Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 9 HUGVEKJA Dauðinn eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON ■ 16. sd. e. Trin. Jóh. 11; 19.-27. Það hefur lengi verið feimnis- mál að tala um dauðann. Þetta er þó til allrar hamingju að breyt- ast, því dauðinn er staðreynd lífs okkar og það eina sem við vitum vissu um framtíð okkar. Það hefur alltaf verið erfitt að horfast í augu við dauðann og ég er ncjstum viss um að þú sem þessar línur lest varst var við viss- an kulda við það eitt að sjá myndina og lesa fyrirsögn þessar- ar hugvekju. Hvers vegna? Óttast þú dauðann eða kvíðir þú því að missa ástvin þinn? Já, svo er nú um okkur öll. En það sem við óttumst eigum við ekki að setja til hliðar og reyna að gleyma. Við eigum miklu fremur að ræða það sem við óttumst við trúnaðarvini okkar eða ástvini, við maka okkar eða böm. Það er meira en erfítt að hefja síkt samtal. Maður kvíðir viðbrögðum og veit ekki hvert umræðumar kunna að fara. Reyndar em fyrstu viðbrögðin svo oft á þann veg að svarað er: Hvers vegna að tala um þetta núna, eða tölum ekki um þetta, það er svo fjarri. Þetta em röng viðbrögð ástvin- ar. Ræddu um þessi skil, um það sem verður, um það sem breytist, um trú þína, fullvissu og von. Það er engin uppgjöf í sjúkdómsbar- áttu að ræða um dauðann, sé það gert af kærleika, umhyggju og ást af beggja hálfu. Er það ekki svo að dauðinn er erfíðastur þeim sem sárast syrgir? Oftast gengur viðkomandi í gegn- um langt og þungt tímabil eftir- sjár, þar sem minningamar koma hver af annarri um það liðna. Húsið og allir hlutimir heima minna á hinn látna og þegar frá líður kemur einmanaleikinn með sitt miskunnarleysi. Þá er þörf á ástvinum sem koma í heimsókn, sem áræða að tala um það sem er erfítt, tala um hinn látna, tala um sorgina og söknuðinn og geta síðan komið með fagnaðarboð- skap kristinnar trúar til þess sem syrgir. Einstaklingurinn á alltaf í sinni erfíðustu trúarbaráttu gagnvart dauðanum. Þá er engum spum- ingum hægt að fresta. Þær koma fram í huga þess sem bíður eða syrgir og spyrja óvægið um hvort það sé sannleikur, að það sé líf að þessu jarðlífí loknu og hvemig það líf sé. Okkar bemskutrú frá foreldmm eða afa og ömmu á sín svör, en nægja þau í nálægð dauð- ans sjálfs? Ég veit það ekki, en hitt veit ég að við íslendingar leitum víða svara. það er leitað til sértrúar- safnaða, annarra trúarbragða, spítitisma og miklu víðar. Kirkjan okkar vill svara trúar- spumingunni um líf eftir dauðann afdráttarlaust. Hún svarar við jarðarför hvers einasta manns með orðum Jesú Krists við Mörtu: ■ „Ég er upprisan og lífíð; sá sem trúir á mig mún lifa þótt hann deyi.“ Svo langt aftur sem við þekkj- um hefur spumingin um líf eftir dauðann verið í huga manna. Öll trúarbrögð umlykja þá spumingu. Kristin trú gerir það einnig. A dögum Jesú Krists var sú skoðun ríkjandi frá Faríseum að maðurinn myndi rísa upp á efsta degi en Saddúkear, sem vom veraldlegri, neituðu að til væri upprisa til annars lífs. Heilög ritning segir í texta þessa dags frá dauða Lazamsar, bróður Mörtu og Maríu. Hann hafði verið fjóra daga í gröfínni og margir höfðu komið að hugga þær systur. Þá kemur Jesú. María var heima í sorg sinni og ef til vill einnig með ásökun í huga en Marta gengur í móti Jesú og þau eiga orðaskipti, þar sem kemur fram takmörkuð trú Mörtu, um upprisu á hinum síðasta og efsta degi, en Jesús svarar svo afdrátt- arlaust um sigur lífsins, fyrst með orðum og síðan með staðfesting- unni: Hann kallaði Lazams til lífsins héma megin. Kristin trú stendur á þessum fagnaðarboðskap Jesú Krists. Hann staðfesti það með því að kalla dána til lífs og síðan með dauða sínum og upprisu. Þurfum við frekari vitnanna við. Getur verið að eina dæmisaga Jesú Krists um lífíð að jarðlífí loknu eigi enn við um okkur? Dæmisag- an í Lk. 16; 19.—31. fjallar um ríkan mann og fátækan og hvem- ig ríki maðurinn bað um það að ■ bræður hans fímm væm varaðir við. Honum var svarað í dæmisög- unni: „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum munu þeir ekki heldur láta sannfærast, þótt ein- hver rísi upp frá dauðum." Þrisvar sinnum kallaði Jesús dána til lífs og sjálfur staðfesti hann sigur lífsins yfír dauðanum. Þurfum við virkilega að leita ann- að til að svara spumingunni gagnvart dauðanum? Þurfum við virkilega að óttast svo mjög dauð- ann, kvíða og þjást? Þurfum við virkilega að mæta sorginni og eftirsjánni með svo miklum nístandi efa, þrúgandi einmana- leika og liðnum minningum, sem okkur fínnst við eins og verða að halda í. Nei, við getum mætt dauðanum með Jesú, tekið á móti sigri hans og veitt staðfestingu hans um líf og upprisu móttöku. Jafnvel einn- ig í sorginni og eftirsjánni, þján- ingunni og einmanaleikanum, því einnig þar er hann, Drottinn þinn og frelsari Jesú Kristur. Guð gefí að orðin hans hljómi inn í vitund okkar: „Ég lifí og þér munuð lifa.“ Gengi: 2. okt. 1987: Kjarabréf 2,318 - Tekjubréf 1,218 - Markbréf 1,178 - Fjölþjóðabréf 1,060 ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Þeir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Pú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum Pað margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á verðbréfamarkaðinum í Hafnarstræti 7 eða í Kringlunni. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Þú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Pú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson FJARFESÍINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ® (91) 28566 Kringlunni 123 Reykjavík S 689700 Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu kortareiknmg manaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 □ IMMaMMMWnMM OSA'SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.