Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 7 Samband fiskvinnslustöðva: Mótmælir áformum um laimaskatt á fiskvinslu STJÓRN Sambands fiskvinnslu- stöðvanna hefur sent forsætisráð- herra, Þorsteini Pálssyni, eftirfar- andi ályktun: „Samband fískvinnslustöðvanna mótmælir harðlega áformum ríkis- stjómarinnar um að leggja launaskatt á fískvinnsluna að nýju. Launaskattur var afnuminn af físk- vinnslunni eftir kjarasamninga í febrúar 1986 til þess að gera henni kleyft að taka á sig launahækkanir og kostnað sem fylgdi fastráðninga- samningum sem þá var samið um. Með því að leggja launaskatt á físk- vinnsluna að nýju er verið að gefa í skyn að þessi kjarabót hafí verið óþörf og hana beri að afnema, eða hins veg- ar, verið að kalla á gengisfellingu sem skattinum nemur. Fiskvinnslan á í harðri samkeppni við ríkisstyrkta fískvinnslu í ná- grannalöndunum og allir, sem að fískvinnslu standa, stjómendur og starfsfólk, þurfa á styrk og hvatningu Stöð 2: Afnotagjöld hækka um 19% AFNOTAGJÖLD Stöðvar 2 hækkuðu 1. október úr 1050 krónum í 1250 krónur á mánuði eða rúm 19%. Sighvatur Blöndal markaðsstjóri Stöðvar 2 sagði í samtali við Morg- unblaðið afnotagjöldin væru hækkuð til að standa straum af kostnaði vegna almennra verð- hækkana í landinu. Sagði Sighvatur að þetta væri í annað skipti sem afnotagjöld hækk- uðu á einu ári. Héðan í frá væri gert ráð fyrir að þau yrðu látin fylgja vísitöluþróuninni og myndu því hækka ársfjórðungslega. að halda til að standa sig í þessari samkeppni, en með skattlagningu sem þessari er verið að lama baráttuvilja þessa fólks. I komandi kjarasamningum mun reyna á samstöðu landsmanna allra um að halda verðbólgunni í skefjum og fískvinnslan hefur fullan hug á að svo verði gert. Með þessari skattlagn- ingu væri ríkisstjómin hins vegar.að gefa upp boltann t nýjan verðbólguleik. Samband fiskvinnslustöðvanna treystir því að ríkisstjómin hafí þann' skilning á málefnum fískvinnslunnar ' að hún láti af áformum sínum um að setja launaskatt að nýju á fískvinnsl- una í landinu." Þrír unnu Jó- hann ífjöltefli JÓHANN Hjartarson tefldi fjöl- tefli við háskólanema í Árnagarði á föstudag. Að fjölteflinu stóðu Orator félag laganema og Stúd- entaráð Háskóla íslands. Tefldar voru 18 skákir og fékk Johann fjórtán og hálfan vinning. Þrir háskólanemar unnu sina skák, en það voru þeir Snorri Þór Sigurðsson, Guðjón Rúnarson og Ólafur Helgi Arnason. Þorvaldur Logason gerði jafntefli við JÓ- hann. Margir fylgdust með, en þetta er í annað sinn sem slíkt fjöltefli er haldið á vegum Órators í Há- skólanum. í fyrra tefldi Tal fyrrverandi heimsmeistari við há- skólanema. Jón E. Arnason Ráðínn fram- kvæmdastjórí Ferðaskrif- stofu FÍB JÓN E. Árnason hefur verið ráð- inn f ramkvæmdastjóri Ferða- skrifstofu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Samvinnuferðir/Landsýn hafa gengið til liðs við FÍB um rekstur skrifstofunnar, sem áfram mun sinna þjónustu við félagsmenn FÍB, þó á breiðari grunni en verið hefur til þessa. Jón E. Ámason er fæddur 29. september 1948 og er flugmaður að mennt. Hann hóf störf hjá Arnar- flugi árið 1978 sem flugrekstrar- fulltrúi og gegndi á ámnum 1982-1985 starfi flugdeildarstjóra hjá félaginu. Þá hóf hann störf hjá Air Arctic-flugfélaginu sem sölu- stjóri, og síðar gegndi hann sömu . stöðu hjá flugfélaginu Atlanta. Jón tók við Stöðu framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu FÍB frá og með 1. október sl. Jón er kvæntur Brynju Kristjáns- dóttur og eiga þau tvö börn, Huldu Kristínu og Baldur Þóri. Cöóðan daginn, allan daginn Dægurmáladeildin er komin á kreik Stefán Jón Hafstein Einar Kárason Kolbrún Halldórsdóttir Ævar Kjartansson Sigurður Þór Salvarsson Sverrir Gauti Diego Guðrún Gunnn.adóttir Leifur Hauksson Rás 2 breytir um tón: Frá og meö 5. október veröum viö í loftinu þrisvar á dag, alla virka daga á Rás 2. Við tökum daginn snemma meö Morgunútvarpinu kl. 7:00 og stöndum vakt- ina til kl. 10:00. Á hádegi minnum viö á ýmsa þjónustuliði við hlustendur eftir aö fréttayfirliti lýkur kl. 12:00, fram aö hádegisfréttum kl. 12:20. Síðdegis mætum við aftur í Dagskránni kl. 16:00-19:00. Rás 2 verður vettvangur þeirra sem vilja fylgjast meö í dagsins önn; fréttir koma frá fréttastofu, útibú okkar og fréttaritarar RÚV innanlands og utan, láta aö sér kveöa og Dægurmáladeild bætir um betur meö útsendingum víöa aö. Viö ieggjum áherslu á skemmtilegt, fræðandi og umfram allt lifandi útvarp allra landsmanna og vonumst til að eiga gott samstarf við hlustendur í vetur. Ríkisútvarpið - Efstaleiti 1-103 Reykjavík - Sími 693000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.