Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 + • + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Drápuhlfð 23, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 2. október. Pótur Jónasson, Guðríður J. Pótursdóttir, Matthías Guðmundur Péturssor Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Jóhannes Friðrik Matthíasson. t Eiginkona mín, UNA THORARENSEN, Stigahlfð 4, lést á heimili sínu 2. október sl. Þorsteinn S. Thorarensen. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGGEIR ÓLAFSSON, Digranesvegi 121, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 7. október kl. 13.30. FanneyTómasdóttir, Jóhannes Kr. Siggeirsson, Dfana F. Arthúrsdóttir, Kristfn Hanna Siggeirsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Hafsteinn Már, Guðrún ingólfsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU P. HALLDÓRSDÓTTUR, Asparfelli 4, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-5 Borgarspítala. ísleifur Magnússon, Elfn H. ísleifsdóttir, Kristfn ísleifsdóttir, Stefán Ingólfsson, Gunnhildur, Sólveig, Stefán Orri, Steinar Örn. + Hjartkær sonur minn, bróðir og mágur, REYNIR VIGGÓSSON, tsern lést í New York 25. september 1987, áður til heimilis í Barmahlíð 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. október kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Símonardóttir. + Móðir okkar og dóttir, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR BRIEM, Dalvfk, er látin. Gunnlaugur Þór Briem, Birnir Kristján Briem, Eggert Briem, Hrund Briem, Margrét Haildórsdóttir, Kristján Ottó Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. + Eiginmaður minn, Börge Hillers mjókurfræðingur, Heiðmörk 3, Selfossi, varð bráðkvaddur föstudaginn 2. október. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Birting a fmælis- og minningargveina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Magnús Vilhjálms- son — Minnmgarorð Fæddur 9. desember 1927 Dáinn 27. september 1987 Komið er haust með sölnuð lauf og napra vinda. Bjartar nætur hlýs sumars eru að baki og framundan er skammdegið með sígandi myrk- ur, „í bijósti mánnsins haustar einnig að, upp af hrelldu hjarta gieðin flýgur," (Grímur Thomsen.) Slíkar tilfínningar drunga og söknuðar gagntóku huga minn og hjarta við fráfall vinar míns og tengdaföður, Magnúsar, sem mig langar að minnast hér með nokkr- um orðum. Kveðja sem þessi hlýtur að verða fátækleg samanborin við allar þær minningar sem eftir standa og aldr- ei verða festar á blað. Samt langar mig til að segja frá kynnum mínum af Magnúsi, þó það væri ekki nema til þess að vekja upp minningar um liðna ánægjutíma sem ef til vill gætu létt okkur ástvinum hans þá byrði söknuðar og trega sem íþyng- ir okkur nú. Okkur finnst alltaf erfitt að sætta okkur við dauðann, hversu langur sem aðdragandi hans kann að vera og hversu kærkominn hann kann að vera sjúku og þreyttu fólki. Ef til vill er það vegna eigingimi okk- ar sem svo er: Við vitum hvað við missum, ástríkan eiginmann, föður, afa og vin, en við vitum ekki með vissu hvað bíður handan við móðuna miklu. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Magnús var fæddur á Stóm- Heiði í Mýrdal, 9. desember 1927. Foreldrar hans vom hjónin Vil- hjálmur Á. Magnússon bóndi og Amdís Kristjánsdóttir. Magnús fluttist til Akureyrar og kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Hólmgrímsdóttur, og bjuggu þau þar æ síðan. Þeim varð þriggja dætra auðið. Elst þeirra er Margrét, kona mín, síðan kemur Anrdís Heiða og er unnusti hennar Ingólfur Bragason. Yngst er svo Þórey Bergljót og unnusti hennar er Magnús Þór Haraldsson. Áður átti Magnús Gísla Halldór sem kvæntur er Ástu Sverrisdóttur. Lengst af ævi sinnar, í 29 ár, starfaði Magnús í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Hann var alla tíð duglegur til vinnu og eljusamur og minnist ég með þakklæti þess tíma er við hjónin stóðum í húsbyggingu á Akureyri en þá kom Magnús iðu- lega kátur og hress, að loknum eigin vinnudegi, á kvöldin og um helgar, til þess að aðstoða okkur fyrstu skrefín í lífsgæðakapphlaupinu þeg- ar hann sjálfur var kominn vel á veg í sínu. Minning: Anna Margrét Jóhannesdóttir Fædd 22. júli 1910 Dáin 27. september 1987 Á morgun, mánudaginn 5. októ- ber kl. 13.30, verður til moldar borin hin ágætasta kona, skilnings- ríka móðir og indæla amma og langamma. Hún fæddist í Kirkju- hvammi, ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Ingibjörgu Sigurðar- dóttur og Jóhannesi Eggertssyni og 9 systkinum. Snemma á hennar ævi flytjast þau til Hvammstanga. Ung að árum flyst hún til Reykjavíkur til að læra fatasaum. Þá iðn stundaði hún alla tíð meðan þrek entist. Á þessum árum eignað- ist hún son, Jóhannes Heiðar, giftur Kristrúnu Guðjónsdóttur. Árið 1942 kynntist hún manni sínum, Óskari Snorrasyni, ganga þau í hjónaband 6. júní 1943. Bjuggu þau á Hvammstanga til ársins 1964 er þau flytjast til Reykjavíkur, þaðan flytjast þau til Þorlákshafnar 1976. Óskar lést í janúar 1980. Varð þeim hjónum fjögurra barna auðiðj elst er Matthildur, gift Árna V. Árna- syni, Snorri, látinn, lét eftir sig eiginkonu, Sigríði, og tvo syni, Jó- hanna, gift Kára Böðvars, og yngst er Björk Lind, gift Pálma B. Aðal- bergssyni. Eru ömmubörnin orðin 11 og langömmubarn eitt. Þar sem aðalstarf Óskars var sjómennska varð það hlutverk Möggu að að vera allt í senn, hús- móðir, móðir, kennari og aðaluppal- andi barna þeirra. Öll þessi störf fórust henni vel úr hendi. Þó oft væri þröngt í búi á stríðs- og eftir- stríðsárunum lét hún aldrei bugast, aldrei gleymdi hún hlutverki sínu í lífinu, aldrei heyrðust frá henni mögiunarorð eða hnútukast í aðra. Það er erfítt að minnast konu sem Möggu, hún vildi aldrei hól eða þakklæti fyrir það sem hún gerði. Ekki má þó gleymast, að í ömmu- hlutverki sínu sýndi hún einstaka hlýju og fylgdist vel með framgangi bamabama sinria, bæði í skóla og vinnu. Seint mun það gleymast þeim, er fylgdust með, er hún fár- sjúk á Vífílsstaðaspítala leit í fyrsta sinn og hélt á fyrsta langömmu barni sínu. Ekki verður þessari grein lokið án þess að færa þeim hjónum Jóhönnu og Kára þakklæti fyrir alja þá umhyggju er þau sýndu þeim Óskari og Möggu í hartnær 15 ár er þau bjuggu á heimili þeirra. Hjúkmnarliði hjúkrunardeildar Vífílsstaðaspítala færi ég mínar alúðarþakkir fyrir allt sem þau gerðu henni til hjálpar. I þeirri vissu að það er ekkert líf án dauða, og í þeirri trú að það er enginn dauði án lífs, bið ég Guð að blessa og taka á móti hinni látnu og veita þeim styrk sem lifa. Árni V. Þau hjónin byggðu sjálf hús við Hamragerði 7 á Akureyri. Hús sem ég stundum, í gamni og alvöru, nefndi „Hótel Hamragerði". Þar stóðu alltaf allar dyr opnar vinum og ættingjum. í því húsi réðu ríkjum gestrisni og höfðingskapur og gleð- in var heldur aldrei langt undan. Magnús var ákaflega heilsteypt- ur maður og traustur. Hjá honum var gott að leita ráða því fyrir varð bjartsýni og skilningur. Hann var mér í senn tengdafaðir og vinur sem ég gat alltaf treyst. Afahlutverkið átti vel við Magnús og dætrum mínum tveimur var hann ætíð sérlega góður. Alltaf var afí boðinn og búinn til alls; að keyra þær og sækja í skólann, í sund og út á leikvöll, að fara með þeim á skíði og yfirleitt allt sem þær nefndu. Viðkvæðið hjá afa var allt- af það sama: „Hvað viljið þið, elskumar mínar.“ Fyrir nokkrum mánuðum varð vart við þann sjúkdóm hjá Magnúsi sem síðar varð honum að aldurtila. Hann var, þrátt fyrir þennan vá- gest, áfram sterkur, lífsvilji hans var mikill en í tilvikum sem þessum verður okkur mönnum Ijóst hve litlu við ráðum og oftast finnast okkur endalokin ósanngjörn og þungbær, en „Ein er huggun, ei fær grandað ólgusjór, né fær á skeri dauðans hann í dimmu strandað; Drottinn sjálfur stýrir knerri.“ (Grímur Thomsen.) Ég vil þakka Magnúsi fyrir allar góðu stundimar sem við áttum sam- an, þær verða mér ætíð minnisstæð- ar og kærar. Elsku Stínu, Margréti, Dísu, Æju og Gísla sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Blöndal Arétting vegna ræðu Gorbachev I FRÉTT Morgunblaðsins í gær, um ræðu Mikhails Gorbachev, Ieiðtoga Sovétríkjanna, í Mur- mansk á fimmtudag, var setning sem leitt gæti til misskilnings. Þar sagði að leiðtoginn hefði lát- ið í ljós velþóknun sína á því að Noregur og Danmörk, sem bæði eru í Atlantshafsbandalaginu, hefðu ekki leyft að erlendar herstöðvar eða kjarnorkuvopn væru á land- svæði þeirra á friðartímum, en fram tekið að hann hefði ekki getið ís- lands í sömu andrá. Þó svo að Gorbachev hafi ekki getið íslands í þessari setningu vék hann að því síðar og skipaði landinu á bekk með hinum Norðurlöndunum að því leyti að þar væru ekki kjam- orkuvopn. íslendingar voru á þann hátt ekki slitnir úr samhengi við frændþjóðir sínar í Danmörku, Nor- egi, Finnlandi og Svíþjóð. i J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.