Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 KENMNGIN, SAMKYNHNEIGÐ OG SKÍRNIN 1. Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stendur í Mósebókum eða öðrum ritum Gamla testamentisins sem aigiit lögmál til skilyrðislausrar eftirbreytni? 2. Er samkynhneigð synd, sem útilokar mann frá kirkjunni? 3. Hver er afstaða þín til skírnarinnar? Á að líta á skírn ómálga barns sem kukl? Björn Björnsson Ábyrgð á hegðun en ekki á hneigðum — segir Björn Björnsson prófessor í guðfræðideild háskólans Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðrum ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? Fráleitt tel ég að svo sé. — Jesús sagði, að hann væri ekki kominn til þess að niðurbijóta lögmálið heldur til þess að uppfylla það. Sjálfur kenndi hann í orði og verki, hvers eðlis sú uppfylling væri. Hann greindi skarpt á milli ákvæða lög- málsins, fann sum þeirra léttvæg, önnur ófrávíkjanleg. Dæmi um hin fyrri gætu verið boð og bönn varð- andi helgi hvíldardagsins, en boðorðin tíu um hin síðari. Aðspurð- ur sagði hann, að allt lögmálið og spámennirnir hvíldu á aðeins tveim- ur boðorðum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Við annað tilefni ávítaði hann fræðimenn og farísea fyrir að hirða ekki um það, sem „mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti". Jesús Kristur er sjálfur mæli- kvarði á gildi boða og banna lögmáls Gamla testamentisins. Þess vegna höfum við Nýja testamentið. Er samkynhneigð synd, sem úti- lokar mann frá kirkjunni? Þessari spumingu má að mínum dómi svara stutt og laggott: Nei, synd útilokar ekki menn frá kirkj- unni. Ef ekki væru syndugir menn væri engin kirkja. Allt frá fyrstu tíð hefur boðskapur kirkjunnar átt brýnast erindi við og átt vísasta áheym hjá þeim, sem kannast við að þeir eru syndugir menn. „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara." Þau voru orð Jesú. Kirkjan er samfélag manna, sem bej-a fram tvær játningar,, sem við. Einar Sigurbjörnsson nánari skoðun er aðeins ein: „Vík frá mér, herra, því að ég er syndug- ur rnaður," — „Þú ert Kristur, Drottinn, sonur hins lifanda Guðs.“ — Að játast Kristi er ákall og bæn um fyrirgefningu syndanna. Þetta gildir um alla menn, og er þá ekki spurt um stöðu þeirra eða stétt, kynferði, hörundslit, aldur, eða — kynhneigð þeirra. Hitt er svo annað mál, að vilji menn stunda þá iðju að safna glóð- um elds að höfðum samkynhneigðra með biblíuvitnunum, þá má benda á, að sú góða bók gefur þeim, sem gagnkynhneigðir eru, ekkert tilefni til að vera með mikla kokhreysti. Yfir þeim er oft og einatt felldur þungur áfellisdómur vegna þess að þeir — þótt gagnkynhneigðir séu — víkja sér undan þeirri ábyrgð að lifa siðprúðu kynlífí. Af marggefnu tilefni, og nú hin síðustu misseri vegna lífsnauðsynlegra varna gegn eyðni, er full ástæða til þess að leggja hina þyngstu áherslu á, að það er kynhegðun manna fremur en kynhneigð þeirra, sem mestu máli skiptir. Á hegðun sinni bera menn alla jafnan fulla siðferðislega ábyrgð, á hneigðum sínum ekki. Hver er afstaða þín til skírnarinn- ar? A að líta á skírn ómálga barns sem kukl? Skímin er kröftugt tákn, en um leið yfírlýsing um náð Guðs, sem elskar manninn að fyrra bragði, án nokkurs atbeina af hans eigin hálfu. Aldrei er þetta tákn skírara eða yfírlýsingin sannari en þegar ómálga bam er borið til skírnar. Að nefna kukl í sömu andrá er hryggileg glámskyggni á ást Guðs. Kirkjan er samfélag syndara — segir Einar Sigurbjörnsson prófessor í gnðfræðideild háskólans Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðrum ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? I Fjallræðunni segir Jesús, að hann sé ekki kominn til þess að afnema lögmálið eða spámennina, heldur til þess að uppfylla það. Orðasambapdið „lögmálið ,og spá- Halldór Gröndal mennirnir" var um daga Jesú notað sem heiti á þeim rithluta Biblíunn- ar, sem við kristnir menn nefnum Gamla testamentið. Lögmálið er að fínna í Mósebókum og er kjarni þess boðorðin 10, sem Jesús dró saman í tvöfalda kærleiksboðorðið: Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta, sálu og mætti þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig. Báða þáttu þessa boðorðs er raunar að finna í Móesbókum, þótt þeir séu þar ekki felldir saman. Hvað Jesús á við með að uppfylla lögmálið, kemur fram í Fjallræðunni og ann- ars staðar í kenningu hans og breytni: Að uppfylla lögmálið er að framganga í skilyrðislausum kær- leika, ekki aðeins gagnvart vinum sínum, heldur og óvinum. Það ítrek- ar Páll postuli, er hann segir, að allt lögmálið sé uppfyllt í þessu boðorði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Það var í sam- ræmi við þessa túlkun sína á boðorðum Móselaga, að Jesús gekk fram með ákveðnu frjálsræði and- spænis lögmálinu, læknaði á hvíldardegi og taldi, að sitthvað væri að athuga við fyrirmælin um hreina og óhreina fæðu, svo að dæmi séu nefnd. Jesús setti mönnum fyrirmynd eða reglu til að fara eftir. Utfrá boðskap og breytni Jesú hafa kristnir menn frá öndverðu álitið, að lögmálið þurfí túlkunar við mið- að við kærleiksboðorðið og aðstæð- ur hveiju sinni. Að Jesús uppfyllir spámennina merkir, að hann er sá sem öll fyrir- heiti Gamla testamentisins rætast í. Kenning kirkjunnar er þar með sú, að Jesús er lykillinn til skilnings á Gamla testamentinu bæði lögmál- inu og öðrum vitnisburði. Jesús er ljósið, sem lýsir upp sali þess, svo að hægt er að ganga þar um og rata. Og svo skært ljós er Jesús, að kjaminn kemur fram, þegar því er brugðið á staði í Gamla testa- mentinu, en hismið hlýtur að brenna. Er samkynhneigð synd, sem úti- lokar mann frá kirkjunni? Ég held, að það sé ekki til nein sú synd, sem útiloki mann frá kirkj- unni. Kirkjan er samfélag syndara. Það er einmitt önnur uppistaðan í sjálfsvitun kristinna manna að vita sig syndara frammi fyrir Guði. Hin uppistaðan í sjálfsvitund þeirra er tijúin.eða yitundin upj fyrirgefningu: Ólafur Oddur Jónsson syndanna fyrir Krist. Á grundvelli hennar leitast kristnir menn við að feta veg helgunarinnar og á þeim vegi styðjast þeir við ákveðnar regl- ur sem viðmiðun í lífí sínu og eru þær helstu boðorðin 10. Þau mynda vamargarð um samskipti fólks, líka kynhegðun. Helsta boðorðið viðvíkjandi kyn- hegðun fólks er sjötta boðorðið: „Þú skalt ekki drýgja hór!“ Ég man ekki í svipinn eftir neinni betri út- skýringu á því en útskýringu Lúthers, sem er á þessa leið: „Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að vér lifum hreinlega og siðlega í orðum og verkum ..." Sjötta boðorðið minnir okkur með öðrum orðum á, að það leiði af trúnni á Guð, að við tölum og breytum hrein- lega og siðlega! Þetta held ég sé nokkurn veginn aðalefnið í kenn- ingu Biblíunnar um þetta. Hún mælir gegn hvers konar saurug- leika, en hvetur til hins gagnstæða. Þar er því talað gegn fjöllyndi og saurlífi, en áhersla lögð á hrein- lyndi og siðsemi. í Biblíunni er litið svo á, að heil- brigðu og eðlilegu ástalífi verði aðeins lifað milli karls og konu inn- an vébanda hjónabandsins. Undir það hefur kirkjan tekið á öllum öld- um og í samræmi við það álit er niðurlagið á áðurgreindri skýringu Lúthers þetta: „ og sérhver hjón elski og virði hvort annað.“ Þess vegna flokkast líka samkyn- hneigð í Biblíunni undir afbrigðilega kynhegðun og telur Páll postuli hana þess konar breytni, sem menn hljóti að_ láta af, ef þeir gerast kristnir. Á grundvelli ummæla hans var stundum litið svo á, að samkyn- hneigð væri refsivert athæfi. Reyndar voru kristnir menn ekki einir um þetta, heldur hafa verið til hliðstæðar reglur í öðrum þjóð- félögum en kristnum. Nú á dögum eru menn reiðubún- ir til þess að líta þetta mildari augum og skilja samkynhneigð öðr- um skilningi. Það leiðir og af því, að menn hafa hlustað á raddir sam- kynhneigðra og fengið þar með nýja innsýn í mál þeirra. Það álít ég jákvæða þróun og held, að sam- kynhneigð sé ásamt ýmsu öðru atriði, sem menn verða að gera upp við samvisku sína. En samviskan getur ekki verið æðsti dómarinn, heldur samviskan upplýst af orði puðs. Því verða samkynbneigðir ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.