Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 33 búinn að reyna margt áður en hann hitti lagasmiðinn Jim Stein- man, sem þá var að vinna að söngleik. Meðal annars lék hann Eddie í Rocky Horror Show kvik- myndinni. Jim Steinman samdi fyrir Marvin, sem þá þegar hafði tekið sér nafnið Meat Loaf, söngleik sem þeir félagar æfðu í ár. Að lokn- um æfingum fóru þeir í hljóðver til að gera plötuna Bat Out of Hell, sem út kom 1977. Bat Out of Hell seldist dræmt til að byrja með, en salan tók kipp eftir að Meat Loaf fór í mikla tónleikaferö um Bandaríkin til að kynna plöt- una. Tónleikaferðin vakti mikla athygli, svo mikla, að frásögn af ferðinni var birt í Newsweek, enda gekk svo mikið á á sviðinu, að iðu- lega þurfti að gera hlé á tónleikun- um til að gefa Meat Loaf súrefni. Herma sögur að éitt sinn hafi hann verið það hætt kominn að hjartað hafi stoppaö í miðjum klíðum. í kjölfar velgengni Bat Out of Hell, hefur Meat Loaf gengið illa að fóta sig á tindinum. Hann átti í erfiðleikum með röddina, missti hana reyndar um tíma, en hann hefur þó haldið áfram að gefa út plötur þó Jim Steinman sé ekki lengur samstarfsmaður hans. Einnig lék hann í kvikmyndinni Roadie með Debby Harry, Roy Orbison og Alice Cooper. Margir kannast án efa við lagið Rock and Roll Mercenarys sem hann söng með John Parr. Það lag er á næst síðustu plötu kappans, en væntan- leg er tvöföld tónleikaplata. Á þeirri plötu, sem segir sjálfsagt eitthvað um væntanlega tónleika á íslandi, er að finna hans helstu lög, en þeim til viðbótar syngur kappinn rokkblöndu úr Johnny B. Goode, Slow Down, Jailhouse Rock og Blue Suede Shoes. Tón- leikaframkoma hans hefur víst ekki breyst og herma heimildir að það gangi mikið á á sviðinu þegar sungið er. Það er Split promotions sem flytur Meat Loaf inn, en það fyrir- tæki hefur áður flutt inn Europe og A-Ha. Tónleikarnir í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem Landbúnaðar- sýningin var, og ef allt gengur að óskum má búast við því aö þar verði meira um tónleika í vetur. Meat Loaf í Reiðhöllinni Bandarfski söngvarinn Meat Loaf er sá erlendi tónlistarmaður sem flestar hljómplötur hefur selt á íslandi og hafa ekki aðrir komist með tærnar hvar hann hefur hælana. Plata Meat Loaf, Bat Out of Hell, seldist í um 14.000 eintökum hér á landi og enn selst platan þó í minna mæli sé. Ekki er gott að gera sér grein fyrir hvers vegna íslendinga féllu svo flatir fyrir Bat Out of Hell, en líklega er þar um að kenna að með plötunni hingað til lands fylgdu kvikmyndaðir tónleikar Meat Loaf, hvar hann fór hamförum á sviðinu. Sú kvikmynd var klippt í búta og voru bútarnir sýndir í íslenska sjón- varpinu á ólíklegustu og tímum. Þar voru því komin fyrstu tónlistar- myndböndin á (slandi og það varð til þess að áður en varði átti Meat Loaf hug og hjörtu íslendinga. Nú gefst rokkáhugamönnum gott tækifæri til að fá að líta hvað það er við Meat Loaf sem ekki aðeins selur plötur hér á íslandi, heldur hefur komið honum í Guinn- ess heimsmetabókina, því Meat Loaf heldur tónleika á íslandi næstkomandi sunnudag. Meat Loaf, sem fæddist Marvin Lee Aday fyrir réttum 40 árum, var Nr. Flytjandi—titill venjul. verð afslverð 1. MichaelJackson —Bad ?SÍ 719 2. Pet Shop Boys—Actually 719 3. TerenceTrent D’Arby— Introducing 719 4. Mick Jagger — Primitive Cool 719 5. Housemartins - The people that grinned 719 6. Pink Floyd—A momentary lapse of reason 719 7. TheSmiths—Strangeways... herewecome 719 8. Cock Robin—Afther here through midland 719 9. Public Image LTD - Happy? 719 10. HörðurTorfason - Hugflæði 719 11. Deacon Blue - Raintown Xff 719 12. Jethro Tull - Crest For A Knave 719 13. Úr mynd - Beverly Hills Cop 719 14. Madonna - Who’s that girl? J9T" 719 15. Úrmynd-Labamba 719 16. The Cars-Doorto Door ysf^ 719 17. Fra Lippo Lippi - Light and Shade yxr 719 18. Loverboy-Wildside ysS' 719 19. Bananarama—Wow ysf 719 20. Da da-Da da 629 Betri kaup gerir þú ekki. Tilboð vikunnar Hörður Torfason Hugflæði Venjul.verð £09,- Tilboðsverð 719,- Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstíg, Strandgötu og Hagkaup, Kringl- unni. Póstkröfusími 11620 og 28316 (símsvari). Póstkröfuþjónusta. Rauðarárstíg 16 s. 11620 og 28316 Simsvariopinn allan sólarhringinn. Sími28316. Góð þjónusta. Nú skín sólin skært á Kanaríeyjum ' 7 7 Kanaríeyjaferðirnar eru ávallt jafn vinsælar Margar ferðir að fyiiast - Bókið þvísem fyrst Brottfarir: 1. nóvember 27. nóvember 18. desember 8. janúar 29. janúar 19. febrúar 11. mars 25. mars 8. apríl - 4 vikur - laus sœti - eldri borgara afsláttur - 3 vikur - laus sæti - eldri borgara afsláttur - 3 vikur - uppselt - jólaferð - 3 vikur - laus sæti - 3 vikur - nokkur sæti laus - 3 vikur - nokkur sæti laus - 2 vikur - laus sæti - 2 vikur - laus sæti - páskaferð - 2 og 3 vikur - heim gegnum London - laus sæti Verð frá: Kr. 32.977.- 3 í íbúð, Corona Blanca, í 2 vikur 25. mars. Kr. 35.701.- 3 í íbúð, Corona Blanca, í 3 vikur 27. nóv. AÐEINS GÓÐIR GISTISTAÐIR í BOÐI. HOLICAN - RAÐHÚS - PLAYA DEL INGLES CORONA BLAvNCA - ÍBÚBIR - PLAYA DEL INGLES SAN VALENTIN PARK - RAÐHÚS - PLAYA DEL INGLES PRINCESS - ÍBÚÐIR - LAS PALOMAS Ríflegur Barnaafsláttur - íslenskur fararstjóri FERÐASKRIFSTOFAN Allra val Suðurgötu 7 Simi 624040 • Jt.* * I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.