Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Séra Kristján Valur Ingólfsson Við viljum lifa í dag'- legri iðrun og sátt Maríusystur leggja mikla áherzlu á dreifingu bóka, bæklinga og orða til uppörvunar. Systir Phanuela er til hægri á myndinni. Fréttir frá lút- erskum kirkjum — Spjallaðvið systur Phanuelu, Maríusystur frá Danmörku Veðurblíðan faðmaði mið- bæinn og fólk strunsaði létt og lipurlega um götur og gang- stéttir. Bergstaðastrætið teygði sig frá Laugaveginum suður að Landspítala og dæsti fagnandi í sólskininu með Bernhöfts- bakarí ilmandi og mannmargt í fanginu. Þar hitti ég Friðrik Schram guðfræðing, sem valdi sér smákökur í poka. Komdu og hittu Maríusystumar hjá okkur, ef þú hefur fáeinar mínútur, sagði hann. Og drekktu með okkur kaffisopa. Friðrik er forystumaður Ungs fólks með hlutverk, sem hefur flutt bækistöðvar sínar á Berg- staðastræti lOa, á hornið á Hallveigarstíg. Stemmningin þar uppi var sú sama og niðri á götu og í bænum, þokkafullt annriki þrungið friði og rósemi. Kanaan-vinir á íslandi Systir Phanuela og systir Anne Kristine voru í nokkurra daga heimsókn. Þær starfa í miðstöð Maríusystranna í Danmörku. Syst- ir Phanuela hefur komið hér þrisvar áður og hefur traust sam- band við vinahóp hér, sem kallast Kanaan-vinir. Nafnið er dregið af bækistöðvum Maríusystranna í Darmstadt í Þýzkalandi. í Kana- an-vinahópnum hér er fólk úr íjóðkirkjunni, UFMH, KFUM og K og Hjálpræðishemum. Kærleikur og trúartraust Hvert er aðalmarkmið Maríu- systranna? Systir Phanuela svarar. Kær- leikurinn til Jesú, persónulegur og djúpur kærleikur til Jesú er eitt það mikilvægasta í lífinu. Við eig- um að hvíla í þeim kærleika. Jesús þráir kærleika okkar kannski meira en verk okkar. Við erum oft svo önnum kafin við að gera eitt og annað fyrir Jesúm að það verð- ur okkur mikilvægara en að elska hann. Þessi kærleikur gerði okkur viljugar til að ganga veg trúarinn- ar, án mannlegra trygginga. Allt frá byijun hreyfingar okkar. Við byggðum móðurhúsið í Darmstadt þannig. Og enn þann dag í dag erum við skuldlausar. Allir hópar Maríusystra lifa eftir þessu. Handleiðsla og uppörvun Ég gæti sagt þér margar sögur af því hvemig við erum leiddar eftir vegi trúarinnar til að koma öðru fólki til hjálpar. Einn daginn þegar ein systra okkar var að taka bensín var afgreiðslumaðurinn með reiging og spurði hana hvort Guð hefði nú sagt eitthvað sérs- takt í dag. Henni fannst þá eins og sagt væri við sig að hún skyldi gefa honum orð, miðana, sem við höfum prentað með uppörvunar- og huggunarorðum. Hann leit á einn miðann, hún vissi ekki hvem, og sagði: Trúir þú þessu? Já, sagði hún, ég trúi því. Næst þegar þau sáust kallaði hann til hennar: Þetta orð var satt, systir. Það er undur- samlegt að fá að færa fólki von og sannfæringu þegar það á í erfið- leikum. Iðrun og sættir Afleiðing kærleika okkar til Jesú er að við viljum lifa í daglegri iðr- un og í sátt við okkur sjálfar, systrasamfélagið og annað fólk. Við ræðum um iðrun og sættir. Systir Phanuela segir að fólk, sem leiti sálusorgunar hjá þeim Maríu- systrum sé eindregið hvatt til að gera upp það sem farið hefur úr skorðum. Hún kveður það víðs Ijarri að nægilegt sé að gera upp þessi mál í eigin huga, það sé held- ur ekki nóg að ræða þau aðeins við Guð. Fólk þurfí líka að sættast við þær manneskjur, sem það varð ósátt við, ef það er mögulegt. Þetta kemur fram á ákaflega sýnilegan máta í miðstöðvum okk- ar í Þýzkalandi. Þar hittum við fólk frá mörgum þjóðum. Þessar þjóðir gætu allt eins verið ósáttar við okkur Þjóðveija en vegna fyrir- gefningar Jesú getum við verið saman og átt samfélag fullt af undursamlegum kærleika. I nokkr- um löndum settum við upp sátta- töflu með bæn um fýrirgefningu í garð Þýzkalands. Við þýzkar syst- ur biðjum um fyrirgefningu til handa Þýzkalandi. Við þörfnumst þess afar mikið á okkar tímum að rétta hvert öðru höndina til fyrir- gefningar og sátta. Móðir Basilea hefur sagt að því nær sem við komumst inn að hjarta Jesú því nær komumst við hvert öðru. Hlýöni og undirgefni Friðrik er farinn út í prent- smiðju og Eimý er búin að hita kaffí. Eimý Ásgeirsdóttir er hluti af traustu og góðu skipulagi skrif- stofunnar, sem er sífellt reiðubúið til að afklæðast þessu skipulagi og gefa sér tíma til umhyggju. Þær systir Anne Kristine og Eimý setj- ast hjá okkur en Guðný og Kiddý, ungar konur með hlutverk, sinna störfum sínum í hinum enda stof- unnar. Við systir Phanuela emm ekki lengur öldungis sammála og hinar tvær horfa brosandi augum á okkur yfír rendurnar á kaffiboll- unum. Við emm famar að tala um undirgefnina. Þið talið um að vera undirgefnar og háðar öðmm, vera eins og böm, segi ég. Er það á stefnuskrá ykkar? Já, svarar systir Phanuela. Jesús var hlýðinn við foreldra sína. Hann fór heim með þeim úr musterinu þótt hann hefði kannski viljað vera þar lengur. Við eigum líka að vera undirgefín öðmm. Það nær miklu lengra en að sýna kurteisi í dag- legu lífí. Einu sinni kom til okkar kona, sem átti afskaplega upp- stökkan og erfíðan eiginmann. Við ráðlögðum henni að sýna honum undirgefni. Og eftir nokkum tíma var maðurinn hennar orðinn trúað- ur eins og hún. Ég skil ekki hvemig þú getur látið þér lynda allt það, sem ég geri þér, sagði hann. Þú hlýtur að hafa eignazt nýjan og mikinn kraft. Við ræðum málið nánar og þær Eimý og Anne Kristine hlæja létti- lega. Það er ekki af kurteisi daglegs lífs, sem við fellum talið, heldur vegna þess að ég þarf að hitta fólk úti á Bergstaðastræti eftir tíu mínútur og það er skyn- samlegast að nota þær til að skrifa niður nokkrar alfræðistaðreyndir um Maríusystumar. Móöir og systir Maríusystur em evangelísk- Iúterskt systrasamfélag innan lútersku kirkjunnar í Þýzkalandi. Hreyfíngin varð til eftir stríðið 1947 undir leiðsögn móður Basileu Schlink, sem Guð kallaði til starfs- ins. Hún er andleg móðir syst- ranna, sem þær geta leitað til eins og börn til móður. Móðir Basilea hefur skrifað bækur og bæklinga og það er snar þáttur í starfi hreyf- ingarinnar að dreifa ritum til uppörvunar og leiðbeiningar. Móð- urhús Maríusystra er í Darmstadt í Þýzkalandi og þær starfa í 24 löndum. Þær em nú um 180 tals- ins og koma frá 20 löndum. Hver sú kona á aldrinum 18 til 30 ára, sem hefur fengið köllun frá Guði, getur orðið Maríusystir. Þýskur biskup nýr forseti Lúterska heimssambandsins Jóhannes Hanslemann biskup í Bæjaralandi í Þýzkalandi hefur verið kosinn forseti LH í stað Zoltan Kaldy, ungverska biskups- ins, sem lézt í vor. Hinn nýi forseti segist ekki munu beita sér fyrir breytingum í stefnu LH. Hann segir að það sé alveg jafn mikil- vægt að styrkja trúna í Evrópu og Norður-Ameríku eins og að vinna að alheimstrúboði. LH mun halda áfram að vinna að eflingu mannréttinda og leitast við að draga úr mannlegri þjáningu. Jó- hannes Hanselmann segist munu beita sér fyrir því að styrkja enn tengslin við lúterskar kirkjur í Austur-Evrópu og ætlar að heim- sækja lúterskar kirkju í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu innan tíðar. Kona frá Jórdaníu einnaf varaforsetum LH Aida Haddad frá Jórdaníu var kosin einn 5 varaforseta LH í stað Jóhannesar Hanselmanns. Konur, óvígðir karlar og æskulýðsfulltrú- ar studdu hana til sigurs. Aida Haddad segir að það séu ekki trú- arleg vandamál, sem leysa þarf í samskiptum Palestínufólks og gyðinga í Landinu helga. Palestíu- menn eigi ekki í útistöðum við gyðinga heldur Síonista. Hún hvetur kristið fólk til að heim- sækja kristna araba þegar þeir koma til Landsins helga. 2 nýjar kirkjur í LH 2 nýjar kirkjur hafa bætzt við LH. Lúterska kirkjan í Malavíu, sem telur 3.000 manns og Lippe- kirkjan í Vestur-Þýzkalandi, sem í eru 231.000 manns, sameinuð- ust LH á síðasta stjómarfundi, sem haldinn var í Viborg í Dan- mörku á 40 ára afmæli sambands- ins. Eftir sem áður eru aðildar- kirkjumar samt 104. Það er vegna þess að amerísku kirkjunum fækkaði um tvær við sameiningu þriggja lútersku kirknanna í eina. Lúterska heimssambandið mun halda áfram að vinna að eflingu mannréttinda og kristinnar trúar. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Róm. 7—8. Afbrotin fyrirgefín Mánudagur: II. Kor. 5.20—21. Látið sættast við Guð. Þriðjudagur: I. Jóh. 2.2. Friðþæging okkar. Miðvikudagur: Ef. 1.7—8. Endurlausn okkar. Fimmtudagur: Ef. 5.1—2. Lifíð í kærleika. Föstudagur: I. Tím. 6.12. Beijist trúarbaráttu. Laugardagur: Jóh. 15.14—15. VinirKrists.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.