Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Það er engm leið aðhæ t Annað hvort er að fylgjast með eða seljast í ruggustólinn að eilífu „Eitt lag, ein mistök, geta eyðilagt fyrir mér helgina. En þetta er svo stór hluti af lífi mínu.“ Rætt við Ingimar Eydal sem hefur spilað í Sjallanum í aldarfjórðung Það er erfitt að ímynda sér Grænland án jökla, sólskins- lausa Spánarströnd eða frumskóg án tijáa. Álíka erf- itt er að hugsa sér Sjallann á Akureyri án Ingimars Eydal. Gárungarnir segja að þegar arkitektar teiknuðu Sjálf- stæðishúsið við Geislagötu hafi þeir gert ráð fyrir Ingim- ar á grunnteikningunni af sviðinu og sama hafi átt sér stað þegar Sjallinn var endur- gerður eftir að Sjálfstæðis- húsið brann. Að slepptu því gáleysistali stendur eftir sú staðreynd að Hljómsveit Ing- imars Eydal hefur starfað í þessu húsi hartnær óslitið frá því starfsemi þess hófst árið 1963 og ekki virðist lát á þvi. Akureyringar og bæjargestir hafa getað gengið að því visu að Ingimar og félagar hans væru á sviði Sjallans flestar helgar ársins með danstónlist fyrir alla. Nýjustu og vinsæl- ustu dægurfluguraar eru komnar þar á kreik óðara en þær heyrast á öldum ljósvak- ans og gömlu lögin fljúga þar líka um, allt eftir því hveijir sækja staðinn hveiju sinni. Og þeir sem setjast að snæð- ingi áður en dansinn hefst geta jafnframt notið þess að heyra Ingimar og félaga töfra fram perlur úr klassik, djassi, kvikmyndatónlist eða hveiju öðru sem glatt getur eyrað á slikum stundum. En Hljómsveit Ingimars Eydal er agnarögn eldri en Sjálfstæðis- húsið, síðar Sjallinn. Hljómsveitin er tuttugu og fimm ára um þessar mundir og af því tilefni er slegið upp hátíðardagskrá þar sem fram koma fjölmargir þeirra listamanna sem leikið hafa með Ingimar þessi ár og þar er litið yfir farinn veg og staldrað við minnisverð atvik á ferlinum. Á þessum sömu tímamót- um þótti ráð að setjast kvöldstund með Ingimar Eydal við kaffíbolla og fríhafnarkúlur og skyggnast inn í huga hans. „Eg skal segja þér það að ef ein- hver hefði sagt við mig, þegar ég stofnaði Hljómsveit Ingimars Ey- dal, að það ætti fyrir mér að liggja að vera að þessu sama að aldar- fjórðungi liðnum, þá hefði ég aldrei tekið undir þau orð. Starfsævi hljómsveitarmanna er jafnan lokið þegar starfsævi annarra er um það bil hálfnuð. En sú kynslóð létttón- listarmanna sem hefur haldið sig við létta vímugjafa á borð við kaffí, sem ég mæli raunar ákaflega með, hún er einhvem veginn þannig að þarjgeta menn orðið allra karla elst- ir. Eg hef heyrt það sagt að sá sem spilar mikið á hljóðfæri haldi heila- starfseminni betur gangandi en sá sem vinnur venjuleg störf. Tónlist- armaðurinn heldur viðbragðsflýt- inn, hann verður að gera það. Og ég trúi því að það sé heilsusamlegt að spila. Maður fær útrás fyrir ýmislegt sem maður verður að losa um. Ef manni tekst vel upp við að spila er það eins og að hafa leyst erfítt dæmi og það veitir sælu. Þó em til tónlistarmenn sem hafa tek- ið sig svo alvarlega að þeir hafa beinlínis drepist úr óánægju yfir sjálfum sér og gerðum sínum, en þá er nokkuð langt gengið." Langir þrír mánuðir — En hver voru tildrögin að þvi að þú stofnaðir Hljómsveit Ingimars Eydal? „Það var nú svo að ég hafði lok- ið námi við Kennaraskólann, lesið utanskóla þriðja bekk menntaskóla hér fyrir norðan og verið í fjórða bekk í Menntaskólanum á Laugar- vatni hjá þeim ágæta manni Jóhanni S., Hannessyni. En mig langaði til að kenna. Við hjónin giftum okkur í desember 1961 og stofnuðum heimili og vildum helst vera hér á Akureyri. Þá stóðu mál- in svo að það vantaði ekki réttinda- kennara við skólana. Að vísu var laust hálft starf í tónlistarkennslu og hálft í íþróttum við Oddeyrar- skólann, sem stofnaður var nokkru fyrr, en þar sem ég yar hvorki íþróttalega vaxinn eða sinnaður sótti ég ekki um og starfíð féll öðr- um í skaut. Ég fór í fískvinnu en tónlistin blundaði í mér eins og ævinlega og það varð úr að ég stofnaði hljómsveitina og byijaði að spila í Alþýðuhúsinu í maí 1962. Raunar átti þessi hljómsveit aldrei að verða eldri en þriggja mánaða. Mér hafði nefnilega boðist að flytja til Reykjavíkur og spila í danshljóm- sveit fyrir gott kaup. En atvikin höguðu því svo að sú hljómsveit varð aldrei stofnuð og ég hélt áfram hér — og ég er feginn því. Þó að margt sé gott í Reykjavík hef ég aldrei kunnað við mig þar sem rign- ingin er lárétt og ævinlega hvasst, eilífur stormbeljandi eins og skáldið sagði. Og í Reykjavík er ekkert KEA svo ég var áfram á Akureyri. Þegar þetta var hafði komið krani og brotið niður hús sem stóð á homi Gránufélagsgötu og Geisla- götu. Fjársterkir aðilar höfðu keypt það og rifið til að byggja þar mynd- arlegt hús í líkingu við Sjálfstæðis- húsið í Reykjavík. Ég lét mér um munn fara að þama væri verið að vinna menningarlegt stórvirki, því gamla Alþýðuhúsið, sem raunar var þvottahús áður en því var breytt í samkomuhús verkalýðsfélaganna, var ekki með öllu hentugt sem skemmtistaður. Ég hélt þó áfram að spila þar þangað til Sjálfstæðis- húsið var opnað og flutti þá einfald- lega yfír götuna." Píanóleikari í lopasokkum — Áður en lengra er haldið, Ingimar, þú hafðir spilað i ýms- um hljómsveitum áður en sú varð til sem ber nafn þitt, Atlantik- kvintettinum og fleiri, en hvenær spilaðir þú fyrst í hljómsveit? „Það er nú orðið langt síðan. Þetta fer að nálgast fjömtíu ár. Það fór nefnilega svo að árið 1949, þeg- ar ég var þrettán ára, í sjöunda bekk, komst ég í atvinnuhljómsveit vegna þess að ég kunni að lesa nótur. Þetta var hljómsveit Karls Adolfssonar og hún spilaði á Hótel Norðurlandi. Á þeim ámm kom töluvert af skemmtikröftum hingað, aðallega fyrir tilverknað Freymóðs Jóhannessonar, og meðal annars þeir sem ég spilaði fyrst með. Það vom tveir dansarar, sænsk stúlka og þýsk, og önnur þeirra var með nektaratriði. Og það er með óþægi- legri atvikum sem ég man eftir að fínna fyrir stingandi augnaráði nektardansmeyjarinnar ef ég náði ekki að fylgja því eftir sem hún var að gera. Þetta var mikil reynsla fyrir bam, eins og ég var þá, en mér gekk vel. Ég var að vísu einu sinni rekinn heim. Þá hafði ég mætt á ballið á lopaleistum og það þótti ekki við hæfí svo ég varð að fara heim og ná í almennilega skó.“ Að kenna og hafa efni á því — En Sjálfstæðishúsið var opnað og þú spilaðir þar frá upphafi, en hvað varð um kenn- aradrauminn? „Hann blundaði í mér og það fór svo að haustið 1964 réð ég mig sem tónlistarkennara á Dalvík og kenndi Hyómsveit Ingimars Eydal þegar Sjálfstæðishúsið var opnað 1963: Kristinn Páll Kristjánsson, Hjalti Hjaltason, Óðinn Valdimarsson, Ingimar Eydal og Grétar Ingvarsson. I Sjálfstæðishúsinu 1965: Grétar Ingvarsson, Hjalti Hjaltason, Þor- valdur Halldórsson, Alfreð Andrésson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ingimar Eydal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.