Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 45 Tákn um viðskipti hvíta mannsins við indíána. Edmonton, Al- Fork Macleod í Albertafylki í Kanada. Saskatchewan River, Edmonton, Alberta. berta. ára, henti sér fram af bryggjunni út í vatnið. Ég var alveg viss um að krakkinn myndi drukkna eða deyja úr krampa en hann hélt áfram buslinu þó að vatnið væri nokkuð kalt. Foreldrar barnanna sátu á ströndinni, skítug og illa klædd, með bjórflösku í annarri hendinni og sígarettu í hinni, og mér fannst ég hafa séð þetta fólk einhvers staðar áður. Tjaldstæðið, sem við höfðum valið okkur var í þjónustumiðstöð en gamlir sumarbústaðir voru á víð og dreif í kringum vatnið. Mik- il bensínstybba var í bænum og alls staðar voru menn að gera við gamlar bíldruslur. Vatnið hafði þó ótrúlega mikið aðdráttarafl og klukkan var að verða hálf þrjú daginn eftir þegar við héldum af stað. Bæjum fór ört fækkandi og brátt sást lítið annað en þéttir skógar svo langt sem augað eygði. Við urðum uppiskroppa með kan- adíska dollara því að bankar í Kanada loka klukkan þrjú og á þessu svæði voru þeir ekki á hverju strái. Við fengum að borga í bandarískum dollurum fyrir næsta næturstað en tjaldstæði- svörðurinn baðst afsökunar aftur og aftur á því að geta ekki gefið okkur til baka þau 60 cent, sem munaði á mynt þessara tveggja landa. Við höfðum brunað fram- hjá dýru einkastæði i Valleyview og leitað náða í Provincial Park, rétt við þorpið Calais. Upplýsinga- handbókin sagði okkur að indíán- ar sæju um þennan stað, enda fór það ekki á milli mála því að glað- leg indíánaandlit voru í hverju skoti. Við kveiktum myndarlegan varðeld því að mývargurinn var að gera út af við okkur og tókum þá eftir því, að nú voru kvöldin orðin mjög björt. Nokkuð langt að ganga Næsta morgun snerum við til baka til Valleyview-bæjar til þess að leysa út ferðaávísun. í bankan- um var gamall maður frá Michig- an í sömu erindagjörðum. Þegar gjaldkerinn sló á létta strengi og spurði þann gamla hvort hann hefði ekið alla þessa leið svaraði hann frekar durtslega að það væri nú nokkuð langt að ganga þetta. Allir í bankanum hlógu, en sá gamli gekk út jafnfýldur sem fyrr. Glens og gaman virtist ekki til- heyra hans heimi og sjálfsagt hef- ur honum ekki þótt ástæða til þess að gleðjast yfir góða veðrinu, sem beið hans úti á gangstéttinni. í Valleyview búa 2.500 manns en bærinn er sagður í örum vexti þar sem nóga vinnu er að fá við land- búnað og olíuvinnslu. Bændabýli, ræktaðir akrar og slegin tún mynduðu eyðu í annars þéttan skóginn á leið okkar þenn- an dag en fyrsti áfangastaður var bærinn Grand Prairie. Þessi bær, sem hefur 2.300 íbúa, kallast einn- ig Viðskiptastöð friðarlandsins en atvinnuvegir eru hér fjölbreyti- legir. Næsti bær norðan við Grand Prairie er Dawson Creek, en hann markar upphaf Alaska-þjóðbraut- arinnar eða Alcan eins og vegur- inn er stundum kallaður. Dawson Creek hét áður Beaver Plains (Bjórsléttur) en var seinna nefnd eftir manni sem hafði lagt mikið af mörkum við að koma upp land- búnaði á þessum slóðum. Það má segja að vegir liggi til allra átta frá þessum stað því að hraðbraut- in frá vesturströndinni kemur hér inn á norðurleiðina. Dawson Creek var mikilægur staður þegar hraðbrautin til Alaska var lögð árið 1942 þar sem járnbrautin endaði hér. Staðurinn hefur síðan dafnað í kringum olíu- og gas- iðnað og sem þjónustumiðstöð bænda. Við ákváðum að fara örlítið lengra þennan dag og gista í Fort St. John, sem er bær af svipaðri stærð og Dawson Creek. Fort St. John byggðist aðallega eftir lagn- ingu hraðbrautarinnar en 1955 varð bærinn aðalolíuiðnaðarbær British Columbia því að þá fund- ust hér mikil olíu- og gassvæði. Bæjarbúar hafa komið sér upp sögusafni en aðalgripurinn er olíuborpallur, sem skreyttur er á jólunum og þá talinn stærsta Jólatré“ í heimi. Áður en við lögð- umst til svefns gengum við um þann hluta bæjarins, sem næst liggur tjaldstæðinu. Öll húsin eru færanleg, stór hjólhýsi og leit út fyrir að fólk hafi upphaflega ekki ætlað að dvelja lengi, en síðan hafi það ílenst hér. Tjaldlífið Það var alveg með ólíkindum hvað mikil vinna liggur í því að reisa tjald, blása upp vindsængur, taka niður tjald, tæma vindsæng- ur, rífa allt út úr bílnum og raða síðan öllu inn í hann aftur. Inn á milli þarf að henda í þvottavél og á hverju kvöldi þarf að sjálfsögðu að elda mat. Þegar þessi vinna verður daglegur liður verður hún leiðinleg og þannig fer smám sam- an mesti glansinn af tjaldlífinu. Við fórum að renna hýru auga til mótelanna og veitingahúsanna meðfram þjóðveginum en það varð aldrei annað en draumórar fátæka fólksins. Nú fór ferðahópurinn á þjóðveg- inum að þéttast, við rákumst aftur og aftur á sama fólkið og einu sinni kallaði einn náunginn til okkar: „Hæ, ég hef séð ykkur áð- ur.“ Þvottahúsið var aðalsam- komustaður hvers tjaldstæðis og meðan beðið var eftir að vélarnar ynnu sín störf var um margt spjallað. Ein fullorðin kona kvart- aði undan karli sínum, en hún vildi sjá miðnætursólina hvað svo sem hann sagði og var ekki á því að láta holótta „hraðbrautina" á sig fá. Það má þó vel vera að hún hafi orðið að leggja upp laupana, því að víða mátti sjá hjólhýsi strönduð á vegarkantinum með brotna grind, ónýt dekk eða jafn- vel á hvolfi. Islenskir vegir Við yfirgáfum Fort St. John á kristilegum tíma um klukkan ell- efu að morgni næsta dags, en rétt áður höfðum við breytt klukkunni, fært hana aftur um eina klukku- stund. Alaska-þjóðbrautin fór nú að verða erfiðari yfirferðar, víða voru ómalbikaðir vegakaflar sem gerðu leiðina seinfærari. Þennan dag var leiðinni heitið til Fort Nelson, en leiðin þangað frá Fort St. John er um 420 km. Við stöns- uðum ekki oft á leiðinni en feng- um okkur þó kaffi á litlu notalegu kaffihúsi, sem stóð við veginn. Það var aðeins eitt borð þarna inni og stólar fyrir fjóra en fullorðin kona hellti á könnuna. Hún sagðist vinna og reyndar búa þarna allt árið og ótrúlega margir litu inn. Veginum er haldið opnum allt árið um kring og síst minni umferð er á veturna. í Fort Nelson búá um 5.500 manns. Þessi bær myndaðist í upphafi 19. aldar í kringum skinnasölu og kenndur var hann við Lord Nelson, enskan aðal- smann og aðmírál. Bærinn hefur síðan dafnað vel eftir lagnihgu hraðbrautarinnar en núverandi atvinnuvegir eru jarðgas- og olíu- vinnsla en einnig er timburvinnsla hér mikil. Við fundum gott tjaldstæði í útjaðri bæjarins og næstu nágrannar okkar þar voru frönskumælandi unglingspiltar sem tjölduðu á frekar frumstæðan hátt í heimatilbúnu tjaldi. Það kom fljótlega í ljós að ólíft var á staðnum vegna moskítóflugna. Við höfðum ekki verið úti nema nokkr- ar mínútur en samt vorum við öll þakin bitsárum eftir þessi kvik- indi og handleggir, háls og fót- leggir teknir að bólgna. Til allrar hamingju hafa menn séð við þess- um ófögnuði því hægt er að kaupa vökva, sem heldur flugunum í fjarlægð. Eftir að vökvinn var kominn á skinnið breyttist viðhorf okkar til lífsins á skammri stundu og gátum við þá tekið til við að koma okkur fyrir. Vegurinn milli Fort Nelson og Lake Watson var hræðilegur en landslagiö undurfagurt. Það var ekki óalgengt að um- ferðin væri stöðvuð vegna vega- framkvæmda og í þetta sinn bið- um við í hálftíma rétt fyrir utan Fort Nelson. Við fórum og vöppuð- um í kring um bílinn en bílaröðin ullarpeysur Goldie, Laugavegi 39, Reykjavík Skátabúðin, Snorrabraut 60, Reykjavík Hera, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi Ylfa, Engihjalla 8, Kópavogi H-búðin, Hrísmóum 4, Garðabæ Gloria, Strandgötu 31, Hafnarfirði Fell, Þverholti, Mosfellsbæ Bjarg, Akranesi Rocky, Ólafsvík Fell, Grundarfirði Þórshamar, Stykkishólmi Kaupf. Hvammsfjarðar, Búðardal Eplið, Isafirði Einar Guðfinnsson, Bolungarvík Kaupf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík Verslun Sig. Pálmas., Hvammstanga Kaupf. V.-Húnvetninga, Hvammstanga Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi Kaupf. Húnvetninga, Skagaströnd Sparta, Sauðárkróki Kotra, Dalvík Garðarshólmi, Húsavík Verslunarf. Austurlands, Egilsstöðum Bjólfsbær, Seyðisfirði Versl. Hákonar Sófussonar, Eskifirði Kaupf. Þór' hf., Hellu Steini og Stjáni, Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.