Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Það var fagurt í Skaftafelli síðustu helgina í september. Jökull, sandur og haustlitir í Skaftafellsbrekkum Morgunblaðið/ Sigurður Gunnarsson RAGNAR Þ JÓÐGARÐSVÖRÐUR í SKAFTAFELLIKVADDUR austfirsku höfðaletri Gestabók, en framan á sama með venjulegu höfðaletri. Auk þess stendur þar: Ragnar Stefánsson þjóðgarðs- vörður og Laufey Lárusdóttir 1967-1987 og undir útskorin mynd af Skaftafellsbrekkum. Inn- an á spjaldi stendur Þökkum vináttu og höfðingsskap - Skafta- fellsnefnd. Ragnar og Laufey eru nú í sam- vinnu við Onnu dóttur sína og tengdason að byggja hús og gisti- heimili í landi sínu sem Freysnes nefnist og er rétt austan við mörk þjóðgarðsins. Er ætlunin að byrja að taka þar á móti gestum næsta. sumar, þegar íbúðarhúsið er kom- ið upp. Ætla má að það verði vel þegið af gestum, sem vilja koma í Skaftafell og þá ekki síst á öðr- um árstímum en um hásumarið og þá þegar tjaldbúðalífí er lokið. En nú í lok september var fagurt í Skaftafelli, þar sem brekkumar og birkiskógurinn skörtuðu haust* litum sem báru í hvítan jökul og svarta sanda Oræfasveitar. Munu þau hjón verða áfram í Hæðum í Skaftafelli þar til þau flytja í Freysnes. Þá tók til máls Sigurður Blön- dal, skógræktarstjóri, sem áður átti sæti í Skaftafellsnefnd og þakkaði þeim hjónum. Einnig Hermann Hansson kaupfélags- stjóri, sem þakkaði samstarfið við Nátttúruvemdarráð sem hefði gengið býsna vel, en Kaupfélag Austur-Skaftfellinga rekur versl- un og veitingar við þjónustumið- stöðina á sumrin. Taldi hann ekki tilviljun að í sama mund sem sam- göngur opnuðust úr Öræfasveit í austur 1967 var þjóðgarðurinn nýstofnaður og þegar opnaðist vegasamband í vestur var þjón- ustumiðstöðin í Skaftafelli tekin í notkun. Þakkaði hann þá fram- sýni sem ríkt hefði þegar þjóð- garðurinn var stofnaður og bar sérstaklega fram þakklæti til Ragnars og Laufeyjar fyrir sam- starfið, til þeirra hefði alltaf verið hægt að leita. Þá talaði Þorsteinn Jóhannsson oddviti í Svínafelli, en Skaftafell er í Hofshreppi. Vitnaði hann í orð Gylfa Þ. Gíslasonar er þjóð- garðurinn var tekin í notkun fyrir 20 ámm, er hann sagði að Öræfa- sveitin væri íslenskust allra sveita á íslandi. Benti á þá staðreynd að um leið og ísland er að verða þekkt um allan heim berst hróður þjóðgarðsins í Skaftafelli líka um heiminn. Lét hann í ljós þá ósk að alltaf mætti haldast hið góða samstarf sveitarinnar og stjóm- enda þjóðgarðsins. - E.Pá. Hermann Hansson, kaupafélagsstjóri, þakkar samstarfið við þjóð- garðsvörð og stjóm þjóðgarðsins. Á myndinni má m.a. sjá frá hægri: Halldór Þorsteinsson, Jakob Guðlaugsson f Bölta í Skafta- felli, Sigurð Blöndal skógræktarstjora og Guðveigu Bjamadóttur í Bölta. Við gluggann sitja hreppsnefndarmennirair Gísli Jónsson og Sigurjón Gunnarsson. Þorsteinn Jóhannsson oddviti í Svínafelli þakkar fyrir hönd Hólshrepps samstarfið við Náttúruveradaráð i þjóðgarðinum. Á myndinni sjást náttúruverndarráðsmennirnir Lára Oddsdóttir og Einar E. Sæmundsen, ásamt Helgu konu hans. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er 20 ára um þessar mundir. Jafn- framt er að láta af störfum sem þjóðgarðsvörður Ragnar Stef- ánsson bóndi í Skaftafelli. Á þessum timamótum efndi Nátt- úruverndarráð til kaffisamsæt- is í Skaftafelli síðdegis á laugardag, þar sem Ragnari og konu hans, Laufeyju Lárus- dóttur, voru þökkuð mikil og góð störf í þágu þjóðgarðsins og færðar gjafir frá Náttúm- verndarráði og frá Skaftafells- nefnd sem sérstaklega hefur haft á hendi stjóm á þjóðgarð- inum. Fóm náttúruvemdar- ráðsmenn austur og var hreppsnefndarmönnum, sýslu- manni og kaupfélagsstjóra sveitarinnar svo og Öræfingum jafnframt þökkuð góð sam- vinna í þjóðgarðinum frá því hann var stofnaður 1967. Eyþór Einarsson, formaður Náttúruvemdarráðs, rakti í stuttu máli upphaf þjóðgarðsstofnunar og sögu hans, og sagði að Ragnar Stefánsson hefði betur en nokkur annar staðið við bakið á þeim sem þar stóðu að og hafa rekið garð- inn síðan. Eðlilega hefði ekki verið sársaukalaust fyrir bóndann að draga úr búskap og setja land sitt undir þjóðgarð. Þakkaði hann Ragnari samstarfíð og færði hon- um frá Náttúruvemdarráði ritröð- ina íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson. Þá tók til máls Friðjón Guðröð- arson, sýslumaður, sem á sæti í Náttúruvemdarráði og hefur um langt skeið haft forystu í Skafta- fellsnefnd, ásamt þeim Eyþóri Gestabókin góða, sem Halldór Sigurðsson í Miðhúsum skar út í birki úr Skaftafellbrekkum. Einarssyni og Gísla Gíslasyni framkvæmdastjóra ráðsins. Ávarpaði hann Ragnar og Lauf- eyju og þakkaði góðar móttökur á heimili þeirra allt frá 1974, en af sjálfu leiðir að Skaftafellsnefnd hefur ófá skipti dvalið hjá þeim. Sagði hann eftirsjá í Ragnari Stef- ánssyni sem hann sagði nánast hafa verið vömmerki þjóðgarðs- ins. Færði hann þeim hjónum í þakklætisskyni frá Skaftafells- nefnd gestabók veglega með listilega skomum spjöldum úr birki úr Skaftafellsbrekkum, sem Halldór Sigurðsson í Miðhúsum hafði skorið út og með sérsmíðuð- um málmhjömm. Gat hann þess að á kili bókarinnar er skorið með Eyþór Einarsson, formaður Náttúruveradarráðs, færír Ragnari Stefánssyni, bónda í Skaftafelli, gjöf frá Náttúruveradarráði í þakklætisskyni fyrir störf hans sem þjóðgarðsvörður. Laufey Lárusdóttir, húsfreyja í Skaftafelli, tekur við gjöf til þeirra hjóna, hennar og Ragnars Stefánssonar, úr hendi Frið- jóns Guðröðarsonar, sem þakkaði þeim gott samstarf fyrir hönd Skaftafellsnefndar. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.