Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 39 TöluverÖar umrœður hafa oröiö um þaö hér í Morgunblaðinu undanfarið, hvernig bregÖast eigi viÖ í viÖkvœmum málum frá kristnum sjónarhóli. Nœgir íþví efni sérstaklega aÖ vísa til afstööunnar til samkynhneigðar og skirnarinnar. Afþessu tilefni sneri MorgunblaÖið sér til nokkurra guðfrœÖinga ogpresta íþjóðkirkjunni og lagÖi fyrirþá þrjár spurningar. Sigurður Ægisson Þorbjörn Hlynur Árnason Þórir Stephensen eins og aðrir, sem eru innan veggja kirkjunnar að hlusta á rödd henn- ar, sem segir út frá orði Guðs við hvem og einn: taktu mið af regl- unni um hreinlyndi og siðsemi. Fagnaðarerindið í boðskap kirkj- unnar um þessi efni er þetta: Drottinn ber með þér þá byrði, sem kynhneigð þín er og vill hjálpa þér að vinna þann sigur í lífí þínu, sem þú verður sæmd(ur) af. Fel honum því vegu þína og treystu honum. Hann mun vel fyrir sjá! Hver er afstaða þín til skímarinn- ar? A að líta á skím ómálga bams sem kukl? Afstaða mín til skímarinnar er í stuttu máli þessi: Skímin er athöfn, þar sem Drottinn veitir náð sína. Að baki einfaldleika athafnarinnar býr háleitur leyndardómur, sem ég lýt í lotningu og viðurkenni í þakk- læti. Þá er ég var skírður sem ómálga bam, aðeins um þriggja vikna gamall, breiddi Jesús Kristur sjálfur faðm sinn móti mér og gerði mig að bami sínu, innsiglaði mig sér og gaf mér pant arfleifðar með sér. Þetta er trú mín og hana á ég með kirkjunni minni og veit, að hún hefur þegið hana frá Jesú sjálfum og postulum hans. Á grundvelli hennar hef ég borið bömin mín til skímar og treyst því, að þar með legði ég þau í hendur Guðs á sama hátt og trúaðir foreldrar lögðu mig í hendur hans. Þess vegna finnst mér það ganga guðlasti næst að líkja bamaskím við kukl. Hún er athöfn, sem boðar og birtir, hversu það er Guð, sem sjálfur stígur fyrsta skrefið til þess að frelsa menn og bíður ekki eftir fmmkvæði af manna hálfu. Fyrirmynd skímarinnar er um- skumin í Gamla testamentinu, sem einmitt var veitt ómálga bömum. En munar umskumar og skímar er sá, að umskum er ytra tákn á holdi karla, en skímin er innra tákn, er tekur til jafnt karla sem kvenna. Þegar Páll talar því um eininguna í kirkjunni, þar sem öllum múmm milli stétta, þjóðema og kynja er eytt, talar hann á gmndvelli skímarinnar og horfir á umskum- ina sem tákn um útilokun, sundr- ungu. Hann minnist ekki á bömin, þess þarf ekki, því að það er sjálf- gefið, að þau eiga að fá hlutdeild í sömu gæðum og foreldrar þeirra: Að tilheyra Kristi sem limir á líkama hans, sem þegnar í ríki hans. Það er það sem skímin gerir: Að gróðursetja menn á Kristi og veita þeim þegnrétt í ríki hans. Frá þeirri náð em bömin ekki útilokuð. Af lögmálinu leiðir blessun og bölvun — segir Halldór Gröndal sóknarprestur í Grensássókn Er það í samræmi við kenningu* kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðmm ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? Áður en ég svara fyrstu spum- ingunni vil ég gera grein fyrir því, Iivemig ég lít á Biblíuna í heild. Ég trúi að Biblían, bæði Gamla og Nýja testamentið, er orð Guðs. Ég trúi að Biblían er innblásin af Guði og að hún er nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar og til menntunar í réttlæti, eins og hún segir sjálf (2 Tim.3:16). Ég trúi að Biblían opinberi vilja Guðs og ráðs- ályktun hans fyrir manninn og að hún eigi erindi við alla menn. Og ég trúi að orð Guðs hafi bæði vald og mátt til þess að framkvæma ráðsályktun Guðs, sem er að endur- leysa og frelsa manninn frá syndugu lífemi hans. Ég trúi að orð Guðs vari að eilífu og að það er eini óbreytanlegi gmndvöllur trú- arinnar. Ég trúi að orðið varð hold í Jesú Kristi. Eftir að hafa gert þessa játningu verður svar mitt við fyrstu spum- ingunni jákvætt. Mósebækumar og ýmis önnur rit Gamla testamentis- ins hafa að geyma boðorð, lög og reglur fyrir líf okkar. Þetta er kall- að einu nafni lögmál Guðs og það er enn í gildi. Um það sagði Jesús Kristur (Lúkas 16:17). „En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lög- málsins falli úr gildi." Guð meinar það sem hann hefur sagt og lætur ekki að sér hæða. Af lögmálinu leiðir síðan bæði blessun og bölvun. Og það er ok, svo mikið ok, að maðurinn kiknar undan því. Hann getur aldrei haldið það allt. Við bijótum gegn lögmáli Guðs og það er synd. „Allir hafa syndgað og skortir dýrð Guðs.“ (Róm. 3:23.) Og laun syndarinnar er dauði stendur þar. Kirkjan á að boða lögmál Guðs, en aldrei eitt og sér. Heldur alltaf með elsku Guðs, sem birtist í hjálp- ræðisverki Jesú Krists fyrir synd- uga menn. Þess vegna er alltaf von fyrir alla menn. Því að Jesús Krist- ur tók á sig ok og bölvun lögmálsins og dó á krossinum á Golgata. Kirkj- an boðar fyrirgefningu Guðs öllum mönnum. Svar mannsins við elsku guðs er að snúa sér frá villu sinni og synd- um, gjöra iðrun og trúa fagnaðarer- indinu og játast Jesú Kristi. Sá sem þetta gerir öðlast blessun Guðs. En sá sem hafnar elsku Guðs og vilj- andi heldur áfram að brjóta gegn iögmáli hans, hann kallar yfir sig ioölvun og glötun. Er samkynhneigð synd, sem úti- lokar mann frá kirkjunni? Ungum var mér kennt hvemig bömin verða til. Það er þegar karl- maður og kona koma saman. Ekki karlmaður og karlmaður eða kona og kona. Það var mér kennt að væri ónáttúrulegt og óeðlilegt og að það héti kynvilla og að það bæri mér að forðast mjög. Kynvilla væri röng. Þessi skoðun mín hefur ekki breyst. Spurt er hvort kynvilla sé synd. Ég vil svara því þannig, að virkur kynvillingur lifir í synd. Slíkt lífemi flokkast undir það sem Guð kallar saurlifnað og það er synd. Um þetta talar orð Guðs tæpitungulaust bæði í Gamla og Nýja testamentinu og varar alvarlega við því. Á sama hátt bannar orð Guðs sifjaspell og mök við skepnur. Enn er spurt hvort kynvillingur geti verið í kirkjunni. Allir menn hafa syndgað, líka kristnir menn sem kalla sig svo. Og hér er ekki gerður greinarmunur á hver syndin er. Hún getur verið lygi, hórdómur, þjófnaður eða virk kynvilla. Kirkjan býður öllum mönnum að koma og taka við því, sem hún hefur að bjóða. En það er hjálpræði Guðs fyrir synduga menn, sem Jes- ús Kristur vann á krossinum. Fyrirgefning Guðs, náð hans og miskunn er fyrir alla menn, líka kynvillinga. Guð vill endurreisa og frelsa alla menn frá villu þeirra og syndum og gefa þeim nýtt líf. Og hann hefur kraft og mátt til þess að líkna og lækna. Og ég vil trúa því að Guð geti læknað kynvillu. En um leið og Guð fyrirgefur okkur syndimar, þá segir hann: Far þú og syndga ekki meir. Ef við samt sem áður höldum áfram synd- ugu lífemi, þá útilokum við okkur frá Guði, frá kirkjunni. Guð elskar alla menn og hann veit, að maðurinn er þjakaður af syndinni. En guð hefur gert allt sem þarf til þess að maðurinn geti losn- að undan valdi og oki syndarinnar. Þennan boðskap hefur kirkjan og hann er fyrir alla menn, sem vilja taka við honum og tileinka sér hann. Hver er afstaða þín til skímarinn- ar? Á að líta á skim ómálga barns sem kukl? Sem prestur í þjóðkirkjunni að- hyllist ég bamaskím. Jesús Kristur gaf fyrirmæli um skírnina og fmm- kvæðið er hans. Skímin er heilagt sakramenti og hún er einnig inn- tökuathöfn, sem er framkvæmd, þegar nýr meðlimur er tekinn inn í kirkjuna. Hin trúarlega merking skímarinnar er mikil. Skímin er í raun og vem táknræn athöfn um hjálpræði Guðs, sem Jesús Kristur vann fyrir synduga menn. Og skímþeginn öðlast hlutdeild í hjálp- ræðisverkinu og fyrirheit Guðs um eilíft líf. En bömin em lítil og ómálga, þegar þau em skírð og þau vita ekkert hvað fer fram. Þess vegna er ábyrgð foreldra og kirkjunnar mikil, að þau fái góða kennslu um Jesúm Krist og hjálpræðisverk hans. Síðan þarf viðkomandi skímþegi, þegar hann er kominn til vits og ára að taka afstöðu til Jesú Krists, játast honum og trúa á hann. Það fyrirheit sem manninum er gefíð við skímina er gagnslaust, nema að það verði virkt. Og það gerist þegar hann með vitund og vilja játast Jesú Kristi, trúir á hann og býður honum að koma inn í líf sitt. Þá fyrst verður fyrirheitið að raunvemleika í lífi mannsins og hann eignast lifandi samfélag með Jesú Kristi. Allt of margir lifa lífinu án þess nokkum tíma að taka virka afstöðu með Jesú Kristi. Og margir bókstaf- lega glata skrímamáðinni, vegna þess að þeir vanrækja Guð, orð hans og vilja. Síðan halda menn, að það sé nóg að tilheyra þjóðkirkj- unni, vera skírður og kannski fermdur og þá sé allt í lagi með trúarlífíð og himnaríkisvist sé ömgg eftir dauðann. Svona einfalt er málið ekki. Við í kirkjunni eigum mikla sök á þessu, einkum því að fólkið tekur hinn trúarlega þátt skímarinnar ekki alvarlega. Kannski ættum við að gera ákveðnar kröfur áður en við skírum bömin. Ég verð að viðurkenna, að ég hefí sagt í prédikun, að mér hefur stundum fundist skímin vera eins og „þykjustuleikur bama“ vegna þess hve það hefur litla trúarlega merkingu fyrir fólkið. Það lftur fyrst og fremst á þetta sem við- tekna venju og sið. Eitt sinn ræddum við saman nokkrir prestar einmitt um þetta. Og þá sagði einn okkar: Stundum finnst mér ég vera eins og sjálf- sali. Fólk lætur í mig pening og ýtir svo á hnapp og velur: skím, fermingu eða hjónavígslu. Þjóð- kirkjan verður að taka framkvæmd skímarinnar alvarlega til athugun- ar. Trúin er fullvissa um hjálpræði Guðs — segir Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík Er það í samræmi við kenningu kirkjunnar að líta á það sem stend- ur í Mósebókum eða öðmm ritum Gamla testamentisins sem algilt lögmál til skilyrðislausrar eftir- breytni? Það er af og frá. Gamla testa- mentið hefur að vísu frá fyrstu tíð verið lykill að skilningi á lífi og starfi Jesú. Hin helga bók Jesú og frumkristninnar var Gamla testa- mentið eða „lögmálið og spámenn- imir“, eins og oft var komist að orði. Samkvæmt kristnum skilningi hefur Nýja testamentið ekki komið í staðinn fyrir Gamla testamentið. Kristnir menn tala ekki um guð lögmálsins eða reiðinnar í Gamla , testamentinu og guð náðarinnar og miskunnseminnar í Nýja testament- inu. Fagnaðarerindið er að fínna í Gamla testamentinu í fyrirheitum þess. Rit Gamla testamentisins komu fram á 10 sinnum lengra tímabili en rit Nýja testamentisins. Kristnir menn lásu Gamla testa- mentið í ljósi fyrirheitanna og uppfyllingarinnar í Jesú Kristi. Hann var hinn nýi Móse, eða hinn líðandi þjónn Drottins sem getið er - um hjá Jesaja. Það eru mörg dæmi um það hvemig atburðir Nýja testa- mentisins eru túlkaðir út frá Gamla testamentinu. Í Markúsarguðspjalli segir t.d.: „Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum, en hinn til vinstri. Þá rætt- ist rú ritning, er segir: Með illvirkj- um var hann talinn." En spámennimir vom ekki fyrst og fremst menn sem sáu fyrir atburði. Þeir minntu fremur á þann gamla sáttmála (Gamla testamentið) sem Guð hafði gert við mennina. Það er oft haft á orði að kristin- dómurinn sé söguleg trúarbrögð. Það sem greinir hann frá öðrum trúarbrögðum, t.d. búddisma, er að grundvöllur hans felst ekki í al- mennum trúarlegum og siðferðileg- um sannindum, heldur sögulegum atburðum ísraelsþjóðarinnar og Jesú frá Nasaret. Marteinn Lúther hélt því fram að ef lögmálið væri boðað án fagn- aðarerindisins vekti það aðeins hræðslu og örvæntingu. Aðeins í tengslum við fagnaðarerindið kallar lögmálið fram sanna þekkingu syndar. Auðlegð Gamla testament- isins og Biblíunnar er mikil. Þar er að fínna ólíkar áherslur og ólíkar raddir. Jesús Kristur sameinar þær í einn kór. Vonandi syngjum við sem best okkar rödd S þeim kór og látum ekki falska tóna slá okkur út af laginu. Er samkynhneigð synd, sem úti- lok.ar mann frá kirkjunni? Við, sem störfum í ráðgjafar- nefnd kirkjunnar um siðfræðileg málefni og unnum að presta- stefnuályktuninni um eyðni, reynd- um að draga siðferðilega ályktun af fagnaðarerindinu. En ástæða þess að við fórum ekki þá leið að hafna „syndinni" og „elska r.yndar- ann“ var sú, að þegar „syndin" er eins mikill hluti af manninum og litarhátturinn, þá verður sú leið ekki farin. Það væri brot á mann- réttindum og í líkingu \dð kynþátta- misrétti. í þessu sambandi ber að hafa í huga að margir hafa ekkert meðvitað val þegar vsm er að ræða samkynhneigð. Við lögðum áherslu á samþykki fullvaxta rnanna, tak- markað samþykki, sem hvorki ýtir undir samkynhneigð né gengur á rétt einstaklinga. Samkynhneigð er sem slík ekki synd, ekki fremur en gagnkynhneigð. Ef menn halda því fram er það svipað og segja að það að vera örvhentur sé synd. Eftir sem áður geta menn syndgað með kyn- hneigðinni, rétt eins og menn geta syndgað með peningum, pólitík og hroka trúarinnar. Synd eða firring, felur í sér rofíð samband við guð. Þetta hugtak hefur trúarlega vídd fremur en sið- ferðilega. Evangelísk lúthersk kirkja gerir ekki greinarmun á ein- staka syndum á hinu trúarlega sviði, en viðurkennir að það sé nauð- synlegt út frá siðferðilegum og lagalegum sjónarmiðum á hinu ver- aldlega sviði. Það sem átt er við með upprunasynd, sem er rót vand- ans, er ekki að menn geri eitthvað rangt, heldur að líf manna beinist frá Guði. Guðfræðingar nota yfir- leitt ekki orðið erfðasynd, þvl það * hugtak hefur leitt til ranghug- mynda um að syndin erfist. Rithöf- undar hafa manna best lýst syndinni eða firringunni í mannlegu lífí. Hún birtist ekki aðeins í lífí einstaklinga heldur einnig hópa. Ég vil taka undir orð guðfræðings- ins Ott sem segir að „syndin ríki svo að segja milli manna en ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.