Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Það var fagurt í Skaftafelli síðustu helgina í september. Jökull, sandur og haustlitir í Skaftafellsbrekkum Morgunblaðið/ Sigurður Gunnarsson RAGNAR Þ JÓÐGARÐSVÖRÐUR í SKAFTAFELLIKVADDUR austfirsku höfðaletri Gestabók, en framan á sama með venjulegu höfðaletri. Auk þess stendur þar: Ragnar Stefánsson þjóðgarðs- vörður og Laufey Lárusdóttir 1967-1987 og undir útskorin mynd af Skaftafellsbrekkum. Inn- an á spjaldi stendur Þökkum vináttu og höfðingsskap - Skafta- fellsnefnd. Ragnar og Laufey eru nú í sam- vinnu við Onnu dóttur sína og tengdason að byggja hús og gisti- heimili í landi sínu sem Freysnes nefnist og er rétt austan við mörk þjóðgarðsins. Er ætlunin að byrja að taka þar á móti gestum næsta. sumar, þegar íbúðarhúsið er kom- ið upp. Ætla má að það verði vel þegið af gestum, sem vilja koma í Skaftafell og þá ekki síst á öðr- um árstímum en um hásumarið og þá þegar tjaldbúðalífí er lokið. En nú í lok september var fagurt í Skaftafelli, þar sem brekkumar og birkiskógurinn skörtuðu haust* litum sem báru í hvítan jökul og svarta sanda Oræfasveitar. Munu þau hjón verða áfram í Hæðum í Skaftafelli þar til þau flytja í Freysnes. Þá tók til máls Sigurður Blön- dal, skógræktarstjóri, sem áður átti sæti í Skaftafellsnefnd og þakkaði þeim hjónum. Einnig Hermann Hansson kaupfélags- stjóri, sem þakkaði samstarfið við Nátttúruvemdarráð sem hefði gengið býsna vel, en Kaupfélag Austur-Skaftfellinga rekur versl- un og veitingar við þjónustumið- stöðina á sumrin. Taldi hann ekki tilviljun að í sama mund sem sam- göngur opnuðust úr Öræfasveit í austur 1967 var þjóðgarðurinn nýstofnaður og þegar opnaðist vegasamband í vestur var þjón- ustumiðstöðin í Skaftafelli tekin í notkun. Þakkaði hann þá fram- sýni sem ríkt hefði þegar þjóð- garðurinn var stofnaður og bar sérstaklega fram þakklæti til Ragnars og Laufeyjar fyrir sam- starfið, til þeirra hefði alltaf verið hægt að leita. Þá talaði Þorsteinn Jóhannsson oddviti í Svínafelli, en Skaftafell er í Hofshreppi. Vitnaði hann í orð Gylfa Þ. Gíslasonar er þjóð- garðurinn var tekin í notkun fyrir 20 ámm, er hann sagði að Öræfa- sveitin væri íslenskust allra sveita á íslandi. Benti á þá staðreynd að um leið og ísland er að verða þekkt um allan heim berst hróður þjóðgarðsins í Skaftafelli líka um heiminn. Lét hann í ljós þá ósk að alltaf mætti haldast hið góða samstarf sveitarinnar og stjóm- enda þjóðgarðsins. - E.Pá. Hermann Hansson, kaupafélagsstjóri, þakkar samstarfið við þjóð- garðsvörð og stjóm þjóðgarðsins. Á myndinni má m.a. sjá frá hægri: Halldór Þorsteinsson, Jakob Guðlaugsson f Bölta í Skafta- felli, Sigurð Blöndal skógræktarstjora og Guðveigu Bjamadóttur í Bölta. Við gluggann sitja hreppsnefndarmennirair Gísli Jónsson og Sigurjón Gunnarsson. Þorsteinn Jóhannsson oddviti í Svínafelli þakkar fyrir hönd Hólshrepps samstarfið við Náttúruveradaráð i þjóðgarðinum. Á myndinni sjást náttúruverndarráðsmennirnir Lára Oddsdóttir og Einar E. Sæmundsen, ásamt Helgu konu hans. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er 20 ára um þessar mundir. Jafn- framt er að láta af störfum sem þjóðgarðsvörður Ragnar Stef- ánsson bóndi í Skaftafelli. Á þessum timamótum efndi Nátt- úruverndarráð til kaffisamsæt- is í Skaftafelli síðdegis á laugardag, þar sem Ragnari og konu hans, Laufeyju Lárus- dóttur, voru þökkuð mikil og góð störf í þágu þjóðgarðsins og færðar gjafir frá Náttúm- verndarráði og frá Skaftafells- nefnd sem sérstaklega hefur haft á hendi stjóm á þjóðgarð- inum. Fóm náttúruvemdar- ráðsmenn austur og var hreppsnefndarmönnum, sýslu- manni og kaupfélagsstjóra sveitarinnar svo og Öræfingum jafnframt þökkuð góð sam- vinna í þjóðgarðinum frá því hann var stofnaður 1967. Eyþór Einarsson, formaður Náttúruvemdarráðs, rakti í stuttu máli upphaf þjóðgarðsstofnunar og sögu hans, og sagði að Ragnar Stefánsson hefði betur en nokkur annar staðið við bakið á þeim sem þar stóðu að og hafa rekið garð- inn síðan. Eðlilega hefði ekki verið sársaukalaust fyrir bóndann að draga úr búskap og setja land sitt undir þjóðgarð. Þakkaði hann Ragnari samstarfíð og færði hon- um frá Náttúruvemdarráði ritröð- ina íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson. Þá tók til máls Friðjón Guðröð- arson, sýslumaður, sem á sæti í Náttúruvemdarráði og hefur um langt skeið haft forystu í Skafta- fellsnefnd, ásamt þeim Eyþóri Gestabókin góða, sem Halldór Sigurðsson í Miðhúsum skar út í birki úr Skaftafellbrekkum. Einarssyni og Gísla Gíslasyni framkvæmdastjóra ráðsins. Ávarpaði hann Ragnar og Lauf- eyju og þakkaði góðar móttökur á heimili þeirra allt frá 1974, en af sjálfu leiðir að Skaftafellsnefnd hefur ófá skipti dvalið hjá þeim. Sagði hann eftirsjá í Ragnari Stef- ánssyni sem hann sagði nánast hafa verið vömmerki þjóðgarðs- ins. Færði hann þeim hjónum í þakklætisskyni frá Skaftafells- nefnd gestabók veglega með listilega skomum spjöldum úr birki úr Skaftafellsbrekkum, sem Halldór Sigurðsson í Miðhúsum hafði skorið út og með sérsmíðuð- um málmhjömm. Gat hann þess að á kili bókarinnar er skorið með Eyþór Einarsson, formaður Náttúruveradarráðs, færír Ragnari Stefánssyni, bónda í Skaftafelli, gjöf frá Náttúruveradarráði í þakklætisskyni fyrir störf hans sem þjóðgarðsvörður. Laufey Lárusdóttir, húsfreyja í Skaftafelli, tekur við gjöf til þeirra hjóna, hennar og Ragnars Stefánssonar, úr hendi Frið- jóns Guðröðarsonar, sem þakkaði þeim gott samstarf fyrir hönd Skaftafellsnefndar. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.