Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 40 KENNINGIN, SAMKYNHNEIGÐ OGSKÍRNIN aðeins í einstaklingnum". Þegar dýpst er skoðað þá eigum við þátt í sekt annarra, vegna þess að við höfum brugðist, verið kærleiks- snauð og hrokafull. Allir hafa syndgað, einnig hinir „góðu og trúuðu", þess vegna þurfa allir að snúa sér til Guðs. Enginn er hærra settur en annar og engin synd útilokar menn frá kirkjunni. Kirkjan er og verður samfélag synd- ara sem lifa af fyrirgefningu Guðs. Hver er afstaða þín til skírnarinn- ar? Á að líta & skím ómálga barns sem kukl? Nýja testamentið ber því vitni að skímin hafi grundvallar merk- ingu fyrir kristið líf. í skímarskipun Jesú Krists segir: „Farið því oggjör- ið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda ...“ Merking bamaskímar- innar er fólgin í þvl að Guð stígur fyrsta skrefið áður en við getum nokkuð gert fyrir hann. Hún tjáir óverðskuldaða náð Guðs. Menn hafa velt vöngum yfír því hvort böm hafí verið skírð í frumkirkjunni. Því verður ekki svarað með fullri vissu. Fyrstu áreiðanlegu heimildir eru frá 200 e.Kr. Þó má draga þá ályktun af Nýja testamentinu því þar segir að maður hafí verið skírður og „allt hans fólk“ eða „heimamenn". (Post. 16:33,1. Kor. 1:16.) f þessum tilvik- um er átt við alla fjölskylduna, þjónustufólk og böm meðtalin. Rök gegn bamaskíminni verða heldur ekki sótt til Páls postula. Hjá honum er trúin ekki forsenda skímarinnar, því þá yrði skímin að verkarétt- læti. Trúin er ekki skilyrði fyrir hjálpræði Guðs, heldur fullvissa um hjálpræði hans. í janúar 1982 samþykktu nær allar kirkjudeildir eftirfarandi í Líma í Perú: „í vaxandi mæli viður- kenna nú kirkjumar skím hver annarrar sem hina einu skím til Krists, þegar skímarþegi hefur ját- að Jesúm sem Ðrottin eða, þegar ungbam á í hlut, kirkjan (foreldrar, forráðamenn, guðfeðgin og söfnuð- urinn) hefur játað þetta fyrir hönd þess og það síðar staðfest þá játn- ingu með persónulegri trú og skuldbindingu. Skímin verður ekki endurtekin. Sérhvert atferli sem túlka má _sem „endurskím" ber að forðast." íslenska þjóðkirkjan sem átti aðild að þessu samkomulagi, sem grein á meiði evangelísk lúth- erskrar kirkju, virðir því skím annarra trúflokka, en ætlast til þess að þeir geri slíkt hið sama og endurskíri ekki fólk sem í þá geng- ur komi það úr þjóðkirkjunni. Það ber að harma þegar menn nota hugtak eins og kukl (gemingar) um aðra helgustu athöfn kirkjunnar, sem stofnsett var af Jesú. Þess háttar yfírlýsing birtir ósvífni og hroka sem virðir ekki það sem er öðmm heilagt. Meðan málunum er þannig komið ber að gera greinar- mun á þeim sértrúarflokkum sem slíkt viðhafa og þeim trúflokkum sem eiga aðild að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga og vilja vinna að einingu kristinna manna. Orð Krists ráða úrslitum — segir Sigurður Ægisson sóknarprestur, Djúpavogi Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðrum ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? Svarið við þessari spumingu velt- ur á því, hvað felst hér í orðinu „kirkja". Evangelísk-lúthersk kirkja boðar eitt, hvítasunnumenn annað og kaþólskir hið þriðja og svo mætti lengi telja. Ef „kirkja" merkir hins vegar kristna menn um heim allan, verður hver að svara fyrir sig. Og þannig kýs ég að túlka heitið. Að Gamla testamentið eitt sér hafí úrslitavald sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftirbreytni? Nei. Testamentin bæði, hið gamla og hið nýja, em tengd óijúfanlegum böndum sem gerir það að verkum, að þau verða að tala saman. Ef Gamla testamentið eitt telst vegur- inn, sannleikurinn og lífíð, til hvers var þá Guðs sonur gefinn? Og það sem tengir hinar 66 ólíku bækur testamentanna er Jesús Kristur. Við getum tekið dæmið um lík- amann. Testamentin bæði, með sínum ólíku höfundum, mynda líkama, þar sem Kristur er höfiiðið. Segjum nú að spuming vakni um eitthvert tiltekið efni og testament- in greini á: Einhver rit Gamla testamentisins segi þetta, en bréf Nýja testamentisins hitt. Hvað er þá til ráða? Jú, að beina sjónum að meistaranum sjálfum, Jesú Kristi. Orð hans ráða úrslitum. Er samkynhneigð synd, sem úti- lokar mann frá kirkjunni? Öllum stendur opin leið til að hljóta fyrirgefningu Guðs, vegna dauða sonar hans á krossinum. Við, sem teljast viljum kristin, höfum ekkert vald til þess að læsa samkynhneigða úti, vegna þess ein- faldlega, að við höfum þar engin lyklavöld — vorum aldrei ráðin til dyravörslu. Kristur er dymar og ræður því sjálfur hverjir inn mega ganga. Nú má ekki skilja orð mín sem svo, að allir samkynhneigðir, hvar sem þeir dvelja, séu þar með sjálf- krafa í kirkjunni hólpnir. Einungis þeir, samkynhneigðir eða ekki, sem leita Guðs finna hann. Hinir teljast ekki kristnir. Þessu til stuðnings bendi ég til líkingarinnar af trénu. Þar segir meistarinn: „Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hveija þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af...“ Hér er talað um hveija þá grein sem ekki ber ávöxt, hvort sem hún snýr fram eða aftur á trénu . .. Það er trúin ein sem gildir, að fylgja Kristi. Marga ritningarstaði væri hægt að nefna til styrktar orðum mínum um rétt samkynhneigðra til vem í kirkjunni, en þó læt ég hér nægja þessi sýnishom: „Komið til mín, allir...“ (Matt. 11:28.) „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." (Jóh. 8:12.) „Ég er dymar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast." (Jóh. 10:9.) „Guð fer ekki í manngreinarálit." (Róm. 2:11.) Að lokum þetta: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir... Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ (Matt. 7:1-5.) Látum því Krist um það einan að velja til veislunnar. Hver er afstaða þín til skírnarinn- ar? Á að líta á skírn ómálga bams sem kukl? Víst er, að sögnin „baptizo" á grisku, sem notuð er jafnan um þessa athöfn, skímina, í Nýja testa- mentinu, merkir að færa í kaf, dýfa undir vatnsyfírborðið. Og guðspjöll- in segja okkur frá því, að Jesús hafí verið skírður á þann veg. Hins vegar kemur bamaskímin fram í kirkjunni þegar á fyrstu öld- um lífs hennar, og virðist ná almennri hylli. Hvers vegna þessi breyting varð á framkvæmd athafnarinnar gildir einu. Það sem máli skiptir er, að kirkjunnar menn töldu báðar að- ferðimar jafn gildar, og hafa fyrir sér haft „leyfí" eða vitnisburð guð- spjallanna. Mætti til dæmis nefna hér orðin fleygu: „Leyfíð bömunum að koma til mín, vamið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.“ Hvemig áttu bömin að geta komist til Krists, nema í gegnum skímina? Ég tel skímina vera táknræna athöfn, sáttmála Guðs og manns. Þar tjáir Guð kærleika sinn viðkom- andi, en sá tilkynnir, með því að ganga þetta skref, með hveijum hann stendur. Ef til mín kæmi maður, óskírð- ur, og bæði mig um niðurdýfíng- arskím, myndi ég hiklaust gangast undir það. Þó ekki vegna þess, að mér fyndist það „réttara", heldur vegna þess, að það er biblíulega grundað. Ég legg að jöfnu barnaskírn+ fermingu annars vegar, og full- orðinsskírn hins vegar (þ.e. niðurdýfíngarskím, svo fremi að viðkomandi hafí ekki verið skírður áður sem bam). Ástæðan er sú, að mér fínnst að þátttaka Guðs í skíminni hljóti að aðalatriðið, en ekki magn þess vatns, sem notað er. Skírnin er til að frumkvæði Guðs — segir Þorbjörn Hlynur Arnason sóknarprestur, Borg á Mýrum Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðrum ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? Gamla testamentið er stór bók sem segir langa og viðburðaríka sögu af samskiptum Guðs og manna. Víst má lesa Gamla testa- mentið á margan hátt, en kristnir menn hafa yfírleitt skoðað það { ljósi Nýja testamentisins. Þeir hafa litið svo á, að Gamla testamentið birti sögu fyrirheita Guðs er fái síðan uppfyllingu sína í hinni al- gjöru opinberun Guðsvilja er birtist í persónu Jesú frá Nasaret. Við getum því sagt, að mikilvægi Gamla testamentisins hvað kristna menn varðar, felist í því, að það geymir spádóma og fyrirheit um þann er við játum sem Messías eða Krist. Skipta má innihaldi Gamla testa- mentisins í tvo flokka. Annars vegar er vitnisburður er fer mjög saman við vitnisburð Nýja testa- mentisins. Hins vegar er um að ræða efni sem er mjög mótað af þeim sögulegu og félagslegu að- stæðum er Israelsþjóð bjó við á hveijum tíma. í Mósebókunum er að fínna lagafyrirmæli, eins konar forskriftir um hræringar þjóðarlík- amans. Þessar forskriftir geta kristnir menn ekki skoðaðð sem algild lögmál um mannlega breytni, því þær eru svo augljóslega mótað- ar af aðstæðum síns tíma og eru að auki margar hveijar utangarðs í þeirri heildarmynd er Gamla testa- mentið gefur. Víst er vandi að lesa og skilja Gamla testamentið; til þess þurfa menn þjálfun og helst fræðilega þekkingu á þeim fjölmörgu þáttum er þar koma til sögunnar. Það er ákaflega vafasöm aðferð, og ekki vænleg til skilnings á þeim trúar- vitnisburði er Gamla testamentið geymir, að taka einstaka staðhæf- ingar úr lagafyrirmælum Mósebók- anna út úr samhengi sínu og gera þær algildar, án þess að bera þær saman við heildarsvip Gamla testa- mentisins; þá deyðir bókstafurinn andann. Kirkjan reynir í boðun sinni að lesa Gamla testamentið í heild til að greina andann, merkinguna sem býr í þessu dæmalausa riti. Er samkynhneigð synd, sem úti- lokar mann frá kirkjunni? Kirkjan er vettvangur allra manna sem trúa og játa syndir sínar, hvemig svo sem mennirnir eru, hvaða þjóð eða kynþætti þeir tilheyra. Allir sem játa trú á Jesú Krist og eru skírðir til samfélags við hann geta kallast kristnir menn og eiga því heima í kirkjunni. í þessu efni er vitnisburður Nýja testamentisins og kirkjulegrar hefð- ar ákaflega skýr. Samkynhneigt fólk hefur lengi þurft að kenna á þeirri skelfílegu mannlegu áráttu — þeirri synd að kristnum skilningi — að útskúfa þá sem eru öðruvísi. Við sjáum glögg- lega af guðspjöllunum, að Jesús gerir sér far um að leita uppi þá sem eru hataðir og útilokaðir frá mannlegu samfélagi. Það er voða- legt að hugsa til þess, að það hefur hent kristna menn að ofsækja minnihlutahópa, til dæmis gyðinga og samkynhneigt fólk og vísa þeim út í ystu myrkur. Kirkjan er samfélag syndara; frá mannlegum sjónarhóli er hún ekki annað. Kristnir menn í kirkjunni geta því ekki komið saman og úr- skurðað að samkynhneigt fólk sé selt undir eilífa reiði Guðs; til þess hníga engin rök. Hleypidómar gegn samkyn- hneigðu fólki eiga ekki heima í kjama kristinnar siðfræði; þar er meginefnið kærleikur til náungans og þjónustan í þágu lífsins sem Guð hefiir gefíð heiminum. Kristnir menn eru kallaðir til samúðar og umhyggju ekki síst gagnvart þeim sem eru öðruvísi en venjubundið munstur samfélagsins segir til um. Hver er afstaða þín til skímarinn- ar? A að líta á skírn ómálga barns sem kukl? Rök fyrir kristinni skím em þjón- usta Jesú frá Nasaret, dauði hans og upprisa. Skímin er því enginn venjulegur mannlegur hlutur, held- ur verður hún til að fmmkvæði Guðs, þar sem mannkyn er kallað til samfélags við skapara sinn og endurlausnara með einstæðum hætti. Ungbamaskím hefur tíðkast í kirkjunni um aldir. Þegar ómálga bam er skírt þá er það vissulega gert á ábyrgð foreldra eða forráða- manna, sem vilja trúar sinnar vegna færa bamið til skímar. Með þessum hætti vilja foreldramir fyrir hönd bamsins á gmndvelli eigin sann- færingar og viðurkenna þá einnig að í trúarefnum er ekki til neitt hlutlaust ástand; að það er ekki mögulegt að ala barn upp í trúar- legu tómarúmi; maðurinn er annað hvort kristinnar trúar eða ekki. í ungbamaskíminni birtist einnig samfélagseðli kristinnar trúar. Bamið á þá hlut í trú foreldra sinna, og þar sem það sjálft getur ekki flutt persónulega játningu trúar sinnar fyrr en síðar, þá hvílir óhjá- kvæmilega sú skylda á foreldrunum að kenna baminu og ala það upp í trú svo það sjálft fái skilning á merkingu skímarinnar og skímin beri þannig ávöxt. Trúaðraskím, þ.e.a.s., þegar skírt er fullvaxta fólk sem sjálft getur farið með játningu trúarinn- ar, er vissulega góð og gild. Þar kann þó að birtast sú afstaða að fmmkvæði Guðs í skírninni sé að- eins gilt að fullnægðum ákveðnum mannlegum skilyrðum. Ungbarn- askírnin undirstrikar hins vegar rækilega hið algjöra fmmkvæði Guðs í skíminni; skímin markar ávallt upphaf í trúarlífí og við þiggj- um hana óverðug fyrir náð Guðs. Hvort heldur kirkjur iðka fullorð- inna- eða ungbamaskírn, þá er mikilvægt að viðurkennt sé að skímin verður ekki endurtekin. gfyiiane Súlznoóiti&inuUL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.