Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 41 Skímin felur í sér hlutdeild í dauða og upprisu Jesú Krists og sakra- menti skímarinnar er einungis hægt að þiggja einu sinni. Kirkjan getur ekki samþykkt það viðhorf að ungbamaskímin verði ógild ef skímarþeginn, kominn til vits og ára, afneitar trúnni, og þess vegna þurfi að skíra aftur komist hann til trúar á ný. Undirstaðan í umíjöllun kristinna manna um merkingu skímarinnar er játningin um frumkvæði og alvald guðs; sú játning fer veg allrar veraldar ef skím er endurtekin og þar með bresta einnig undirstöður kristinnar trúar. Vilji menn sem reyna afturhvarf til trúar tjá það eða staðfesta opin- berlega, þá er unnt að gera það með einhveijum öðmm hætti en misþyrma heilagri skírn. Þeir menn, eða þeir hópar sem iðka endurskím taka sér vald sem enginn kristinn söfnuður eða maður getur haft, að ógilda verkan sakramentisins. Iðkun endurskímar er dæmi um það sem mætti kalla geðþóttakrist- indóm; þar er reynsla og íhugun kirkjunnar í gegnum aldir dæmd og léttvæg fundin og biblíurökum umsnúið að geðþótta. Jesús er Drottinn. Það er játning guðspjallanna. Iðkun endurskírnar er í mótsögn við þennan vitnisburð er guðspjöllin flytja okkur. Aldrei laus undan kærleiks- skyldunni — segir Þórir Stephensen Dómkirkjuprestur Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðrum ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? Að lútherskum skilningi eru rit Biblíunnar ekki öll lög að jöfnu. Þar fer eftir því „hversu þau boða Krist". Hins vegar er litið á Gamla testamentið, sem gmndvallarrit Nýja testamentisins. Jesús Kristur mótmælti ýmsu í lögmáli gyðinga svo sem endurgjaldslögmálinu um „auga fyrir auga og tönn fýrir tönn“. A öðmm stað segir hann: „Miskunnsemi þrái ég, en ekki fóm.“ Kristur leggur aftur mikla áherslu á boðorðin 10 og tvíþætta kærleiksboðorðið um elskuna til Guðs og náungans og segir beinlín- is, að á því byggist allt lögmálið og spámennimir. Niðurstaðan er því í orðum Páls postula: „Kærleik- urinn er fylling lögmálsins." Kærleikurinn hefur hvergi opin- berast okkur eins sterkt og í lífí og kenningu Krists. Þess vegna er það boðun hans, sem er hið eina sanna lögmál dagsins í dag, en ekki Mósebækur. Er samkynhneigð synd, sem úti- lokar mann frá kirkjunni? Jesús talar hvergi um samkyn- hneigð eða varar við henni. Ætla má, að hann hefði gert það, hefði hann talið hana útiloka menn frá Guðsríkinu. í 18. kap. 3. Mós. er lögmálsboð gegn samkynhneigð. Við vitum, að það er til vegna þess, að í Baalsdýrkun Kanveija, sem ísraelsmenn þurftu sífellt að veija sig fyrir, var samkynhneigðin notuð til opinberrar fijósemisdýrkunar og þótti skömm á meðal gyðinga. Flest teljum við samkynhneigð ekki hið rétta eðli, því væri hún ríkjandi ástand, mundi mannkynið deyja út. Nútímavísindi þekkja ekki orsakir þessara hneigða. Sumir rekja þær til erfða, aðrir til áhrifa frá umhverfi. Þar er þó ekkert vitað með vissu. Hveijir erum við þá að dæma slíka menn, hvað þá að for- dæma þá og fyrirlíta? Hví þá ekki einnig aðra, sem örvhentir eru eða litblindir? Við megum gjarnan minnast afstöðu Jesú til hórseku konunnar og orðanna, sem sögð voru af öðru tilefni um Krist: „Hann tekur að sér syndara og samneytir þeim.“ Við erum aldrei laus undan kær- leiksskyldunni við náunga okkar. Því erfiðara sem hann á, þeim mun Iggispis — Þegar eg er oroin stor ætla ég að vinna á dagheimili, en það er bara svo langt þangað til. En ....okkur á4 Hamraborg vantar sem fyrst fóstrur, þroskaþjálfa, og / eða starfsmann í 75% starf, til stuðnings hreyfihömluðum börnum á yngri deild. Starfið er krefjandi, þroskandi, ánægjulegt og krefst þess að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Einnig þurfum við að bæta við fóstru eða starfsmanni á yngstu deild- ina. Á Hamraborg er góð vijinu- aðstaða, góður matur og hresst og gott starfsfólk sem býður þig velkominn til starfa með okkur. Ef þú hefur áhuga skalt þú ekki hika við að hringja og spjalla við forstöðumanninn í síma 36905. HAMRABORG DAGHEIMILI GRÆNUHLÍÐ 24 REYKJAVÍK r sterkar kallar hann á kærleika okk- ar. Svar mitt er því nei. Hver er afstaða þfn til skírnarinn- ar? A að líta á skím ómálga barns sem kukl? Þeir sem tala um ungbamaskírn sem „kukl“ eru endurskírendur, þ.e. þeir sem aðhyllast skím fullorðinna. En við eigum næg rök fyrir ung- bamaskírn, bæði söguleg og trú- fræðileg, sem hér er of langt mál upp að telja. En ég vísa til greinar eftir dr. Sigurbjöm Einarsson þá trúfræðiprófessor við Háskóla Is- lands., Hún nefnist Skírn — ung- bamaskím og birtist í tímariti hans Víðförla, 1. hefti, 5. árg. 1951. Ungbamaskím er inntökuathöfn í söfnuð Krists og er ein af feg- urstu, og ásamt altarisgöngunni, önnur af mikilvægustu athöfnum kirkjunnar. Þá taka elskandi for- eldrar þá ákvörðun að helga Kristi barn sitt, líf þess og hugsun. Þeir taka um leið á sig þá skyldu að ala barnið upp í trausti til hjálpar Guðs og stefnu á hugsjónir Krists, sem af öllum okkar á meðal em viður- kenndar að vera hinar göfugustu sem lífið hefur nokkru sinni eign- ast. Skírnarvottarnir og hinn kristni söfnuður sem heild eru svo til þess kallaðir að veita þessu stuðning sinn. Síðar kemur svo fermingin sem sjálfviljug staðfesting bamsins. Þannig er þetta a.m.k. hugsað í fullri einlægni af kirkju okkar. Og við höfum ekki viljandi amast við því eða gert lítið úr því, þegar aðr- ar greinar kristinnar kirkju hafa viljað framkvæma þetta með öðram hætti og af öðram röksemdum. Við höfum gjarnan sagt, að einlægnin skipti öllu máli. Guð mundi meta hana mest. STADIA Kynningartilboð: 2 pör af Stadia Hi Tec á aðeins kr. 2.800, ótrúlegt en satt. Aðeins á eftirtöldum stöðum: Sportbúð Óskars, Keflavík Kaupf. Eyfirðinga, Akureyri Sportvík, Dalvík Skagfirðingabúð, Sauðárkróki H-Búðin, Garðabæ Akrasport, Akranesi Sportbúð Kópavogs, Kópavogi Versl. Sig. Pálma., Hvammstanga Borgarsport, Borgarnesi. AF-Heildverslun, Lágmúla 5, Sími 68 99 11. Suðurveri og Hraunbergi ^^Erfii byrjandi? Ertu í góðu formi? Þarftu að fara í megrun? Jogœ'itel- . LÍKAM5RÆKT OG MEGRUtl Fyrir konur á ollum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. 2.KERFI FRAMHALD5FLOKMR Lokaðir flokkar. Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. 3.KERFI ■ RÓLEGIR TÍMAR H Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að fara varlega. I 4.KERFI ■ MEGRUHARFLORRAR B Fjórum sinnum í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa 1 aukakílóin núna. 'S.KERFI FYRIR UMGAR OG HRE5SAR '----- Teygju - þrek - jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu. ttýjar perur / öllum ávallt ífararbroddi Idtímar Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988 s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.