Morgunblaðið - 04.10.1987, Page 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
Ljósmóðurstaifið
ersvojákvætt
í eðli sím
Rabbað við ljósmæðranemana
Guðnýju Bjarnadóttur
og Ingigerði Guðbjörnsdóttur
Ljósmóðirin verður að hafa til að bera næman mannlegan
skilning.Og hún hefur óhjákvæmilega áhuga á fólki. Annars
væri hún varla að fara í starf, sem allt byggir á samskiptum,
einatt mjög tilfinningarikum. Fæðing nýs einstaklings er
í senn svo náttúrlegur og stórkostlegur atburður, að ekki
ekki til annars jafnað. “
m þetta voru
þær á einu
máli ljósmæð-
ranemamir
Guðný Bjama-
dóttir, sem er
á öðru ári í
skólanum og Ingigerður Guðbjöms-
dóttir, sem byijaði í haust. Guðný
lauk hjúkmnarprófi fyrir allnokkr-
um ámm, en ákvað síðan að bæta
ljósmæðranáminu við, en Ingigerð-
ur lauk hjúkmnamáminu fyrir
rösku ári. Skilyrði fyrir inngöngu í
Ljósmæðraskólann nú er hjúkmna-
rmenntun og námstími tvisvar
sinnum níu mánuðir og frí yfir
sumarið.
Ljósmóðurstarfið er já-
kvætt í eðli sínu
Guðný Bjamadóttir á sveitfesti
í Vestmannaeyjum, og þangað er
hún staðráðin að fara, þegar hún
hefur lokið náminu.„Ég hef lengi
haft hug á að fara í ljósmæðranám-
ið,“ segir hún. „Vegna þess hve það
er í eðli sínu jákvætt og ijölbreytt.
Þar sem fæðing og meðganga telst
ákaflega eðlilegur hlutur og ekki
sjúkleiki, beinist athyglin ekki að
hinum neikvæðari þáttum. Það er
svo endumærandi. Auðvitað kemur
fyrir, að eitthvað beri út af, en í
langflestum tilfellum em það bara
ósköp eðlilegir kvillar. Svo mikið
forvamarstarf, kynning og fleira
er komið með í reikninginn, að
bamshafandi konur fá að vita jafn-
skjótt og bólar á einhveiju athuga-
verðu og em þá lagðar inn ef þurfa
þykir. Ami eitthvað að fóstri upp-
götvast það í fleiri tilfellum en ekki.
Eg hef verið ánægð í hjúkmna-
rstarfínu, en því er ekki að neita,
að mér finnst starf ljósmóðurinnar
sem sagt jákvæðara og indælla,
maður er að vinna með konum á
bameignaraldri, það er mikið að
gerast hjá þeim og skemmtilegt að
fá að verða þátttakandi í þessari
jákvæðu framvindu í lífí þeirra.
Meðan á náminu í Ljósmæðra-
skólanum stendur, vinna nemar
nokkum tíma á hinum ýmsu deild-
um til að fá sem gleggsta innsýn í
marga þætti starfsins.A göngu-
deild, þar sem fram fer mæðraskoð-
un, meðgöngudeild, en þar liggja
verðandi mæður vegna einhvers
sjúkleika, vökudeild nýbura, sem
þurfa sérstaka sinnu og bama sem
eru fædd fyrir tímann. Skurðstofu,
meðal annars til að geta aðstoðað
við keisaraskurð ef það kæmi upp
á. Þá er fæðingargangurinn og svo
sængurkvennagangur, þar sem
fylgzt er með konunum eftir fæð-
inguna.
Mæðravemd hérlendis er mjög
afgerandi svo og öll umönnun fyrir
og eftir bamsburð. Samt verður það
vafalaust alltaf þannig, að einhvers
kvíða gæti hjá konum. Þessi tími
er alltaf sérstakur. Sama hversu
oft kona eignast barn. Nú held ég
að konur séu meðvitaðri um líkama
sinn og starfssemi hans en áður.
En samt er alltaf dálítill kvíði af
þeim toga sem vanfærar og síðan
fæðandi konur þekkja einar og
sprettur upp af tilfinningasviðinu.
En ljósmæðra er líka að hjálpa þeim
að glíma við þennan kvíða, svo að
hann verði viðráðanlegri, ef ég
mætti orða það svo.
Ég held, að allar konur spyiji
fyrst, hvort sé allt í lagi með bar-
nið eftir fæðinguna. Ég hef aldrei
vitað til, að annarrar spumingar sé
spurt fyrst. Langflestar bamshaf-
andi konur nú eru þó búnar að fara
í sónar, og konum 35 ára og eldri
er boðið upp á að tekin sé legvatns-
prufa. Þar með kemur tiltölulega
snemma á meðgöngunni fram, ef
eitthvað er að. En ekki er það alveg
óbrigðult og þessi kvíðakennd, sem
ég var að tala um, er afar eðlileg
í sjálfu sér.
Ljósmóðir á að geta unnið mjög
sjálfstætt og hún á að vera fær um
að greina, ef eitthvað er að fara
FÆÐINGARDEILD
■ ■
VOKUDEILD
SKURÐDEILD
ÁLMA B
MEÐGÖNGU1"
/
Guðný Bjarnadóttir I
Ingigerður Guðbjömsdóttir
úrskeiðis í fæðingu og kallar þá til
lækni. Fæðandi konu er mikils virði
að mynda tengsl við ljósmóðurina,
meðan dregur að fæðingu og þess
vegna er mikilvægt, að ljósmóðirin
geti fylgt konunni þar til fæðing
er afstaðin. Auðvitað verður þvi
ekki alltaf viðkomið, og alls konar
ástæður geta verið fyrir því, einkum
á hinum stærri stofnunum. Núorðið
liggur við að það heyri til undan-
tekninga, ef faðir eða annar
nákominn ættingi er ekki viðstadd-
ur fæðinguna. Eg held, að það sé
ákaflega gott, að faðirinn fylgist
með, sennilega tengist hann bam-
inu í senn fyrr og öðruvísi.
Ég er ákaflega ánægð að hafa
farið í námið. Það er vel uppbyggt
og lærdómsríkt. Og ég hlakka til
að starfa við það. Lykilatriðið er
sem sagt að hafa ánægju af að
umgangast fólk. Þessi ferill,- þung-
un, meðganga, fæðing- er gleðileg-
ur og gefandi. Og hver fæðing er
einstök. Ég held, að maður hrífíst
í hvert skipti og alla tíð,“ sagði
Guðný.
Ég- er að láta gamlan
draum rætast
„Með því að fara í Ljósmæðra-
skólann er ég að láta rætast gamlan
draum,“ sagði Ingigerður Guð-
bjömsdóttir.„Ég held að ég hafi
haft áhuga á ljósmæðrastarfínu frá
unglingsaldri. í ættinni vom nokkr-
ar ljósmæður, kannski þetta sé bara
í genunum. Eftir allanga búsetu
erlendis, ferðalög og bameignir
ákvað ég að tímabært væri að gera
eitthvað í málinu. Ég sótti um inn-
göngu eftir ég átti fyrra bamið
mitt fyrir níu ámm, en hjúkmna-
rfræðingar höfðu þá forgang. Svo
að ég fór í öldungadeildina og svo
í Hjúkmnarskólann og var í síðasta
árganginum, sem útskrifaðist úr
gamla skólanum. Mér fannst til
mikils að vinna, en ég sé líka í
hendi mér, að það er gott að hafa
lífsreynslu með sér þegar út í þetta
er farið. Skilningur á mannlega
þættinum er ekki síður mikilvægur,
þótt að hvað grípi inn í annað og
þekkingin og hæfnin til að vera
viðbúin öllu sé auðvitað gmndvall-
aratriði. En ljósmóðir hjá fæðandi
konu þarf að skynja andlegt ástand
konunnar líka.
Persónuleiki getur oft ráðið því
hvort konan getur haft stjóm á sér
þegar hún er að fæða. Sömuleiðis
góð þekking á því sem gerist. Vitn-
eskja um eigin Ííkama og starfssemi
hans. Þetta getur verið fæðandi
konu til ómetanlegs stuðnings.“EP
Ingigerður var að koma úr tíma
í fósturfræðum, þegar við spjölluð-
um saman.„Fósturfræði er um
þróun frá getnaði til fæðingar,
þroska fósturs á fyrstu vikunum.
Það er svo óhemjumikið að gerast
á þessum tíma. Svo læmm við lífeðl-
isfræði, með áherzlu á lífeðlislega
virkun á vöðva, tauga- og skyn-
boðin. Við læmm nýburafræði og
við læmm um meðgönguna. Þá er
ég að tala um eðlilega meðgöngu
og fæðingu. Nemarnir læra og fæð-
ingarfræði og meðferð sængur-
kvenna og við æfum okkur- með
því að nota gínur fyrst. Við nemum
líffærafræði og við lesum sögu ljós-
mæðrafræðslu frá upphafi. Þetta
og fleira er á bóklega námskeiðinu,
sem byrjað er á og stendur í sex
vikur.
Fæðingin sjálf er ekki hjúkmn.
Aðhlynning eftir fæðingu tengist
hjúkmn. Þó má auðvitað deila um
allar svona skilgreiningar og
kannski má tengja alla aðhlynningu
eins lags hjúkmnarstörfum.
Ég held að starfíð höfði ekki síður
til kvenna nú en áður. Að minnsta
kosti til þeirra sem hafa ákveðna
þekkingu og áhuga á manneskjunni
og því sem gerist í henni þennan
tíma. Óneitanlega er það sérhæfð
kvenleg reynsla fæða bam og eftir
því sem ég læri meira um þessa
þróun og hvað gerist- sem ég hygg
að ætti að kynna konum almennt
miklu betur - verð ég æ stoltari af
því að vera kona. Það er stórmerki-
legt að búa í svona fjölhæfum
likama og upplifa þau forréttindi
sem honum fylgja. Konulíkaminn
er eiginlega kraftaverk. Hann getur
tekið að sér að fóstra í sér líf og
hann getur þanizt út eftir þörfum
og síðan farið í samt lag... Og hugsa
sér öll þau átök sem verða í líka-
manum, bara við eðlilega meðgöngu
og fæðingu. Allt það álag sem fylg-
ir. Svo lagar líkaminn sig að því
að breytast aftur. Hvað sem ýmsum
öðrum þáttum líður - mér fínnst
það forréttindi að fá að vera kona.“
TextiiJóhanna Kristjónsdóttir