Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Bréf skáldanna sem nú kemur inn, tekur pennann úr hendinni á mér og léttir þeirri torfu af þér að þurfa meira að lesa af slúðri. Með beztu kveðju. Þinn einlægur Matth. Jochumsson. 29. júlí 1905 Elskulegi vinur! Ég sendi þér ofurlítinn fomkveð- inn bragþátt1 — fjöruskeljar eins ferðalangs frá Flæmingjalandi feðra vorra, fundnar og tíndar við „þröm Bóknar", þar Fitjaskalli hjó í sundur hjamaskál hins harðfenga hersadróttins frá Jaðri — og þar með Nóreg úr hendi dýrðlingsins „digra". Lestu sjálfur grandgæfilega próförkina ef þú hirðir braginn og hafðu fymri rithátt, ef þér sýnist. Enda mun minn vera við veg. Kæra þökk fyrir 1. og 2. h. af „Skími", og er það allt bezt á bragð- ið, sem þú sjálfiir skrifar. En heldur skyldi ritið herða á sér en hitt, því að þrátt fyrir vom pólitíska gaura- gang og karga og seyrða „almenn- ingsálit", er tízkan sýnt afturhald, og sveitardráttur manna og sálar- krefða (eða hvem andsk. við eigum að kalla það) þvælir, eitrar og slepj- ar öll hin betri tilþrif. „Valdið inn í landið!" var lengi herópið. Viti menn; valdið kom! Aldrei hefur nokkur þjóð nokkum tíma né nokk- urstaðar byijað strákslegar að beita því vopni! Og tala ég það þó fremur til ofstopa þeirra, sem í móti eru stjóminni, en þeirra, sem in casu eiga að hafa taumhaldið. Hitt er víst, að þeir herrar mega eins gæta sín, því að „hætt er rasanda ráði". En — hvorki þú né Skímir á að fást við pólitík. Það er menning og öll andleg heiisa þjóðar, sem þú átt að styðja, örva og leiðrétta. Ó, að ég væri nú 30tugur! Því nú sé ég fyrst mína mission! Hörm- ung er að koma svo og fara í og úr tilverunni og höggva sí og æ þrem fetum um skammt, eins og Þórólfur Kvöldúlfsson! Því fer sem fer, enda sýnist mér, að hið ein- staka sé sem ekkert á metum alheimsins, enda og góðra gjalda vert, ef hann sjálfur gengur ekki í svefni! A eitt trúi ég. Það er allt, sem mér finnst vera gott — verulega gott. Án þess eða þeirrar lífsskoð- unar væri mér sama um allt, þ. á m. gamla drauminn um „upp- risu alls holds" o.þ.h. t.t. Matth. J. 28. ág. 1913 Elsku vin! Hjartans beztu þakkir fyrir langt og skemmtilegt bréf og alla þína elskusemi og liðveizlu í mínum bamdómi nr. 2. Mér fannst einhver sveitar- og heimilishýra anda frá bréfí þínu undir angri og ergelsi við Reykjavíkurveröldina, sem ekki hefur vit á né vilja til að sýna þér sóma eða nota eða meta þínar af- burðagáfur. Sárast þykir mér, að þitt saklausa, ljúfa og frumlega fjör hlýtur að dofna við ergjur og óánægju. Og enn verra að missa þig úr landinu! Ætli þú fáir ekki annað embættið, þá meistarastöð- una hér, ef Stefán fengi það í Reykjavík? Hér yrðir þú á höndum borinn. — Það er — þá er íslands óhamingju fyrst orðið allt að vopni, ef vorir gáfuðustu menn, einn eftir annan, neyðast til að flýja land — t.d. ef vor beztu skáld fara að eins og Einar skálaglamm hótaði Hákoni jarli að gera, þegar hann kvað: Sækjum jar! þann’s auka úlfsverð þorir sverðum. 1. Kvæði þetta var nefnt Noregs hvöt, kom fremst i 3. hefti Skímis 1905 og var fyrsta „ kvæði Matthiasar, er birtist i Sklmi. Yrðu þá eftir leirskáldin — eins og Har. Níelsson segir í ísafold. Af prestum yrðu eftir pokar og hræsnarar og af spekimönnum snápar og skúmar, ærutobbar og afglapar! Músétin brauð og margarin mundo þá fyrir kost og vín — þegar það missir mín og þín - mata vort land á bömin sín! Hjartans þakkir fyrir lestur próf- arka Svanhvítar — og bættu hendingvnalÞú mátt eiga 10 skástu kveðlingana í kverinu fyrir vikið, — taka þá úr kverinu og geyma þér niðri í lq'allara! En sá selur P.H. skal betala þér fyrir hvem leiðréttan staf í litla ritinu — í gulli, því (þú) ert gullmaður í mínum augum og gull í voru göfuga tungumáli, því máli, sem ég efast um, hvort nú séu uppi margir fleiri en við tveir leiknari í því eða laghentari við matreiðslu í búri þeirrar gyðju. Ég skrifa „nú“, úr því Patróklus er dauður, :úr því Stgr. er allur. Hans lát kom yfir mig eins og reið- arslag. Það var dimmt skúraveður úti og tekið að skyggja. Fannst mér koma í mig einhver óþreyja, stend upp og geng út, lít ósjálfrátt upp á útsuðurloftið og sé þá, að fáninn blaktir á hálfri stöng yfir Gagnfræðaskólanum, en hvergi ella. Ég í símann, og þá kom frétt- in! Um morguninn kallar Ólafur Bjömsson mig upp og leggur fast að mér að síma til sín samdægurs nokkrar hendingar. Ég verð við ósk hans, og svo misprentast illa heil hending (: „þótt heiman stykki"!! fyrir „hér á foldu"). Vísumar eru fjarri því að geta heitið heppilegar. Um þann mann er hentast að skrifa í óbundnu máli; og þar treysti ég þér bezt. „Vestri" minnist Steingr. laglegast, að mér þykir, allra blaða, sem mér hafa borizt. — Mjög inter- essant er það, sem þú segir mér um kynni ykkar hans síðasta vetur og skapsmuni hans, og „draumur- inn“ er svo talandi, að hans má ekki sakna úr eftirmæli eftir hann. Hann var einhæfur, einelskur, djúp- ur og dulrænn maður; defect í ýmsu, eins og listamenn og vitring- ar tíðast eru, nokkuð trúgjam og veikgeðja, og enginn veraldarmað- ur, allra manna indælastur vinum sínum, væri allt með felldu og að hans skapi. Fyndni hans og skop var ein af vöggugáfum hans, frum- ieg, ótæmandi, bamsleg ýmist eða sár og eiturkennd, og svo auðug, að aldrei fymist. Sú gáfa hans hélzt og ávallt síung til elli. Af okkar nærfellt sextíu ára viðkynningu er mér fastast í minni okkar fyrstu samfundir. í nóv. 1856 kom ég sem frumferli fyrst upp á Garð og mæti fyrir innan portið tveimur ungum mönnum, og man ég enn, hvemig þeir voru klæddir; kom mér óðara I hug, að þar sæi ég merka sveina. Annar hét Sigurður málari, en hinn Steingrímur. Við töluðum fátt sam- an í það sinn, en ég merkti mér þá þegar skáldið og málarann. Eft- ir fáa daga vorum við Steingrímur orðnir mátar, og smásaman svo samrýndir, að við fundumst nær því daglega! Ég var þá kaupmanns- fiðrildi og þó montinn nokkuð, og þótt menntun mín væri mjög á víð og dreif, var ég með í mörgu og mátti eflaust vel minna á nýjan Sölva Helgason. En ekki létu landar það á sér skilja og þó sízt Steingrím- ur. Ég lá upp að bijósti hans, eins og við sambomir bræður værum, og lásum saman hávaðann af heimsins fegurstu fræðum: Hómer, Sofokles, Ossian, Heine, Göthe, Schiller og Sæmundar Éddu. Ég var í sjöunda himni og hann að þýða 1001 nótt. Þrem árum síðar fór ég í skóla, svo úr honum og á prestaskólann, úr honum í prest- skapinn, kvongaðist tvisvar og — alltaf skrifuðumst við á sem bræð- ur. Og 1871 vorum við aftur saman í Höfn og undum okkur enn vel. Svo kom hann heim, og ári síðar hittumst við í Rvík. Rétt áður en ég flutti austur að Odda kom upp fæð milli okkar — mest af milli- burði og meðfram matningi og misskilningi okkar sjálfra. En loks fundumst við enn og skildum aldrei úr því okkar bræðralag. En ekki vorum við eiginlega skaplíkir, nema þegar við skemmtum okkur eða nutum saman náttúrunnar í al- gleymi. — Ég á bágt með að hugsa þann mann horfinn. En mér fer að sköpuðu, og hans viðskilnaður varð hinn fegursti. Þú minntist á hrafnaþingið í holti! Já, „Oft hefur Ingunn illa lát- ið, en aldrei sem í kvöld,“ kvað Bæ(gi)sár-Jón. Sé nokkurt synda- straff til, þá er það vitlaus pólitík. Og hvar er hún óvitlaus? Vertu svo ástsamlegast kvaddur og kossaður, hér stundlega, en ann- ars heims eilíflega! Þinn Matti 15.1. ’19 Elsku vinur! Þolanlegt ár! Aldrei kom mér til hugar, að ég áttræður skyldi lifa þessa veraldar- bylting! Fyrr mátti nú rota en dauðrota; eða getur þú áttað þig eða séð nokkurt vit, nokkra mein- ing, nokkum enda á þessu hafróti — þessu Heklu- og Kötlugosi hnatt- arins? — Og ég, sem trúði á mannkynsins og einkum stórveld- anna guðdómlegu siðmenning! Og þó: snemma í þessum heljarstormi þóttist ég heyra óm eða undanfara eilífrar raddar, eins og einhver æðri lúðurhljómur væri í aðsigi eft- ir storminn, landskjálftann og eldinn. Spámaðurinn kallaði það þyt kvöldandvarans. Og nú — og fyrir löngu síðan — þykist ég skilja „the (still) small voice".1 Allt var rotið og hnefaréttur þjóðanna skyldi af- máður. Og trúin var orðin tjóður og tuska, því enginn trúði til sið- bóta. Þetta er 1. miðinn, sem ég krota við dagsbirtu síðan snemma í haust og fram í kaldri forstofu; við ljós sé ég afarilla, en vænti skárri sjón- ar, þegar fram á líður. Að tala um prívatsorgir er ekki til neins nú. Verst er, að ég get ekki haft full not af „Light" eða enskum blöð- um með smáum stíl. Að spíritisminn fer að ná og er að ná taki á þjóðunum, er mér stór- fagnaðarauki. En við raman er reip að draga og langvinn barátta eftir. Og nú hætti ég eða öllu heldur augun að sjá. Heilsa Sig. mag. Guðm. með þökk fyrir hans glæsilegu grein um Gest á Hæli. Vertu svo blessaður með ástvin- um þínum! Sá gamli á Sigurhæðum. Bréf Huldu (Unnar Benediktsdóttur Bjarklind) Það bréf Unnar til Guðmundar, sem hér er birt, er ódagsett, en af efni þess verður ráðið, að það var skrifað snemma árs 1937. Fyrra bindi Dalafólks hennar hafði komið út haustið 1936, og hana langar til, að Guðmundur minnist þess í Skími. Af því varð raunar ekki, en hann gat á sínum tíma, í Skími 1916, um smásögur Unnar, Æsku- ástir, er út komu á vegum Sigurðar Kristjánssonar 1915. Sá ritdómur verður nú birtur hér, áður en kem- ur að umræddu bréfí Unnar. Ég hefi tvílesið þessa bók — með ánægju. Það er gaman að heyra hljóðið í nýjum streng. Og þessar sögur eru vorblær í íslenzkri sagna- gerð, hreinn og þýður. Þar er birkiangan og blómilmur frá gró- andi dölum. Þama er skáld/rona, og segir frá íslenzkum konum. Og þó það sé fróðlegt að heyra, hvað karlmenn finna í sálum kvenna, þá myndi hinu verða trúað betur, sem kona segir frá systrum sínum. 1. skilju „the (still) small voice": hinn bllða vindblæ. Hér er um tilvitnun að ræða til Fyrri bókar konunganna, 19. kap., 12. vers. Reyndar væri synd að segja, að íslenzkum konum væri borin illa sagan í bókmenntum vorum að fomu eða nýju. Þar eru margar kvenperlur. En ekki ófríkkar hópur- inn með þeim, sem Hulda leiðir við hönd sér ofan úr dölunum. Þær eru hver annarri yndislegri. Einkenni þeirra er óeigingjörn ást, sem veit hvað hún vill, en heimtar ekki meira en fyrir er. Þama eru íturvaxnar og sjálfstæðar konur, sem drekka bikar saknaðarins með tign yfir hvarmi, ásökunarlaust. Hugljúfari dalablóm hafa ekki vaxið í íslenzk- um sögum. Bezta sagan þykir mér „Sumar", og er merkilegt, ef hún fer ekki víðar en um ísland. Einn af stærri spámönnum bók- mennta vorra hefir kveðið til Huldu, að hún væri „fyrsti gróður vors nýjasta skóla“. Þau orð mega vel fylgja þessari bók. Mímisvegi 4, Reykjavík. (Janúar 1937) Herra landsbókavörður Guð- mundur Finnbogason og frú. Það er víst seint að segja gleði- legt nýár og ennþá seinna að senda bók, sem gefin var út í haust, en ég ætla nú samt að gera þetta hvort tveggja. Ég hefi legið í rúminu frá því í nóvember þangað til núna fyr- ir viku síðan. Og nú ligg ég aftur í inflúensunni. Ég hugsa: máske er ekki seinna vænna og fer nú að skrifa ofan á sænginni útafliggjandi það sem ég hefði viljað segja við ykkur hjónin hér heima hjá okkur í góðu næði. Bið ykkur hjartanlega að fyrirgefa, hve seint „Dalafclkið" mitt ber að dyrum ykkar — fyrir- gefa ljóta skrift og slitrótta hugs- ar.aþræði þessa miða. Já, næst þegar „Skímir" kemur út, langar mig í ritdóm, skrifaðan af skilningi. Ekki svo að skilja, að bókinni minni hafi verið illa tekið, hún hefur selzt vel og fremur vin- gjamlega á hana minnzt. Beztan ritdóm skrifaði magister Guðni JónSson í Morgunblaðið. En við lítum nú alltaf dálítið upp til „Skímis“, og þar vildi ég óska að yrði vel skrifað um söguna mína. Ungur og státinn kommúnisti, kunningi minn, sagði við mig: „Ég kannast ekki við þessa kynslóð, sem þama er lýst." Ég svaraði: „Ertu þá búinn að gleyma henni ömmu inni? Þetta er þó hennar kynslóð. næstu bók skaltu fá að sjá fram- an í þig og þína samtíð." (Amma hans er einstæðingskona, sem hefur kostað hann í skóla.) Hann sagðist ekki þekkja til þess, að algengt væri að sveitabændur sigldu — jafn- vel til Ameríku. „Hvar segi ég, að það sé algengt?" spurði ég. Einn óðalshöfðingi er látinn fara vestur, en ég þekki ýmsa, sem hafa farið oftar en einu sinni. En það segi ég alls ekki í bókinni. Þá fór pilturinn að tala um Þingeyingamont al- mennt og vildi eyða öllu sérstöku. Því miður er hann ættaður úr Þing- eyjarsýslu í aðra ættina. Ég hygg, að margir ungir oflát- ungar líti þannig á „Dalafólkið“ mitt. En hvað yrði sagt, ef ég lýsi mönnum eins og Amgrími Gíslasyni málara, Magnúsi á Halldórsstöðum f Laxárdal, Þorgils gjallanda, Jóni Gauta, Einari f Nesi, já, öllum, sem ég man vel, því að þeir vom sam- herjar og vinir föður míns. Af því að ég var að lýsa því, sem býr eða gæti búið í átthögunum, varð ég að nefna gamlan bókavörð. En ég hygg, að þar sé svo vel í hóf stillt, að enginn geti sannað upp á mig Þingeyingamont. En hvað mig langar að lýsa sýsl- ungum okkar eins (og) þeir em glæsilegastir og skemmtilegastir, en það er svo margt alltof nærri, til þess að við því verði snert, ennþá sem komið er. Og þó að ég kalli söguna Dala- fólk, þá er hún fyrst og fremst um eina konu% eins og undimafnið bendir til. Ég hefi valið bændaaðal f aðalpersónur þessarar sögu. Það em nógu margir, sem keppast við að lýsa bændaskríl og durgum, sem ég efast mjög um að sé til, nú að minnsta kosti. í næstu bók verð ég því miður að lýsa ýmsu af lakara tæinu, en ég ætla ekki að níðast á neinum eða neinu. Og nú þegar ég er farin að skrifa um „menn, sem ég man“, ri§ast svo margt upp fyrir mér, að klökknar fyrir bijósti. Elskulegir vinir föður míns ættu það skilið, að ég segði margt fagurt og ótrú: legt — en þó gullsatt — af þeim. í dimmbláu vetrarrökkrinu man ég Sigtrygg á Hallbjarnarstöðum koma á skíðum sínum á dalbrúnina, renna sér riddaralega í hlað, sitja fram undir sunnudagsmorgun á tali við föður minn um músík. Hann fann gamla norræna langspilstón- stigann. Þeir faðir minn sömdu fögur lög, sem sungin eru um allt land og erlendis. Sigtryggur samdi líka textann. Fyrir sextán árum kom norskur tónfræðingur til þess að rannsaka gamla tónstigann og varð doktor fyrir, þegar hann kom heim. Hann dvaldi hjá okkur á Húsavík og heimsótti öldunginn Sigtrygg að ráði föður míns. Sigtryggur gladd- ist eins og bam, en Eggen varð doktor, mest vegna þess er hinn gamla bóndi fræddi hann um. Einu sinni gaf faðir minn móður minni fallegt lag við uppáhaldssálminn hennar í afmælisgjöf. Ætli það þætti trúlegt í sögu. Á nóttunni, þegar ég vaknaði, var stundum ljós í húsi foreldra minna. Ég leit til borðsins, þar sat þá Pétur Gauti og faðir minn oftast líka — ég horfði úr litla beddanum mínum á þá, mér fannst sem ljósið lýsa fremur úr augum þeirra en frá lampanum. Og ég sofnaði róleg út frá þessu ljósi. Á morgnana vöknuðum við syst- umar stundum við það, að Jón í Múla var að lesa kvæði. Hann stóð þar, hár og konunglegur og sindr- aði úr svörtum augunum. Einu sinni vaknaði ég við það, að hann var að lesa Skútahraun É(inars) B(ene- diktssonar). Kvæðið dundi eins og fossafall fyrir eyrum mér, og sælu- hrollurinn gagntók mig, þótt ég skildi eiginlega sama sem ekkert í þessu nýja kvæði. Ekki var ævinlega talað með virðingu um presta og kirkju af mývetnsku kunningjunum, en aldrei viðhöfðu þeir ljót orð. Væri Jakob Hálfdánarson viðstaddur, var hon- um að mæta. Kvöld eitt vom þeir venju fremur berorðir kunningjamir (ekki samt Pétur Gauti). Jakob sat og hlustaði, reri ofurlítið og strauk höndunum um hnén. En er honum þótti mælirinn fullur, stökk hann á fætur, sló út örmunum, eins og hans var vandi, ef hann komst í geðshræringu. „Hver ykkar getur aukið þumlungi við hæð sína?“ spurði hann og stóð eins og fyall fyrir framan þennan glaðværa raunhyggjumannahóp. Þeir þögn- uðu, brostu hálfvandræðalega og felldu talið. Enginn vildi styggja Jakob. Og ekki þótti vinunum betra að styggja móður mína en Jakob. Það kom fyrir, er þeir vom að ræða áhugamál, að mamma kom og leiddi okkur litlu systumar þegjandi út, ef við sátum þar inni í einhveiju hominu hlustandi og lúpulegar þó. Ég man enn, hvemig móðir mín leit til vinanna. Og hygg ég þeim hefði þótt betra að vera slegnir kinnhest en mæta því tilliti. Móðir mín elskuleg, þú varst í okkar augum meiri en allir þessir greindu menn, sem við litum þó upp til. Og þú ert það enn og verður. Vinum föður míns reiddir þú hlýjar sængur og veittir af ástúð, þó efnin væm ekki ætíð mikil. En skoðanir þeirra lézt þú engu breyta í sál þinni. Það var sem sjálfur guð legði þér ótæmandi stjrk til alls og að þú þyrftir einskis að leita hjá mönn- unum. En nú er ég held ég komin full- langt frá byijun þessa bréfs og verð að fara að hvíla mig frá riss- inu. Það er svona, þegar farið er að hreyfa við minningunum, kemur ein af annarri og lítur til manns tryggðaaugum. Eitt andlitið af öðm gægist fram — en nú verð ég að bjóða þeim góðar nætur og biðja þau að bíða. Eg vona, að mér batni þessi inflúensa, þó að ég sé ekki vel við henni búin. Og þá ætla ég, með guðs hjálp, að finna Dalafólkið mitt á hugðarstundum og tala margt við það og skrifa það sem má. Fyrirgefið svo allt masið. Góða nótt! Ykkar einlæg Unnur B. Bjarklind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.