Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Tónleikaferð
um Norðurland
Frá læknaþingi Hjartaverndar á Hótel Loftleiðum
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands heldur í sex daga
tónleikaferð um Norðurland á
morgun, mánudaginn 5. októ-
ber. Hljómsveitin fer í tvær
slíkar ferðir um landið árlega
auk ferða um nærsveitir
Reykjavikur og er þetta sú
fyrri í ár.
Læknaþingi Hjartavemdar lokið:
Nauðsynlegt er að auka áróð-
ur fyrir betri lífsháttum
segir Sigurður Samúelsson formaður Hjartavemdar
LÆKNAÞINGI sem efnt var til
í tilefni 20 ára afmælis Rann-
sóknarstöðvar Hjartavernd Iauk
á hádegi í gær. Á þinginu voru
flutt 22 erindi um hjarta- og
æðasjúkdóma. Allar niðurstöður
þingsins verða gefnar út síðar.
Sigurður Samúelsson fyrrver-
andi prófessor og formaður Hjarta-
vemdar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þingið hefði
gengið mjög vel. Fyrirlesaramir
hefðu verið frá Bretiandi, Banda-
ríkjunum og Norðurlöndunum auk
. íslenskra fyrirlesara og tveggja
sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni.
„Við emm mjög ánægðir með
þingið, bæði með íslensku og er-
lendu fyrirlesarana“, sagði Sigurð-
ur. „Við sjáum að þrátt fyrir mikið
starf þurfum við að gera meira.
Það hefur komið fram í fyrirlestr-
unum að ef ekki er haldið áfram
áróðri um betri lífshætti, góða
hegðun og gott matarræði, fellur
allt í fyrra horf. Því er nauðsynlegt
að auka áróðurinn í baráttunni við
hjarta- og æðasjúkdóma, sagði
hann“
Siguðmr sagði að þeir fyrirlestr-
ar sem tengdust starfi Hjarta-
vemdar hefðu verið mjög
skemmtilegir. Þeir fjölluðu m.a. um
rannsóknir á háþrýstingi, gláku og
gigtarþættinum, en þess má geta
að Hjartavemd kannar þessa þætti
f rannsóknum sínum og sendir
sjúklinganna til viðkomandi sér-
fræðinga. Til dæmis hafa um 400
manns verið greindir með gláku í
hóprannsóknum Hjartavemdar.
Stjómandi í ferðinni verður
Páll P. Pálsson og einleikarar
þau Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari og Asgeir Stein-
grímsson trompetleikari.
Á dagskrá verður forleikur,
Coriolan eftir Beethoven, Fiðlu-
konsert eftir Mendelssohn,
Trompetkonsert eftir Hummel
og að lokum Sinfónía nr. 7 eftir
Beethoven.
Hljómsveitin leikur á eftirtöld-
um stöðum:
Húsavík 5. október kl. 20.30.
Skjólbrekku 6. október kl.
20.30.
Ólafsfirði 7. október kl. 20.30.
Siglufirði 8. október kl. 20.30.
Varmahlíð 9. október kl.
20.30.
Blönduósi 10. október k!.
15.00.
(Fréttatilkynning)
Borgarstjórn:
Kvosarskipulagið samþykkt
30RGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sínum síðastliðinn fimmtu-
dag nýtt deiliskipulag fyrir
gamla niðbæinn. Nokkuð af at-
hugasemdum ioafa borist undan-
farið við skipulagshugmyndimar
og :iamþykkti borgarstjórn um-
sögn iikipulagshöfunda im þær.
Borgarstjóm samþykkti einnig
bau iilmæli skipulagsnefndar til
borgarráðs, að teknar verði upp
viðræður við eigendur fasteignar-
nnar Aðalstræti 16 og kannað
iivort varðveita megi hús á þeirri
ióð eða hluta þess. Þess var og
óskað að kannað yrði hvort kaupa
mætti lóðina nr. 12 til 14 við Aðal-
stræti og flytja þangað húsið nr. 8
við Austurstræti. Einnig var þeim
tilmælum beint til borgarráðs, að
taka upp viðræður við eigendur
fasteignanna Lækjargata 6, 6B og
8 og kannað hvort til greina komi
að borgarsjóður stuðli að varðveislu
húsa á þessum lóðum og taki þátt
í viðgerðarkostnaði.
Guðrún Ágústsdóttir, alþýðu-
bandalagi endurflutti tillögu úr
skipulagsnefnd, þar sem hún lagði
til að höfundum skipulagsins yrði
Ekki tengdur
fíkniefnamáli
MEÐ frétt Morgunblaðsins á
miðvikudag, þar sem sagt var frá
handtöku fíkniefnaneytenda,
birtist mynd, sem sýndi tvo lög-
reglumenn leiða mann út úr húsi
í vesturbænum.
Nú hefur komið í ljós við yfír-
heyrslur að maður þessi er ekki
aðiii að máli því sem sagt var frá
og verður því ekki kærður. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á mynd-
birtingu þessari.-----------
falin lokaúrvinnsla deiliskipulags-
ins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
sjálfstæðisflokki lagði til frávísun
og var það samþykkt. Guðrún ítrek-
aði bókun, sem nún hafði lagt fram
í skipulagsnefnd, þar sem hún taldi
að ekki hefði verið gengið nægilega
til móts við aðila, sem mótmælt
höfðu niðurrifi gamalia húsa með
mikið menningarsögulegt gildi.
Guðrún taldi skipulagið meingallað,
þar eð ekki væri sýnt fram á hvem-
ig aukin umferð, vegna aukins
byggingarmagns ætti að komast
að og frá gamla miðbænum að
sunnan.“
Tillaga skipulagsnefndar var
samþykkt með 9 atkvæðum gegn 5.
Úr umferðinni í Reykjavík
föstudaginn 2. október 1987
Arekstrar bifreiða: 40.
Ökumaður var fluttur á Slysadeild eftir árekstur sem varð kl. 09.26 á gatna-
mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar og kl. 14.07 slasaðist farþegi í
þriggja bíla árekstri á Miklatorgi.
Það sem helst vekur athygli í sambandi við umferðaróhöpp föstudagsins
auk slysanna og árekstrafjöldans er að 10 sinnum varð árekstur á Miklu-
braut við bestu aðstæður.
Samt. 56 kærur fyrir brot á umferðarlögum á föstudag og fram eftir nóttu.
17 ára piltur var sviptur ökuréttindum strax er radarmæling sýndi að hann
ók Willys-jeppa sínum með 106 km/klst hraða suður Kringlumýrarbraut.
Annar ökumaður var sviptur eftir að hafa mælst aka með 102 km/klst
hraða um Sætún.
Þriðja svipting á réttindum átti sér stað er ökumaður var staðinn að því að
aka norður Kringlumýrarbraut með 107 km/klst hraða.
Af 18 öðrum ökumönnum sem kærðir voru fyrir hraðan akstur fóru flestir
um Kringlumýrarbraut á 90-97 km/klst hraða og þá var ökumaður kærður
fyrir að aka um Ártúnsbrekku á 105 km/klst hraða.
Sem fyrr voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi á
götuvita, stöðvunarbrot við gatnamót og vanrækslu á að færa ökutæki til
skoðunar.
13 sinnum var notuð kranabifreið til iið fjarlægja bfla sem lagt var illa og
ólöglega.
Á aðfaramótt laugardags voru 7 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur.
Frétt frá lögreglunni í Iteykjavík.
Sjómenn mótmæla
verðlækkun á rækju
Verðið teygttilhins ýtrasta, segja kaupendur
MIKIL óánægja er meðal rækjusjómanna eftir að yfirnefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fimmtudag að lækka verð á rækju
nm 10-14,5%. ölver Skúlason skipstjóri segir að sjómönnum þyki
þetta vera mjög mikið óréttlæti á sama tima og annað launafólk fái
milli 7 og 8% launahækkun. Jón Guðlaugur Magnússson, annar full-
trúi kaupenda í yfimefnd, segir að i raun hefði þurft að lækka
verðið enn meira en kaupendur hefðu teygt sig til hins ýtrasta.
í samtali við Morgunblaðið sagði ana. Ölver sagði síðan að þar sem
Ölver Skúlason skipstjóri á Geir-
fugli GK að sjómenn á miðunum
hefðu rætt það á fimmtudagskvöld
hvort bátamir ættu ekki hreinlega
að bruna í land til að sýna alvöru
málsins og mótmæla þessu órétt-
læti sem rækjusjómenn væru
beittir. Ölver sagði sjómenn ekki
vera sammála þeim rökum kaup-
enda að verð þyrfti að lækka vegna
aukins kostnaðar í landi og lækkaðs
afurðaverð8. Mikið af þeim kostnaði
sem verið er að tala um væri kostn-
aður sem ekki ætti að vera á
vinnslunni heldur útgerðinni, þ.e.
veiðarfæri og fyrirgreiðsla við bát-
verðjöfnunarsjóður stæði vel um
þessar mundir hefði hann vel getað
staðið undir þeirri lækkun á afurða-
verði sem orðið hefði undanfarið.
Ölver tók sem dæmi um þá fyrir-
greiðslu sem verksmiðjur hafa fyrir
bátana að 180 tonna bátur á Suð-
urlandi hefði fengið 700 þúsund
krónur fyrir veiðarfærum þegar
hann byijaði veiðar og síðan væri
keyrt með allan þann afla, sem
hann fengi á miðunum fyrir norðan
land, yfir á Faxaflóasvæðið og hver
ferð suður kostaði 50 þúsund krón-
ur.
Jón Guðlaugur Magnússon sagði
við Morgunblaðið að rækjuverð
væri að vísu búið að vera óbreytt
í heilt ár en það hefði hinsvegar
hækkað yflr 100% frá janúar 1986.
Orsökin fyrir að verðið hækkaði
svona mikið var sú að verð á á pill-
aðri rælq'u náði hámarki í fyiTa.
Nú hefði verðið hríðlækkað og
raunar hefði hráfnisverðið þurft að
vera 41 króna í stað 55 króna eins
og ákveðið var, ef verksmiðjunar
ættu að koma eins út. Seljendur
hefðu hinsvegar teygt sig til hins
ýtrasta og síðan væri reiknað með
að verðjöfnunarsjóður greiddi 7
krónur á hráefniskfló eftir 1. októ-
ber.
Jón sagði að tíökast hefði alla
tíð að verksmiðjur sæju skipum
fyrir veiðarfærum og í raun hefðu
verksmiðjumar komið þessum skip-
um á veiðar. Hann sagði seljendur
hafa verið eins sanngjama og tök
vom á. Þeir skildu auðvitað að sjó-
menn væm ekki ánægðir með að
verðið lækkaði en ekki mætti
gleyma því að verðið náði hámarki
í fyrra og þá hækkaði hráefnisverð-
ið. Og ef hækkun afurðaverðs ætti
að vera forsenda fyrir að hráefnis-
verð hækkaði hlyti hráefnisverðið
einnig að lækka þegar afurðaverð
lækkaði.
Yfimefndin ákvað eftirfarandi
verð á rækju, óskelflettri: 1. 230
stk. og færri í kg: 55 krónur á kfló
(var 63 kr.); 2. 231 til 290 stk. í
kg: 60 krónur á kfló (var 55); 3.
291 til 350 stk. í kg: 45 krónur á
kíló (óbreytt); Undirmálsrækja: 20
krónur á kfló (óbreytt). Verðið var
samþykkt með atkvæðum odda-
manns og fulltrúa kaupenda gegn
atkvæðum fulltrúa seljenda. Odda-
maður var Benedikt Valsson, Ámi
Benediktsson og Jón Guðlaugur
Magnússon voru af hálfu kaupenda
og Guðjón A. Kristinsson og Sveinn
Hjörður Hjartarson af hálfu selj-
enda.