Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Aviation Hali of Fame, Edmonton, Alberta. lengdist smám saman. Davíð fann fallegt fiðrildi sem hafði festst á grillinu framan á bílnum, stakk í gegnum það títuprjóni og festi það á mælaborðið. Fiðrildið var gult og svart og á stærð við barnslófa. Eftir hálftíma bið tók umferðin að mjakast áfram og brátt voru allir komnir á fulla ferð. Hrikaleg Klettafjöllin Eftir þriggja tíma akstur stöns- uðum við og fengum okkur kaffi og bakkelsi á þýsku veitingahúsi. Það stendur við fallegt vatn sem heitir Muncho Lake og er 300 feta djúpt við vegarkantinn en dýpst er það 730 fet. Hrikaleg Klettafjöllin, sem umlykja grænblátt vatnið eru rúmlega 2000 metra há og ef vel er að gætt má sjá elgi, sauðfé, hreindýr og jafnvel birni á vappi í nágrenni þess. Rétt eftir að við fórum frá vatninu ókum við í gegnum mikla skóga sem höfðu brunnið árið 1982, í næstmesta skógareldi sem orðið hefur í Brit- ish Columbia. Það var óhugnan- legt aö horfa á brunnin trén svo langt sem augað eygði, en nokkur hundruð þúsund ekrur eyðilögð- ust. Fallin, sviðin tré lágu eins og hráviði um allt, en sums staðar stóðu þau enn, svört og sviðin. Watson Lake tilheyrir Yukon- fylki sem liggur beint norður af British Columbia. Þetta er mikil- vægur þjónustustaður fyrir suður- hluta Yukon og miðstöð veiði- manna, bæði þeirra sem leggja land undir fót með byssu um öxl og hinna sem freista gæfunnar við fjallavötnin. Það rigndi mestalla nóttina sem við sváfum í Watson Lake en við létum það ekki á okkur fá að þessu sinni. Við tókum upp í rigningu og ókum af staö eftir blautum, holóttum veginum. Ár og vötn einkenndu landslagiö og þegar birti upp komu vinir okkar, fjöllin, í ljós eitt af öðru. Margar brýr voru á veginum en sú stærsta og glæsilegasta lá yfir ána Nksuthin Bay sem rennur í vatnið Testin. Nafn vatnsins er úr indí- ánamáli og þýðir reyndar langt, mjótt vatn — telintoo. Skítug laug, en fjörugt fólk Ferðinni þennan dag var heitið tii höfuðstaðar Yukon, White- horse, en á leiðinni fundum við auglýsingu um stað með hvera- vatnssundlaug skammt norðan við borgina á leið sem kallast Klon- dike-lykkjan. Við ókum því fram- hjá borginni inn á hveravatr.s- svæðið Takhini. Þetta virtist vera vinsæll staður en við urðum fyrir miklum vonbrigðum með sund- laugina. Sturturnar gáfu frá sér smá vatnsgusu ef ýtt var á hnapp en vatnið var svo lítið að kattar- þvottur varð að duga. Vatnið í sundlauginni var svo skítugt að ekki sást til botns og var það eng- in furða því að sumir baðgestir komu bakdyramegin inn og fóru jafnvel alklæddir í laugina. Al- gengustu sundfötin voru stuttbux- ur og skyrtubolur og baðgestir höfðu sumir með sér gosdrykki og kartöfluflögur ofan í. Ekki bætti úr skák að mjög margt fólk var í lauginni og þótti okkur þetta held- ur léleg þjónusta við ferðafólk. Það var þó bót í máli að tjaldstæði voru góð og líf og fjör í fólki. Elsk- endur ráfuðu um skóginn í faðm- lögum og litlir krakkar skutust á milli trjánna ymist að njósna eða í eltingaleik. Undir miðnætti kom kona akandi og lagði hún bíl sín- um við hliðina á okkar. Hún var einsömul á ferðaiagi og tók okkur tali næsta morgun. Hún virtist vera um fimmtugt, glaðvær kona sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún sagðist vera frá Denver á leið til Álaska og þó að eiginmaðurinn hefði orðið að hætta við ferðina þá hefði ekkert getað stöðvað sig. Hún hafði bitið það í sig að aka þessa leið, hvað svo sem það kostaði, og kvöldið áður en hún lagði af stað kenndi sonur hennar henni að skipta um dekk en sú þekking hafði komið sér vel. Konan var mjög ánægð með ferðalagið en sagði að það væri að vísu nokkuð dapurlegt að vera ein á ferð. Við gátum ekki annað en dáðst að hugrekki kon- unnar, sem sagðist aldrei hafa ek- ið svona langa leið áður, og óskuð- um henni góðrar áframhaldandi ferðar. Það var mikið um að vera á tjaldstæðinu; hlátrasköll frá galsafengnum krökkum bárust úr öllum áttum og raddir Kenny Rog- ers, Elvis Presley og Oliviu Newton-John runnu saman í und- arlegan kór. Það var fljótlega ákveðið að þetta yrði næstsíðasti dagur ferðalagsins. Við ókum fyrst örlítið til baka og skoðuðum höfuðstaðinn Whitehorse. Þessi 15.000 manna bær varð höfuðstað- ur Yukon 1953, en áin sem ber nafn fylkisins var eina þjóðleiðin til annarra staða fyrir opnun Al- can. Það sem vakti helst athygli okkar í þessum bæ var það að íslenskur ullarfatnaður var til sýnis fyrir ferðamenn meðal annarra handunninna kana- dískra gripa. ' Kampavín og samlokur Vegurinn var lélegur sem fyrr en ef vel var að gáð mátti sjá skóga og vötn í gegnum rykm- ökkinn. Fyrsti bærinn á þessari leið heitir því sérkennilega nafni Kampavín. Ein sagan um tilurð nafnsins er sú, að menn hafi skálað hér í kampavíni eftir vel heppnaða sölu á nautgripum. Nú búa hér eingöngu indíánar og hafa þeir augsýnilega fengið sig fullsadda af átroðningi ferða- manna því að stóru skilti hefur verið komið fyrir við kirkjugarð- inn þar sem á stendur eitthvað á þessa leið: „Þessum kirkjugarði er ekki ætlað að draga að ferða- menn. Vinsamlega virðið frið- helgi okkar eins og við virðum ykkar.“ Rétt eftir hádegi komum við að Kluane-vatni sem talið er feg- ursta vatn Yukon-fylkis. Það er um 400 ferkílómetrar að stærð og liggur þjóðvegurinn meðfram því endilöngu. Hvítir skýhnoðrar og blá og græn fjöllin endur- spegluðust í vatninu spegilsléttu. Það var ómögulegt annað en að fara út og anda að sér fersku fjallaloftinu og njóta þess að vera hluti af þessu fallega um- hverfi eitt augnablik. Það var orðið fátt um bæi en seinni hluta dags höfðum við viðdvöl í litlu kaffihúsi sem stóð langt frá öðrum húsum og því sannkölluð vin fyrir þreytta ferðamenn. Þarna gerðist nokk- uð sem varð til þess að við hlóg- um þaö sem eftir var dagsins. Davíð pantaði sér brauðsneið en það tók 30 mínútur að afgreiða brauðið. í ljós kom að konan hafði misskilið pöntunina, skorið niður heilan brauðhleif og út- búið 17 samlokur. Allar þessar brauðsneiðar kostuðu að sjálf- sögðu óhemju fé en konukvölin tók misskilninginn á sig og seldi okkur allan hauginn við vægu verði. Veggir kaffihússins voru þaktir persónuskilríkjum svo hvergi sá í auðan blett. Mörg þúsund nafnskírteini, viðskipta- kort og ökuskírteini af öllum stærðum og gerðum náðu frá gólfi og upp í loft og þúsundir andlita brostu við okkur meðan við renndum niður kaffinu. Alaska Fljótlega vorum við komin að landamærum Kanada og Alaska. Fyrsta spurning landamæra- varðarins kom okkur á óvart: „Hvað ætlið þið að gera við bíl- inn?“ Við sögðumst myndu aka til baka en féllum þó síðar fyrir þeirri freistingu að selja farar- tækið og fljúga heim til Denver. Dýrtíðin er mikil í Alaska og bíl- abraskarar gera ser sennilega mat úr því. Klukkan var orðin tæplega tíu þegar við komum til Tok, sem er fyrsti bærinn á þess- ari leið vestan við landamærin. Við renndum fyrst upp að mynd- arlegu húsi, upplýsingastöð ferðamanna. Þarna var lítið safn og mátti sá þar mikið af upp- stoppuðum dýrum, hundasleða af ýmsum stærðum og gerðum og á veggjunum voru upplýs- ingar í máli og myndum um sögu og menningu Alaskabúa. Morguninn eftir lögðum við af stað síðasta spölinn til Anchor- age. Þetta var 15. dagur ferða- lagsins. Leiðin frá Tok til Anch- orage er sérlega falleg, fyrst ein- göngu skógar en síðar fjöll, jökl- ar og vatnsmiklar ár. Farið er yfir hálendi og upp og niður hlykkjótta vegi fjallshlíðanna. Matanuska-jökull er svipmikill, þar sem hann rennur fram nál- ægt þjóðveginum og okkur var sagt að jökull þessi hafi lítið breyst síðastliðin 400 ár. Við nálguðumst óðum Anchorage; snyrtileg hús með vel hirtum görðum komu í ljós, byggðin þéttist, vegurinn breikkaði og batnaði með hverri mínútu sem leið og fyrr en varði vorum við komin inn fyrir borgarmörkin — takmarkinu var náð. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Upplýsingahandbók: Alaska, Western Canada Mile- post 1984. Sovétríkin: Rykið dustað af göml- um efnahagskerniingum Líflátnir hagfræðingar teknir í náðina á ný SOVÉSKI hagfræðingnrinn Alexander Chayanov hefur nú verið tekinn í náðina aftur, 48 árum eftir að hann var skotinn árið 1939. Hann var einn fremsti hagfræðingur Sov- étríkjanna, en gerði þau „mis- tök“ að leggjast gegn hinni skyndilegu miðstýringu í land- búnaði, sem Stalín fyrirskipaði. Þá voru smábýli leyst upp en ríkisrekin samyrkjubú stofnuð þeirra í stað. Að undanförnu hafa margir hagfræðingar frá þriðja áratugn- um verið fjarlægðir af svörtum nafnaskrám Sovétstjórnarinnar og er það talið til marks um áhuga núverandi valdhafa og hagstjóm- enda á kenningum hagfræðinga, sem gerðu athugasemdir við til- lögur Stalíns á sínum tíma. Þrátt fyrir að menn hafi verið sparir á hól um Stalín hefur lítið verið hvikað frá þeirri stefnu, sem hann markaði í hagstjórnun á fyrri hluta þessarar aldar, og er talið að sovéskir hagfræðingar séu famir að sjá samhengið milli þeirrar stefnu og blákalds veru- leika sovésks hagkerfis, sem ekki er upp á marga fiska. Chayanov var þeirrar skoðunar að landbúnaður, sem byggðist upp á smáum rekstrareiningum, gæti þróast og breyst — ekki með eign- arnámi ríkisins, eins og Stalín afréð — heldur með því að kynna til sögunnar samvinnurekstur. Hann færði ennfremur rök fyr- ir því að stórbýli hentuðu síst í öllum greinum landbúnaðar, heppilegasta stærðareining væri mismunandi eftir því hvað fram- leitt væri. í ljósi þess að Gorbachev Sovét- leiðtogi hefur mælt með stofnun smárra fjölskyldubýla innan þess kerfis tröllaukinna ríkis- og sam- yrkjubúa, sem er í Sovétríkjunum, eiga kenningar Chayanovs vissu- lega erindi enn þann dag í dag. Það að hann og fleiri, sem handteknir voru og létu lífið í hreinsunum á íjórða áratugnum, skuli vera teknir í náðina á ný — eða a.m.k. dregnir fram í dagsljós- ið — er enn einn liðurinn í þeirri áköfu umræðu, sem fram fer í Moskvu um að hve miklu leyti skuli horfið frá þeirri stefnu sem mörkuð var á þriðja áratugnum. Þetta hefur einnig leitt til þess að menn hafa að undanfömu velt fyrir sér NEP-stefnunni svoköll- uðu, sem gripið var til skömmu eftir byltingu þegar efnahagur Sovétríkjanna var í kalda kolum. Þá voru kommúnískar efnahags- kenningar lagðar til hliðar um nokkurt skeið til þess að rétta efnahaginn við. Samkvæmt NEP-stefnunni máttu smábændur rækta og selja eigin afurðir og hirða ágóðann sjálfir. Talið er að innan skamms verði Nikolai Búk- arín, sem var helsti talsmaður stefnunnar eftir dauða Leníns, tekinn úr ónáð. Mikilvægi ákvörðunar sem þeirrar að dusta rykið af Chay- anov, þó langt sé síðan hann dró síðasta andann, er talsvert. Slíkt er merki um það að skoðanir, sem um langt skeið vom fordæmdar sem hin versta villa, em nú leyfi- legar eða að minnsta kosti athugunar verðar. Síðast en ekki síst er nú leyfilegt að gefa verk þeirra út í Sovétríkjunum á ný. Aftökurnar á Chayanov og 13 öðmm skoðanabræðmm hans úr fremstu röð sovéskra hagfræð- inga gerðu það að verkum að verk þeirra hurfu úr hillum bóka- safna, þeir vom ekki nefndir á nafn opinberlega og að viðra svip- aðar skoðanir jaðraði við drottin- svik. Allar efasemdir um ágæti þeirrar stefnu Stalíns að iðn- væðing Sovétríkjanna hefði algeran forgang og að miðstýring í landbúnaði væri eina leiðin til þess að brauðfæða þjóðir Sov- étríkjanna vom þannig kæfðar í byrjun. Ljóst má vera að Stalín hafði rangt fyrir sér á báðum sviðum, en þrátt fyrir það er það en opinbert viðhorf stjórnvalda að samyrkjubúskapurinn og sú hraða uppbygging, sem krafist var í fyrstu fimmára-áætluninni, hafi verið nauðsynleg þrátt fyrir hin „neikvæðu áhrif“ sem af hafi hlotist. Heimild: Financial Times. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.