skilning og umhyggju fyrir mér og fjölskyld- unni fæ ég seint fullþakkað, né heldur málarastörf, sem veitt vom mér persónulega. En eitt er víst, að í þakklátum huga mínum geymi ég ávallt hæfíleika og glæsileika þessa vel gerða frænda míns. Blessuð sé minning hans. Elín Karitas Thorarensen. POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið <f) sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.