Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 17 Tvær nýjar með Donald Sutherland Hann leikur kvensaman málara og prest í morðingjaleit í nýjustu myndunum sínum Donald Sutherland hefur ekki sést mikið í bíó hér að undanförnu. Síðustu myndirnar sem við sáum með honum voru Raunir saklausra (Ordeal By Innocence), frekar misheppn- uð útgáfa af sögu Agöthu Christie og The Catholic Boys, unglingamynd sem hann fór með aukahlutverk í. Nýlega voru frumsýndar tvær mjög ólíkar myndir með honum vestra, The Wolf at the Door og The Rosary Murders. „The Wolf“ er gerð í sam- vinnu Dana og Frakka og segir frá erfiðleikatímabili í ævi mál- arans Paul Gauguin á árunum 1893 til 1895. Sutherland er þriðji leikarinn til að fara með hlutverk málarans í kvikmynd en George Sanders lék Gaugu- in í The Moon and Sixpence og Anthony Quinn lék hann í Lust for Life. Walter Goodman hjá The New York Times þykir Sutherland bera af. Leikstjóri myndarinnar er Henning Carlsen en þess má einnig geta að Max Von Sydow leikur August Strindberg. Þegar myndin hefst er Sutherland í The Rosary Murd- ers. Donald Sutherland í myndlnnl Wolf at the Door. Gauguin 45 ára og helstu áhugamál hans eru annars vegar vinnan og hins vegar stúlkur þrjátíu árum yngri en hann. Málarinn er óbifanlega trúr list sinni en hryllilega ótrúr konum. Hann yfirgaf danska eiginkonu og fimm börn þeirra, franska hjákonu sína og barn þeirra og þegar myndin hefst hefur hann sagt skilið við 13 ára „eiginkonu" á Tahiti, þar sem hann dvaldi í tvö ár, og flúið til Parísar. Nefndi einhver Kasanóva. í hinni myndinni, The Rosary Murders, leikur Sutherland kaþólskan prest rétt eins og í áðurnefndri unglingamynd. Leikstjóri er Fred Walton og hann skrifaði handritið ásamt rithöfundinum Elmore Leon- ard. Morðingi drepur kaþólska presta í Detroit og hempu- klæddur Sutherland er settur í rannsókn málsins. Sumsé, nóg að gera hjá Sut- herland þótt lítið sjáist af honum hér um slóðir. Nú skaltu bregða undir þig betri fætinum og koma með okkur þangað sem þægilegur sumarylur ríkir allt árið. Þar ægir öllu saman á þann skipulagða hátt, sem móður náttúru er einni fært að gera. LANDSLAG: Eldfjöll, stórkost- leg gljúfur, hellar, eyðimerkur- hólar, flatlendi, klettar og unaðs- legar strendur og hlýr sjór. GRÓÐURFAR: Flóra Evrópu og Afríku í sátt og samlyndi. MANNLÍF: Allar tegundir af jarðarbúum við störf, skemmtan- ir og letilíf. SAGA OG UMMERKI: Cro- Magnonmaðurinn, hið horfna Atlantis, Kólumbus - nei annars komdu bara og sjáðu allt með eig- in augum. Hvort sem þú ert nátt- úruunnandi, mannlífsunnandi, næturlífsunnandi eða ólæknandi sóldýrkandi, þá er þetta staður fyrir þig. VIÐ ERUM AÐ TALA UM KANARÍEYJAR! BROTTFARIR: 1. ferð27dagar 01-11/87 3ja vikna 27-11/87 2javikna 11-03/88 GISTING OG VERÐ FYRIR FULLORÐNA í ÞRjÁR VIKUR: Smáhýsi; (bungalow) San Valentin Park, Bungalow Holican, Bunga- low Princess; . frá kr. 45.144,- íbúðahótel; Corona Blanca, ............... frá kr. 42.804.- Hótel; Catarina Playa og Buena- ventura; ...... frá kr. 47.804,- með kvöldverði... kr. 53.078.- FARARSTJÓRAR í þessum ferð- um verða þær AUÐUR og KLARA og það mun áreiðanlega gleðja þá farþega sem hafa kynnst þeim úr fyrri ferðum okkar. REISUKLÚBBURINN ATLANTIK FERÐAMIÐSTÖÐIN POLARIS TERRA , Hallveigarstíg 1 Aðalstræti 9 Kirkjutorgi 4 Snorrabraut 27-29 Símar 28388-28580 Sími 28133 Sími 622011 Sírni 26100 SAGA TRAVEL Suðurgötu 7 Sími624040 /0 REISUKLÚBBNUM TIL HINS EILÍFAVORS!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.