Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 / storminum blöðin stefndu hátt til stjarnanna langt út í heiðið blátt. - En vindurínn fer ■ og allt þetta er - sem óðast að setjast - á jörðina á ný. Og fátt segir sagan afþví. Þannig kemst Gunnar Dal að orði í ljóði sínu um Lista- hátíð í Borgarljóðum. Skýtur upp í hugann nú, þegar Bók- menntahátíð er farin að sjatna í blöðum. Dulítið er það nú dap- urlegt ef það sem síðast sest á jörðina á ný af þessari frábæru og fjölbreyttu hátíð verða snúð- ug ummæli hins íslenska full- trúa rithöfunda, Guðbergs Bergssonar - þ.e. í hugum þeirra sem ekki mættu í krás- imar. Líklega af því að svo vildi til að þetta varð brotið úr mynd- inni allri, sem varpað var út um sjónvarpsskerminn til allra landsmanna. Svona getur skoðanamyndun orðið skondin, þegar haft er í heiðri orðtak okkar fjölmiðla- fólks: almenningur á rétt á að vita. Verður einhvers konar „uppákoma": Áhugakonu vest- ur á ísafírði þykir súrt í brotið að verða af bókmenntakrásun- um á rifhöfundaþingi, hringir í sjónvarpið og mælist til að fá varpað út til landbyggðafólks fleiru en snöggsoðnu flugvalla- svari frægra rithöfunda. Og fær fleiri til liðsinnis. Fréttamaður bregður skjótt við og heldur upp í Norræna hús með upptökulið síðdegis næsta dag. Lendir á uppákomu Guðbergs Bergsson- ar, þar sem hann segir gestum að snauta heim til sín úr því þeir geti ekki tjáð sig á is- lensku. íslenskur almenningur vinni allt að 16 stundum á sólar- hring og megi ekkert vera að því að sinna bókmenntum - enda skilji hann ekki önnur mál en íslensku. Nú til dags þurfa rithöfundar - og almenningur - ekkert að tvínóna við að tala og skrifa frjálslega um kynlíf, sem lengi var bannvara og þá um leið merki um dyrfsku og kjark til að hneyksla. Miklu auðveldara fyrir alla að tala og skrifa um kynlíf sitt en þjóðfélagsstétt. Reynið bara að biðja einhvem um að skipa sér sess í sam- félaginu og hann fer vísast undan í flæmingi. Er þá ekki öruggasta, ja nánast einasta leiðin til að hneyksla og halda athyglinni, að setja sig og aðra í einhveija tilbúna eða raun- verulega stétt. Nú vildi svo til að þetta síðdegi sat í salnum fjölbreytt lið úr öllum stéttum. Hvað vildi almúginn á íslandi upp á dekk, hann skyldi ekki tungumálið sem menntaðir rithöfundar töluðu, þá væntanlega hvorki íslenski fulltrúinn eða þeir sem allan tímann höfðu íslenska túlka við hendina til að ekkert færi milli mála. Kannski gutlar nú eitthvað á fólki í dönsku eftir 5-6 ár og 4 ár í ensku í skyldunámi í grunnskóla? Til hvers eru íslendingar með heimsmet í hlutfalli mála- kennslu í skólum , ef ekki til að veita almenningi möguleika á að kynnast svolítið við menn- ingu umheimsins? Samkvæmt viðtali í blaði, sem datt inn um bréfalúguna mína, fannst Guð- bergi rithöfundar á borð við hann sjálfan ekkert hafa heldur að sækja til rithöfunda sem hæst ber í fjölmörgum löndum, kynntist þeim þegar eftir 1960 á ferðum sínum í útlöndum. Eina nýja væri sovéski höfund- urinn. Ekki þyrfti að vera að fá Isabellu Allende til að halda fyrirlestur um Suður-Amerí- skar bókmenntir hér, Islending- ar þekki orðið það vel suðuramerískar bókmenntir. Það var og! Skáldkonan sem hafði lagt í langa ferð til að sækja okkur heim, var líka ákaflega leið yfír þessari árás í Norræna húsinu, sem henni fannst sem hnefahögg í andlitið í annars stórkostlegri heim- sókn. Kvöldið eftir þessa uppá- komu var fullt hús að venju í Gamla bíói til að hlusta á upp- lestra gestanna. Ekki voru allir Islendingar að vinna eftir klukkan 8.30 það kvöldið og nægilega áhugasamir og óhræddir til að bera sig eftir krásunum. Varð ekki betur séð en þarna væri fólk úr öllum áttum og starfsgreinum, er tóku fagnandi upplestri Karls-Eriks Bergmans frá Alandseyjum á sænsku, Andre Bitovs frá Sov- étríkjunum með þýðandann Áma Bergmann við hlið er las upp á íslensku verk hans, Ala- in-Robbe Grillet frá Frakklandi með túlk og íslenska þýðingu á sínu verki lesið af leikkonunni Guðrúnu Gísladóttur og þýsku skáldkonuna Luise Rinser frá Þýskalandi með íslenska þýð- ingu á sínu verki, lesið af leikkonunni Bríet Héðinsdóttur. Höfundamir kynntu sig, lásu kafla og svo verk þeirra lesin í íslenskri þýðingu. Virtist koma vel til skila - þar til kom að íslenska rithöftmdinum Guð- bergi Bergssyni, hann gaf frat í áheyrendur sem komnir vora þangað samkvæmt auglýstri dagskrá. Var einfaldlega ekki mættur. Skjóta upp kollinum orð Walts Whitmans: „ Til að fá fram mikil skáld verða að vera fyrir hendi góðir áheyrend- ur“. Upplestur var fyrram þjóð- arí- þrótt Islendinga. Nýlega var í 1 viðtali sagt frá því hvemig Æðeyjarsystkinin létu alltaf lesa upphátt milli gegninga síðdegis framhaldssögur á sínu fjölmenna heimili við Isafjarðar- djúp. Að lesa sumar bækur upphátt og saman er önnur upplifun en einn og í hljóði. Gerpla þar dæmi gerð. Enn gefa líka önnum kafnir menn sér tíma til að lesa vikulega saman upphátt bækur. Þeir hafa gert það í 36 ár í klúbbnum Skallagrími Ámi Bjömsson læknir, Bent Scheving-Thor- steinsson hagfræðingur, Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur, Jóhannes Nordal bankastjóri, Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Amastofnunar, Halldór S. Rafnar framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, Páll Líndal lögfræðingur, Sveinn K. Sveins- son verkfræðingur og Ólafur Stefánsson ráðunautur. Nú þegar fjölmiðlafári er að linna erlendis virðist þessi íþrótt vera aftur að vakna. Sífellt meira gefíð út af upplestram á góðum bókum á böndum. Kvik- myndaleikkonan fræga Kat- hrene Deneuve las í fyrra inn á myndband úr verkum frönsku skáldkonunnar Margaretu Dumas, sem er ekkert sérlega auðmelt. í viðtali í sjónvarpinu var hún spurð hvers vegna hún, fræg hátelq'umanneskja, væri að hafa fyrir þessu. Hún kvaðst taka það að sér til að lesa upp- hátt. Til að festa sér og öðram í minni og halda lengur í efnið en hún á að venjast - í kvik- myndunum, þar sem því brygði fyrir og væri svo horfið. ■ NOV E L L Microtölvan hf. hefur hafið sölu á NOVELL netbúnaði. Netbúnaður frá NOVELL skiptist í miðstöðvar, tengikort og hugbúnað. Hægt er að kaupa einungis hugbúnað og tengikort en nota að ööru leyti þann búnað sem lotendur eiga fyrir þ.e. AT tölvur sem miðstöð )g PC/AT tölvur sem útstöðvar. JOVELL er leiðandi sem stærsti framleiðandi etbúnaðar á sviði smærri tölva. MICROTÖLVAN Síðumúla 8 - 108 Reykjavík - Sími 688944 Blaðburóarfólk óskast! 35408 I 83Ö33 | SELTJNES VESTURBÆR Nesvegur 40-82 o.fl Tjarnargata 3-40 Selbrauto.fi. Tjarnargata 39- Kópavogur Aragata Bræðratunga Einarsneso.fi. Ægisíða 44-78 AUSTURBÆR ÚTHVERFI Ingólfsstræti Básendi Grettisgata 2-36 Ártúnshöfði - iðnaðarhverfi Birkihlíð Efstasund 60-98 Bandaríkin; Reagan næði ekki kosningu Washington, Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun myndi Ronald Reagan forseti ekki ná kjöri færi hann fram í þriðja sinn. Aðeins 36% þeirra sem spurðir voru sögðu að þeir hefðu kosið for- setann ef hann hefði getað farið fram á næsta ári, en það má hann ekki lögum samkvæmt. 55% sögðu að þeir hefðu ekki stutt hann. Fjórð- ungur þeirra sem ekki hefðu stutt forsetann sögðu að aldurinn skipti mestu um að þeir vildu Reagan ekki sem forseta næsta kjörtímabil. Bandaríkjamenn eru ekki vissir hvort þeir vilja að næsti forseti haldi stefnu Reagans. 43% vilja breytingar frá stefnu Reagans, 42% viíja halda óbreyttri stefnu en 7% geta ekki gert upp við sig hvort þeir vilja. 8% aðspurðra vilja sitt lítið af hvoru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.